Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 5
MEÐ AUGUM LANDANS Búið í öðruvísi borg Steinar Þór Sveinsson hefur síðastliðið ár verið við nám í Leipzig á Erasmus- styrk. Námið er hluti af BA-námi hans í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. NLEIPZIG í Austur- Þýskalandi er öðruvísi borg. Borg sem er eitt ^ byggingarsvæði er i öðruvísi borg. Leipzig ■■■ varð fyrir því óláni að 1 vera á svæði DDR þeg- ar landamæri voru dregin milli hinna Wþýsku ríkja eftir seinni heimsstyijöld og nú hamast Þjóðverjar við að endurnýja allar þær ^ byggingar er kommún- 1 istar gleymdu að halda við. Kommúnistar voru of uppteknir við að breiða út fagnaðarer- indi sitt til að geta haldið við bygg- ingum sínum jafnframt því sem þeir þurftu að fylgjast náið með félagslegri hegðun hver annars og borgaranna. Þriðja ástæðan var peningaleysi, en ástæðuna fyrir því var náttúrlega að finna í heims- valdastefnu Vesturlanda. Um 40% alls íbúðarhúsnæðis í Austur- Þýskalandi var mjög illa farið og varla íbúðarhæft er DDR leið und- ir lok, helmingur var að einhveiju leyti skemmdur og aðeins tæplega tíu prósent voru í góðu ástandi. Byggingakranalandslagið hér í Leipzig er stórkostlegt vegna upp- byggingarinnar. Það er varla til sá blettur utandyra í borginni hvaðan maður sér ekki í það minnsta fimm til sex byggingakrana. Á kvöldin, er myrkva tekur, eru þess vegna mörg tungl á lofti yfir Leipzig, því hvert byggingafyrirtæki auglýsir nafn sitt með stóru ljósaskilti á toppi byggingakrana síns. Það má því með nokkru sanni segja að kapítalisminn lýsi orðið upp Leipzig er dagsljóssins nýtir eigi við. Byggingakranar Byggingakranar eru vel séðir í Leipzig. Þeir eru tákn uppgangsins í borginni og því um leið vopn í metingi Leipzig við nágrannana í Dresden um það hvor borgin sé verðugur merkisberi Saxlands. Fylgjast menn náið með því hvor borgin státar af fleiri krönum. Það er því með nokkrum harmkvælum, er bygging er kláruð hér í borg, að kraninn er tekinn niður. Ef íbú- um í Leipzig finnst þeir verða und- ir í þessum metingi spyija þeir hvað þeir í dal hinna óupplýstu séu eiginlega að sperra sig. Kemur spurningin illa við Dresdenbúa þar- sem í fyrrum DDR náðist vestur- þýskt sjónvarp í Leipzig en ekki í Dresden og voru íbúar Dresden því ekki alltaf vel með á nótunum. Eg nýt þess heiðurs að búa í dæmigerðri gamalli íbúðarbygg- ingu eins og svo fjöldamargir hér gera. Þessum heiðri fyigja m.a. þau forréttindi að hafa kolaofn sem einu húshitunina. Það kom flatt upp á mig að þurfa að bjástra um húsið með kol og helst kynda upp tvisvar á sólarhring til að vel ætti að vera þegar hvað kaldast var í vetur. Mér var oft kalt síðasta vet- ur. Ef ætlunin er að fara í heita sturtu þarf að hita upp vatn í stór- um katli í a.m.k. tvær ídukkustund- ir áður en fyrirhuguð sturta er möguleg - ef maður heldur fast í þá upphaflegu áætlun sína að hafa sturtuna heita. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef Iagt það af að hlaupa mína tíu kílómetra á hveijum degi en hreinlæti mínu er þó að öðru leyti ekki ábótavant. Stúdentar eru töluvert róttækir hér í Leipzig, enda er enn loft í mönnum síðan þeir veltu DDR- stjórninni í hinni friðsömu byltingu 1989, en borgarahreyfingin átti reyndar upptök sín hér í Leipzig. Einhver vandræði eru með peninga hér eins og hendir stundum heima og á að fækka eitthvað kennurum og þ.a.l. þeim tímum er boðið verð- ur upp á. Til að mótmæla slíku ofbeldi