Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 11 Er hávaði banvænn? þeim tilgangi að fjölga strætis- vagnafarþegum. Hlíðarfótur fellur út En kemur til greina að tak- marka eða banna umferð hávaða- samra flutningabíla um þær íbúð- argötur þar sem hávaðamengun er verst? „Það er mjög erfitt því þetta eru lífæðar atvinnulífsins,“ sagði Guðrún. „Við hefðum viljað beina umferðinni meira í útjaðar byggðarinnar frekar en að leggja svona mikla áherslu á Miklu- brautina.“ Guðrún segir að samkvæmt aðalskipulagi hefði átt að beina umferð af Miklubraut á Hlíðarfót, framhjá Öskjuhlíð, og um Foss- vogsdal. „Af umhverfisástæðum viljum við ekki byggja Fossvogs- braut og ætlum að fella Hlíðarfót út úr aðalskipulagi.“ Guðrún seg- ir að í borgum nágrannalanda sé verið að kanna hvort setja eigi þungaflutningabílum tímatak- mörk, til dæmis að ekki megi aka um tilteknar götur á nóttinni og 1 raska þannig ró íbúanna. En finnst Guðrúnu koma til greina að bæta tjón eigenda þeirra íbúða sem falla í verði vegna umferðarhávaða? „Þetta er lögfræðilegt atriði," svarar Guðrún. „Er það borgin sem veldur þessari miklu umferð? Miklabrautin er til dæmis þjóð- vegur í þéttbýli og ríkið leggur hana ekki bara fyrir borgarbúa heldur alla landsmenn. Það er lögfræðilegt atriði hver ber á þessu ábyrgð. Er það fólkið sjálft sem ekur mikið, borgin eða þjóðin almennt? Ég hallast að því að þetta sé sameiginlegt vandamál þjóðarinnar.“ Guðrún sagði að skipulagsyfir- völd í borgum nágrannalanda væru að fást við þetta sama vandamál. Þar væri litið svo á að bílaumferð sé sameiginlegt vandamál og ekki hægt að kenna neinum einum um. En hvað um skipulagsá- kvarðanir, til dæmis að loka fyrir umferð af Meistaravöllum vestur Hringbraut eða loka Eskihlíð til vesturs? Hvort tveggja olli íbúum við aðrar götur auknu ónæði. „Það eru mörg ár síðan þetta var gert og ég reikna með að það hafi verið skoðað þá,“ sagði Guð- rún. „Mér finnst dálítið hæpið að loka götum því við vitum að um- ferðin flyst annað. Astandið batn- ar hjá_ sumum og versnar hjá öðr- um. Ég er hörð á því að þetta verði að skoða í heildarsamhengi og að við vitum hvert umferðin fer.“ Guðrún segir að þegar reynt sé að stemma stigu við bílaum- ferð, til dæmis með gjaldtöku fyr- ir bílastæði eða lokun gatna, þá sé því mótmælt. „Það er dálítið erfitt að finna jafnvægi í þessum hlutum, en það verðum við að finna. Það þarf að þrengja að einkabílnum til þess að gera líf íbúanna bærilegra og bæta for- gang almenningsvagna og leigu- bíla í umferðinni. Eins verðum við að horfa til þess að ýmsir geta og vilja ganga eða hjóla til vinnu ef aðstæður eru til þess.“ Bíllaus dagur í Reykjavík Hinn 22. ágúst næstkomandi verður gerð tilraun með bíllausan dag í Reykjavík. Guðrún segir að engum verði bannað að nota bíl- inn sinn en fólk verði hvatt til að nota aðra ferðamöguleika til að sjá hvernig borgin geti litið út ef umferð er minni en venjulega. Reykjavíkurborg fær rúmlega einnar milljónar króna styrk til þessa í gegnum Bíllausar borgir (Car Free Cities Club). Fulltrúar tveggja erlendra borga munu fylgjast með framkvæmd bíllausa dagsins. Guðrún segir að þetta gæti orðið fyrirmynd að bíllausum dögum annars staðar í Evrópu. „Allt er þetta liður í því að gefa börnunum okkar betra um- hverfi," sagði Guðrún. „Líklega verður bætt umhverfi eftirsótt- ustu gæði framtíðarinnar.