Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ 099 ATLAMTA f96 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 Olympíuleikarnir í Atlanta eru þeir 24. í röðinni síðan nútímaólympíu- leikar fóru fyrst fram - í Aþenu fyrir 100 árum. Lukkudýr Ólympíuleikanna, Izzy, er nú orðið ein helsta tekjulind leik- fangaframleiðenda í Bandaríkjunum. Izzy-dúkkur seljast eins og heitar lumm- ur og auk þess hafa verið framleiddir stuttermabolir, minjagripir og jafnvel barmmerki með myndum af Izzy. Yfir 60.000 máltiðir þarf að útbúa á degi hverjum fyrir alla þá íjölmörgu keppendur, þjálfara og starfsmenn, sem á Olympíuleikunum verða. Þá er talið að um 660.000 lítrar af svaladrykkjum muni hverfa ofan í þyrsta íþróttamenn- ina daglega. Mikið álag hefur hvílt á Fram- kvæmdanefnd Ólympíuleikanna síðustu vikurnar því margt þurfti að undirbúa og marga lausa enda að binda. Það sem nefndin þurfti m.a. að gera var að útvega rúmlega 900.000 einkennis- búninga fyrir starfsmenn keppninnar, koma upp sjúkraaðstöðu víðs vegar í ólympíuþorpinu og láta búa til tæplega 2.000 verðlaunapeninga - gull, silfur og brons. París, London, Los Angeles og Stokk- hóimur eru einu fjórar borgirnar í heiminum þar sem nútímaólympíuleikar hafa farið fram tvisvar. Árin 1900 og 1924 voru þeir haldnir í París, 1908 og 1948 í London, 1932 og 1984 í Los Angeles og 1912 og 1956 í Stokkhólmi. Ifyrsta sinn á Ólympíuleikum geta- nú þátttakendur leikanna fengið nudd sér að kostnaðarlausu. 130 nuddarar eru að störfum í ólympíuþorpinu og eni þeir taldir meðal þeirra bestu í Bandaríkjun- um. Um það bil 150 sjálfboðaliðar á leik- unum vinna við það eitt að leysa úr tungumáiaerfiðleikum þeirra, sem í ólympíuþorpinu búa. Hittist fólk af mis- munandi þjóðernum, sem ekki getur gert sig skiljanlegt hvert við annað get- ur það hringt í sérstakt símanúmer og sjálfboðaliðamir munu þá reyna eftir bestu getu að leysa úr vandamálinu. Líklega hefði Bandaríkjamaðurinn Charles Fram aðeins hlegið ef hann hefði verið spurður fyrir 70 árum hvort hann væri tilbúinn að bjóða fram krafta sína á Ólympíuleikunum 1996 og sagt að enginn myndi lifa svo lengi. Hann hendir þó ekki gaman að þessu í dag því kappinn er elsti sjálfboðaliðinn á leikunum - 94 ára gamall. Ekki skiptir nú máli hvort þátttakend- ur á Ólympíuleikunum eru kristnir, búddistar, hindúar, gyðingar eða mú- slimar því komið hefur verið upp nokkr- um trúarmiðstöðvum í ólympíuþorpinu þar sem iðka má hin ýmsu trúarbrögð. Innan Alþjóða óiympíunefndarinnar hefur nú mikið verið rætt upp á síð- kastið hvort Ólympíuleikarnir séu að breytast í eina allshetjar auglýsingab- rellu og þar með að missa gildi sitt sem stærsti íþróttaviðburður heims. Forseti Framkvæmdanefndar Ólympíuleikanna segir þó að menn þurfi engar áhyggjur að hafa því auglýsingarnar séu aðeins eðlilegur hluti af jafn stórum viðburði og Atlanta-leikarnir eru. Kostnaður við Ólympíuleikana er tal- inn muni nema u.þ.b. 1,58 milljörð- um króna og mun Framkvæmdanefnd leikanna sjá um að greiða alla þá upp- hæð. Á móti koma svo í kassa nefndar- innar tekjur vegna sölu sjónvarpsréttar, miðasölu og sölu á ýmiss konar varningi í ólympíuþorpinu auk styrkja frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum. Aðeins tveir staðir í Atianta munu bjóða upp á ókeypis bílastæði fyrir almenning og verða því flestir hinna fjöl- mörgu ferðamanna, sem sækja borgina heim að ferðast með strætisvögnum og lestum til að komast leiðar sinnar meðan á Ólympíuleikunum stendur. Rúmlega 40.000 sjálfboðaliðar munu leggja starfsmönnum Ólympíuleik- anna lið næstu tvær og hálfa vikuna og hefur Framkvæmdanefnd leikanna nú verið að safna til sín sjálfboðaliðunum í hálft ár. Þrettán manns í einu herbergi ^Jjálfari kínverska kvenna- liðsins í fimleikum, Lu Shanzhen, er ekki ánægður með aðstöðuna í Atlanta. „Aðstæður hér er mjög slæmar. Við erum með 13 manns í einu herbergi." Shanzhen gangrýndi skipu- leggjendur leikanna og sagði að samgönguvandræði og léleg gistiaðstaða gætu skaðað frammistöðu liðs síns. „Allar þessar rútur hérna eru aldrei á réttum tíma. Við erum ekki ánægð með það. Síðan eru bíl- stjórarnir ekki frá þessu svæði og vita sjaldan hvert þeir eru að fara. Þessi vandamál munu sennilega hafa áhrif á frammi- stöðu íþróttamannanna. Þeir sofa ekki eins vel hérna og þeir gera heima fyrir.