Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 4

Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skammtímavistun fatlaðra á Vestur- landi logð niður til að mæta halla Félagsmálaráðu- neytið hefur ekki samþykkt það Argentínumaður reynir að setja met á skútu sinni Morgunblaðið/Rax FYRIR seglum yfir hálfan hnöttinn. Geronimo B. Saint Martin í Reykjavíkurhöfn við skútuna sina og hann ætlar að sigla eins norðarlega og unnt er. Siglir einn upp undir Norðurpól ÁRNI Gunnarsson, aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra, segir að ráðuneytið sé ekki búið að leggja blessun sína yfir endurskoðaða rekstraráætlun Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestur- landi, en þar er gert ráð fyrir að leggja skammtímavistun niður frá 1. september til áramóta til að afstýra rekstrarhalla. Árni segir ennfremur að skrif- stofan hafi farið 1,2 milljónir króna fram úr heimildum í fyrra og hafi framlag til hennar á yfir- standandi fjárlagaári verið aukið úr 51,8 milljónum í 64,7. Framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi hefur tilkynnt Þroskahjálp að skammtímavistun verði aflögð tímabundið, til þess að mæta fyrirséðum hallarekstri. Gjaldkeri samtakanna á Vestur- landi, Þorvarður Magnússon, gerði athugasemd við það, meðal annars á þeim forsendum að ver- ið sé með þessu að nota viðbót- arfjármagn, sérstaklega ætlað til skammtímavistunar, til þess að rétta reksturinn af. Halli þrátt fyrir aukningu á fjárlögum Árni Gunnarsson segir að það sé ófrávíkjanleg krafa ráðuneytis- ins að rekstri á vegum þess sé haldið innan ramma heimildar og þegar ljóst hafi orðið að útgjöld svæðisskrifstofunnar á Vestur- landi yrðu sex milljónir umfram heimild hafi verið óskað eftir end- urskoðaðri rekstraráætlun. Auk þess bendir hann á að skrifstofan á Vesturlandi hafí fengið hlut- fallslega mesta aukningu rekstr- arfjár á síðustu fjárlögum. Árni segir að ráðuneytinu hafi borist ný rekstraráætlun með greinargerð en ekki sé búið að fara yfir hana og gera athuga- semdir. Hann er spurður hvort ráðuneytið samþykki að skamm- tímavistun verði felld niður um sinn. „Ég býst fastlega við því að athugasemdir verði gerðar við það en get að sjálfsögðu ekkert fullyrt um það að svo stöddu.“ Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra eru í hveiju kjördæmi og segir Árni að svæðisskrifstofan á Vesturlandi sé sú eina sem farið hafi verulega fram úr fjárlögum í tíð núverandi ráðherra, ef Reykjavík sé undanskilin. Þar sé hins vegar fólksfjölgun og einnig hafi menn verið að glíma við vanda sem skapast hafi í tíð fyrri ráðherra. Ef framlög til svæðisskrifstofa í hveiju kjördæmi eru sundurliðuð kemur í ljós að skrifstofan í Reykjavík fékk 305,9 milljónir á fjárlögum 1996, á Reykjanesi 252,8, 64,7 á Vesturlandi sem fyrr er getið, 48,9 á Vestfjörðum, 93,8 á Norðurlandi vestra, 252,1 á Norðurlandi eystra, 68,8 á Austurlandi og 127,3 á Suð- urlandi. Árni segir auk þess ekki rétt, sem haldið var fram í Morgun- blaðinu í gær, að fatlaðir á lands- byggðinni nytu ekki sama skiln- ings og í þéttbýlinu. „Málefni fatlaðra eru almennt í miklu betra horfi á landsbyggð- inni en í Reykjavík. Þar er mest fjölgun og auk þess eru sjúkra- stofnanir í höfuðborginni að út- skrifa fatlaða í sparnaðarskyni og koma þeim yfir á félagslega kerfið.“ Ekki hefur náðst tal af fram- kvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi vegna þessa. ARGENTÍNUMAÐURINN Ger- onimo B. Saint Martin hefur nú viðdvöl á skútu sinni í Reykjavík- urhöfn og bíður þess að viðgerð hennar Ijúki, áður en hann heldur áfram ferð sinni norður á bóginn. Geronimo ætlar að verða fyrsti maðurinn sem siglir einn á sex metra langri skútu eins nærri Norðurpólnum og hægt er að kom- ast og er þess vegna á ferð um norðlægar slóðir. Geronimo B. Saint Martin á franska foreldra en flutti ungur til Argentínu, þar sem hann var búsettur í borginni La Plata, og er nú með tvöfalt ríkisfang. Hann er læknir að mennt en lagði upp í ferð sína árið 1991. Sigldi og sneri ekki heim Hann kveðst hafa haft gaman af ferðalögum frá fyrstu tíð og eftir margvíslegt flakk, meðal ann- ars sem