Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 B 7 PORSCHE 911 Carrera. Straumhvörf hjá Porsche sportbílaframleiðandanum Nygerðaf 911 línunni Samstarf við Mercedes-Benz í skoðun Stuttgart. Reuter. ÞÝZKI sportbílaframleiðandinn Porsche AG, sem upphaflega bjóst ekki við að geta framleitt fleiri en 50 bíla, hefur nú starfað í tæp 50 ár. I vikunni sendi hann frá sér milijónasta sportbílinn eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Bílar þeir sem Porsche hefur framleitt á ferli sínum hafa greini- lega svarið sig í ætt við hina upp- haflegu gerð Ferdinands Porsche og að baki hefur búið bjargföst sannfæring um að „eini munurinn á fullorðnum og börnum sé verðið á ieikföngum þeirra." Milljónasti bíllinn var afhentur þýzku lögreglunni, sem hefur verið tryggur viðskiptavinur Porsche um árabil og notað bíla frá fyrirtækinu til eltingarleikja á þýzku hraðbraut- unum þar sem hraðatakmarkanir eru engar. Harðnandi samkeppni Merkum áfanga hefur verið náð á sama tíma og straumhvörf eiga sér stað í sögu fyrirtækisins, sem er að ná sér á strik eftir hálfgert gjaldþrot og verður í æ ríkari mæli að horfast í augu við samkeppni mörgum sinnum stærri keppinauta. Á sama tíma og ýmis bifreiðafyr- irtæki framleiða eina milljón bíla á ári er Porsche enn trúr þeirri hug- sjón að selja tæknilega fullkomna sportbíla, sem um leið eru „goð- sögn.“ Porsche skilaði 10 milljóna marka’ hagnaði á fyrra helmingi reikningsársins 1995/1996. Bíll af hinni klassísku 911 gerð kostar frá 130.000 mörkum, sem jafngildir um 5,7 milljónum króna. Porsche hefur unnið meira en 22.000 kappaksturssigra. Þótt fyr- irtækið hafi framleitt átta gerðir hefur tæplega helmingur þeirra bíla, sem það hefur smíðað, verið af núverandi 911 gerð og má rekja rætur hennar til upphafsára fyrir- tækisins. Upphaflega ætlaði ég að búa til bíl, sem væri skemmtilegur," sagði Ferry Porsche, sonur stofnandans, Ferdinands, og stjórnarformaður upp úr miðri öldinni. „Ég fékk hug- mynd og hún varð 911.“ í áranna rás hefur Porsche stöð- ugt bætt grunnhönnunina. Nýr 911 hefur verið kynntur og nær hann 270 km hraða á klst., um helmingi meiri hraða en fyrsti 356 bíllinn. „Án stöðugrar framleiðslu í 50 ár hefðl goðsögnin um Porsche ekki fest rætur um allan heim,“ sagði Wendelin Wiedeking stjórnarfor- maður. Breytingar framundan Nú stendur Porsche frammi fyrir því verkefni að framleiða nýja gerð til að taka við af 911, sem verður gerbreytt eftir tvö ár. Porsche hefur staðið andspænis gjaldþroti nokkrum sinnum, meðal annars í byijun þessa áratugar. Nú reynir fyrirtækið að draga úr kostn- aði og auka úrvalið. Fyrsta skrefið verður tveggja sæta Boxster, sem verður sýndur í október. Porsche segist þegar hafa selt tæplega éins árs framleiðslu, þrátt fyrir sams konar bíla frá BMW og Mercedes-Benz. Fyrirtækið mun einnig hugleiða hvernig það geti unnið með Merce- des-Benz að framleiðslu á sportleg- um fjölnota bíl, sem mundi koma fjármálum þess á traustari grund- völl. VIÐSKIPTI Bréfum í Harrods komíð í sölu? Búist við mikilli eftirspurn fjárfesta HARRODS-verzlun hinna þekktu eg- ypzku al-Fayed bræðra í London kann að koma hlutabréfum í sölu að sögn Sunday Ti- mes. ' Mohamed al- Fayed, forstjóri Harrods, á nú í við- ræðum við ráðgjafa og fjárfesta um þessa fyrirætlun, sem kann að afla þeim tveggja millj- arða punda. Mestöllum ágóð- anum