“ HÁVAÐI skilur ekki eftir sig ummerki í náttúrunni og hingað hefur lítil áhersla verið lögð á að brýna eða rannsaka hættur af hávaðamengun. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til þess að hávaði geti verið heilsu- spillandi. í þýska tímaritinu Der Spiegel var því haldið fram fyrr í þessum mánuði að hávaði fylgdi fast á eftir reykingum sem helsta orsök hjartaáfalla í Þýskalandi og tvö þúsund Þjóðverjar létu árlega lífið vegna hávaða. Það er ekki viðtekið að það að búa við stöðugan hávaða til langs tíma hafi heilsuspiilancþ áhrif. „Hávaðagettó" stórborganna Þó er ljóst að hávaði í íbúða- hverfum fælir þá brott, sem hafa efni á að flytja. í Der Spiegel er talað um að í stórborgunum sé nú að finna „hávaðagettó" þar sem skruðningarnir byija með umferð vörubíla klukkan fimm á morgnana og standa fram á kvöld. Nú benda niðurstöður kannana, sem reyndar hafa ekki verið birt- ar, en greint er frá í Der Spiegel, til þess að menn þurfi ekki aðeins að ergja sig vegna óþægindanna af hávaðanum, heldur sé full ástæða til að hafa áhyggjur af heilsunni. Rannsóknirnar gerði Um- hverfisstofnun Þýskalands, sem hefur aðsetur í Berlín. Þar kemur fram að hávaði hafi ekki aðeins áhrif á heyrnina, heldur einnig blóðrásina og hjartað. Sá, sem búi við stöðugan hávaða, sé í lífshættu. „Hávaði er ekki bara byrði, held- ur skaðlegur,“ segir Andreas Troge, forseti Umhverfisstofnun- arinnar. Mikill hávaði, sem dynur linnu- laust á eyranu, getur leitt til streitu. Vöðvarnir spennast, hjart- slátturinn breytist og sömuleiðis fitu- og sykurmagn í blóði. Eins og hætta steðji að Líkaminn.bregst við eins og bráð hætta steðji að, dælir adrenalíni út í blóðið og gengur á orkuforða, sem hann tekur frá maga, þörmum og blóðrás. Þegar fram í sækir skaddast þau líffæri, sem eru svipt orku. Af því hljótast magasár og hjartaáföll. Erfitt er að segja til um hve mörg hjartaáföll verða af völd- um hávaða, enda gefur hjartað sig ekki skyndilega af því að einum vörubíl sé ekið hjá með tilheyrandi drunum, heldur vegna langvarandi álags. Það er vart hægt að skera úr um það í einstökum tilvikum hvort vindlingareykur, erfðaþættir, vinnuálag eða hávaði um árabil gerðu útslagið. Engu að síður hafa sérfræðingar Umhverfisstofnunar- innar hætt sér á þann hála ís að draga mörk. Niðurstaða stofnunar- innar er sú að heilsa allra þeirra, sem að meðaltali búa við meiri hávaða en 65 desibel yfír daginn, sé í hættu. Samkvæmt útreikning- um vísindamanna stofnunarinnar á það við um sjötta hvern Þjóðverja. Aðeins verður hægt að sýna fram á afleiðingar langtímahávaða með faraldursfræðilegum rann- sóknum. Nokkrar frumrannsóknir hafa verið gerðar og þær gefa til- efni til að kanna málið betur. Sam- kvæmt þeim nægja 65 desibel til þess að auka hættuna