puttaferðalangur, uppgöt- vaði hann kosti siglinga og að þær væru góð leið til að sjá heiminn og kynnast fólki. „Eg hélt af stað einn góðan veð- urdag fyrir fimm árum áleiðis til Brasilíu og hef ekki snúið heim aftur síðan,“ segir hann. Geronimo bjó þar í um hálft annað ár áður en hann hélttil Frönsku-Gvæönu þar sem hann var í um fimm mán- uði áður en leiðin lá til Antilles- eyja í Karíbahafinu. „Eg hafði séð myndir frá Norð- urlöndum og heyrt að þar væri fallegt um að litast og langaði að sigla þangað. Sú löngun var hins vegar ekki sérlega líkleg til að vera „fjölmiðlavæn" og færa mér einhvert fé upp í kostnað, þannig að í sólinni á Martinique vaknaði sú hugmynd að fara eins norðar- lega og hægt er og verða fyrstur til þess, einsamall á svo litlum bát. Hugmyndin fékk stuðning tveggja franskra fyrirtækja og ég er nú á leið til Svalbarða, en nær Norðurp- ólnum er vart hægt að komast sökum ísa,“ segir Geronimo. Landlegan þungbærust Hann tekur Ijós- og vídeómyndir á ferð sinni og hyggst skrifa bók um þennan leiðangur. Geronimo kveðst ekki hafa lent í stórvægi- legum erfiðleikum eða hrakning- um á ferð sinni, utan þess að velkj- ast um í óveðri sem stóð í fimm daga fyrir utan strönd Nýfundna- lands. Hann varð að leita skjóls í Kanada seinasta vetur vegna skemmda á bátnum og erfiðra aðstæðna til siglinga og hélt sig í landi í um níu mánaða skeið. Styrktaraðilar hans greiða hon- um ákveðna upphæð til að greiða kostnað, og hefur hún enst sæmi- lega, en landlegan var fjárhag hans þungbær að sögn. Hann gafst þó ekki upp á ætlunarverki sínu og kom til Islands á fimmtudaginn var eftir sextán daga samfellda siglingu yfir hafið, sem er 1.700 sjómílna ferð. „Eg er ekki einmana þegar ég sigli, því að mörgu er að huga. Auk þess tekst mér að samsama mig umhverfinu og næ sérlega góðu sambandi við hafið,“ segir Geronimo, aðspurður hvort ein- semdin sækti aldrei að. „Ég fyllist þeirri tilfinningu frek- ar í landi, því það eru ekki allir jafngestrisnir og vinalegir og íbúar Reykjavíkur. í raun og veru er það versta sem ég.hef upplifað í ferð- inni að þurfa að dvelja á stöðum sem mér fellur ekki við og líður ekki vel á, eins og var að mörgu leyti raunin með Frönsku- Gvæönu. Fólkið þar var Iokað og mikill fjandskapur á milli kynþátta ríkj- andi. Slíkir staðir eru erfið reynsla en lærdómsrík," segir hann. Óveður á leið til íslands Hann lenti í um sólarhring- slöngu óveðri á leið til íslands og varð ekki svefns auðið meðan á hamaganginum stóð út á regin- hafi. Sjálfstýring bátsins og raf- geymir biluðu, segl rifnaði og sitt- hvað fleira fór úr skorðum. Raf- geyminn er hægt að hlaða með sólarorku en Geronimo segir veðr- ið seinustu daga ekki hafa verið með þeim hætti að hægt væri að hafa gagn af henni, að ógleymdri áðurnefndri bilun. Hann kveðst gera sér vonir um að geta lagt úr höfn eftir 4-6 daga, í seinasta lagi, þegar viðgerðum lýkur, en eftir að hafa náð markm- iði sínu við Svalbarða siglir hann til Noregs og þaðan land frá landi til Frakklands, en þar lýkur leið- angrinum. Geronimo kveðst hins vegar ekki ætla að hætta sigling- um að honum loknumn, heldur finna styrktaraðila að nýrri hug- mynd sem blundar með honum og ferðast áfram um höfin. Aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ sakar formann járniðnaðarmanna um að fara með rangar launatölur Segir j ámiðnaðar- menn ýta undir ólgn HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, segir að yfirlýsingar Arnar Friðrikssonar, formanns Félags járniðnaðar- manna, um laun málmiðnaðar- manna hér á landi hafi spillt fyrir árangri viðræðna um gerð samn- ings fyrir starfsmenn sem vinna við Hvalfjarðargöng. Iðnaðarmenn hefðu gengið til viðræðna á grunni rangra upplýsinga um laun sín. Örn vísar þessu algerlega á bug og seg- ir upplýsingamar byggjast á gögn- um frá Kjararannsóknamefnd. Þar eigi Hannes sæti og hafi sent gögn- in frá sér athugasemdalaust. Haft hefur verið eftir Emi í fíöl- miðlum undanfama daga að vem- legt launaskrið hafí átt sér stað í málmiðnaði á undanfömum misser- um og meðallaun þeirra séu komin upp fyrir 700 krónur á tímann. Örn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann byggði þessar upplýsingar á fréttabréfí Kjararannsóknar- nefndar. Hannes sagði að þessar tölur væm ekki marktækar og Öm vissi það. Hann væri að dreifa röngum upplýsingum í þeim tilgangi að valda ólgu á markaðinum og reyna þannig að knýja á um launaskrið. Þetta væru svipaðar baráttuaðferð- ir og járniðnaðarmenn hefðu notað í síðustu uppsveiflu í járniðnaði á ámnum 1986-87. Aðferðin gengi út á að taia kaupið upp með því að gefa sífelldar yfírlýsingar um hækkandi kaup járniðnaðarmanna og ýta þannig undir ólgu á mark- aðnum. Veldur óróa „Yfírlýsingar formanns Félags jámiðnaðarmanna hafa valdið rnikl- um óróa á markaðnum. Menn sem vinna í málmiðnaði kannast ekkert við þessar tölur og skilja ekki hvað er að gerast. Þegar þessar tölur em skoðaðar kemur í ljós að þær eru byggðar á afar litlu úrtaki málmiðnaðarmanna í Reykjavík eða á úrtaki u.þ.b. 45 manna. Fyrir ári vom 130 menn í úrtaki nefndarinnar. Við þessa fækkun mældist veruleg launa- hækkun vegna þess að þeir sem duttu út vom með heldur lægri laun en þeir sem urðu eftir. Ef laun þess- ara 45 manna eru skoðuð og borin saman milli ára kemur í ljós að þau hækkuðu með sambærilegum hætti og laun annarra hópa í þjóðfélag- inu. Það varð því ekkert launaskrið hjá málmiðnaðarmönnum í fyrra og það veit formaður Félags járniðnað- armanna mjög vel,“ sagði Hannes. Hannes sagði að vemlegar breyt- ingar yrðu á úrtaki Kjararannsókn- amefndar milli kannana. Ástæðan væri sú að fyrirtæki hættu þátt- töku, gögn misfæmst og misvel gengi að fá gögn frá fyrirtækjum frá einum tíma til annars. Þetta yrðu menn að hafa í huga þegar niðurstöður Kjararannsóknamefnd- ar væm skoðaðar. Greinilegt væri að ekki hefði tekist að fá rétta mynd af launum málmiðnaðar- manna á árinu 1995. Hannes sagði að launaupplýsing- ar Kjararannsóknarnefndar endur- spegluðu ekki taxta eða grunnlaun, eins og skilja hefði mátt á Emi, heldur tímakaup með öllum auka- greiðslum viðbættum. Þannig væru bónusgreiðslur, verkfæragjald, fæðispeningar, fatapeningar o.fl. innifaldar í tölunum. Að teknu til- liti til alls þessa taldi hann nær lagi að greitt tímakaup, eins og Kjara- rannsóknarnefnd skilgreindi það, væri á bilinu 600-650 kr. og að tímakaupið án aukagreiðslna væri 550-600 kr. að meðaltali. Gögnin birt athugasemdalaust Örn sagðist vísa þessari gagnrýni Hannesar algerlega á bug. Hann sagðist aðspurður af fréttamanni hafa bent á tölur Kjararannsóknar- nefndar, en þær segðu að meðal- dagvinnulaun málmiðnaðarmanna væru um 704 krónur á tímann þeg- ar 3% hækkun launa um áramót hefði verið reiknuð inn í taxtann. „Það er sú tala sem ég hef nefnt. Þetta er meðaltalið, en það verður eins og allir vita til af lægri tölum og hærri tölum. Ég hef ekki gert annað en að vísa í þetta opinbera gagn Kjararannsóknarnefndar. Ég bendi á að Hannes á sæti í nefnd- inni og hefur látið birta þessar tölur athugasemdalaust í fréttabréfi hennar." Örn sagði að hann hefði í gegnum tíðina stundum haft uppi athuga- semdir við einstök atriði í niðurstöð- um Kjararannsóknarnefndar, en jafnan fengið þau svör að um reikn- ingslega niðurstöðu væri að ræða sem ekki bæri að draga í efa. Hann sagðist ekki kannast við að upplýs- ingar Kjararannsóknamefndar um laun málmiðnaðarmanna hefðu valdið neinni ólgu á markaðnum. Fyrirspurnir frá Noregi Félagi járniðnaðarmanna hefur borist fyrirspurn frá norsku málm- iðnaðarfyrirtæki sem vill ráða ís- lenska málmiðnaðarmenn í vinnu. Örn sagði að fyrirtækið byðist til að borga 108 norskar krónur á tím- ann, auk fæðispeninga, vaktaálags og ókeypis heimferðar einu sinni í mánuði. Hann sagði að Félag járn- iðnaðarmanna hefði ekki áhuga á að reka vinnumiðlun fyrir erlend fyrirtæki, en allmargir félagsmenn hefðu óskað eftir upplýsingum um þetta fyrirtæki og því hefði félagið óskað eftir frekari upplýsingum um það. Hannes sagði að samkvæmt launakönnun norska vinnuveitenda- sambandsins, sem'er byggð á laun- um rúmlega tuttugu þúsund járn- iðnaðarmanna, væru meðallaun norskra jámiðnaðarmanna 100,13 norskar krónur á tímann. I > \ i > i 1 I I I ; I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.