Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ Tf 3#at | e'« r.-. an^Mtnw'rW 16 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 KONAN mín er líka dipló- mat og hún tók sér leyfi þegar við komum hing- að. Okkar ráðagerð hef- ur verið sú að ég tæki leyfi þegar við hættum hér og henni gæfíst færi á að vinna. Nú bauðst mér starf í öðru landi en ákvað eftir umhugsun að fylgja fjölskyldunni til Kuala Lumpur,“ sagði Parker W. Borg þegar hann ræddi við blaðamann Morgunblaðsins í sendi- herrabústaðnum við Laufásveg. Eigur sendiherrahjónanna voru komnar í skip á leið til Kuala Lump- ur, og þangað færi sendiherrafrúin næsta dag ásamt dætrunum Erica, 10 ára, og Darcy, 7 ára. Parker W. Borg og elsta dóttur hans Lara, 11 ára, áttu hins vegar einu verki ólokið hérlendis. Ferðasögur „Ég verð hér aðra viku af því að ég ætla með dóttur mína í fimm daga hestaferð um Austurland og austanvert hálendið. Við höfum far- ið ríðandi um önnur héruð en ég á eftir að skoða mig um utan alfara- leiða þama fyrir austan." Áhugi Parker W.s Borg á ferðum um ísland er raunar á almannavit- orði eftir að hann skrifaði grein í Morgunblaðið til þess að koma á framfæri ýmsum ábendingum um það sem betur mætti fara í þjónustu við ferðamenn. Við förum ekki nán- ar út í þá sálma en ég bið hann að segja mér ferðasögur og rifja upp eftirminnileg augnablik frá ferðum sínum um Island. „Við höfum kunnað að meta það að eiga þess kost þessi þrjú ár að ferðast til alls konar staða þar sem ekki er að finna milljónir annarra ferðamanna. Við höfum farið yfir fljót og ófærur á jeppanum okkar; gist í hótelum, Eddu-hótelum, bændagistingu og í tjaldi þannig að við höfum séð hlutina frá ólíku sjón- arhomi. Ég held að það séu ekki mörg svæði á landinu sem við höfum ekki skoðað.“ Sendiherrann segir að frá ferðum sínum sé sér t.d ofarlega í huga dvöl á tjaldstæði norðan Siglufjarðar um jónsmessuleytið. „Það var heiður himinn og þarna gátum við setið á stuttermabolum og fylgst með því þegar þegar sólin tyllti sér á sjávar- fiötinn og reis strax aftur. Ég veit að margir hafa hvað eftir annað reynt að upplifa miðnætursólsetur en ekki fengið þá ósk uppfyllta. Þama voru aðstæðumar réttar og þetta var sérstaklega eftirminnileg upplifun. Svipaðar minningar á ég frá Borgarfírði eystra. Við gistum á tjaldstæði, rétt við fæðingarstað Kjarvals og horfðum yfír fjörðinni þegar sólin settist. Það var stórkost- legt að fylgjast með litbrigðunum í Dyrfjöllum og auðvelt að sjá fyrir sér að Kjarval hefði sótt sér innblást- ur í kvöld eins og þetta. Álit Svisslendinga Mér hefur líka oft orðið hugsað til samtals við aðra erlenda ferða- menn við Mývatn. Ég spurði að sjálfsögðu: How do you like Ice- land? og heyrði frá flestum sama svarið: Landið er fallegt en alltof dýrt. Það er erfítt að láta ekki sann- færast þegar maður heyrir Sviss- lendinga halda því fram að ísland sé of dýrt“. Parker W. Borg tók við starfi sendiherra hér á tímum samdráttar í umsvifum Bandaríkjahers hér á landi í kjölfar endaloka kalda stríðs- ins. „Niðurskurðurinn hófst 1989 - 1990 en honum lauk að heita má 1993. Eftir talsverðar viðræður sömdum við í janúar 1994 um hvaða liðsstyrk væri viðeigandi að hafa hér næstu tvö árin og William Perry, núverandi landvarnaráð- herra kom til landsins og undirrit- aði þann samning. Framkvæmd samningsins leiddi til þess að Bandaríkjamönnum var fækkað um ca. 250 og um 20 íslendingar misstu störf sín. Þegar við fórum svo að endurskoða þessa hluti 1995 og ræða framtíðina kom fram ósk frá íslendingum um að ekki yrði dregið frekar úr umsvifum. Það var talið fullnægjandi í Washington ef við fengjum tryggingu fyrir því að rekstrarkostnaðurinn færi áfram lækkandi. í apríl sl. undirrituðum Morgunblaðið/Golli HMBUKTU— REYKJAVÍK— 1 KUALA LUMPUR Tæplega þriggja ára dvöl Parkers W. Borg sem sendiherra * Bandaríkjanna á Islandi, er nú á enda. Hann er á leið til Malasíu þar sem eiginkona hans mun starfa sem sendiráðsritari næstu árin. Sendiherrann fyrrverandi verður heimavinnandi. Pétur Gunnarsson ræddi við hann. við svo samning þar sem við geng- um frá því að samband þjóðanna yrði óbreytt á þessu sviði næstu fimm árin, bæði hvað varðar fjölda flugvéla og fjölda Bandaríkja- manna.“ - Hvernig sérðu fyrir þér að þessi samskipti þróist að liðnum þessum fimm ára samningstíma? „Ég sé í raun ekkert annað fyrir mér en óbreytt núverandi ástand. Það eru alltaf einhveijir ytri þættir sem koma inn í myndina og hafa áhrif á atburðarás og þróun sam- skipta. Auðvitað getur einhvers konar aðsteðjandi vá orðið til að breyta eðli þessa sambands á ein- hvern veg. Slíkt er erfitt að sjá fyrir en það er hlutverk diplómata að reyna að beina hlutunum á já- kvæðar brautir. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Staða sendiráðsins Ég tel að það sé gagnkvæmur skilningur milli ríkjanna á þýðingu Elsta dóttir mín, Laraf talar íslensku mjög vel . . . Hún á þýska stúlku fyr- ir vinkonu. Sú talar enga ensku svo þessar tvær stúlkur sem hafa að móðurmáli tvö af útbreiddustu tungu- málum heims tala saman á íslensku. ísland er í middepli Norður-Atlants- hafsbandalagsins, staðsetning landsins er lykilatriði til þess að tryggja aðstöðu Bandaríkjanna í álf- unni og það mundi torvelda sam- skipti Bandaríkjanna og Evrópu ef ísland yrði tekið út úr þeirri jöfnu. herstöðvarinnar í Keflavík. Lega íslands í Atlantshafinu milli Evrópu og Ameríku tryggir mikilvæga stöðu landsins hvað varðar sam- skipti ríkja beggja vegna Atlants- hafsins. Éf Bandaríkin breyttu ut- anríkisstefnu sinni þannig að t.d. Asía eða S-Ameríka fengju aukið vægi á kostnað Evrópu yrði e.t.v. litið á Island sem jaðarsvæði í slíku samhengi. En eins og málum er háttað legg- ur utanríkisstefna Bandríkjanna höfuðáherslu á að stuðla að friði og öryggi í Evrópu. Island er í mið- depli Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, staðsetning landsins er lyk- ilatriði til þess að tryggja aðstöðu Bandaríkjanna í álfunni og það mundi torvelda samskigti Banda- ríkjanna og Evrópu ef ísland yrði tekið út úr þeirri jöfnu.“ - Hvað segir þú um þær raddir að staða sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi sé lakari en áður gagn- vart_ bandaríska stjórnkerfinu? „Ég hef í raun enga hugmynd um það. Við tilnefnum sendiherra á óvenjulegan hátt í Bandaríkjunum að því leyti að menn sem hafa enga diplómatíska reynslu eru gerðir að sendiherum. Stundum reynist það vel og stundum ekki. Ur röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar velst á mismunandi tíma til sendi- herrastarfa fólk með afar mismun- andi bakgrunn. Háttsettur maður getur tekið við starfi af öðrum ekki jafn háttsettum. Þannig að ég tel að það sé ekki hægt að ráða þróun í þessu efni af 2-3 mönnum." - Að herstöðinni slepptri, hvern- ig mundirþú lýsa sambandi íslands og Bandaríkjanna? „Það er ýmislegt sem leggur grundvöllinn að traustu sambandi þjóðanna, burtséð frá öryggismál- unum. Það er algengara að Islend- ingar fari í nám til Bandaríkjanna en fólk frá öðrum Evrópuþjóðum. íslendingar kaupa meira af banda- rískum vörum en aðrar Evrópuþjóð- ir. ísland er aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu. Bandaríkin hafa allt- af stutt Evrópusambandið og vonað að það styrktist og efldist en það þýðir ekki að við viljum ekki eiga góð viðskiptsambönd við hvert og eitt landanna í álfunni. Sameiginleg fjarlægð Ég lít svo á að íslendingar og Bandaríkjamenn eigi fjarlægðina frá Evrópu sameiginlega. Við erum þjóð- ir sem eru fluttar að frá mismunandi svæðum meginlandsins vegna þess að við vorum ekki sátt við þau lífs- skilyrði sem okkur voru búin í gþmlu heimkynnunum. Við Bandaríkja- menn lítum á okkur sem innflytjenda- þjóð. Okkar bakgrunnur er fjölbreytt- ari en ykkar en í okkur býr sterk vitund þess að hafa snúið baki við einhveiju gömlu til þess að byija upp á nýtt. Þótt ísland hafí verið numið löngu á undan Bandaríkjunum fínnst mér ákveðinn landnemabragur ein- kenna þjóðina og rík áhersla á sjálf- stæði gagnvart meginlandi Evrópu. Þetta er hægt að lesa um í íslend- ingasögunum og í sögum Halldórs Laxness — í Sjálfstæðu fólki, sem er einhver besta skáldsaga sem ég hef lesið. Þó það séu engin áríðandi við- fangsefni í samskiptum landanna sem stendur er ekki útilokað að mál sem við erum að fást við núna muni teljast mikilvæg í framtíðinni. Við höfum undanfarið verið í samvinnu við forsætisráðuneytið að vinna að því að tryggja þátttöku Bandaríkja- manna þegar haldið verður upp á tíu ára afmæli leiðtogafundarins í Höfða. Það er næst á dagskrá í samskiptum þjóðanna. Við höfum líka unnið vel að því að hámarka viðskipti milli Is- lands og Bandaríkjanna. Ég er almennt séð mjög ánægður með það starf sem við höfum unnið hér þessi þijú ár. Við viljum þróa samskipti þjóðanna áfram í sama anda og verið hefur. Ásamt því að bæta viðskiptatengslin viljum við efla tengsl þjóðanna í menntamál- um og styrkja Fulbright-áætlunina og einnig efla Íslensk-ameríska fé- lagið menningartengsl þjóðanna." Sendiherra í Timbuktu og á íslandi Parker W. Borg hefur starfað í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.