yrði varið til að auka viðskiptin, en al-Fayed komu hlutabréfum i sölu. Þá fjölskyldan mundi halda nokkru segir blaðið að í ljós hafi komið eftir, segir blaðið. mikil eftirspurn fjárfesta eftir Bréfunum verður líklega kom- munaðarvörufyrirtækjum. ið í umferð í kauphöllunum í New Þýzkur risi verð- ur til við samruna Mohamed al-Fayed York og London, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin. Bræðurnir greiddu 573 millj- ónir punda fyrir eig- anda Harrods, Ho- use of Fraser, 1985. Þá komu þeir hluta- bréfum í öðrum verzlunum Frasers í sölu og stækkuðu Harrods. Blaðið segir að al-Fayed bræður vilji fara að fyrir- mynd nálægrar verzlunar, Harvey Nichols, sem nýlega Köln. Reuter. EINHVER mesti samruni í sögu smásöluverzlunar i Þýzkalandi verður að veruleika, þar sem Asko Deutsche Kaufhaus, Deutsche SB-Kauf og Kaufhof Holding hafa tilkynnt að ekkert standi í vegi fyrir sameiningu við Metro AG, sem er í eigu Svisslendinga. Samkvæmt yfirlýsingum frá samstarfsaðilum hefur samkomu- lag náðst við minnihluta hluthafa, sem hafa staðið í vegi fyrir sam- runa. í yfirlýsingu Asko segir 'að sala Metro AG hlutabréfa eigi að geta hafizt í Þýzkalandi 25. júlí og varð sú frétt. til þess að bréf í Asko og samstarfsaðilanum Kaufhof AG hækkuðu í verði. Með samrunanum verður komið á fót risafyrirtæki sem mun ná til 711 fyrirtækja með 175.000 starfsmönnum. Aðalkeppinautur- inn, Karstadt AG, verður eins og dvergur við hliðina á hinu nýja fyrirtæki. Hlutabréf í Asko hækkuðu um 57,50 mörk í 1170 mörk og hluta- bréf í Kaufhof hækkuðu um 21,50 mörk í 585,50. Hafðu samband við AGRESSO ráðgjafana hjá Skýrr hf. Síminn er 569 5100. fjarmalastjórnunarkerfi Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri hf PJÚÐBRAUT UPPLÝSINGA Escom gjaldþrota Bonn. Reuter. ESCOM AG, þýzkt tölvusmásölu- fyrirtæki sem hefur orðið hart úti í harðnandi verðsamkeppni á ein- menningstölvumarkaði Evrópu, hyggst biðja um gjaldþrotaskipti því að ekki hefur tekizt að afla nýrra lána. Escom varð annar stærsti tölv- usmásali Evrópu með nýlegu átaki til að auka umsvif fyrirtækisins og það átak stuðlaði að hruni þess. Fyrirtækið hefur farið fram á greiðslustöðvun, en telur ekki unnt að ná samkomulagi við lánar- drottna. Aðeins er beðið um gjaldþrota- skipti eignarhaldsfyrirtækisins Escom AG, ekki verzlana þess. Hlutabréf í Escom lækkuðu um 55 pfenninga, eða 30%, í 1,30 mörk. Escom hefur áður sagt að 1900 starfsmönnum af 4400 verði sagt upp og verzlunum lokað. I FUÓTLEGRIFJÁRMÖGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22 | SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505 \ « V. m 1 Oruggir Þegar þú sendir EMS hraðsendingar annast Hraðflutningsdeild Pósts og síma allar sendingar, stórar sem smáar, böggla, skjalasendingar og frakt. Þú getur verið viss um að sendingin kemst hratt og örugglega alla leið. Tenging Hraðflutningsdeildar Pósts og síma við dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggið og hraðann. hraðflutningar um allart heim 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar I síma 550 7300. Opið er frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00 T N T Express Worldwide 33 S PÓSTUR OG SfMI HRAÐFLUTNINGSDEILD Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík, sími 550 7300, fax 550 7309 F0RGANGSP0STUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.