Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 4
fatfm KNATTSPYRNA DEAN Martin kemst hér framhjá Páli Pálssyni, varnarmanni Þórs, og fékk gullið tækifæri til að mlnnka muninn 20 mínútum fyrir ieikslok eftir stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni sem var á eigin vallarhelmingi en Atli Már Rúnarsson varði glæsi- lega. Þórsarar sneru vörn í sókn og skömmu síðar lá boltinn i neti KA-manna öðru sínni. ÞórmeðtakáKA Stuðningsmenn Þórs önduðu léttar þegar Sæmundur Víg- lundsson flautaði leikinn á móti KA af í átta liða úrslit- um bikarkeppni KSÍ á Akureyrarvelli í gærkvöldi en Þór vann 2:1 í granna- slagnum. Vallarklukkan sýndi að 48 mínútur og 50 sekúndur voru frá því seinni hálfleikur var flautað- ur af en eins og svo oft gerðu margir vallargestir sér ekki grein fyrir að dómari stöðvar klukku sína Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Akureyri 1B^%Pál! Gíslason fékk ■ %#boitann út víð hiiðar- línu vinstra megin nálægt miðju vallarins. Hann gaf fram og inn á miðjuna þar sem Hreinn Hringsson náði boltanum rétt utan vítateigs og miðheijinn skoraði með góðu skoti á 34. mínútu. 2:0! iDavíð Garðarsson 'gaf frá hægri inn í vítateiginn vinstra megin. Þar braut Jón Hrannar Einarsson á Hreini og dæmd vftaspyma. Davíð tók vítið, Eggert Sig- mund8Son varði út við stöng vinstra megin við sig en hélt ekki boltanum og Bjarni Svein- björnsson fylgdí vei á eftir og skoraði af stuttu færi á 72. mín- útu. 2m tÆ Eftir gott spil KA- ■ | manna gaf Dean Martin fram og til hægri á Stein Gunnarsson sem sendi fyrir markið beint á Höskuid Þór- hallsson, sem skallaði í netið út við stöng, hægra megin við markvörðinn sem reyndar náði að snerta boltann. Þetta gerðist á 76. mínútu. þegar hugað er að meiðslum leik- manna og þegar 45 mínútur eru liðnar á klukku hans flautar hann hálfleikinn af. Með öðrum orðum bætir hann ekki tíma við. Þórsarar hafa verið í lægð að undanfömu, fengu stóran skell í 2. deild fyrir skömmu ogjafntefli fygldi í kjölfarið. Hins vegar virðast KA- menn hafa verið á ágætri siglingu en að þessu er ekki spurt í verkefni dagsins og allra síst í bikarleik. Reyndar voru leikmenn mjög óöruggir til að byija með og aug- ljóst að hvoragt liðið hvorki þorði né vildi taka einhveija áhættu. Fyrst og fremst var hugsað um að verjast en lítið fór fyrir uppbygg- ingu spils og vel útfærðum sóknar- leik. Ef eitthvað var gekk spilið betur hjá KA-mönnum í fyrri hálf- leik en Þórsarar nýttu sér klaufa- skap í vöm mótheijanna og gerðu eina mark hálfleiksins. KA lék undan gjólunni eftir hlé og var sóknarleikur liðsins að von- um ákveðnari en fyrstu 45 mínút- urnar. Menn vörðust framar á vell- inum og sem fyrr byggðust gagn- sóknirnar á að finna Dean Martin. Hann fékk gullið tækifæri til að minnka muninn 20 mínútum fyrir leikslok eftir stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni sem var á eigin vallarhelmingi en Atli Már Rúnars- son varði glæsilega. Þórsarar sneru vörn í sókn og skömmu síðar lá boltinn í neti KA-manna öðra sinni. Þó merkilegt sé kveikti þetta mark fyrst í stuðningsmör.num KA en stuðningurinn kom of seint. Reyndar minnkaði varamaðurinn Höskuldur Þórhallsson muninn skömmu síðar með