Morgunblaðið - 19.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 19.07.1996, Page 1
■ MELATÓNÍN í MATVÆLUM/2 ■ BRÚÐARBIKAR SAMKVÆMT ÞJÓÐ- SÖGU/2 ■ DANSKUR SAFNARI MEÐ ÍSLANDSÁHUGA/3 ■ FÓLKIÐ í BÆNUM/4 ■ DRÁTTHAGIR MENN/6 ■ MEÐ STÆLÁ STRÖNDUM/8B Krásir og fótanudd á meðan gónt er á skjáinn ÓLYMPÍULEIKARNIR hefjast í dag með tilheyrandi bei num útsendingum og sjónvarpsglápi. Það á eflaust eftir að fara í taugarnar á þeim sem vilja fá fréttirnar á réttum tíma. En íþróttaunnendur, sem margir hveijir eru farnir að fá frá- hvarfseinkenni vegna þess að heilar þrjár vikur eru liðnar síðan Evrópukeppninni í knatt- spyrnu lauk, geta tekið gleði sína á ný. Með tilliti til þess að Ólympíu- leikarnir standa í rúman hálfan mánuð skiptir undirbúningur fyrir sjónvarpsglápið óneitan- lega miklu máli ef ekki á illa að fara. Því er nefnilega þannig farið að alveg á sama hátt og ekki er hægt að fara í bíó án þess að mauia popp og sötra kók, er ekki hægt að fylgjast með keppni í íþróttum án þess að hafa eitthvað kræsilegt á borðum. Hvað á að kaupa Einnig er höfuðatriði að klæðast léttum og þægilegum íþróttafatnaði og vera með körfubolta við hendina. ——----------- Þá er hægt að standa Sjónvarps- upp Öðru hvoru yfir „jý- veana leikjum með Draumalið- — ♦7 inu og reka knöttinn í OlympiU- kringum sófaborðið. leika Hins vegar er ekki ráð- ..... legt að vera með hand- bolta, spjót eða sleggju í húsinu ef manni þykir vænt um postul- ínið eða geðheilsu maka síns. Það verður seint ofmetið hversu vel það kemur sér eftir langar setur yfir leikunum að hafa gramsað í geymslunni og dregið fram Clairol-fóta- nuddtæki. Ekki er verra þegar stæltir fimleika- eða dýfinga- kappai- birtast á skján- um að hafa bumbuban- ann í seilingarfjarlægð. Þá er hægt að réttlæta fyrir sér tóm- an bjórkassa undir sófanum og ístruna sem er að byrja að gægj- ast upp úr buxnastrengnum. Blaðamaður fór á stúfana og náði aðeins í það nauðsynleg- asta fyrir opnunarhátíðina: Skrúfur eða flögur með ídýfu, 4 lítrar af gosdrykkjum, sjón- varpsdagskrá, blöðrur með ólympíumerkinu, dagatal, súkk- ulaði, þrívíddargleraugu, síma- númer á pizzastað, örbylgju- popp, klakabox, svitalyktareyð- ir, úr sem stillt er á Atlantatím- ann, fjarstýring, harðfiskur, Landabréfabókin 2 og smáskíf- an „We Are the Champions" með Queen. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.