á hjarta- slagi verulega. Séu niðurstöðurnar túlkaðar varlega megi segja að hættan aukist um 20 af hundraði. Með aðstoð tölfræðinnar segja sér- fræðingar stofnunarinnar að sam- kvæmt þessum niðurstöðum látist 2000 Þjóðverjar árlega af völdum hávaða. Joachim Lorenz, umhverfis- málafulltrúi flokks Græningja í Munchen, er þeirrar hyggju að hávaði sé helsti umhverfisvandinn í stórborgum og hafi verið það um nokkurt skeið. Vandasamasti þáttur umhverfislagasetningar Angela Merkel, umhverfisráð- herra Þýskalands, segir að það að vernda fólk fyrir stöðugum hávaða sé einn „vandasamasti þáttur allrar umhverfislagasetningar". Stjórnmálamenn og umhverfis- verndarsinnar hafa lengi horft fram hjá umhverfisáhrifum há- vaða, enda eru þau ekki sjáanleg eins og sýkt tré eða selkópar. Kom- andi kynslóðum er ekki stefnt í hættu eins og með gatinu á óson- laginu. Hávaði er ekki eins og mengun í lofti og ám, sem berst víða og virðir ekki landa- mæri. Hávaði hefur að- eins áhrif á þann, sem heyrir hann. Þetta kann að vera skýringin á því að í Þýskalandi' er meira fé varið til að íjarlægja asbest, en draga úr hávaða, þótt samkvæmt mati Umhverfisstofnunarinnar sé meiri hætta á hjartaáfalli af völd- um hávaða, en lungnakrabbameini af völdum asbestmengunar. Segja má að í Þýskalandi megi lesa lífslíkur manna af landakort- inu. Sérfræðingar Umhverfis- stofnunarinnar spurðu 754 karl- menn, sem fengið höfðu hjarta- slag og lágu á ýmsum sjúkrahús- um í Berlín, hvar þeir hefðu búið áður og hvar þeir byggju nú. Ætlunin var að komast að því hve margir þeirra kæmu úr hávaða- sömu umhverfi. Til samanburðar spurðu þeir að auki 3390 manns, sem valdir voru af handahófi frá allri borginni. Fleiri hjartaáföll í háværum hverfum Niðurstaðan var sú að hlutfalls- lega bjuggu sýnu fleiri, sem fengið höfðu hjartaslag, í háværum hverf- um. Sérstaklega var áberandi hve hátt hlutfallið var hjá körlum, sem höfðu búið í 15 ár samfellt á sama stað og verið undir stöðugu álagi. Vísindamenn við Vatns-, jarð- vegs- og loftmengunarstofnunina í Berlín komust að svipuðum niður- stöðum. Þeir gerðu þijár tilraunir. í þeirri fyrstu létu þeir hávaða af sama styrk og vélsög eða bifhjól gefur frá sér dynja á 30 starfs- mönnum brugghúss eins á meðan þeir unnu við að fylla á flöskur. Adrenalínhlutfallið, sem skilið var frá þvagi þeirra, hækkaði um 16 af hundraði og blóðþrýstingur hækkaði talsvert. í annarri tilrauninni voru 57 menn látnir lóða slökkvara í tvo daga. Fyrri daginn unnu þeir í miklum hávaða, en þann síðari í ró og næði. Adrenalínmarkið hækkaði um 27 af hundraði í háv- aðanum og blóðþrýstingurinn hækkaði sömuleiðis. Hávaðinn bitnaði á vinnu þeirra. Afköst voru meiri fyrri daginn, en mistök voru yfir meðallagi. I þriðju tilrauninni voru 42 menn látnir iðka nám samfellt í -sex og hálfa klukkustund annars vegar í umferðarhávaða, sem jafnaðist á við læti á miðlungi fjölfarinni götu, og hins vegar ótruflaðir af hávaða. Enn hækkaði adrenalín- hlutfallið og blóðþrýst- ingurinn. Hávaðakannanir hafa ekki verið einskorðaðar við Þýskaland. Á