góðu marki eftir gott spil en Þórsarar héldu fengnum hlut örugglega það sem eftir lifði leiks. Það verður að segjast eins og er að knattspyrnan á Akureyrarvelli í gærkvöldi var ekki í háum gæða- flokki. Hræðslan við að gera mistök var einkennandi hjá báðum liðum lengst af. Skipunin var greinilega að gera allt til að fá ekki á sig mark og bíða eftir að mótherjunum yrði á í messunni. Skiljanleg afstaða að sumu leyti en ekkert má út af bregða og lið kemst ekki langt með slíku skipulagi til lengdar. Þórsarar fögnuðu sigri rétt eins og í viðureign liðanna í 2. deildinni fyrr í sumar og hlýtur sigurinn að virka örvandi á leikmennina eftir áfallið um daginn. Liðið varðist vel en að öðru leyti var það ekki mjög GOLF sannfærandi. Atli Már Rúnarsson var öraggur í markinu og Davíð Garðarsson barðist vel á miðjunni en ógnunin í sókninni var lítil. Helst var það Hreinn Hringsson sem var hættulegur og því undarlegt að sjá honum skipt út af í stöðunni 2:1, nema að hann hafí verið meiddur Ámóta sögu er að segja af KA. Vömin stóð fyrir sínu svo langt sem það náði en sóknarleikurinn byggð- ist nánast alfarið á Dean Martin. Hann gerði oft góða hluti en enginn má við margnum. Ottó Karl Ottós- son lék fyrsta leik sinn með KA eftir að hafa skipt úr Stjömunni og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. íslendingar i þndia sæti ÍSLENSKA piltalandsliðið í golfi er í þriðja sæti fyrir síðasta hring- inn á Norðurlandameistaramótinu í golfi sem fram fer í Leirunni. Piltamir léku á 789 höggum í gær, en þá voru leiknir tveir hring- ir. Sex eru í hverri sveit og telja fimm bestu. Stúlkurnar eru hins vegar í fimmta og síðasta sæti og eiga varla möguleika á að komast hærra. Ómar Haraldsson lék best Islend- inganna í gær, kom inn á 152 högg- um og er í 3. til 6. sæti. Friðbjörn Oddsson var á 157 höggum, Öm Ævar Hjartarson á 158, Þorkell Snorri Sigurðarson á 160, Ottó Sig- urðsson á 162 og Birgir Haraldsson á 164. Finnar leiða með 773 högg, Danir koma næstir með 786 högg, þá ísland með 789 högg, Norðmenn með 800 og Svíar með 810 högg. Besta skor gærdagsins átti Norð- maðurinn Henrik Börnstad, kom inn á 147 höggum. Hjá stúlkunum era sænsku stúlkumar bestar með 487 högg, Norðmenn era í öðru sæti með 506 högg, þá Finnar með 518, Danir með 522 og ísland rek- ur lestina með 571 högg. URSLIT Knattspyrna Þór-KA 2:1 Akureyrarvöllur, átta liða úrslit í bikar- keppni KSÍ, fimmtudaginn 18. júlí 1996. Aðstæður: Sunnan andvari, gott knatt- spymuveður og góður völlur. Mörk Þórs: Hreinn Hringsson (34.), Bjami Sveinbjörnsson (72.). Mark KA: Höskuldur Þórhallsson (76.). Gult spjald: Þórsararnir Birgir Þór Karls- son (10.), Zoran Zicick (24.) og Þorsteinn Sveinsson (29.) og KA-maðurinn Halldór Kristinsson (26.) allir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Sæmundur Víglundsson var óör- uggur í fyrri hálfleik og gaf þá óþarfa spjöld en var öruggari eftir hlé. Aðstoðardómarar: Jón Sigutjónsson og Marinó Steinn Þorsteinsson. Áhorfendur: 1.512 greiddu aðgangseyri. Þór: Atli Rúnarsson - Zoran Zicick (Arnar Páll Gunnarsson 65.), Páll Þ. Pálsson, Þor- steinn Sveinsson, Páll Gíslason - Ámi Þór Ámason, Davíð Garðarsson, Þórir Áskels- son, Birgir Þór Karlsson - Hreinn Hringsson (Halldór Áskelsson 78.), Bjami Sveinbjöms- son (Kristján Ömólfsson 86.). KA: Eggert Sigmundsson - Jón Hrannar Einarsson, Helgi Aðalsteinsson, Halldór Kristinsson - Dean Martin, Steinn Gunnars- son, Bjami Jónsson, Logi Unnarsson Jóns- son, Stefán Þórðarson - Þorvaldur Makan Sigbjömsson (Steingrímur Birgisson 85.), Ottó Karl Ottósson (Höskuldur Þórhallsson 59.). 