yfirvalda er hér efnt til mikilla hátíðahaida, rokktónleika, bjórdrykkju og pylsuáts auk þess sem kennsla er færð á götur út, almennum borgurum til hrellingar. Verður af þessu hin besta skemmt- an en eftir er að sjá hvort allt þetta brambolt beri tilætlaðan árangur. Heima senda stúdentar ráðherra póstkort þegar þeir vilja mótmæla eða eru í örgu skapi. Þýskt skrifræði Engu er logið um þýskt skrif- ræði. Ef ætlunin er að dvelja hér í eitt ár og búa helst einhvers stað- ar, þarf maður að flækjast fram og til baka á milli stofnana þar sem ekki er langlundargeðinu fyrir að fara. Mér var einu sinni uppálagt að fara með ákveðið plagg að heim- an til tryggingastofnunar hér í bæ svo ég væri vel settur ef ég tæki upp á því að slasa mig eða jafnvel deyja. Eftir að hafa þurft að mæta nokkrum sinnum á skrifstofuna til að fikra máli mínu áfram, var mér loks tjáð að málið væri ekki sem einfaldast, þar sem ísland væri ekki í Evrópusambandinu. Kjami ræðu þeirrar er haldin var yfir mér var á þá lund að best væri einfald- lega að ég væri ekkert að slasa mig. Skemmst er frá því að segja að ég hef fylgt þessum ábendingum og látið af slysförum þetta árið. Samskipti mín við einstaklinga og stofnanir einkenndust af töiu- verðum misskilningi fyrstu mánuði mína hér í Leipzig. Kenni ég þar þýskukunnáttu minni að miklu leyti um. Gallinn var sá að ég lærði, skrifaði, las og skildi aðeins há- þýsku. Hér í Saxlandi er svo sann- arlega ekki töluð háþýska. Sam- skiptin löguðust þó eftir því sem þýskan mín versnaði. í Austur-Þýskalandi er að mörgu leyti gott að vera. Upp til hópa eru Austur-Þjóðveijar vinsamlegir en þó í sumum tilvikum of vinsamleg- ir. Það hendir nefnilega endrum og sinnum að fólk gefi sig á tal við mann og eftir stuttar samræður kemur upp úr kafinu að það er að falast eftir nokkrum pfenningum, en af þeim eru svo sem engin ósköp til í vasa íslensks námsmanns í útlandinu. Sagt er að hér sé upp undir 25% atvinnuleysi og skýrir það að einhveiju leyti fylgi PDS, eftirfara SED, sem var sósíalískur ríkisflokkur DDR, og hefur hvað helst höfðað til þeirra sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði við sameininguna. Ég á sjálfur vini hér í Austur-Þýskalandi sem eru sannfærðir konunúnistar! FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 B 5 4 B FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF HJÓNIN Kristín Bárðardóttir og Garðar Garðarsson úr Keflavík voru í spássitúr í góða veðrinu. SIGURÐUR Árnason var niðursökkin í útvarpssögu. EINAR Hilmarsson og íris Ansnes kiktu á útsölur. FEÐGININ Þórir Viðar og Rán spóka sig nánast daglega á Laugaveginum. UNNUR Bjarnadóttir með Ponsu og Doppu. Fólkið í bænum YS og læti, fólk á hlaupum, fólk í innkaupum, fólk að tala, fólk í dvala og fólk sem ríkið þarf að ala. Þetta er brot úr texta eftir Ladda, sem hann söng inn á plötu fyrir nokkrum árum. Þó textinn sé lýsing á mannlífinu í Austurstræti gæti hann allt eins átt við Laugaveginn, aðal- verslunargötu miðborgarinnar, eða bara ein- hveija götu eða torg hvar sem er í heiminum, þar sem mannfjöldi er jafnan mikill. Stundum er gaman að staldra við; horfa á allt þetta fólk á götunni og velta fyrir sér hvers konar lífi það lifir, spinna jafnvel upp smá sögu í huganum um einn og- einn vegfaranda, sem af einhveijum ástæðum vekur athygli manns. Efalítið hafa margir leikið þennan leik og marg- ar ímyndaðar örlagasögurnar orðið til um all- sendis ókunnugt fólk, sem