Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ j Skrifiegt samþykki sjúklinga fyrir aðgerðum Óþörf skriffinnska eöa nauðsynleg samskiptabót? SIÐARÁÐ Landlæknisembættis- ins hefur að beiðni Landlæknis tekið saman eyðublað sem ætlast er til að læknar leggi fyrir sjúkl- inga fyrir aðgerð. Þar skrifar sjúkl- ingar undir að hann hafi fengið upplýsingar um aðgerðina og hætt- ur sem fylgi henni. Siðaráðið og Landlæknir telja að þetta muni auka samskipti lækna og sjúklinga og tryggja rétt hinna síðamefndu. Skurðlæknafélag íslands telur eyðublaðið óþarfa skriffinnsku. Magnús Kolbeinsson, stjórnarmað- ur í félaginu, segir að skurðlæknar leggi sig stöðugt meira fram um að skýra skurðaðgerðir fyrir sjúkl- ingum. Þeir séu ekki á móti eyðu- blaðinu sem slíku en telji enga sérstaka þörf á því. Ólafur Ólafsson landlæknir telur að oft hafi verið hnökrar á sam- skiptum lækna og sjúklinga, til dæmis hafi ekki verið nægilega sagt frá fylgikvillum aðgerða. Þó segir hann að yngri læknar séu meðvitaðari um nauðsyn fræðslu. Hann telur að eyðublaðið tryggi að læknar komi fram við sjúklinga af meiri virðingu. Hvorki land- læknir né Skurðlæknafélagið telja að skriflegt samþykki muni hafa verulegt lagalegt gildi. Sjúklingar afsala sér ekki neinum rétti til bóta, til dæmis vegna mistaka lækna, með undirskriftinni. Sjúklingum er gefinn kostur á að hafna einstökum liðum á eyðu- blaðinu, til dæmis viðbótaraðgerð- um og því að námsmenn í heil- brigðisgreinum megi fylgjast með aðgerðum Nú liggur fyrir frumvarp til laga um réttindi sjúklinga þar sem lögð er áhersla á- mikilvægi þess að sjúklingar fái nægilegar upplýs- ingar fyrir skurðaðgerðir og að helst skuli þær vera skriflegar. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi Ráðherra vill bæta 6-7 milljóna halla INGIBJORG Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, hefur lýst vilja til þess að bæta úr fjárhagsvanda sjúkrahússins í Stykkishólmi, þar sem fjárfrekar en nauðsynlegar framkvæmdir hafi sett reksturinn úr skorðum. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, segir að ekki hafí verið tekin ákvörðun um með hvaða hætti leyst verði úr vandanum. Þórir sagði að í Stykkishólmi hefði þurft að lagfæra húsnæði sjúkrahúss- ins og á meðan á þeim lagfæringum hefði staðið hefði reksturinn verið mjög óhagkvæmur, til dæmis hefði þurft að fjölga starfsfólki um tíma. „Hjá sjúkrahúsinu hefur hins vegar verið tekið mjög hraustlega á útgjöld- um, meðal annars launum og greiðsl- um til þeirra starfsmanna sem best eru settir. Þar sem sýnt hefur verið fram á verulegar aðgerðir til sparnað- ar er líklegt að sjúkrahúsinu verði gert kleift að losa sig við þær skuld- ir, sem það þurfti að setja sig í vegna þessara óhjákvæmilegu lagfæringa." Þórir sagði að vandi sjúkrahússins væri 6-7 milljónir króna og að heil- brigðisráðherra hefði lýst vilja til að það fengi fjármagn til viðbótar. Enn væri ekki ljóst hvort það rúmaðist innan fjárveitinga næsta árs, eða hvort leitað yrði heimilda í fjárauka- lögum. Háskóla SÞ sent tilboð vegna reksturs Sjávarútvegsskóla á Islandi * Arlegnr kostnaður íslendinga 30 millj. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að senda Háskóla Sameinuðu þjóðanna tilboð um stofnun Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á ís- landi og er gert ráð fyrir að hann taki formlega til starfa í ársbyijun 1998, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Árlegur kostnaður við rekstur skól- ans er um 30 milljónir og segir utan- ríkisráðherra að rekstur hans verði á ábyrgð Hafrannsóknastofnunar, sem muni hafa umsjón með starfinu í samvinnu við Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Háskólann á Akureyri og Háskóla íslands. Halldór segir jafn- framt gert ráð fyrir að starfsemin fari fram í húsakynnum fyrrgreindra stofnana. „Rekstrarkostnaður verður rúmar 30 milljónir