Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HLUTIRNIR í Safnið eru flestir komnir á verkstæðið ÖFLUGAR tölvur og tilheyrandi búnaður er í tölvuher- YFIRBYGGING af rútu sem notað er sem gróðurhús og meðal annars búið að mála gírkassa og vél. Hjálmar berginu. Þar lokaði Hjálmar bóndi sig inni í tvö ár á og vindmyllan í baksýn eru dæmi um hugkvæmni Ólafs og Guðrún eru þó ekki enn farin að setja bílinn saman. meðan hann lærði forritun og skrifaði fyrsta forritið sitt. heitins Runebergssonar bónda og viðgerðarmanns. TÖLVUBONDINN ÍTJÓRNA TÆKNINNI Innst inni í Vatnsdal býr bóndi með tölvur og nokkrar ær. Eftir krefjandi og tímafrekt sjálfsnám skrifar hann forrít og setur upp tölvur um allt héraðið. Þekktastur er hann fyrir sauðlj árræktarforritið Fjárvísi. Þegar Helgi Bjarnason heimsótti Hjálmar Ólafs- son í Kárdalstungu komst hann að því að nýjasta uppátæki hans er að smíða bíl úr bestu hlutunum úr 5-6 tegundum. Bílinn kallar hann auðvitað Safnið. G held að áhuginn sé með- fæddur, ég get ekki skýrt þetta öðruvísi,“ segir Hjálm- ar Ólafsson bóndi í Kárdalst- ungu í Vatnsdal um áhuga sinn á tölvum. Hann segist fyrst hafa fengið tölvu fyrir 15-20 árum. Þá hafi lítið verið hægt að gera annað en að leika sér. 1987 keypti hann sér einkatölvu og þá fóru hjólin að snúast. Vill hafa stjóm á hlulunum „Ég hef alltaf viljað fara alveg ofan í kjölinn á tækninni, vita hvað væri að gerast og stýra því sjálfur. Það finnst mér mest hei1' ndi við tölvurnar. Ég fór að róta í i Titum, meðal annars Búbót sem t ’ fjár- hagsbókhald fyrir bændur, og fór svo að athuga möguleikana á að forrita sjálfur,“ segir Hjálmar. Hann hóf að kynna sér forritun með skipulegum hætti og tók sem tilraunaverkefni að skrifa afurða- og ættabókhald fyrir sauðfjárbænd- ur. Verkefnið var nærtækt því sjálf- ur er Hjálmar sauðíjárbóndi í Kár- dalstungu ásamt Guðrúnu Halldóru Baldursdóttur konu sinni. Hjá þeim býr móðir Hjálmars, Sigrún Iljálm- arsdóttur fyrrum ljósmóðir í Eyja- firði. Námið fór fram í Kárdalstungu og Hjálmar var bæði kennarinn og nemandinn. Allt þurfti að læra frá grunni enda hafði Hjálmar aðeins lokið skyldunámi. „Þetta var mjög stíft sjálfsnám, endalaus gagnaöfl- un, lestur og vinna. Það er ekki hlaupið að því að læra þetta fag, þegar það er gert algerlega á eigin forsendum. Maður þurfti að gera ýmsar tilraunir sem margar mis- heppnuðust. Þetta var því í raun mjög dýr skóli ef miðað er við tím- ann sem fór í námið. En ég held að hann hafi verið betri og hentaði mér örugglega vel. Þannig gat ég unnið að verklegum hlutum við raunverulegar aðstæður," segir Hjálmar. Hann líkir forritunarnámi við það að læra að lesa og skrifa. Það virðist erfitt í byijun en svo þegar leiknin er komin skrifi maður forrit af fíngrum fram eins og að skrifa bréf. Fjárvís verður til Út úr þessu kom Fjárvís, afurða- og ættabókhald fyrir sauðfjárbænd- ur. Það vakti strax athygli. Eftir að Hjálmar kynnti forritið fyrir bændasamtökunum var ákveðið að hann héldi áfram vinnu við það og Búnaðarfélag Islands keypti dreif- ingarréttinn og sæi um söluna. Forritið fór á markað 1993 og seg- ir Hjálmar að það hafi fengið mjög góðar viðtökur. Nú eru 170 bændur byijaðir að nota það og sífellt fleiri að bætast við. Hjálmar hefur haldið áfram að þróa forritið og leggur áherslu á að safna skipulega at- hugasemdum og ábendingum frá bændum til að nota við þróunar- vinnuna. Til stuðnings þessu starfi er samráðshópur notenda, ráðu- nauta og tölvumanna. Segir hann að samstarfið við bændasamtökin um Fjárvísi hafi gengið mjög Vel og verið árangurs- ríkt. Jón Baldur Lorange, forstöðu- maður tölvudeildar Bændasamtaka íslands, tekur undir þessi orð. Seg- ir að þekking Hjálmars og áhugi á að gera alltaf betur en um er beðið hafi gert þetta starf mögulegt. Þeir 170 bændur sem nú þegar noti for- ritið séu til vitnis um það. Fjárvís er í raun tölvutæk