Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Bílnum lagt „ÁRVEKNI neytenda er eitthvert besta vopnið í baráttunni fyrir betri jörð,“ stendur í nýju fræðsluriti Kvenfélagasambands Íslands, Um- hverfið og við, og bent er á að neyt- endur í mörgum löndum hafi lagt sitt af mörkum til að draga úr notk- un ósoneyðandi efna með því að kaupa „ósonvæna" úðabrúsa. í ritinu eru gefnar nokkrar ein- faldar reglur sem hafa má í huga þegar vörur eru keyptar: ' • Veljum vörur í fyrirferðarlitl- um umbúðum. Veljum þannig frem- ur óinnpakkaða ávexti fremur en í plasti á frauðplastbakka. • Veljum frekar vörur sem hægt er að endurnýta. • Kaupum ferskar vörur fremur en unnar. Það sparar umbúðir. - Hver íslendingur hendir um og gengið eða hjólað í staðinn 200-250 kg af sorpi á ári hveiju, en að meðtöldum fyrirtækjum ná- lægt 700-800 kg á ári. Spilliefni eru hluti af þessum úrgangi og eiga að fara á sérstaka móttökustaði. Spilliefni eru ýmis efni til dæmis í lakki og málningu og eru skaðleg umhverfinu. íbúar á höfuðborgar- svæðinu geta komið spilliefnum til gámastöðva Sorpu og í mörgum öðrum sveitarfélögum til áhalda- húsa. í riti Kvenfélagasambandsins eru PAPPÍRSSÖFNUN í gáma. ÞAÐ er ekki mikil prýði af þessu bílhræi. leiðbeiningar um meðferð spilliefna, til dæmis eftirfarandi: • Lyf - Apótek taka við öllum lyfjum. • ísskápar - Kælimiðlar (freon) í ísskápum teljast til efna sem eiga þátt í eyðingu ósonlagsins. Það ér því mikilvægt að fara varlega með ísskápa í flutningum og koma þeim til móttökustöðva þar sem kælimiðl- amir eru teknir af. Margt fleira er nefnt í fræðslubæklingi Kvenfélagasam- bandsins, til dæmis um bílinn: „Minni notkun dregur líka úr svo- kölluðum gróðurhúsaáhrifum af manna völdum sem geta valdið veð- urfarsbreytingum." Einnig er sagt að bifreiðar séu einhver þyngsti bagginn á ijárhag heimilinna í land- inu. Lesendur ritsins eru svo beðnir að hafa eftirfarnadi í huga: • Við styttri ferðir getum við oft gengið eða farið á reiðhjóli. • Notum almenningssamgöngur þegar þess er kostur. • Samnýtum ferðir þegar tæki- færi gefst. • Drepum á bílnum þegar við bíðum í bílnum. Fræðslurit Kvenfélagasambands Islands er unnið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og er 24 síður. Héí er eitt heilræði í lokin: • Fleygjum aldrei msli á víða- vangi. Höfum ruslapoka meðferðis á ferðalögum og tæmum hann í viðeigandi gáma. GRUNNBROT klútsins HÖFUÐSKÝLA til að hlífa höfðinu fyrir sterkri sól eða til að hylja hárið. Bijótið klútinn þannig að hann myndi þríhyrning. Tvöfaldur hnútur er síðan bundinn í hnakkaniim og horni klúts- ins sem lafir niður er hagrætt undir hnútnum. Á KVÖLDIN er hægt að nota klút eða slæðu til að lífga upp á klæðnaðinn. Bindishnútur er gerður þannig að byijað er á grunnbrotum 1-5. Síðan er gerður einfaldur hnútur, eins og sýndur er á mynd a. Þá er efri hluti vafinn um þann neðri, frá hægri til vinstri (mynd b), og síðan tekinn til hægri gegnum lykkju sem þá hefur myndast (mynd c). Því næst er slétt úr endum klútsins (mynd e) og hann festur með bindisnælu ef vill (mynd f). 3 * r i«*.í * »*. i i **. ? *-í i*. STRANDPILS er gert með því að bijóta eitt horn klútsins niður (grunnbrot 1). Síðan er honum hagrætt fyrir ofan mitti og hann bundinn saman á bakinu með tvöföldum hnút. SÍGILDUR hnútur er gerður þannig að klútur er fyrst brotinn í grunnbrot 1-5. Þá er klúturinn lagður kringum hálsinn og vaf- ið tvisvar áður en endar eru teknir aftur á háls, þar sem bundið er með tvöföldum hnút. Orsök geðklofa er rakin til fyrstu fósturskeiða MIKLAR framfarir hafa orðið í heimi læknavísinda á orsök- um geðklofa, en sá geðræni sjúkdómur er talinn hijá um 1% íbúa á Vesturlöndum. Geðklofi eða kleyfhugasýki er alvarleg geðveiki sem ein- kennist af samhengislausum hugsanagangi, tilfinninga- sljóleika og stundum óeðlileg- um hreyfingum. Sjúklingur- inn verður oft einrænn og sinnulaus, lifir í eigin hugar- heimi og ofskynjanir og rang- túlkanir eru tíðar. Ef ekkert er að gert kemur oftast fram alvarleg upplausn persónu- leikans. Frumur á rangri leið Nýjar rannsóknir í Banda- ríkjunum benda til að á fyrstu stigum fóstursins í móður- kviði, þegar heilinn er í mótun og heilafrumur að myndast, velji tilteknar frumur sér rangan samanstað með þeim afleiðingum að hluti heilans reynist óvirkur. Þetta virðist gerast hjá þeim einstakling- um sem síðar á ævinni eiga við geðklofasjúkdóminn að stríða. Hvað það er sem veldur .. rangri uppbyggingu heilabús- ins er enn á huldu, en ein tilgátan er sú að vírussýking móður á meðgöngunni sé skaðvaldurinn. Meðfæddur sjúkdómur Rannsóknirnar færa heim sanninn um að geðklofi er meðfæddur sjúkdómur, en áður var hann meðal annars rakinn til ónáinna fjölskyldu- tengsla. Þessi vitneskja færir vís- indin einnig skrefi nær því að geta læknað eða komið í veg fyrir sjúkdóminn með 1 fyrirbyggjandi aðgerðum. Einkenni sjúkdómsins koma vanalega ljós seint á unglingsaldri eða snemma á fullorðinsaldri, en geðlæknar telja að ef grannt er að gáð megi finna vísbendingu um sjúkdóminn strax á unga aldri. ■ Þýtt og endursagt úr Herald Tríbune./hm BIKINI. Nota má klút í stað bijóstahaldara, t. d. þegar gengið er um ströndina, eða farið er á veitingastað við strönd eða sund- laug í sólarlöndum. Klútur er brotinn saman skv. grunnteikningu 1-4 og síðan bundinn saman milli bijósta með tvöföldum hnút. Með stæl á ströndinni LITRÍKIR klútar geta sett punktinn yfír i-ið og verið hin mesta prýði, séu þeir notaðir á réttan hátt. Hönn- uðir hjá tískuhúsi Hermés í París voru nýlega viðmælendur ítalska tískublaðsins Moda og gáfu þeim, sem hyggjast stunda strandlíf í sumar, leiðbeiningar um hvernig nota má klúta og slæður á fjöl- breyttan hátt. Agætt getur verið að æfa sig í að binda klúta og slæður inni, fyrir framan spegil, áður en farið er á strönd eða í sólbað við sundlaugar- barm hótelsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.