Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR21. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VARNAÐARORÐ FRAMSÓKNAR- ÞINGMANNS Innan Framsóknarflokksins hefur verið mest samstaða um að viðhalda kvótakerfinu að veru- legu leyti óbreyttu. Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins og utanríkisráðherra, hefur verið einn helzti talsmaðurjiessa kerfis frá upphafi. Nú er að verða veru- leg breyting á afstöðu margra áhrifamanna í Framsóknar- flokknum. Á undanförnum mánuðum hafa einstakir þingmenn Framsóknar- flokksins látið í það skína, að þeir teldu nauðsynlegt að gera breytingar á þessu kerfi. í grein í Tímanum í gær gengur Guðni Ágústsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins í Suðurlandskjör- dæmi lengra en flestir flokks- menn hans hafa gert í gagnrýni á kvótakerfi til sjávar og sveita. í grein sinni segir Guðni Ágústs- son m.a.:„Menn skilja nú að auð- lindin er takmörkuð, stofnarnir þurfa á friðun að halda og allt er takmarkað í henni veröld. Auð- lindir eru takmarkaðar og ganga til þurrðar, ef rányrkja er stunduð ... Það er fullyrt að fiski sé hent í sjóinn og menn eru byijaðir að tala um slíkt opinskátt og komast upp með slíkan glæp án þess að löggæzla sé aukin ... Grunur leik- ur á að talsverðu magni af þorski sé landað fram hjá vigt og þannig þrífist svindl, sem erfitt er að líða. En spyija má: Býður kerfið upp á þetta hvort tveggja, að fiski sé hent og landað sé fram hjá vigt?“ Þingmaðurinn víkur síðan að kvótakerfi í landbúnaði og segir: „Enn hef ég ekki minnzt á það atriði, sem mest fer í taugarnar á mönnum og það er sala og leiga á kvóta til sjávar og sveita. Fram- leiðsluréttur til sveita er seldur á okurverði burt af bújörðum. Einn skuldsetur sig í nafni hagræðing- ar, annar fær milljónir fyrir að hætta og gata sína jörð. Með þessu kerfi fara miklir peningar út úr búgreininni. Því hljóta menn að spyija: Er bóndinn að bæta sína afkomu eða hvað? Ennfremur er þetta þjóðinni hagstætt. Hvernig standa svo byggðirnar á eftir með skulduga erfiðismenn og hvað verður um hinar kvóta- lausu jarðir?" Loks fjallar Guðni Ágústsson um kvótakerfið í sjávarútvegi og segir: „Fyrst tekur nú steininn úr, þegar í ljós kemur að sterkir aðilar í útgerð geta og láta öðrum sinn veiðirétt eftir fyrir upphæðir, sem margan dreymir aðeins um að vinna í Víkingalottói... Auðvit- -| AA í MÖRG- l^lTiium nýjum kvikmyndum eru æv- intýralegar hugmynd- ir sem virðast fremur vaxnar úr furðuveröid fomra minna en raun- sæi okkar tíma. Þó er víst að geim- ævintýrin hafa hreyft við ímyndun- inni og mörg tækniundur hafa lyft nýjum kvikmyndum úr jarðneskri seilingu hlutveruleikans. Þarf ekki annað en nefna E.T. til að minna á þessa þróun í kvikmyndagerð. En við þurfum ekki að fylgja óbundnum huga kvikmyndagerðar- mannsins í hlutverki ævintýrahöf- undarins útfyrir gufuhvolfið til að festa hendur á frumlegum furðu- verkum hvíta tjaldsins, svo margar kvikmyndir sem gerðar hafa verið um nærtæk jarðbundin ævintýri. Sum eru eingöngu sprottin úr furðuveröld nútímatækni einsog þegar James Bond hringsólar í þyrlu við skýjakljúfa eða undir stór- borgarbrúm, eða þegar hann slepp- ir mafíuforingja úr þyrlu ofaní