Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1996, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLANTA '96 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 Æ Rúnar Alexandersson keppir ídag, fyrstur íslenskra fimleikamanna á OL Afslapp- aðurog „ÉG er mjög spenntur og ákveðinn í að gera mitt besta,“ sagði Rúnar Alexandersson í samtali við Morgunblaðið eftir fánahyllinguna á fimmtudagskvöld, en hann verður fyrsti íslendingurinn sem keppir á leikunum að þessu sinni og jafnf ramt fyrsti fimleikamaður- inn frá íslandi sem spreytir sig á Ólympíuleik- um. Fimleikakeppnin hefst ídag, laugardag og heldur áfram á mánudaginn. „Andstæðingarnir miklu erfiðari en ég á að venjast" leikamaður keppi á Ólympíuleikum. „Ólympíuleikar eru allt öðruvísi en önnur mót, andstæðingamir miklu erfiðari og dómaramir eflaust líka strangari en ég á að venjast," sagði Rúnar. „Mér hefur gengið vel á æfingum og held að ég verði góður þegar keppnin bytjar. Eg bíð spenntur." Rúnar á að byrja kl. 9.15 að staðartíma, kl.13.15 að ís- lenskum tíma. Það kemur svo í ljós eftir keppni mánudagsins hvort Rúnar kemst áfram. „Það er erfítt að segja hvort ég kemst lengra. Það eru margir betri en ég svo það á varla að vera hægt. Þess vegna verður engin pressa á mér þannig að ég get verið afslappaður og gert mitt besta,“ sagði Rúnar. únar, sem er aðeins 18 ára og > keppir nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum, hlaut íslenskan rík- isborgararétt fyrir fáeinum mánuðum. Áður hét hann Rusl- an Ovtshinnikov, bjó í Eistlandi en var ríkisfangslaus eftir að landið varð sjálfstætt ríki á ný. Kom hann því til íslands og senn rennur sú sögu- lega stund upp að íslenskur fím- Skapti Hailgrímsson skrífar frá Atlanta Morgunblaðið/Kristinn Islending- ar boðnir velkomnir RÚNAR Alexandersson bíður spenntur eftir að keppni í flmleikunum hefjist. Hér er hann spari búinn við fánahyllingu íslendlnganna í ólympíuþorpinu á fimmtudagskvöldlð. FIMLEIKAR 15 gullverðlaun eru t boði í fimleikum á Ólympíuleikunum í Atlanta. Fimleikar karla hafa verið ólympíugrein síðan árið 1900 en konurnar bættust við 1952. Keppninni er skipt í þrjár greinar; liðakeppni, fjölþraut og keppni á einstökum áhöldum. STOKK (karlar og konur) Stokkið ar yftr hestinn af bretti eftir 25 metra tilhlaup. Hæstu einkunnir úr tveimur tilraunum telja, annars vegar einkunn í frjálsum æfingum og hins vegar skylduæfingum. Stökkbretti er við framenda hestsins og verða keppendur að koma með báðar fætur á það áður en stokkið er. Eins verða þeir að snerta hestinn með báðum höndum. ÍSLENSKI fáninn var dreg- inn að húni í fyrrakvöld í Ólympíuþorpinu í Atlanta. Russ Chandler, borgarstjóri svæðisins hafði í nógu að snúast í gær því fyrsta at- höfnin fór fram kl. 9 í um morguninn er bandarísku íþróttamennirnir fylgdust með því þegar fána þeirra var flaggað og hver athöfnin rak aðra langt fram á kvöld. Athöfn íslendinganna átti að hefjast kl. 19.45 en dróst um klukkustund. Sex þjóðir eru boðnar velkomnar á ieikana í hverri athöfn og voru Júgó- slavar m.a. með Islendingun- Tvölalt heljarstökk Atlantal99ó GÓLFÆFINGAR (karlar og konur) Karlamir gera æfingar í 50-70 sekúndur, sem samanstanda af hoppum og stökkum. Dómarar gefa einkunn fyrir frammistöðu og taka þá mið af erfiðleikastuöli æfinga, styrk og listfengi. Konumar gera æfingar í 70-90 sekúndur. I frjálsum æfingum er leikin tónlist sem valin er af keppendum sjálfum. t HRINGIR (karlar) Æfingar í hringjum eru svipaðar æfingunum á öðrum áhöldum. Helstu æfingarnar eru; veltur, yfirsveiflur, kippir, pressur og kyrrstöðuæfingar sem verða að vara í minnst tvær sekúndur. TVISLÁ (karlar) Æfingamar byggjast á jafnvægi, styrk og tækni. Afstökkiö í lok æfingar er einnig mikilvægt. nr.53 KR - ÍA nr.54 Skallagr. - Völsungur nr.55 Breiðabl. - Stjarnan nr.56 Fylkir - Valur nr.57 Grindavík - Leiftur ’. Mjúk öryggismotta undir hringjunum sem á að hindra að keppandi meiðist ef hann dettur úr hringjunum. Framheljarstökk JAFNVÆGISSLA (konur) Æfingarnar samanstanda af stökkum, snúningum og dansi og stúlkurnar þurfa að gera æfingamar a allri slánni. Tímatakmörk eru á æfingunum og þær eiga að taka 70-90 sekúndur. SVIFRÁ (karlar) Tæknin á svifránni byggist á sveiflum, mýkt, snúningum og veltum. Einnig er lögð áhersla á há og löng afstökk með skrúfum og heljarstökkum. BOGAHESTUR (karlar) Keppandi verður að sýna æfingar á öllum hlutum hestsins. Fimleikamaðurinn styður höndum á hestinn, en sveiflar líkama sínum fram og aftur á honum eða í hringi. Georgla Dome Þarsem fimleika■ keppnin ler Iram. TVÍSLÁ (konur) Keppendur sveifla sér á milli slánna og verða að minnsta kosti að gera tiu æfingar án þess að stoppa, en ekki fleiri en fjórar æfingar i röð á sömu slá. REUTERS SPILAÐU MEÐ ÞINU LIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.