3. deild: Selfoss - Fjölnir...................2:1 Þorsteinn Pálsson, Sævar Gislason - Ólafur Siguijónsson 4. deild Reynir Hnd. - BÍ........................0:8 - Kristján Baldursson 3, Óskar Alfreðsson 2, Dragan Stojovic, Friðrik Guðmundsson, Jóhann Bæring Gunnarsson. Einherji - Huginn.......................0:2 UEFA-keppnin, forkeppni: Fyrri leikir: Barry Town (Wales) - Dinab. (Let.)......0:0 2.500. St Patrick’s (írl.) - Slovan Bratislava.3:4 Glynn (44.), O’Flaherty (64.), McDonnell (74.) - Nemeth (10., 40.), Maixner (18.), Karasy (77.). 4.500. Bohemians (írl.) - Dinamo Minsk.........1:1 Derek Swan (1.) - Vladimir Makovski (65.). 3.000. Hit Gorica (Slóv.) - Vardar (Maked.) ....0:1 Dinamo-93 Minsk - Tiligul (Moldav.).....3:1 Anorthorsis (Kýp.) - Shirak (Arm.)......4:0 Sliema Wanderers (Möltu) - Margveti ....0:3 Golf Efstu menn eftir fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Lytham St Annes vellinum. Kylfingar eru breskir nema annað sé tekið fram: 65 - Paul Broadhurst 67 - Mark O’Meara (Bandar.), Tom Lehman (Bandar.), Loren Roberts (Bandar.), Fred Couples (Bandar.), Mark McCum- ber (Bandar.), Hidemichi Tanaka (Jap- an), Brad Faxon (Bandar.), Mark Bro- oks (Bandar.) 68 - Nick Faldo, Padraig Harrington (ír- landi), Shigeki Maruyama (Japan), Jim Furyk (Bandar.), Ernie Els (South Africa), Nick Price (Zimbabwe), Carl Mason, Klas Eriksson (Svíþjóð) 69 - Jeff Maggert (Bandar.), Michael Jonz- on (Svíþjóð), Jack Nicklaus (Bandar.), Vijay Singh (Fiji), Mark McNulty (Zimbabwe), Rocco Mediate (Bandar.), Paul McGinley (frlandi) 70 - Payne Stewart (Bandar.), Fuzzy Zölier (Bandar.), Bradley Hughes (Ástralíu), Billy Mayfair (Bandar.), Mark James, David Frost (S-Afriku), Jay Haas (Bandar.), Tony Johnstone (Zimbabwe), John Daly (Bandar.), Per- Ulrik Johansson (Svíþjóð), Marc Farry (France), Peter Hedblom (Svíþjóð), Frank Nobilo (Nýja-Sjálandi), Darren Clarke, Corey Pavin (Bandar.), David A. Russell, Brett Ogle (Ástraiíu), Edu- ardo Romero (Argentínu). 71 - Malcolm Mackenzie, David Gilford, Lee Westwood, Bob Charles (Nýja-Sjálf- andi), D.A. Weibring (Bandar.), Greg Norman (Ástralíu), Steve Stricker (Bandar.), Michael Welch, Stephen Ames (Trinidad), Curtis Strange (Bandar.), Craig Stadler (Bandar.), Sandy Lyle, Todd Hamilton (Bandar.), Gary Player (Suður-Afríku), Peter Mitchell, Silvio Grappasonni (Ítalíu), Massimo Florioli (ftalíu), Barry Lane, Scott Simpson (Bandar.), Costantino Rocca (Ítalíu). Akureyrarmaraþon Á laugardaginn verður Akureyrarmaraþon- ið sem er jafnframt fslandsmót í hálfmara- þoni. Keppt verður í tveimur öðrum flokk- um, skemmtiskokki og 10 km hlaupi. Skrán- ingu lýkur á Akureyrarvelli kl. 11.00 á morgun. Keppni hefst kl. 12.00 og verða hlauparar ræstir frá Akureyrarvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.