Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 1
^ > FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 BLAÐ B MELATÓNÍN í MATVÆLUM/2 ¦ BRÚÐARBIKAR SAMKVÆMT ÞJOÐ- SOGU/2 DANSKUR SAFNARI MEÐ ISLANDSAHUGA/3 FOLKIÐ I BÆNUM/4 ¦ DRATTHAGIR MENN/6 MEÐ STÆL A STRONDUM/8B Krásir og fótanudd á meðan gónter á skjáinn ÓLYMPÍULEIKARNIR hefjast í dag með tilheyrandi bei num útsendingum og sjónvarpsglápi. Það á eflaust eftir að fara í taugarnar á þeim sem vilja fá fréttirnar á réttum tíma. En íþróttaunnendur, sem margir hverjir eru farnir að fá frá- hvarfseinkenni vegna þess að heilar þrjár vikur eru liðnar síðan Evrópukeppninni í knatt- spyrnu lauk, geta tekið gleði sína á ný. Með tilliti til þess að Ólympíu- leikarnir standa í rúman hálfan mánuð skiptir undirbúningur fyrir sjónvarpsglápið óneitan- lega miklu máli ef ekki á illa að fara. Því er nefnilega þannig farið að alveg á sama hátt og ekki er hægt að fara í bíó án þess að maula popp og sötra kók, er ekki hægt að fylgjast með keppni í íþróttum án þess að hafa eitthvað kræsilegt á borðum. Hvað á aö kaupa Einnig er höfuðatriði að klæðast léttum og þægilegum íþróttafatnaði og vera með körfubolta við hendina. Þá er hægt að standa upp öðru hvoru yfir leikjum með Draumalið inu og reka knöttinn í kringum sófaborðið. Hins vegar er ekki ráð- legt að vera með hand- bolta, spjót eða sleggju i húsinu ef manni þykir vænt um postul- ínið eða geðheilsu maka síns. Það verður seint ofmetið hversu vel það kemur sér eftir langar setur yfir leikunum að Sjónvarps- glóp vegna Ólympíu- leika hafa gramsað í geymslunni og dregið fram Clairol-fóta- nuddtæki. Ekki er verra þegar stæltir fimleika- eða dýfinga- kappar birtast á skján- um að hafa bumbuban- ann í seilingarfjarlægð. Þá er hægt að réttlæta fyrir sér tóm- an bjórkassa undir sófanum og ístruna sem er að byrja að gægj- ast upp úr buxnastrengnum. Blaðamaður fór á stúfana og Morgunblaðið/Golli náði aðeins í það nauðsynleg- asta fyrir opnunarhátiðina: Skrúfur eða flögur með ídýfu, 4 lítrar af gosdrykkjum, sjón- varpsdagskrá, blöðrur með ólympíumerkinu, dagatal, súkk- ulaði, þrívíddargleraugu, síma- númer á pizzastað, örbylgju- popp, klakabox, svitalyktareyð- ir, úr sem stillt er á Atlantatím- ann, fjarstýring, harðfiskur, Landabréfabókin 2 og smáskíf- an „We Are the Champions" með Queen. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.