Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 8
ÍÞRÓMR KNATTSPYRNA Þórdur hafnadi boðifrá meisturum Ferencvaros Er samningsbundinn Bochum í Þýskalandi til næsta sumars Þórður Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, fékk girnilegt tilboð frá ungversku meisturunum Ferencvaros, sem buðu honum samning til eins árs, en að vel athuguðu máli hafnaði hann boðinu. Hann sagði einnig nei við forráðamenn svissnesks félags og annars frá Þýskalandi. „Ég hugsaði alvarlega um tilboð- ið frá Ungveijalandi en samningur minn við Bochum rennur út eftir Anna Lára í ellefta sæti í Brussel ANNA Lára Steingrímsdóttir varð í ellefta sæti í kappróðri á alþjóðlegu móti í Brussel í Belgíu um sl. helgi. Anna Lára, sem er nýorðin átján ára, keppti í flokki 18-23 ára og komst í B-úrslit, þar sem hún keppti við stúlkur frá ít- alíu, Finnlandi, Litháen, Slóv- eníu og Grikklandi. 33 þjóðir tóku þátt í mótinu, auk Evr- ópuþjóða komu keppendur fi á Bandaríkjunum, Nýja-Sjá- iandi, Ástralíu og Brasilíu. Árangur Önnu Láru er mjög góður, þar sem hún var með yngri keppendum. Ármann Kojic Jónsson keppti einnig á mótinu, en komst ekki í úr- slit. Næsta verkefni þeirra er heimsmeistaramót í Glasgow 7.-11. ágúst. í bann fyrir að semja við þrjú félög ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, dæmdi í gær króatíska landsliðsmanninn Goran Vlaovic í keppnisbann um óákveðinn tima eftir að kappinn hafði skrifað undir samninga við þrjú félagslið í Evrópu. Þau lið sem um ræð- ir eru Napólí á Ítalíu og spánsku liðin Espanol og Va- lencina en FIFA hefur gefið Vlaovic frest til 26. þessa mánaðar til að gera grein fyrir athæfi sinu. ár og þá athuga ég minn gang,“ sagði Þórður við Morgunblaðið í gær. „Ungverska liðið var ( Meist- aradeild Evrópu á liðnu tímabili og mætir Gautaborg í keppni um sæti í riðlakeppni deildarinnar í haust. Þetta var spennandi dæmi en ég fer ekkert að svo stöddu.“ Bochum sigraði með yfirburðum í 2. deild í Þýskalandi á liðnu tíma- bili og hófst undirbúningur fyrir komandi átök í 1. deild í síðustu viku. Félagið er með samning við 24 leikmenn og þar af eru sjö er- lendir leikmenn; fimm frá Austur- Evrópu, einn frá Suður-Afríku og Þórður. Hann sagði að samkeppnin um stöður væri mikil en þjóðernið skipti ekki lengur máli varðandi fjölda erlendra leikmanna hveiju sinni. „Fyrirkomulagið í Þýskalandi er þannig að félag má stilla upp eins mörgum leikmönnum og það vill frá löndum innan EES, fimm að auki frá öðrum þjóðum innan Knattspyrnusambands Evrópu og þremur frá öðrum heimsálfum. Því stöndum við í raun allir jafnt að vígi.“ Fyrsti leikur Bochum á komandi tímabili verður í bikarkeppninni 10. ágúst en síðan á liðið heimaleik gegn Duisburg í deildinni 16. ágúst og þá útileik gegn Bayern Múnc- hen. „Ég var að vonast til að ná einu tímabili án þess að meiðast en ég tognaði illa á æfingu í gær og verð frá i viku. En fall er farar- heill og þetta er ekki alvarlegt,“ sagði Þórður. Morgun bl aöiö/tfj arni ÞÓRÐUR Guðjónsson, sem er hér í landsleiknum gegn Make- dóníu í liðnum mánuði, hefur hafnað góðum tllboðum. Casartelli vottuð virðing í DAG, 18. júlí, er nákvæm- lega eitt ár liðið síðan fyrrum Ólympíumeistarinn í hjólreið- um, Fabio Casartelli frá ítal- íu, lét lífið í hinni geysierfiðu Tour de France-hjólreiða- keppni. Casartelli, sem lést i kjölfar höfuðáverka sem hann hlaut eftir að hafa fallið af hjóli sínu í Portet d’Aspet- fjöllunum, var einungis 25 ára gamall og talinn ein bjart- asta von þjóðar sinnar í grein- inni. Þessa sorgardags minntust forráðamenn Frakkland- skeppninnar á þriðjudag með þvi að safnast saman við minnisvarða úr marmara, sem reistur var ítalanum til heiðurs á staðnum þar sem hann lést. Ekkja Casartellis, Anna-Lisa, mun komatil Par- ísar um helgina og afhenda að lokinni keppni á sunnudag þau verðlaun, sem veitt eru efnilegasta bjólreiðamannin- um ár hvert. Svíar eruí vondum málum LANDSLIÐ Svía í handknatt- leik þykir nú alls ekki líklegt til afreka á Ólympíuleikunum í Atlanta, sem hefjast um næstu helgi. Magnus Wisland- er er meiddur á öxl og Erik Hajas meiddur á kálfa og er óvíst hvort þeir geta leikið með liðinu. Þeir fara þó báðir til Atlanta og getur farið svo að Wislander leiki aðeins í vörn. Landsliðið lék tvo æfinga- leiki gegn Þjóðveijum í Þýskalandi um helgina og saknaði þá mjög þeirra Wis- landers og Hajas og töpuðu Svíar báðum leikjunum - 26:19 og 30:24. Þjóðverjar urðu fyrir skakkaföllum i leikjunum gegn Svíum því Vigindis Petkevicius leikstjórnandi þeirra meiddist og verður ekki með á Ólympíuleikunum í Atlanta. Petkevicus sem lék með þýska liðinu hér á landi á HM í fyrra hefur leikið mjög vel síðustu mánuði og voru landar hans vongóðir um að loks hefði fundist góð- ur leikstjórnandi fyrir liðið. HANDKNATTLEIKUR Rögnvald og Stefán íhuga að hætta við að hætta Hafa dæmt á fimm heimsmeistara- mótum en aldrei á Ólympíuleikum |jjjftir kjör Kjartans Steinbachs í fyrradag sem formanns dóm- aranefndar Alþjóða handknattleiks- sambandsins er ekki loku fyrir það skotið að Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson alþjóðadómarar séu hættir við að draga sig í hlé frá dómgæslu á alþjóðlegum vett- vangi. „Málið lítur óneitanlega allt öðru- vísi út í dag heldur en það gerði áður og við Stefán munum setjast niður með Kjartani þegar hann kemur heim til þess að ræða mál- in,“ sagði Rögnvald við Morgun- blaðið. „Ég ætla ekki að útiloka það að við munum endurskoða ákvörðun okkar í kjölfarið, en við verðum vissulega að horfa á möguleika okkar á stórmótum í framtíðinni. Við erum búnir að dæma á síðustu fimm heimsmeistaramótum karla og kvenna en höfum enn ekki feng- ið tækifæri til þess 'að spreyta okk- ur á Olympíuleikum og ég býst við að það sé einsdæmi í handknatt- leikssögunni. Það eru að vísu fjögur ár í næstu Ólympíuleika en það má vel vera að ef viðræður okkar við Kjartan ganga vel munum við íhuga að hætta við að hætta,“ sagði Rögnvald. Rögnvald Erlíngsson Stefán Arnaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.