fjár- bók. í forritinu er notað sama kerfi til skýrsluhalds og í sauðfjárræktar- félögunum en það snýst um að velja hæfustu einstaklingana í fjárstofn- inum, miðað við þarfir markaðar- ins. Bændurnir skiia skýrslum sín- um til bændasamtakanna í tölvu- tæku formi í stað handskrifuðu fjár- bókanna. Hjálmar segir að forritið sé í raun aðeins eitt tæki af mörgum sem sauðfjárbóndinn hafi til að auka framleiðni búsins. Ekki veiti af. Hins vegar gefi forritið óendan- lega möguleika til viðbótar hefð- bundna skýrsluhaldinu, fyrir utan það hvað það auðveldi vinnuna. Hjálmar annast þjónustu við not- endur forritsins og hefur því tölu- vert samband við bændur. Bænda- stéttin hefur ekki almennt notfært sér tölvur, sérstaklega ekki eldri hluti hennar. Hjálmar segir að sum- ir hafi einmitt byijað tölvunotkun sína með Fjárvísi. Þeir séu fljótir að komast upp á lag með að nota forritið enda sé það skrifað með það að markmiði að bændur geti sem mest bjargað sér sjálfir á vettvangi. Aðalaivinnan við tölvur Ekki neitar Hjálmar því áð ná- grannarnir hafi verið farnir að hafa áhyggjur af sálarheill hans á meðan á þessu stóð. Hann lokaði sig inni í tölvuherberginu í tvö ár og enginn skildi hvað hann var að gera. En hann segir að viðhorfíð hafi breyst þegar tölvubúskapurinn fór að skila afurðum, sérstaklega þegar menn sáu Fjárvísi. Þá fóru menn að leita til hans með aðstoð við að setja upp tölvur og hjálp um völundarhús tölvunnar. Fer hann víða um í þess- um tilgangi. Hann segir að stað- setning sín, innst inni í Vatnsdal, breyti engu varðandi forritunina, samskiptatæknin sé orðin svo góð. Fjarlægðirnar geti háð sér við þjón- ustustörfin en hann bendir á að ekki séu þó nema rúmir 20 kíló- HJÁLMAR Ólafsson tölvubóndi í Kárdalstungu. metrar niður á þjóðveg og 40 kíló- metrar á Blönduós og það vaxi sveitafólki ekki í augum. Það hafi svo sína kosti að vinna þessi störf í kyrrð og ró. Nýjasta forritið sem til varð í Kárdalstungu er Heimafengur. Það skrifaði Hjálmar í samvinnu við ættfræðing og að hans beiðni. For- ritið hefur þann tilgang að styðja ættfræðirannsóknir. Það er upp- flettikerfi fyrir þjóðskrá og er notað með ættfræðiforritinu Espólín. Nú er áhugamálið orðið að aðal- atvinnu. Fjölskyldan lifir á vinnu hans við forritun og tölvuþjónustu. „Ég lít á það sem forréttindi að geta sinnt áhugamálunum í vinn- unni,“ segir Hjálmar. Búskapurinn hefur frekar setið á hakanum enda hefur áhuginn á honum minnkað. Enn eru þó 80 ær á bænum, fyrst og fremst vegna áhuga Guðrúnar Halldóru og segir Hjálmar að hún sé aðalbóndinn á bænum. „Þetta heldur manni enn liðugum,“ segir hann spurður um eigin þátttöku í bústörfunum. l>að skásta úr 5-0 kgundum Hjálmar og Guðrún Halldóra eru að smíða sér ferðabíl. Meginhlutar hans eru úr fímm eða sex bílum og vegna þess var sjálfgefið að hann fengi tegundarheitir Safnið. Hjálmar fékk áhuga á bílum og viðgerðum í æsku því faðir hans, Ólafur Runebergsson sem látinn er fyrir nokkrum árum, gerði við bíla og búvélar samhliða búskapnum. Tók Ólafur sér ýmislegt fyrir hend- ur á þessu sviði. Þekktust er vind- myllan sem hann reisti. Var það tilraunaverkefni í samvinnu við Háskólann og var samskonar mylla sett upp í Grímsey. Með yindmyll- unni og vatnsbremsu var framleidd hitaorka sem notuð var til að hita upp íbúðarhúsið í Kárdalstungu. Hún stendur enn en hefur ekki ver- ið í notkun í rúman áratug. „Við höfum áhuga á að koma okkur upp góðum ferðabíl og ég hef verið að sanka að mér skástu eiginleikunum úr 5-6 tegundum bíla,“ segir Hjálmar. Byijaði hann að safna bílhlutunum í fyrrahaust og er komin með alla þá helstu. Grindin og hluti hússins er úr löng- um Land Rover, vél og gírkassi úr Nissan Patrol, hásingar úr Che- rokee Chief, stýrisvél úr Ford Bronco og stýri, mælaborð og fleira úr Land Cruiser. Safnið á að vera góður og þægi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.