Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 15 Það er ekki hlaupið að því að læra þetta fag, þegar það er gert algerlega á eigin forsendum. Maður þurfti að gera ýmsar til- raunir sem marg- ar misheppnuð- ust. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason legur ferðabíll með svefnaðstöðu. Hann verður á stórum dekkjum sem gera mögulegt að aka á snjó. Hjálmar segist þurfa að fara í gegn um þetta verkefni stykki fyrir stykki og hanna svo samsetninguna verkfræðilega áður en í hana er farið. Segist hann vera búinn að fá viðurkenningu Bifreiðaskoðunar á því að hugmyndin gangi upp fræði- lega en auðvitað sé margt eftir, áður en bíll verði til. Laud Rovcr-áhugamcnn íylgjasl mcd Vegna undirbúnings málsins hef- ur Hjálmar staðið í bréfaskriftum við Land Rover-verksmiðjurnar í Bretlandi og bifreiðaverkstæði hersins, meðal annars til að spytj- ast fyrir um það hvort auka mætti þyngd á Land Rover-hásingar. „Þannig fréttu þeir af þessu og hafa sýnt Safninu mikinn áhuga. Ég reikna með að þeir hafi áhuga á öllu sem viðkemur Land Rover. Bretarnir hafa beðið mig um að skrifa grein um bílinn þegar hann verður tilbúinn," segir Hjálmar. Það verður því nóg að gera í Kárdalstungu næsta vetur og fróð- legt að fylgjast með þegar Safnið kemst á götuna. Doktor í lögfræði • GUÐMUNDUR Sigurðsson lögfræðingur, varði doktorsritgerð í lögfræði við Háskólann í Osló 8. júní s.l. Ritgerðin heitir “Pakke- reisekontrakter, EF’s pakke- reisedirektiv og den nordiske lovgivningen“. (Alferðasamning- ar, pakkaferðatilskipun Evrópu- sambandsins og norræna löggjöf- in.) Leiðbeinandi var dr. juris Thor Falkanger prófessor við lagadeild Oslóarháskóla. í dómnefndinni sátu dr. juris Peter Lodrup pró- fessor við lagadeild Oslóarháskóla, Arnljótur Björns- son hæstaréttar- dómari og Agnes Nygaard Haug „forstelagmann" við „Borgarting Lagmannsrett." I ritgerðinni er gerð grein fyrir þeim réttindum og skyldum ferðaheildsala, ferðasmá- sala og farkaupa sem felast i samningi um pakkaferðir (alferð- ir). Hin efnislega umfjöllun byggir á norsku pakkaferðalögunum nr. 57 frá 25. ágúst 1995 og samsvar- andi löggjöf í Danmörku, Finn- landi, íslandi og Svíþjóð. Einnig er í ritgerðinni ítarleg umfjöllun .um úrlausnir danskra, norskra og sænskra kvörtunarnefnda á sviði pakkaferða. Hin norræna pakkaf- erðalöggjöf byggir á tilskipun Ráðherraráðs Evrópubandalagsins frá 13. júní 1990 um ferðapakka, orlofspakka og skoðunarferðir. Vegna samningsins um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og aðildar Danmörku, Finnlands og Svíþjóð- ar að Evrópusambandinu eru Norðurlöndin skuldbundin til að haga löggjöf sinni til samræmis við tilskipun þessa. í ritgerðinni er því m.a. fjallað um hvort hin norræna löggjöf uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í tilskipun- inni. Guðmundur Sigurðsson er fæddur á Ólafsfirði 17. maí 1960, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1981 og íþróttakennaraprófi frá íþrótta- kennaraskóla íslands 1984. Haustið 1986 hóf Guðmundur nám við lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi í febrúar 1991. Veturinn 1991 til 1992 stundaði hann framhaldsnám í almennu einkamálaréttarfari, stjórnsýslu- rétti og sjórétti við lagadeild Osló- arháskóla. Haustið 1992 var Guð- mundur ráðinn í rannsóknarstöðu við Norrænu sjóréttarstofnunina (Nordisk Institutt for Sjarett) við lagadeild Oslóarháskóla. Guð- mundur er giftur Sigurborgu Gunnarsdóttur tölvunarfræðingi og eiga þau þijú börn. íslendingar flykkjast í sumarleyfið með Plúsferðum ÍTALÍA HEILLAR /BEINTFLUG/ LAGMARKSDVOL: ÍVIKA BROTTFÖR: 20. ágúst, 3. ágúst, 10. ágúst, 13. ágúst, 17. ágúst, 24. ágúst, 31. ágúst og 7. september. 3 vikur Brottför: 19. ágúst. Innifalið: Flug og flugv.skattar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. SOLAR PLUSINN NZ+ Þið bókið ferðina og vikufyrir brottför látum við ykkur vita á hvaða gististað þið munið dvelja. pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Innifalið: Flug, jlugv.skattar og gisting í íbúð með l.svefnh. pr. mann, .( Il/l/l 2fullorðnir Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting ( studioíbúð. I 1 vika Brottför: 12. ágúst. pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting ííbúð með l.svefnh. UPPSELT í brottfarir 22. og 29. júlí og 5. ágúst. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl. 10-14 Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. Faxafeni 5 108 ReykjavCk. SCmi: 568 2277 Fax: 568 2274 /iiA htÍiiÍ - pr.mann, 2 fullorðnir Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting ( íbúð með l.svefnh. 0 TTÓ AL'GLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.