gríð- arlega háan reykháf, eða þegar hann skríður utaná tvéggja hreyfla flugvél, drepur bófa í loftbardaga en kemst svo inn til elskunnar sinn- ar og stekkur með hana í öruggt skjól þessa hrikalega fjalllendis sem hefur augsýnilega beðið þeirra og þessarar stundar allt frá því sköp- unin hófst og svo horfa þau saman á eftir flugvélinni sem flýgur með glæponinn ægilega inní þrítuga hamra næsta fjalls og þar hverfur hann inni logana og helvítið. Slíkar kvikmyndir eru yfirleitt nógu spennandi til að geta verið skemmtilegar, jafnvel frumlegar og broslegar, og fylla vel ævintýraþörf drengja á öllum aldri, kannski einn- ig stúlkna, ég veit það þó ekki gjörla, en hef séð kon- ur á öllum aldri fylgj- ast af kvenlegri eftir- væntingu með hetju- dáðum Rogers Moore á heljarslóð fantanna ægilegu. , En þá fínnst mér einnig skemmti- legast þegar Bond ratar í ævintýri sem leiða hugann aftur í gráa fom- eskju og rninna á þá andlegu svölun sem óbeizlað ímyndunarafl veitti því fólki sem gat einnig nærzt á Islendinga sögum ef því var að skipta. Hvergi eru ævintýrin eftir- minnilegri eða hrikalegri einsog Brandur ábóti mundi sagt hafa en í Fomaldar sögum Norðurlanda en þar er þessi tegund skemmtunar og næsta takmarkalausrar innlifun- ar með slíkum ólíkindum að minnir ekki á neitt annað en kvikmyndirn- ar um James Bond. í þessum mynd- um, t.a.m. Octopussy eða Kolkrabb- anum, er uppspuni nýrra frumlegra hugmynda svo fjölbreytilegur að engu tali tekur. Og miklu nær raun- veruleika fornra ævintýra ef svo mætti segja en nokkur kvikmynd sem ég hef séð um aðra þætti ímyndunaraflsins, t.a.m. geim- ferðamyndir. Bond hleypur á þaki hraðlesta eða leitar undir þær í elt- ingarleiknum mikla, hann kemst á eyju meyjarinnar ofsafögru með kolkrabbamerkið tattúerað í hor- undið, dulbúinn sem krókódíl), hann liggur ekki einungis allar konur sem á vegi hans verða heldur einnig undir fíl óvinanna og gerir þeim einn alla þá skráveifu sem hugsazt getur þótt þeir séu nánast ótelj- andi, hann hastar á tígrisdýr og skipar því með einni handarhreyf- ingu að leggjast niður í stað þess að ráðast á hann og loks hefur hann í fullu tré við krókódíla, .rétt HELGI spjall að minna svona upphæðir á gull- gröft og eitt er klárt að ýmsir vaskir menn eru að auðgast fár- ánlega á þessu kerfi. Ekki lækkar svona okurprís hráefnisverðið eða gefur vonir um bætt kjör land- verkafólks og hlutur sjómannsins verður slakur, ef þessi þróun held- ur áfram.“ Og þingmaðurinn segir enn- fremur: „Hætt er við að ef ekki tekst að sníða mestu vankantana af kvótakerfinu vaxi styrkur þeirra, sem gera kröfu um auð- lindaskatt. Nú verður þorskkvóti aukinn í haust, ennfremur er stór- aukinn veiðiréttur í loðnu og síld. Gangverð á síldarkvóta hefur sjö- faldast á einu og hálfu ári. Það verður fylgzi með hvernig kvóta- hafar fara með þá aukningu, sem þeir fá. Fara þeir á sjóinn eða hirða þeir aukninguna í sinn hlut með leigu? ... Þessar hugleiðingar eru settar fram sem varnaðarorð. Kerfið er gallað og hvort sem við horfum til sjávar eða sveita þarf að meta stöðuna upp á nýtt. Það er aldrei gott að afneita gagnrýni og útiloka endurskoðun á kerfi, sem angrar þjóðarsálina. Þegar margt bendir til, að þjóðin sé að klofna í fylkingar virðist rétt að leggja mann undir feld til að upp- hugsa þjóðráð.