Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir spennumyndina Fargo, sem er nýjasta mynd _____bræðranna Ethans og Joel Coen. Með aðalhlutverk í myndinni fara_ Steve Buscemi, Frances McDormand, Peter Stormare og William H. Macy. WILLIAM H. Macy leikur bílasalann Jerry Lundegaard. FARGO er sjötta mynd þeirra Joels og Ethans Coen. Frances Mc Dormand leikur lögreglustjórann Marge Gunderson. mor og efnistökum bræðranna, en það var myndin Raising Ariz- ona með Nicolas Cage í aðalhlut- verki. Árið 1990 gerðu þeir svo myndina Miller’s Crossing, sem er bófamynd í anda þriðja áratug- arins, og eins og hinar tvær hlaut myndin prýðisgóða dóma en fremur dræmar viðtökur í Banda- ríkjunum þótt áhorfendur tækju betur við sér í Evrópu. Árið 1991 var svo komið að gerð Barton Fink, myndarinnar um rithöfund- inn sem kemur ekki frá sér staf- krók á blað þótt allt í kringum hann eigi sér stað ótrúlegir og örlagaríkir atburðir. Sú hlaut þrjár óskarstilnefningar og vann að auki þrenn helstu verðlaunin í Cannes árið 1991; sjálfan gull- pálmann, auk þess sem John Torturro hlaut verðlaun fyrir besta leik og Joel fyrir leikstjórn. Þótt peningarnir létu á sér standa höfðu furðufuglarnir, sem nú áttu sífellt stækkandi aðdá- endahóp, endanlega áunnið sér virðingu Hollywood-fólksins sem nú fór að gera sig líklegt við þá. Afraksturinn af þvi var myndin The Hudsucker Proxy, sem gerð var 1994 og færði Coenbræðurna af útjaðri og inn í hringiðu banda- ríska kvikmyndaiðnaðarins. Frances Mc Dormand sem leik- ur lögreglustjórann Marge Gund- erson er eiginkona Joels Coen og hefur hún farið með aðalhlutverk í myndunum Blood Simple og Raising Arizona, en einnig hefur hún farið með stórt hlutverk í myndinni Mississippi Burning. Þá lék hún á móti Liam Neeson í Darkman og Demi Moore í The Butcher’s Wife, og einnig hefur hún farið með hlutverk í Short Cuts, sem Robert Altman leik- stýrði, og Beyond Rangoon, sem John Boorman leikstýrði. William H. Macy, sem leikur bílasalann Jerry Lundegaard á að baki hlutverk í fjölda kvik- mynda og er skemmst að minn- ast hans úr hlutverki skólastjóra í myndinni Mr. Holland’s Opus. Aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru Murder In the First, The Client, Benny & Joon, Shadows and Fog og Radio Days. GRÆÐGI, SVIK OG MANNVÍG FARGO er glæpatryllir úr smiðju þeirra Coen-bræðra, og er sögusviðið borgirnar Fargo, Brainerd og Minneapolis í Minne- sota frostaveturinn 1987, en íbú- ar á þessum slóðum eru flestir af skandinavískum uppruna og er gert gólátlegt grín að þeim í myndinni. Þetta er saga um glæp sem fer úrskeiðis og leitina að glæpamönnunum. Sem fyrr er það Joel Coen sem sér um leik- stjórnina og Ethan Coen um framleiðsluna, en handritið skrifa þeir bræður í sameiningu. Jerry Lundegaard (William H. Macy) er bílasali í Minneapolis sem er að drukkna í skuldasúpu. Til að bjarga sér úr vandræðun- um ræður hann tvo skúrka (Steve Buscemi og Peter Stormare) til að ræna konu sinni Jean (Kristin Rudrid), en meiningin er að hinn efnaði faðir hennar (Harvey Presnell) greiði lausnargjaldið. Jerry ætlar svo að borga skúrkunum smáræði fyrir viðvik- ið en losna úr skuldaflækjunni fyrir afganginn af lausnargjald- inu. Þessi áætlun fer hins vegar fljótlega úr skorðum. Skúrkamir eru á leið með fórnarlamb sitt á afvikinn stað þegar lögreglumað- ur stöðvar þá og skjóta þeir hann og tvo saklausa vegfarendur. Þetta verður til þess að lögreglu- stjórinn Marge Gunderson (Frances McDormand), sem er ófrísk, rannsakar fyrsta morð- málið á ferli sínum. Á meðan, í Minneapolis, vakna grunsemdir föður Jean um að ekki sé allt með felldu og heimtar hann að fá að afhenda lausnargjaldið sjálfur, en það myndi hins vegar gera að engu áætlanir tengda- sonarins um að næla sér í meiri- hluta fjárins. Gunderson gerir sér í fyrstu ekki grein fyrir því að morðin sem hún er að rannsaka tengjast mannráninu í Minnea- polis, en smátt og smátt leiðir rannsókn hennar hana á slóðir Jerry Lundegaard. Þeir Coen-bræður hverfa til uppruna síns í tvennum skilningi í Fargo. Eins og í fyrstu mynd þeirra, Blood