ekki hefur haft græn- an grun um að nokkur væri að velta fyrir sér persónulegum högum þess. Slíkar hugrenningar voru kveikjan að því að ljósmyndari og blaðamaður Daglegs lífs röltu um Laugaveginn nýverið. Þeir gerðust þó ekki svo djarfir að hnýsast í persónulega hagi fólks, líf og uppvaxtarár, gleði og sorgir, heldur létu nægja að forvitnast um erindi þess á Laugaveg- inum á hversdagslegu fimmtudagssíðdegi, auk þess að fá í leiðinni að kíkja í innkaupapokana. Vegfarendur tóku tiltækinu ljúfmannlega og flestir voru tilbúnir að doka við og rabba svolít- ið um erindagjörðir sínar á Laugaveginum. TURID Palazzolo keypti sér sjal úr íslenskri ull. STEFÁN Valdimarsson keypti jarðarber til að hafa í kvöldmatinn. Brúðkaup í fjölskyldunni Mæðgurnar Kristín Bragadóttir og Unnur Lilja Bjamadóttir frá Selalæk á Rangárvöllum komu til höfuðborgarinnar árla morguns til að útrétta eitt og annað í tilefni brúðkaups bróður Kristín- ar, sem átti að halda með pompi og pragt í Kópa- vogskirkju helgina á eftir. Þær voru á svolítilli hraðferð því heim að Selalæk ætluðu þær um kvöldið, en áður þurfti brúðarmærin, Unnur Lilja, að mæta á æfmgu í kirkjunni. Aðspurðar hvort kjóll brúðarmeyjarinnar væri í einum plastpokanum svöruðu þær neitandi. „Brúðarmeyjarkjóllinn minn var keyptur í Banda- ríkjunum og er alveg rosalega flottur, svona hvít- ur með blúndum," sagði Unnur Lilja og ekki leyndi sér að hún hlakkaði mikið til að skaita honum í brúðkaupi móðurbróður síns. Kristín sagði að ýmislegt stúss fylgdi stórviðburði eins og brúð- kaupi í fjölskyldunni og þær mæðgur hefðu haft í nógu að snúast allan daginn. „Huga þarf að því að allir í fjölskyldunni séu sómasamlega til fara,“ segir Kristín og lét tilleiðast að draga hvíta skyrtu á soninn upp úr bláum plastpoka, en neit- aði eindregið að ljóstra nokkru upp um brúðargjöf- ina, sem þær mæðgur voru búnar að kaupa. Gulur kjóll með rósum Þær voru áberandi glaðlegar og sumarlegar ásýndum, stöllurnar Rannveig og Eva Heiða, Morgunblaðið/Golli Okkur finnst gaman að skoða mannlífið í góða veðrinu, en heima var ósköp grámóskulegt í morgun," sögðu Kristín og Garðar. Turid Palazzolo sagðist líka vera að skoða mannlífið, en hingað til lands kom hún tveimur dögum áður, ásamt norskri vinkonu sinni til sextíu ára. „Ég lét hálfrar aldar draum um að koma til íslands rætast og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum," sagði þessi norska kona sem býr og starfar sem bókhaldari í New York. Hún átti ekki orð til að lýsa fegurð Þingvalla og segist margsinnis hafa haft viðdvöl á Leifsstöð á leið sinni til og frá Osló og New York og alltaf brunnið í skinninu að heimsækja íslenskar söguslóðir. „Ég er mikil áhugamanneskja um sögu íslands, enda er hún samofin sögu ætt- lands míns,“ segir Palazzolo, sem búið hefur í New York í áratugi. „Vitaskuld var það karl- maður, sem dró mig þangað, hvað annað,“ sagði Palazzolo kímin og sýndi okkur sjal úr íslensku eingirni, sem hún var nýbúin að kaupa. Börn og gæludýr viðruð Feðginin Þórir Viðar og Rán, átta mánaða, tóku sig ljómandi vel út í appelsínugulu peysun- um sínum. Þórir Viðar vinnur á Kaffibarnum á kvöldin og gefst því kærkomið tækifæri til að spóka sig með dóttur sinni í fína barnavagninum á daginn. Laugavegurinn er vinsælasta göngu- leiðin og fannst Þóri Viðari lítil ástæða til að festa þessa daglegu venju þeirra feðgina á filmu. Rán var hins vegar himinlifandi yfir athyglinni og sýndi mikil tilþrif