“ Þessi ummæli Guðna Ágústs- sonar eru tvímælalaust sterk vís- bending um, að innan Framsókn- arflokksins fari nú fram endurmat á afstöðu flokksmanna til kvóta- kerfisins. Eins og málum er nú háttað á Alþingi byggist óbreytt kerfi á samstöðu Framsóknar- flokks og meirihluta Sjálfstæðis- flokks. Afstaða Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kveijnalista og í vax- andi mæli Alþýðubandalags er skýr. Innan Sjálfstæðisflokksins eru áhrifamikil öfl, sem eru í and- stöðu við óbreytt kerfi. í röðum útgerðarmanna sjálfra heyrast vaxandi efasemdir um óbreytt ástand og þar hafa áhrifamiklir menn komið fram á sjónarsviðið og rétt fram sáttarhönd. Breyting á afstöðu Framsókn- armanna getur verið lykilatriði í þeirri þróun, sem framundan er. einsog þeir séu þúfutittlingar í höndum hans. Óvinimir hrökkva af honum einsog flugur og öll vopn þeirra verða einsog spjótin í forn- sögunum sem garparnir grípa á lofti og senda til baka á óvinina miðja. Og aldrei finnst manni eitt andartak annað en allt sé þetta fullkomlega eðlilegt og svo sjálf- sagðir eiginleikar kappans að kvik- myndirnar verða með þeim raun- sæisbrag sem einkennir gömlu ævintýrin, ekkisízt þau sem yfír- gengilegust eru og hleyptu lífi í fornaldarsögurnar þegar þær voru helzta skemmtun íslendinga uppúr Sturlungaöld. Þessar sögur gegndu án efa hlutverki sjónvarps og mynd- banda nú á dögum og þeim verður ekki líkt við neitt fremur en kvik- myndaiðnaðinn. Ævintýrasögumar vom hasar- myndir nútimans og þóttu eftir- sóknarverð og skemmtileg ný- breytni og svöluðu afþreyingarþörf- inni þótt ekki kæmust þær í hálf- kvist við íslendinga sögur að list- rænni túlkun og séu nú löngu komn- ar úr tízku vegna þess annað hefur tekið við þessu hagnýta gildi þeirra, að skemmta og leiða hugann frá vandamálum umhverfisins. Þessar sögur viku smátt og smátt fyrir rímunum, síðan beindist athyglin fremur að öllum öðmm þáttum fornrar ritlistar en ævintýraminn- um og nú hafa Fomaldar sögurnar nánast alveg horfið í skuggann af hnausþykkum erlendum doðröntum um njósnir og glæpi og hafa þeir að miklu leyti fyllt afþreyingartóm- ið, ásamt spennusögum og vestmm og þeim kvikmyndum sem nefndar hafa verið. M. R EYKJAVTKU RBREF Framleiðni í fyrir- tækjum hefur fengið mikla athygli í umræðum um efnahagsmál víða um heim undanfarin ár. Framleiðni er mæld með því til dæmis að skoða hversu miklu fram- leiðsluvirði hver vinnustund, sem lögð er í framleiðsluna, skilar (framleiðni vinnu- afls) eða þá hver króna, sem fjárfest er í rekstrinum (framleiðni fjármagns). Fram- leiðni mælir árangur fyrirtækja og þjóða í þeirri viðleitni að nýta auðlindir sínar, vinnuafl og fjármagn sem bezt og er þann- ig um leið mælikvarði á samkeppnishæfni þeirra. Skilgreining Framleiðniráðs Evrópu EPA) á hugtakinu er svohljóðandi: „Fram- leiðni er mælikvarði á nýtingu einstakra framleiðsluþátta, en þó öðru fremur ákveð- ið hugarfar sem leitast við að bæta stöð- ugt það sem er, hversu gott sem það virð- ist vera eða er í raun og veru. Framleiðni er stöðug aðlögun hinna hagrænu og fé- lagslegu kerfa að breyttum aðstæðum, endalaus tilraun til að beita nýrri tækni og aðferðum í þágu mannlegra framfara.