Simple, er viðfangs- efnið í myndinni græðgi, svik og morð, en þeir bræður sækja einn- ig á heimaslóðir við gerð myndar- innar, því þeir eru frá Minnea- polis í Minnesota þar sem Joel fæddist árið 1954 og Ethan árið 1957. Þeir bræður voru á ungl- ingsaldri þegar þeir, ásamt félög- um sínum, settú á stofn fyrirtæki og tóku að sér að slá garða til þess að safna sér peningum til að festa kaup á kvikmyndatöku- vél og filmum sem þeir dunduðu sér við að taka á 8 mm stutt- myndir næstu árin. Síðan lá leið- in í háskóla í New York þar sem Joel lærði kvikmyndagerð og fékk hann síðan vinnu sem klipp- ari við hryllingsmyndirnar Fear No Evil og The Evil Dead. Ethan las hins vegar heimspeki í Prince- ton og dvaldi þar við fræði- mennsku fyrst að loknu námi eða þar til stóri bróðir kallaði á hann til New York árið 1982 að gera með sér kvikmynd. Þeim bræðrum hafði þá tæmst arfshlutur eftir sölu á landi sem afi þeirra og amma höfðu átt í ísrael og þeir peningar voru stofnsjóðurinn sem kosta skyldi fyrstu kvikmynd þeirra. Það sem upp á vantaði lögðu vinir og vel- unnarar frá Minnesota fram, en hinn eiginlegi kvikmyndaiðnaður kom hvergi nærri gerð myndar- innar. Eins og jafnan síðar skrif- uðu báðir handritið að myndinni, Joel var titlaður leikstjóri en Et- han framleiðandi. Myndin hét Blood Simple, var frumsýnd árið 1984 og var að margra mati ein besta kvikmynd þess árs. Samt gerði hún lítið meira en að standa undir sér en vann á hinn bóginn til ýmissa verðlauna á smærri kvikmyndahátíðum og völdu m.a. vikuritið Time, Washington Post og USA Today myndina eina af tíu bestu myndum ársins. Eftir Blood Simple lögðust bræðurnir undir feld um tíma en sýsluðu þó sitthvað við kvik- myndagerð. Þeir skrifuðu saman handrit kvikmyndar sem heitir Crimewave auk þess sem Joel lék aukahlutverk í myndinni Spies Like Us, með_ Dan Aykroyd í aðalhlutverki. Árið 1987 leit svo önnur mynd Coen-bræðra dags- ins ljós, og var hún uppfull af sérstæðum og óvenjulegum hú- FARGO er fjórða kvikmynd þeirra Coen-bræðra sem Steve Buscemi leikur í, en hann Iék áður í Miller’s Crossing, Barton Fink og The Hudsucker Proxy. Buscemi hefur leikið í hátt í 40 kvikmyndum frá því hann lék í sinni fyrstu mynd fyrir tíu árum, og hefur hann að segja má sérhæft sig í að leika skúrka af ýmsu tagi þó ekki sé það þó algilt. Hann hefur verið sérstaklega afkastamikill undanfarin 2-3 ár og að heita má á stöðugri uppleið. Meðal mynda hans á þessu tímabili eru Desperado, þar sem hann Iék á móti Antonio Banderas, Things To Do in Denver When You’re Dead, Living in Oblivi- on, Someone to Love, þar sem Sér- hæfður í skúrkum hann lék á móti Harvey Keitel og Rosie Perez, Airheads, Hudsucker Proxy, Pulp Fiction og Rising Sun. Meðal annarra þekktra mynda sem Buscemi hefur leikið í eru Reservoir Dogs, Mystery Train, King of New York og New York Stori- es. Á þessu ári verða svo frum- sýndar a.m.k. fjórar myndir sem Buseemi leikur í auk Fargo, en það eru Kansas City, The Search for One-eye Jimmy, Escape from L.A. og Trees Lounge, sem jafnframt er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir og skrifar hann að auki kvik- myndahandritið. Verður myndin væntanlega frumsýnd í september, en með önnur hlutverk í henni fara m.a. Chloe Sivigny, Anthony LaPaglia, Sam Jackson og Mimi Rogers. Steve Buscemi er fæddur árið 1958 í Brooklyn í New York, en þaðan fluttist hann átta ára gamall með fjölskyldu sinni til Vallye Stream á Long Island og kviknaði áhugi hans á leiklist þegar hann var þar í menntaskóla. Stuttu síðar flutti hann sig svo enn um set til Manhattan þar sem hann lærði leiklist hjá John Stras- berg, en samhliða náminu vann hann ýmis störf sem til féllu og var hann meðal ann- ars brunavörður um skeið og einnig vann hann við hús- gagnaflutninga. Með skólafé- laga sínum, Mark Boone Jr., hóf hann að skrifa leikþætti sem þeir sýndu í New York. Þetta leiddi svo til þess að hann var valinn til að fara með aðalhlutverkið í myndinni Parting Glances (1986), en í henni lék hann tónlistarmann með eyðni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.