Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 1
 HHHipm -t"-' MMVMMti I HÉÉHMHHM MMHaMMM - ' ..\. MM ¦ I MM - Mf BLAÐ ALLRA LAND'SM'ANNÁ 3Ír $ PJ0f0mtiMalíílí Atlantal996 1996 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ BLAÐ C ÓL-veislan hafin í nótt voru Ólympíuleik- arnir í Atlanta settir með glæsisýningu að hætti heimamanna í Atlanta- borg í Bandaríkjunum. Liðlega tíu þúsund kepp- endur frá ölliun heims- hornum eru komnir þar saman til þess að taka þátt í þessari sautján daga íþróttaveislu sem er sú mesta sem boðið hefur verið upp á í eitt hundrað ára sögu nútíma Ólympíu- leika. Sundkeppnin er ein af sex greinum sem hefjast í dag, en síðan rekur hver greinin aðra allt til enda. Hér á myndinni að ofan hafa tveir af keppendum Mexíkós í sunddansi tekið forskot á sæluna pg sýna listir sínar í ólympíulaug- imii. Keppni í sunddansi hefst þó ekki fyrr en 30. júlí. Björn við setning- una BJÖRN Bjarna- son, menntamála- ráðherra, kom til Atlanta í fyrra- kvöld í tilefni Ólympíuleikanna og verður hér fram á sunnudag. Björn fylgist með Rúnari Alexand- erssyni í fimleika- keppnhmi í dag og Vernharð Þor- Ieifssyni,júdó- manni, sem kepp- ir á inorgun. Björn fylgdist með setningarat- höfninni í gær- kvöldi og fylgist hugsanlega með fleiri viðburðum í dag en fimleikun- um. Ólympíu- nefnd íslands osk- aði eftir því að fulltrúi ríkis- stjórnarinnar yrði viðstaddur hluta leikanna og kveðst Júlíus Haf- stein, formaður Ó í, mjög ánægður með að Björn hafi brugðist svo vel við þeirra ósk. Elsa gegn tæ- lenskri stúlku DREGIÐ var í badmintonkeppni Ólympíuleikanna i Atkuita í gær og dróst Elsa Nielsen gegn tælenskri stúlku að nafni Somheruthai Jaroensiri. Það er l jóst að róðurinn kemur til með að verða nokkuð þungur fyrir Elsu en hún mun hefja keppni að morgni næstkomandi miðvikudags, 24. júlí. Reuter Jón Arnar Magnússon á lokaspretti undirbúningsins fyrir ÓL „Keppnisskeggið á eftir að koma á óvart" Keppni í tugþraut hefst á miðviku- dag í þarnæstu viku, 31. júlí. Jón Arnar Magnússon er byrjaður að safna skeggi og segist ætla að koma á óvart þegar hann birtist á leikvanginum á miðvikudagsmorgni. „Keppnisskeggið á eftir að koma á óvart," sagði hann við Morgunblaðið í ólympíuþorpinu í fyrrakvöld. Jón hefur áður látið klippa skegg sitt óvenjulega, t.d. á Evrópumeist- aramótinu innanhúss sem fram fór í Stokkhólmi í vetur. Þá mætti hann til leiks með nafn Mizuno klippt í skeggið á báðum vöngum, en nefnd- ur íþróttavöruframleiðandi styrkir Jón Arnar. Hann vildi ekki gefa neinar vísbendingar um hvernig skegg hans yrði klippt að þessu sinni, sagðí þó vera búinn að ákveða það en fólk yrði að bíða til annars miðvikudags til að komast að leynd- ardómnum. Jón Arnar á afmæli meðan á leik- unum í Atlanta stendur, verður 27 ára 28. júlí, sunnudaginn áður en hann hefur keppni. „Ég á afmæli þennan dag en það verður að bíða fram yfir mánaða- mót með að halda upp á það og að kvöldi 1. ágúst kemur væntan- lega í ljós hver æfmælisgjöfin sem ég gef sjálfum mér verður. Hún verður vonandi góð." ¦ Viðtal..C4/C5 ATLANTA-BRÉF: ÓLYMPÍULEIKAR í GUFUBAÐI! / C9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.