Bretlandi lauk á síðasta ári rann- sókn, sem staðið hafði í tíu ár og tekið til 2500 manns. Tilgangurinn var að kanna hvort samband væri milli hjartasjúkdóma og þess að búa í hverfum, þar sem hávaði er mikill. Læknar fylgdust með þessu fólki og í ljós kom að áhættuþættir á borð við kólesteról voru sérdeilis áberandi hjá körlum á hávaða- svæðum. Einnig var tekið til þess hve þessir þættir mældust hlut- fallslega háir hjá þeim, sem bjuggu í íbúðum er sneru að götum, og höfðu oft opna glugga. Upplýsingar vantar um það hvaða áhrif hávaði hefur á önnur líffæri, en eyru. Hjartasjúklingar eru til dæmis ófrávíkjanlega spurð- ir um reykingar, en sjaldan er innt eftir aðstæðum og híbýlum. Víst er að streita vegna hávaða eykur hættuna á hjartaáfalli, en undir hvaða kringumstæðum verð- ur sú streita til? Af hveiju hefur hávaði áhrif á suma, en aðra ekki? Hefur aðeins styrkur hávaðans áhrif, eða skiptir huglæg skynjun hávaðans máli? Gerald Fleische, sérfræðingur í líffærafræði og hávaða, heldur því fram að styrkurinn einn og sér sé ekki vandinn, heldur hvernig hon- um sé tekið. Vörubílstjóri geti til dæmis unað sér hið besta við bremsuvæl, bílflautur og vélarhljóð þegar hann er í vinnunni, en stokk- ið upp á nef sér í hvert skipti, sem bíll fer hjá húsi hans eftir að vinnu lýkur. Hávaði er þó ekki aðeins spurn- ing um smekk eða huglæga skynj- un. Ein ástæðan er sú að eyrun gera ekki greinarmun á loftpressu og gaddavírsrokki. Heyrnartjón veltur eingöngu á hljóðstyrk. Af- staðan til hávaða hefur áhrif á hve mikilli streitu hann veldur og álagi á hjarta, en hávaði er ekki spurn- ing um vana. Þjást jafnt í svefni sem vöku Vísindamaðurinn Andreas May- er-Falke hefur borið saman eigið mat manna á viðkvæmni þeirra fyrir hávaða og hvernig líkamar þeirra brugðust í raun við hávaða. Hann komst að því að þeir, sem töldu sig þola hávaða sérstaklega vel, reyndust viðkvæmastir. Dieter Gottlob, sem starfar við Umhverfisstofnunina, sagði að mað- ur þyrfti ekki einu sinni að vera vakandi til að þjást vegna hávaða. „Eyrað er alltaf opið og heilinn skráir stöðugt á öllum tímum dags,“ sagði Gottlob. Sá, sem sofnar við opinn glugga að kvöldi og vaknar ekki þótt stórir vörubílar þjóti fram hjá húsi hans klukkan fimm að morgni, stefnir engu að síður heilsu sinni í voðá. Vísindamenn komust að því að þegar menn voru rannsakað- ir í svefni komu fram sérstaklega mikil streitueinkenni. Sérfræðing- ar segja að ýmislegt megi gera til að draga úr hættunni, sem íbúum borga stafar af hávaða. „Með lít- illi fyrirhöfn er hægt að gera gagn- gerar umbætur,“ sagði Axel Fri- edrich, umferðarsérfræðingur Um- hverfisstofnunarinnar. Til þess að gripið verði til að- gerða þarf hins vegar pólitískan vilja og viðurkenningu þess að há- vaða fylgi hætta á heilsutjóni. EINAR Sindrason, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð íslands, sagðist ekki hafa orðið var við umræðu um það í fagtímaritum lækna að hávaði valdi dauðsföllum í stórum stíl eins og haldið er fram í þýska vikuritinu Der Spiegel. Hann taldi sig fylgjast tiltölulega