á ári og er gert ráð fyrir að íslendingar muni standa straum af honum að mestu leyti. Sá kostnað- ur mun síðan leggjast við framlag okkar til þróunarmála, sem hefur ver- ið heldur bágborið,“ segir Halldór. Morgunblaöið/Ami bæberg ÚLFAR Steindórsson, framkvæmdastjóri Stöðvar 3, og Bogi Þór Sigvaldason, markaðsstjóri Stöðvar 3, við myndlyklana sem nú eru komnir til landsins. Myndlyklarnir eru mjög fyrirferðar- litlir og þá þarf aldrei að stilla. Stöð 3 Fyrstu sendingar myndlykla komnar FYRSTU sendingar myndlykla Stöðvar 3 eru nú komnir til landsins og verður þeim dreift á næstu vikum, en dagskrárrás- um íslenska sjónvarpsins, sem rekur Stöð 3, verður læst í fram- haldi af því. Stöð 3 er fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum sem tekur myndlykla af þessari gerð í notkun, en þeir eru af nýrri gerð og hafa aðeins staðbundn- ar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkj- unum notað áþekka afruglara við tilraunaútsendingar. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 3 eru það einkum tveir eiginleikar myndlyklanna sem greina þá frá öðrum á markaðn- um. í fyrsta lagi opnar myndlyk- illinn allar rásir Stöðvar 3 í einu, en það þýðir að hægt er að horfa á fleiri en eina rás I einu séu fleiri en eitt sjónvarpstæki á heimilinu. I öðru lagi geta mynd- lyklarnir opnað sjálfstætt ákveðnar rásir óháð öðrum rás- um sem sendar eru út að jafn- aði. Þar með hefur Stöð 3 fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva yfir að ráða tækni sem erlendis gengur undir heitinu „Pay per view“. Býður þetta upp á mögu- leika á sölu nýrra sjónvarpsefn- is eða efnis sem býðst alls ekki á hefðbundnum sjónvarpsstöðv- um. Heilsuspillandi hávaði ►Hávaðamengun getur valdið margs konartjóni, líkamlegu og fjárhagslegu. /10 Tölvubóndinn vill stjórna tækninni ►innst inni í Vatnsdal býr Hjálm- ar Ólafsson í Káradalstungu með tölvur og nokkrar ær. Eftir krefj- andi og tímafrekt sjálfsnám skrifar hann forrit og setur upp tölvur um allt héraðið. /14 Timbuktu - Reykjavík - Kuala Lumpur ►Parker W. Borg sendiherra Bandaríkjanna á Islandi er nú á leið til Malasíu þar sem eiginkona hans mun starfa sem sendiráðsrit- ari. Sendiherrann fyrrverandi verður heimavinnandi. /16 Með mörg járn íeldinum ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Ágúst Ein- arsson í Stálsmiðjunni hf. /20 B ► 1-28 Paradísareyjan er þarna enn ►í Suður-Kyrrahafi er lokið heim- ildarmynd, gerðri af kvikmynda- fyrirtæki Helga Felixsonar í Sví- þjóð. Hún segir frá íbúum eyjarinn- ar Raroia og því sem gerst hefur í námunda við kjarnorkutilraunir Frakka. /1 og 14-15 Innrásin mikla ►Óvinageimskip umkringja heimsbyggðina og hefja útrýmingu mannkyns í sumarsmellinum „In- dependence Day“, sem gæti orðið ein af best sóttu myndum allra tíma./2 Heimavinnandi húsmóðir ►Læknavísindin höfðu varla leng- ur nein ráð þegar Sigurður Ólafs- son greindist með ólæknandi sjúk- dóm. Hér segir m.a. frá því hvern- ig yfirvofandi ósigri var snúið í sigur. /8 FERÐALÖG ► 1-4 Vatnajökull ►Á sérútbúnum jeppum og skíð- um með ferðaskrifstofunni Addís sem hefur í tíu ár boðið ferðamönn- um ugp á ævintýraferðir um há- lendi íslands. /2 Upplifun í Papey ►Ferðamenn skyldu ekki láta skoðunarferð um þessa þekktustu eyju úti fyrir Austfjörðum framhjá sér fara. /4 ÍP BÍLAR_________________ ► 1-4 Musso breytt fyrir 38 tommur ► Stendur vel undir væntingum. Reynsluakstur ►Nýr Land Cruiser með mörgun oggóðum kostum. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 22 Helgispjall 22 Reykjavíkurbréf 22 Minningar 24 Myndasögur 30 Bréf ti! blaðsins 30 Brids 30 Stjörnuspá 30 Skák 30 ídag Fólk í fréttura Bíó/dans íþróttir Utvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gárur Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 32 34 36 40 41 43 6b 6b lOb 12b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.