Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrsagnir úr þjóökirkjunni hlutfallslego 4 slnnum fíeiri en í fyrra: Nú er skrattanum skemmt . . . Smyrils- ungar dafna vel FJÖLSKYLDA frá Akureyri hef- ur fylgst með smyrilshreiðri í nokkurn tíma og heimsótt það í þrígang. Fjölskyldan var á ferð á Austurlandi um hvítasunnuna og fann þá hreiðrið á klettasyllu með fimm eggjum í. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir FIMM vikum síðar var fjölskyld- an aftur á ferð á sömu slóðum og var þá ákveðið að kíkja á hreiðrið. Þá voru ungar skriðnir úr öllum eggjum, krökkunum til mikillar ánægju. Ungarnir hvæstu ef komið var of nálægt. VIKU síðar var hreiðrið enn heimsótt. Þá höfðu ungarnir stækkað töluvert og fært sig úr hreiðrinu og innar á sylluna, all- ir nema einn. Ef hendin var látin fyrir ofan ungana þá opnuðu þeir allir goggana í þeirri von að fá eitthvað í þá. Krafa Polisario-hreyfingarinnar Vilja réttláta þjóð- aratkvæðagreiðslu IBÚAR Vestur-Sahara eru arabískumælandi múslimar, landið er nokkru stærra en Bretland en meirihluti þess er eyði- mörk. Polisario hóf baráttu gegn spænsku nýlendu- herrunum 1973, hreyfing- in er þjóðarsamtök ýmissa hópa og flokka. Hún lýsti yfir sjálfstæði Vestur- Sahara 1975 og hafa alls 76 þjóðir nú viðurkennt landið. Leiðtogar Mar- okkó, sem gerði þegar inn- rás í landið og náði stórum hluta þess á sitt vald, og Máretaníu, töldu svæðið tilheyra sér en Polisario fékk Alþjóðadómstólinn í Haag til að ijalla um mál- ið. Var niðurstaðan sú 1975 að hvorugt landið ætti sögulegan rétt á Vest- ur-Sahara, íbúarnir ættu sjálfir að ákveða framtíð sína. Ekkert Evrópuríki viðurkennir yfirráð Marokkó í Vestur-Sahara en Evrópuríkin hafa heldur ekki viljað viðurkenna sjálfstæði landsins. Segir Brahim að Hassan Marokkókonungur hafi notfært sér gott og traust samstarf sitt við Vesturveidin í kalda stríðinu til að fara sínu fram. Rúmur helmingur allra Afríkuríkja viður- kennir sjálfstæði landsins; er Polisario fékk aðild að OAU gekk Marokkó úr samtökunum. „Við erum of fáir og landið okkar of ríkt,“ segir Brahim er hann veltir fyrir sér ástæðum þess að Marokkó hefur komist upp með að hernema landið. „Mönnum finnst að auðlindirnar séu of miklar handa okkur einum, að þeim verði að deila. Marokkó- menn eru miklu fleiri en við, um 20 miiljónir, þess vegna telur umheimurinn að þeir muni vinna og lætur þá komast upp með þetta“. Polisario hefur nær eingöngu fengið hernaðarlegan stuðning frá Alsír og fram til 1983 Líbýu sem þá ákvað skyndilega að styðja landakröfur Marokkókon- ungs. Hann neitar að viðurkenna tilvist Polisario, hvað þá sjálf- stæðiskröfur Vestur-Sahara- manna. Konungur hefur lagt kapp á að Marokkómenn setjist að í landinu í von um að tryggja þannig yfirráð sín. „Samið var um vopnahlé 1991 og ákveðið að Sameinuðu þjóðirn- ar önnuðust friðargæslu og eftir- lit með þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar. Yrði þá byggt á manntali frá nýlendutíma Spánveija. Þetta ákváðu SÞ 1991 en Marókkó- menn gerðu sér grein fyrir því að ef þeir leyfðu SÞ að sjá um þjóðaratkvæði á þessum forsend- um myndu þeir bíða ósigur. Þeir fóru að tefja fyrir málinu, gera SÞ erfitt fyrir og setja ný skilyrði um að einhveijum Ma- rokkómönnum í landinu yrði leyft að kjósa. Því miður tóku SÞ þátt í spilinu og hafa þegar skráð um 100.000 kjósendur með upp- runa í Marokkó. Þegar við sáum að SÞ ætluðu ekki að___________ skipuleggja fijálsa og réttláta þjóðaratkvæðagreiðslu sögðum við; hingað og ekki lengra. Annað hvort sjáið þið um fijálsa og réttláta atkvæða- greiðslu fyrir okkur, íbúa Vestur- Sahara, eins og ykkur var falið, eða þið lýsið því yfir að þið séuð ekki fær um að ljúka verkefninu sem þið tókuð að ykkur og hafið ykkur á brott. í tvö ár höfum við ekki heyrt Mokhtar Brahim ► MOKHTAR Brahim er tals- maður Polisario-hreyfingar- innar sem í meira en tvo ára- tugi hefur barist fyrir sjálf- stæði 300.000 íbúa Vestur- Sahara, landsvæða í norðvest- urhluta Afríku sem voru spænskar nýlendur fram á átt- unda áratuginn. Hann hefur verið fulltrúi hreyfingarinnar hjá Einingarsamtökum Afríku- ríkja (OAU) í Addis Ababa en er nýtekinn við skrifstofu Polisario í London. Brahim, sem er 43 ára gam- all, lauk háskólanámi í hag- fræði við háskólann í Malaga á Spáni. Hann er kvæntur og á tvær dætur. Brahim kynnti málstað Polisario hér á landi í vikunni fyrir íslenskum ráða- mönnum. Afríkuríki viðurkenna sjálfstæðið annað en vífilengjur og stöðugt fleiri Marokkómenn fá atkvæðis- rétt. Við höfum krafist þess að fulitrúar SÞ leyfi okkur að sjá þau gögn sem notuð eru tii að staðfesta kosningaréttinn en í tvö ár hefur þessum umleitunum okk- ar verið hafnað." Marokkó hefur lagt vesturhér- uðin, þar sem helstu náttúruauð- lindirnar og bæirnir eru, undir sig. Polisario heldur austurhéruð- unum sem eru svæði bláfátækra hirðingja og landgæði lítil sem engin. Brahim segir að flóttafólk- ið í Alsír búi ekki við neyð, alþjóð- legar hjálparstofnanir sjái því fyr- ir mat og brýnustu nauðsynjum. í Vestur-Sahara er næstmesta framleiðsla á fosfati í heiminum, þar eru einnigjárnnámur, jarðgas og olía. „Ef við finnum fyrirtæki sem vilja nýta olíuna og gasið í samstarfi við okkur þá erum við reiðubúnir en okkur liggur ekki á“. Hann segir að auðug fiskimið við strendur landsins séu líkleg til að verða ein helsta teljulindin. Auðvelt sé að stórauka arðinn af þeim, ekki þurfi miklar f'járfest- ingar til þess. Brahim segir Vestur-Sahara- menn sannfærða um að efnahagslegur grund- völlur landsins muni gera þeim kleift að lifa þar góðu lífi, menn séu bjartsýnir þrátt fyrir að að- stæður séu ekki gæfulegar núna. „Við viljum einfaldlega að kom- ið verði á beinum viðræðum okkar og stjórnvalda í Marokkó, að fund- in verði friðsamleg lausn á deil- unni,“ segir Brahim. „Við gerum aðeins þá kröfu að sjálfsákvörðun- arréttur okkar sé virtur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.