Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 19 „ÞAÐ ER alveg Ijóst að við verðum að brúa bilið með því að ráða hingað til lands erlent vinnuafl.“ „...mér finnst því fráleitt að það eigi að fara að skattleggja það eitthvað sérstaklega þó svo að auka eigi kvót- anná nýíár.“ „Ég er algjörlega mótfallinn þess- um hugmyndum Samtaka iðnaðarins og tel þessa umræðu vera mjög á skjön við raunveruleikann. Sjávarút- vegurinn hefur safnað upp gífurleg- um skuldum á undanförnum árum og menn virðast vera búnir að gleyma því að það er búið að minnka hér þorskkvótann jafnt og þétt á undanförnum árum og mér fínnst því fráleitt að það eigi að fara að skattleggja það eitthvað sérstaklega þó svo að auka eigi kvótann á ný í ár, sem og að það eigi yfir höfuð að skattleggja þessar aflaheimildir sem útgerðin hefur. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að ef um það myndi nást samkomu- lag að útgerðin fengi yfírráð yfír þeim stofnunum sem að henni snúa, þ.e.a.s. Fiskistofu og Hafrannsókn- arstofnun, þá yrði rekstur þeirra stofnana fjármagnaður með skatt- lagningu aflaheimilda. Ég held að það megi fullyrða að útgerðarmenn, a.m.k. þeir sem ég hef rætt við, yrðu sáttir við þessa leið, enda yrðu þess- ar stofnanir undir þeirra stjórn.“ Auðlindaskattur ekki heppilegur til sveiflujöfnunar Ágúst segir að sér fínnist heldur ekki koma til greina að nota auð- lindaskatt sem sveiflujöfnun. „Ég er hlynntari því að beitt verði verðjöfn- un á fískafla, þrátt fyrir að sú að- ferð hafi verið gagnrýnd mjög mikið. Hins vegar verður að nást um þetta sátt á milli sjávarútvegsins og stjórn- valda.“ Uppgangurinn í sjávarútvegi sem mjög hefur verið til umræðu upp á síðkastið, er heldur ekkert áhyggju- efni að mati Ágústs. „Á sama tíma og verið er að auka aflaheimildir í þorski um 30 þúsund tonn er verið að draga saman aflaheimildir í öðrum mjög mikilvægum físktegundum svo sem ýsu, grálúðu, síld, rækju og ýmsum öðrum tegundum. Þessi upp- sveifla sem verður í þorskafla í haust ætti því ekki að hafa mjög mikil þensluáhrif þegar búið er að taka tillit til samdráttar.annars staðar." Ágúst segir eðlilegra að hið opin- bera dragi úr sínum umsvifum á tím- um þenslu í stað þess að auka skatt- lagningu á sjávarútveginn. Hann segist sannfærður um að ef farið yrði út í slíka skattlagningu, þá myndi hún festa sig í sessi líkt og aðrir skattar. Staðreyndin sýni að skattar séu sjaldnast aflagðir heldur hafí þeir þvert á móti tilhneigingu til þess að hækka. „Mér finnst heldur ekki veita af því að sjávarútvegurinn fái að hagn- ast þar sem skuldir greinarinnar nema nú eitthvað um 108 milljörðum króna á meðan tekjur greinarinnar eru einhvers staðar á bilinu 80-90 milljarðar. Breyta þarf reglum um úreldingu Ágúst er heldur ekki mjög ánægð- ur með reglur um úreldingu físki- skipa. „Samtök iðnaðarins og LÍÚ hafa ítrekað mótmælt úreldingará- kvæðum við lengingar skipa, en í dag er gangverðið á úreldingu 90 þúsund krónur á rúmmetra. Ástæðuna fyrir þessari reglu segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra vera að stækkun skipanna hafí í för með sér að auknum afla sé hent. Sem dæmi um fáránleika þessara raka má nefna að það eru einkum útgerðarmenn loðnuskipa sem sækjast eftir því að fá skip sín lengd. Ég veit að útgerð loðnuskips, sem nýverið var keypt til landsins, hefur hug á að lengja skipið en hrís hugur við kostnaðinum við kaup á úreldingu. Hver hefur heyrt um að ioðnusjómenn hendi afia sínum fyrir borð?“ Kjólar - kápur - dragtir - pils - blússur Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans Léttid ykkur verkin. Spariá peninga. MELISSA BMH-550 er sjálfvirk brauðbökunarvél. Hún blandar, hnoðar, lyftir og bakar, „alltaf nýbakað'1, brauð að eigin vali og án allra aukaefna. Með einu brauði á daa sparast ca. 30-35 búsund krónur á ári ÞÉR í HAG!!! Verð kr. 21.042, eða aðeins kr. 19.990 stgr. Umboðsmenn um allt land FÁLKINN Sími 581-4670 /////S4S Á ferð og flugi um allan heim SAS flýgur ásamt samstarfsaðilum sínum um Kaupmannahöfn til áfangastaða um heim allan. Kynntu þér þægilegan ferðamáta hjá SAS hvert sem ferðinni er heitið. Samstarfsaðilar SAS: Flugleiðir Lufthansa United Airlines Thai Airways Int. Air Baitic Air New Zealand British Midland Qantas Airways Spanair Varig Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.