í að kasta hringlunni sinni í götuna. Þær Ponsa og Doppa undu einnig vel at- hygli vegfarenda, þar sem þær sátu svo prúðar og penar hjá eiganda sínum, Unni Bjarnadótt- ur, fyrir framan Habitat-verslunina. Unnur sagði að mamma sín væri að gera innkaup og hún gætti systranna á meðan. Unnur upplýsti að þær væru af Cavalier-kyni og fengju oftast að vera með í för þegar vel viðraði. Ásjóna og fas þeirra Einars Hilmarssonar, flugumferðastjóra, og írisar Ansnes, starfs- stúlku í Pizzahúsinu, benti til að þar færi ró- legt og áhyggjulaust fólk í sumarfríi. Aðspurð sögðust þau bara vera í vaktafríi, en eiga sjálft sumarfríið eftir „Við vorum í sólbaði í dag og kíktum svolítið á útsölur hér á Laugaveginum," sögðu þau ánægð með kaupin, sem eru buxurn- ar og bolurinn sem Einar var í. Útvarpssaga og jarðarber Ekki var eins rólegt yfirbragð á Sigurði Árna- syni, tónlistarmanni, sem skundaði einbeittur á svip hröðum skrefum niður Laugaveginn og leit hvorki til hægri né vinstri. Hann virtist vera í afar mikilvægum erindagjörðum og mátti varla vera að því að staldra við. Við eftirgrennslan kom í Ijós að Sigurður var niðursokkinn í sögu í Ríkisútvarpinu og vildi síður láta trufla sig. „Ég var að hlusta á þessa skemmtilegu sögu heima og tók útvarpið bara með mér á leiðinni í bakaríið að kaupa kaffimeðlæti,“ segir Sigurð- ur og hraðaði sér á brott því hann vildi ekki missa neitt úr útvarpssögunni. Stefán Valdimarsson, eftirlitsmaður hjá lög- reglunni, var ekkert að flýta sér. Hann sagðist í og með vera að leita sér að flauelsbuxum á einhverri útsölunni. Ekki hafði Stefán fundið neinar buxurnar en hins vegar leist honum ein- staklega vel á jarðarberin í Hagkaup og ætlaði að hafa þau með ijóma í kvöldmatinn. Þar með lauk þessari vísindalegu mannlífs- rannsókn Daglegs lífs á Laugaveginum, en niðurstöður hennar eru í stuttu máli þær að erindi manna þar um slóðir eru af margvísleg- um toga. ■ vþj VINKONURNAR Eva Heiða t.v. og Rannveig leituðu að gulum kjól með rósum. enda var Rannveig nýbúin að ganga frá ýmsum málum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna fyrirhugaðrar námsdvalar sinnar í Grikk- landi næstu tvö árin. Eva Heiða samfagnaði vin- konu sinni og saman leituðu þær logandi Ijósi að kjó! á Rannveigu fyrir kveðjuhóf, sem hún ætlaði senn að halda fyrir vini og vandamenn. „Mig langar í síðan, gulan kjól með rósum,“ sagði Rannveig og var fremur bjartsýn að finna einn slíkan á Laugaveginum. Rannveig er frá Egilsstöðum, en hefur búið í borginni frá því hún hóf nám í bókmenntum í HÍ. Hún vinnur í Veitingahúsinu Lækjarbrekku, en Reykjavíkurmærin Eva Heiða vinnur á Úlfald- anum og mýflugunni, sem er félagsmiðstöð, rek- in af SAÁ. Þar sem báðar voru í fríi sögðust þær njóta þess í botn að rölta um, skoða í búðir og líta við og við inn á kaffihús. Eftir búðarráp- ið voru þær ákveðnar í að fá sér súkkulaði með ijóma og ijómatertu. MannlífsskoAun Hjónin Kristín Bárðardóttir og Garðar Garðarson úr Keflavík sögðust bara hafa komið í bæinn að gamni síni. Kristín var í vaktafríi frá vinnu sinni í íslenskum markaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Garðari, sem er útgerðar- maður, fannst upplagt að taka sér dagsfrí og fara í spássitúr með frúnni. „Við komum oft til Reykjavíkur án þess að eiga sérstakt erindi. MÆÐGURNAR Kristín Bragadóttir og Unnur Lilja Bjarnadóttir frá Selalæk á Rangárvöllum. . T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.