vel með í sinni grein en hann hefði hvergi rekist á marktækar rannsóknarniðurstöður þess efnis. „Við höfum verið að fást við heyrnar- skemmdir, sem eru gríðarlegt vandamál á íslandi," sagði Einar. Hann sagði Heyrnar- og talmeinastöðina fyrst og fremst vinna að því að fyrirbyggja heyrnardeyfð af völdum hávaða. „Þar eru mjög hreinar línur: Undir 80 dB skemmist ekki heyrn,“ sagði Einar. Hann benti á að stórir hópar fólks ynnu á stöðum þar sem jafngiidishávaði er yfir 80 dB, sem er langt fyrir ofan 65 dB viðmiðunar- mörkin. „Ég hef ekki séð að í þeim hópi sé dánartíðni meiri en almennt gerist og hef hvergi rekist á greinar um það,“ sagði Ein- ar. Hann sagðist geta fullyrt að þessar þýsku rannsóknir væru ekki á því plani að á þeim væri mikið að byggja, enn sem komið væri að minnsta kosti. „Oðru hvoru skjóta svona sögur upp kollin- um,“ sagði Einar. „Það minnir mig á það sem doktor Bjarni Jónsson sagði einu sinni um Hávaði helsti umhverfis- vandi stór- borganna Ótrúverðugar niðurstöður berklana - í gamni og alvöru. Hann sagði að með tölfræði hefði verið hægt að sýna fram á það, að eftir því sem berklarnir hurfu hefði verið notað meira bárujárn á íslandi, þótt í veruleikanum væru engin tengsl þar á milli.“ Hávaði aftarlega á blaði Prófessor Þórður Harðarson hjartalæknir sagðist hvergi hafa séð umfjöllun í amerísk- um eða evrópskum fræðiritum um að hávaði væri mikilvægur áhættuþáttur varðandi þjartasjúkdóma. „Ef svo er þá er hávaðinn afskaplega aftarlega á blaðinu," sagði Þórð- ur. Hann taldi það fásinnu að hávaði kæmi næst reykingum sem áhættuþáttur. „Streita er talin vera einn af áhættuþáttum kransæðasjúkdóms," sagði Þórður. „Það er meira það sem menn halda að hljóti að vera, heldur en að vel hafi gengið að sanna það.“ Þórður sagði að ef ætti að finna hvað einn tiltekinn áhættuþáttur legði til dauðsfalla úr sjúkdómi eins og kransæðasjúkdómi þá yrði að taka alla aðra þætti með jafnframt. Til dæmis að fólk sem byggi við mikinn hávaða væri líklegra til að búa í lélegra húsnæði en aðrir, sem aftur gæti bent til þess að það væri minna menntað og/eða með lágar tekj- ur. Rannsóknir hefðu leitt í ljós að það út af fyrir sig hefði forspárgildi um kransæða- sjúkdóma. Reykingar væru og tíðari í þessum þjóðfélagshópi. „Ef sýna á fram á að hávaðamengun hafi forspárgildi verður að rannsaka þúsundir manna sem búa við slíkar aðstæður. Eins verður að leiðrétta fyrir öðrum þáttum svo sem þjóðfélagsstétt, menntun, reykingum, blýmengun og öllu mögulegu öðru,“ sagði Þórður. Hann sagði að ef almennilegar rannsóknir sýndu fram á samband milli hávaða og auk- innar dánartíðni þá yrðu niðurstöður þeirra fyrst birtar í virtum fræðitímaritum. Enn örlaði ekkert á slíkum greinum. Þórði þótti miklar líkur á að sannanir fyrir sambandi hávaða og aukinnar dánartíðni skorti. Og þótt eitthvert samband væri þar á milli mætti líklega rétt eins skýra það út frá öðr- um tengslum sem væru fyrir hendi jafnframt hávaðanum. í Þýskalandi má lesa lífs- líkur af landa- kortinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.