Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 1
V 1996 FÖSTUDAGUR 19.JÚLI BLAD OLYMPIULEIKARNIR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Beðið og vonað SIGURÐUR Einarsson og Pétur Guðmundsson bíða báðir enn og vona að þeir geti keppt á Ólympíuleikunum. Shaq til Lakers SHAQUILLE O’Neal einn af miðherjum „Drau- maliðs 3“ og leikmaður Orlando Magic undanfar- in fjögur ár undirritaði í gær sjö ára samning við Los Angles Lakers. Fær hann tæplega 8 milljarða króna í laun fyrir þetta sjö ára tíma- bil. Samningur hans er sá hæsti sem gerður hefur verið við leikmann INB A-deildinni. Guðrúnu gekk illa á Bahama GUÐRÚN Amardóttir keppti á móti á Bahama- eyjum á mánudaginn og hljóp þá 400 m grinda- hlaup á rúmum 58 sekúndum. Nákvæmari tími fékkst ekki staðfestur í gær en þetta er langt frá hennar besta. í slandsmet Guðrúnar frá því í vor er 54,93 sek. Guðrún kom ekki fyrr en í fyrrakvöld frá Bahama og Morgunblaðið náði ekki í hana í gær, áður en blaðið fór í prentun. Skv. upplýsing- um blaðsins úr íslenska ólympíuhópnum voru þjálfarar hópsins ekki mjög hissa þó henni gengi ekki betur vegna andlegs áfalls sem hún varð fyrir á sunnudaginn; hún lenti þá í árekstri og virðist ekki hafa náð sér andlega áður en hún hélt til Bahama. Ekið var á bíl sem Guðrún ók, hún slapp hins vegar algjörlega ómeidd en varð fyrir andiegu áfalli sem hún virðist ekki hafa jafnað sig af áður en til keppninnar kom. Jón Arnar æfði fyrir setninguna JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarkappi, verður fánaberi íslendinga við setningarathöfnina i kvöld. Hún hefst kl. 20.30 að staðartíma, kl. hálf eitt aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma og lýkur 17 mínútum yfír miðnætti þegar klukk- an verður 17 mín. yfir fjögur á íslandi. Jón Arn- ar hefur verið f borginni Athens, skammt norður af Atlanta, undanfarið ásamt öðnim islenskum f rjálsíþróttamönnum við æfíngar en kom til Atl- anta í fjrradag til að æfa fyrir setningarathöfn- ina. Æfingin í fyrrakvöld stóð frá kl. 19 til mið- nættis og faimst Jóni það full langt. Setningarat- höfnin var æfð í heild og fánaberarnir biðu á íþróttaleikvangi sem er við hlið Ólympíu vallar- ins, eins og þeir gera í kvöld, þar tÚ kom að þeim. Litlu munaði að fáninn færi inn á leikvang- inn á undan Jóni; honum var skipað að bíða eftir á hinum vellinum, siðan leið og beið og rétt áður en ísland var kynnt kom í Ijós að ís- lenski fáninn var löngu kominn á hinn staðinn. Jón tók þvi á rás og náði að ganga með fánann inn á völlinn eins og hann gerir i kvöld. Sigurður lær annað tækifæri Stefán Jóhannsson þjálfari gagnrýnir íslensku ólympíunefndina og FRÍ fyrir vinnubrögðin Skapti Hallgrímsson skrífar frá Atlanta Sigurður Einarsson spjótkastari tekur þátt í móti í Marriette, útborg Atlanta, á sunnudaginn og freistar þess að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Sigurður ætlaði að keppa á sama stað í fyrrakvöld, þegar Pétur Guð- mundsson kúluvarpari, keppti en vegna veðurs var keppni hætt í miðju móti. Eftir að þrumur og eld- ingar höfðu hrellt keppendur og áhorfendur um stund fór að helli- rigna og á skammri stundu var allt á floti á vellinum. Pétur kastaði kúlunni 19,17 metra í fyrrakvöld og er úr leik. Svo virðist a.m.k., en forráðamenn Óí hér í Atlanta vildu raunar ekki tjá sig um það