Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 1
 JNbtgmúWtöíb 1996 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 18. JULI BLAÐ c Morgunblaðið/Golli ÍAmeð góða stöðu fyrir seinni leikinn „ÉG er sáttur við sigurinn en hef ði viljað fá eitt mark í viðbót. Þriðja markið hefði getað gefið manni meiri ró fyrir síðari leik- inn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir sigur- inn á Sileks á Skipaskaga í gær- kvöldi. Skagamenn unnu 2:0 og myndin sýnir þegar Bjarni Guð- jónsson kom Islandsmeisturun- um á bragðið skömmu fyrir hlé. Mihajlo Bibercic innsiglaði sigur- inn í seinni hálfleik. Eyjamenn standa einnig ágætlega að vígi þrátt fyrir að hafa tapað 2:1 í Eistlandi. ¦ Lelklrnir/C4-C5 OLYMPIULEIKARNIR I ATLANTA Þórir Sigfússon tekur við þjálfun Fylkismanna F YLKISMENN gengu i gærmorgun frá samning- um við Þóri Sigfússon, fyrrum leikmann og þjálf- ara Keflavíkur, þess efnis að Þórir taki við þjálf- un Árbæjarliðsins en eins og kunnugt er var Magnúsi Pálssyni, fyrrum þjálfara, sagt upp störfum hjá 1 elaginu á mánudag eftir slakt gengi Fylkis það sem af er sumri. Kolbeinn Finnsson, formaður knattspyrnu- deildar Fy lkis, sagðist binda miklar vonir við nýja þjálfarann og hafa trú á að hann muni ná að rífa liðið upp úr þeirri lægð, sem það hefur verið í undanfarið og Þórir sjálfur sagðist hlakka mikið til að takast á við nýja starfið. „Eg tel að það bú i mun meira í þessu liði en það hefur veríð að sýna í sumar og ég mun leggja mig allan f ram við að snúa Hðinu í rétta átt. Það er að visu alltaf erfitt að taka við liði í faUbaráttu og þvi vafalítið mikil vinna framundan, en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn og ég hef fulla trú á að þetta fari aUt að smella sam- an," sagði Þórir í gær. Fylkismenn verma um þessar mundir næstn- eðsta sæti 1. deUdar með aðeins þrjú stig, hafa einungis unnið einn leik í deildinni það sem af er sumri - gegn Breiðabliki í fyrsta leik. Margir eru þó sama sinnis og Þórir, að mun meira búi í Fylkisliðinu en það hefur sýnt hingað tíl, og verður því fróðlegt að fylgjast með því hvort nýja þjálf arnum tekst að koma sf rákunum úr Árbænum á réttan KjöL Norman cjerir 325 milljóna boltasamning GOLFLEIK ARINN Greg Norman ætti ekki að verða í fjárhags vandræðum á næstunni þótt honum takist ekki að verða í efsta sæti á kom- andi mótum. Ástæðan er sú að í gær gerði haim samning við framleiðanda Maxfli golfbolta og tryggir samningurinn honum 325 milHóna króna tekjur fyrir það eitt að leika með nýrri tegund bolta sem fyrirtækið er að setia á markað. Þessi boItiheitirMaxfliXS. „Ég vU ekkert segja um hvað ég fæ í minn hlut fyrir samninginn, en eitt get ég þó sagt, þetta er einn verðmætasti samningur sem ég hef gert um ævina," sagði Norman. „Ljóst er að ég mun leika með þessum bolta fram á næstu Sld," bættí hann við brosandi. „Ég hef verið að prófa þennan bolta á þessu ári og Hóst er að hann er góður og högg mín með honum eru lengri en áður." Pétur verður ekki með PÉTUR Guðmundsson, kúluvarpari, kastaði 19,17 metra á móti í Marrietta, útborg Atlanta, í gærkvöldi og missti þar með af tæki- færi til að komast á Ólympíuleikana. Pétur náði a-lágmarki ífyrra - lágmarkið er 19,50 metrar - en Ólympíunefnd íslands fórfram á að hann næði því aftur í ár. Pétur er vonsvikinn og segist vilja fá fleiri tækifæri til að ná lágmarkinu aftur. Af því virðist hins vegar ekki verða. Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar ís- lands, vildi ekki tjá sig um málið, sagði að það yrði rætt nánar í dag og á morgun. Sigurður Einarsson spjótkastari átti einnig að keppa á mótinu en ekki var komið að honum þegor f resta varð keppni vegna vatnsveðurs. Mótinu verður haldið áfram á sunnu- dag og þar verður Sigurður væntanlega á meðal keppenda. Kúluvarp var aukagrein á mót- inu í gær og keppendur tveir. Pétur sigraði og setti vallarmet en ¦¦¦¦¦¦i það var ekki nóg. „Það- er annað mót Skapti hér 21. júlí. Það skrifarrmSS°n sakar ekki að Sæk;>a láAtlanta 1™ Þ*ð til Ólympíu- nefndar að keppa þá og reyna að ná lágmarkinu. En ég viðurkenni auðvitað að þetta er ekki nógu gott ár hjá mér," sagði Pétur við Morgunblaðið á mótsstað í gær- kvöldi. En hvað skyldi hann telja að hái sér? „Ég er ekki nógu „sta- bíll"; get átt góð köst og get átt slæm. En ég er að koma til." Pét- ur var meiddur í hægri mjöðm í átta vikur í vor og síðan tóku meiðsl í lófa kasthandar sig upp, meiðsl sem gerðu honum lífið leitt í fyrra, „en það er komið í lag. Meiðslin skemma hins vegar fyrir mér að því leyti að vegna þeirra er ég ekki í nægilegra góðri keppnisæfingu." Pétur er óhress með íslensku ólympíunefndina. „Samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndar- innar verður að ná a-lágmarki á tímabilinu 1. janúar 1995 til 16. júlí 1996. Ég náði þessu lágmarki tvisvar á þeim tíma - í hvort tveggja skiptið í fyrra - en hef lengst kastað 19,37 í keppni í ár. En ef kúluvarpskeppnin á síðustu Ólympíuleikum er skoðuð sést að 19,65 dugðu þá inn í úrslit og standardinn er lægri núna. Ég spái því að 19,30 dugi að þessu sinni þannig að ég er viss um að ég ætti mikla möguleika á að ná inn í úrslitin. Það þyrfti ekki nema aðeins lengra kast en þetta í dag. Svo þegar komið er í úrslit getur allt gerst. Úrslit í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum eru oft óvæht." Tæknin er ekki nógu góð hjá Pétri um þessar mundir en hann segist þó hafa kastað kúlunni 19,73 metra í upphitunarkasti á móti í La Grange sl. laugardag og á sýningu, strax eftir þá keppni, sveif kúlan 19,52 metra hjá hon- um. En í keppni hefur hann ekki náð því sem forráðamenn Óí og FRÍ fara fram á. KNATTSPYRNA: ÞÓRÐUR HAFNAÐITILBOÐIFRA FERENCVAROS / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.