“ Lu var spurður hvort hann hefði kvartað við starfsmenn leikanna. „Það eru ekki bara við sem kvört- um. Þetta er eins hjá öllum öðrum. Það er enginn hér sem tekur við kvört- unum.“ Shanzhen sagði einnig að Georgia Dome, sem er ruðn- ingsvöllur sem er skipt til helm- inga til að hýsa körfuknattleik- skeppni leikanna og fimleika, sé óhagstæð sínu liði. „Það er alltof mikið rými í henni. Stelp- urnar hafa ekki enn náð að venja sig við það. Lu sagði eftir æfingu á fímmtudag, sem um 30 þúsund manns horfðu á, að svona margir áhorf- endur kæmu ekki einu sinni á iokadaginn í heimsmeistara- mótum. „Við erum vön u.þ.b. þriðjungi þess fjölda sem hér er. Ég er mjög hissa á þessum áhuga Bandaríkjamanna á fim- leikum." Rússar gjalda fyrir verðlaun RÚSSAR koma til með að borga íþróttamönnum sínum hæstu upphæðirnar ef þeir vinna til verðlauna á Ólympíu- leikunum í Atlanta. Ef rúss- neskur íþróttamaður vinnur gullverðlaun fær hann 3,3 milljónir króna frá rússnesku ólympíunefndinni. Fyrir silf- urverðlaun borga Rússarnir 1,3 miiyónir króna en 660 þús- und krónur fyrir bronsið. Bandaríkjamenn þykja borga næstbest - um 990 þús- und krónur fyrir gullið. Fyrir silfurverðlaun borgar banda- riska ólympiunefndin 660 þús- und krónur, eða jafnmikið og Rússar fá fyrir bronsið. En fyrir það fá Bandarilyamenn „aðeins“ 330 þúsund krónur. AÐBUIMAÐUR Rútur aldrei á réttum tíma Fimleikarn- ir hefjast strax KEPPNI í fimleikunum hefst strax á morgun, fyrsta keppnisdag leik- anna, og þá mætir meðal annars fyrsti Islending- urinn, sem keppir í fim- leikum á Ólympiuleikum, til leiks, Rúnar Alexand- ersson, Gerplu. Hann hefur keppni í skylduæf- ingum en á þriðjudaginn verður keppt í ftjálsum æfingnm. Þátttakendur í fim- leikakeppninni hafa verið að æfa og skoða aðstæður í fimleikahöllinni undan- farna daga og flestum lík- að vel. Hér er bandaríska stúlkan Dominique Moce- anu að reyna sig á jafn- vægisslánni og er ekki annað að sjá en hún sé reiðubúin í slaginn. Reuter Atlantal996 TM.O. 1992 ACOG SUND- OG DYFINGAKEPPNIN Alls verður keppt um 36 gull- verðlaun í sundi og dýfingum á Ólympíuleikunum. Sund hefur verið keppnisgrein á Ólympfuleikunum síðan 1896 en dýfingar voru kynntar á leikunum 1904. Keppt er í mismunandi sundgreinum og synda keppendur mislangt, allt frá 50 metrum upp í 1.500 metra. í dýfingum er keppt af tveimur pöllum. Hver keppandi velur sér skylduæfingar en í þeim verða að vera æfingar sem falla undir hina sex flokka dýfinga. Keppnin er tvískipt, af háum palli (10m) og stökkbretti og dýfa karlar sér sex sinnum en konur fimm sinnum. SUNDGREINAR Skriðsund Baksund 50m, 100m, 200m, 400m, 800m (konur), 1500m (karlar) Þjófstart: Aðeins er leyfilegt að þjóf- starta einu sinni. Eftir það eru þeir keþþ- endur, sem þjófstarta dæmdir úrleik. 100m,200m Hár pallur Stökkbretti 0.6m I 3m MMil Þjófstarts- lína 100m,200m 100m, 200m Boðsund (skrið) 4 x 100m, 4 x 200m Fjórsund 200m, 400m Boðsund (fjórsund) 4x1 OOm Oddareglan I hverri grein er keppendum raðað þannig að só sem hefur þesta tímann er á brautinni hægra megin við miðju, þeirri fimmtu. Sfðan er raðað eftir tfmum fyrst vinstra megin við hann, þá ' hægra megin og svo koll af kolií. Keppendur ættu þvf að mynda odd (keppninní. Sundmlðstöð Georgluríkls þar sem keppt er í sundi og dýfingum. Einkunnagjöf Einkunn er gefin af dóm- nefnd eftir hverja dýfu. Hún er sfðan marg- földuð með erfiðleikagildi dýfunnar- fyrirfram gefnu gildi sem ákvarðasst af þvf hversu flókin æfingin er - og þannig fæst heildareinkunn. Hnipurstökk Likaminn I hnipri, hnéin saman, lófar á leggjum og rétt úr ristum. 1 Oddastunga Líkami beygður um mjöðm, fætur beinir og rétt úr hnjám og ristum. Erfiðleikagildi Hver dýfingarflokkur hefur ákveðið erfiðleikagildi. Fyrir einföldustu dýfu ergildið 1,2. Flóknustu dýfumar, sem samanstanda t.d. af hnipurstökki og kollhnfsum, geta haft hærra eriföleikagildi, allt að 3,5 stigum. . uai\- j Fram- * \ faiis- y faiis- y i dýfa y dýfa f Dýfa úr hand- stöðu (aðeins af háum palli) REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.