mál í gær. Talið er að hann muni jafnvel kasta aftur á sunnudag, en enginn hefur viljað leiða getum að því hvort Pétur fái að keppa á ÓL nái hann að kasta yfir lágmarkinu þá. Hann sagðist hins vegar í fyrrakvöld vilja fá að vita hjá Óí hvort hann ætti enn möguleika, áður en hann tæki ákvörðun um hvort hann keppti á sunnudag. Það er aftur á móti mat Óí og viðmiðunarnefndar Fijáls- íþróttasambandsins (FRI) að rétt sé að leyfa Sigurði að kasta á sunnudag. Gagnrýni Pétur og Stefán Jóhannsson þjálfari gagnrýna vinnubrögð ís- lensku ólympíunefndarinnar gagn- vart Pétri og Sigurði en þeir hafa æft saman í Alabama. „Við vorum báðir búnir að ná lágmarki og æfð- um í allan vetur með leikana í huga. Vorum í mjög erfiðum æfingum og ætluðum að toppa núna á leikunum. Svo voru allt í einu sett skilyrði um að við yrðum að ná lágmarkinu aftur. Við heyrðum það fyrst 3. júlí að að „sambærilegur árangur“ eins og talað hafði venð um væri „sami árangur". Stressið hefur því verið mikið síðustu daga en ef við hefðum vitað þetta hefðum við létt æfingarnar miklu fyrr,“ sagði Pétur við Morgunblaðið. Stefán, sem þjálfað hefur Pétur og Sigurð, hefur oft lýst því yfir hve óhress hann sé með að honum var ekki gert kleift að dvelja hjá þeim ytra við æfingar í vetur, en hann kom til þeirra fyrir fáeinum dögum. „Ég met stöðuna þannig að Pétur er ekki í toppformi, að mestu leyti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í vor. En einnig út af því að tæknivinnan hefur verið í algjöru lágmarki hjá honum enda hefur Pétur staðið í þessu að mestu leyti einn. Það var ekki áhugi á því hjá FRÍ að senda mig út í ein- hverja mánuði," sagði Stefán við Morgunblaðið eftir mótið í fyrra- kvöld. Pétur og Sigurður eru á styrk frá ólympíusamhjálpinni og njóta þjálfunar á hennar vegum í Alab- ama. Stefán var inntur eftir því hvort drengirnir hefðu ekki getað notið leiðsagnar einhvers annars þjálfara fyrst hann komst ekki ut- an. Hann sagði þá vera með þjálf- ara sem væri góður i kraftþjálfun en ekki þegar kæmi að tækninni. Æfingamiðstöðin í Alabama fengi ekki mjög mikla peninga til að greiða þjálfurum og því væri ástandið þar eins og raun bæri vitni. En skýtur það ekki skökku við að hjá jafn fjársterkum aðila og ólympíuhreyfingunni sé svona í pottinn búið? Sættir ólympíusam- hjálpin sig við að menn sem hún styrkir æfi við þessar aðstæður? Stefán segir að æfingamiðstöðvar sem þessi séu víða og peningarnir til skiptanna séu ekki meiri en svo að ekki séu sérfræðingar við þjálf- un í öllum greinum á öllum stöðun- um. „Það hefði ekki kostað mjög mikið að hafa mig hér í þrjá mán- uði. Peningaleysi var borið við en það hefði verið hægt að spara ann- ars staðar, til dæmis varðandi æf- ingabúðirnar í Athens," sagði Stef- án og bætti við: „Ég fullyrði að ef ég hefði verið hér í þijá mánuði á þessu ári, frá því í maí, væru þeir báðir í miklu betri æfingu, sérstaklega tæknilega, en þeir eru í dag. Það þýðir ekki að segja að þetta sé bull og þvæla því það hefur sýnt sig gegnum árin að þetta er rétt. Ég var með Sigurð í æfingabúðum bæði á meginlandi Evrópu og heima sumarið 1992 og það skilaði 5. sæti á Ólympíuleik- unum þó svo hann hafi ekki verið í jafn góðri líkamlegri æfingu og nú.“ KNATTSPYRIMA: ÞORIUNDANURSUT BIKARKEPPNINNAR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.