Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ1996 21 Kristján Stefánsson Lögog ljóð Krist- jáns Stef- ánssonar TÓNUST II l j ó m (I i s k a r MINNINGAMÁL Lög og Ijóö Kristjáns Stefáns- sonar frá Gilhaga. Söngur: Ósk- ar Pétursson, Asdís Guðmunds- dóttir, Margrét Stefánsdóttir, Helga Rós Indriðadóttir, Sigfús Pétursson, Kristján Jósefsson, Ásgeir Eiríksson, Pétur Péturs- spn, Baldvin Kr. Baldvinsson. Útsetningar og undirleikur á harmoniku: Kristján Stefáns- son. Aðrir hjjóðfæraleikarar: Ami Ketill Friðriksson tromm- ur, Hlynur Guðmundsson gítar, Jón Rafnsson kontrabassi, Sveinn Sigurbjömsson trompet, Hilmar Sverrisson hljómborð, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir pianó, Thomas Higgerson píanó. Upptaka fór fram hjá Studio Sauðárkróki. Upptöku og hljóðblöndun stjómaði Hilm- ar Sverrisson. Útgefandi: Krist- ján Stefánsson frá Gilhaga. KRISTJÁN Stefánsson frá Gilhaga er harmónikuleikari góður og höfundur alþýðlegra sönglaga, auk þess að semja fyrir gömlu dansana polka, valsa, tangó, masúrka og skottísa. Allt þetta höfum við á nýjum hljómdiski, sem enn ber vitni um ódrepandi söng- gleði þeirra Skagfirðinga og einlægan áhuga á alþýðlegu tónmáli og rómantískri texta- gerð um gróðurilm, þrár og strit; bros og tár. Og stundum bregður fyrir gamansemi í þjóðlegum stíl. Kristján Stefánsson er maður fjölhæfur, með báða fætur í gömlu og góðu hefð- inni. Þessi hljómdiskur er því án efa mörgum kærkominn. Söngur og hljóðfæraleikur er víða góður (annaðhvort væri nú!). Ásgeir Eiríksson (bass- bariton) ætti að leggja söng- inn fyrir sig, röddin mikil (þótt ekki reyni á það hér) og eðalfín. Þessu mætti ljúka með upphafserindi Huldumála: Um sumardag í glöðu geislaspili er gróðurilm að vitum mínum ber mig dregur þrá að litlu lækjargiii þar lítil stúlka biður eftir mér. Oddur Björnpson Við fjöru- borðið í KVÖLD, sunnudagskvöldið 21. júlí, kl. 21 les Jónas Þorbjarnarson upp úr ljóðabók sinni sem út kemur í haust og Álfheiður Hanna Frið- riksdóttir les upp úr nýútkominni ljóðabók móður sinnar, Jóhönnu Sveinsdóttur heitinnar, Spegill und- ir fjöguv augu. Dagskráin verður Við fjöruborðið á Stokkseyri. Síðustu ástar- játningamar SVART penlngaveski breska skáldsins Dylan Thomas, með passamynd af eigin- konunni Caitlin, og fjögur ástarbréf til hennar, voru seld á uppboði í síðustu viku, fyrir um 130.000 ísl. kr. Bréfin voru þau síðustu sem Thomas skrifaði Caitlin, en hann lést í New York árið 1953 úr áfengiseitrun. Veskið fannst á hótelherberginu þar sem hann dó. Caitl- in lést fyrir tveimur árum en sonur henn- ar af síðara hjónabandi, Francesco Fazio, seldi bréfin, sem ekki hafa áður verið birt. í þeim er skáldið fullt iðrunar vegna kvennafars og drykkju, sem kom mjög niður á Caitlin. / I tilefni Olympíuleikanna PHILIPS 29 PT9131 PHILIPS 29 PT5321 PHILIPS 28 PT4521 PHILIPS 29 PT828 textavarp. Tilboð 100 Hz heimabíó (Pro Logic) Ultra flat screen. 120vj Dolby Pro Logic heimabíómagnari. Margverðlaunað tæki fyrir mynd- og tóngæði. Verð áður stgr.: 218.400 kr Wi C EURDCARD ra&greiöslur TIL S-3 MAN/\a/\ Svartur, flatur Black Matrix myndlampi. Nicam stereo og 100 Hz heimabíó (Pro Logic) Svartur, flatur Black line Super myndlampi sem gefur allt að 35% meiri skerpu. 120w Pro Logic hljóðkerfi. Verð áður stgr.: 189.899 kr Svartur, flatur Black Matrix myndlampi. Nicam stereo. Hraðvirkt ísl. textavarp. Tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.