“ Hér á landi hafa umræður um fram- leiðni að undanförnu ekki sízt snúizt um framleiðni vinnuafls vegna þeirrar stað- reyndar að grunnlaun eru hér mun lægri en í þeim löndum, sem ísland vill helzt bera sig saman við. Framleiðni í fyrirtækj- um er meðal annars mælikvarði á getu þeirra til að greiða starfsfólki sínu laun. Framleiðni vinnuafls er hér mun minni en í flestum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. íslend- ingar afkasta með öðrum orðum miklu minna í vinnutímanum en aðrar vestrænar þjóðir, sem gefur til kynna að tíminn sé illa skipulagður. Tölulegur samanburður varpar ljósi á þetta. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, sem unnin var fyrir forsætisráðherra síðastliðið vor, kemur fram að sé miðað við lands- framleiðslu á mann árið 1994 er ísland í ellefta sæti af 25 ríkjum OECD. Sé hins vegar litið á landsframleiðslu á hverja vinnustund, feliur ísland niður í tuttugasta sæti. Sé litið á tímakaup, eru laun á ís- landi í 17. sæti; svipuð og á Spáni. Einu Evrópuríkin, þar sem greitt er lægra tíma- kaup, eru Portúgal og Grikkland. Vinnuvikan á íslandi er jafnframt ein: hver sú lengsta meðal vestrænna ríkja. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur fram að fullvinnandi íslendingar unnu að meðaltali tæplega fimmtíu stunda vinnuviku árið 1994. í Danmörku er meðalvinnutíminn hins vegar 38,8 stundir á viku og sama á við um þorra ríkja í OECD. íslenzkir karl- menn, sem eru í fullu starfí, vinna að meðaltali tæplega 53 stundir á viku, en þeir dönsku rétt tæplega fjörutíu. Yfirvinnu- bölið ÝMSA FYRIR- vara þarf að hafa á tölulegum saman- burði á milli ríkja vegna mismunandi aðstæðna á hveijum stað. Sú meginniður- staða fer hins vegar ekkert á milli mála að þótt íslendingar kunni að njóta svip- aðra efnalegra kjara og nágrannaþjóðirn- ar, hafa þeir miklu meira fyrir þeim. Til dæmis er fjórðungur heildarlauna Alþýðu- sambandsfólks greiðslur fyrir yfirvinnu og þriðjungur launa opinberra starfsmanna, samkvæmt áðurnefndri skýrslu. Yfirvinna, sem víða telst til undantekninga, er álitin eðlilegur hlutur á íslandi. Það fyrirkomu- lag að yfirvinna sé greidd með orlofí frem- ur en peningum þekkist tæplega hér. Lítil framleiðni hefur ekki aðeins áhrif á samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja og íslenzks atvinnulífs á heildina litið hvað varðar stöðu útflutningsvara okkar á heimsmarkaðnum. Hinn langi vinnutími og sú mikla fyrirhöfn, sem það kostar ís- lenzkt launafólk að ná sambærilegum heildartekjum og tíðkast á hinum Norður- löndunum, hefur líka áhrif á samkeppnis- hæfni íslenzkra fyrirtækja á vinnumark- aði, sem verður æ alþjóðlegri. ísland getur að þessu leytinu ekki boðið ungu fólki sambærileg lífskjör og önnur lönd, vegna þess að við getum ekki eingöngu miðað við hin efnislegu lífsgæði. Sá tími, sem fer í að afla hinna efnislegu gæða, er á kostn- að annarra lífsgæða. Langur vinnutími og fáar frístundir valda streitu og álagi á fjöl- skyldulífið og takmarka þátttöku fólks í félagslífi. í umfangsmikilli lífskjarakönnún, sem gerð var hér á landi árið 1988 undir stjórn Stefáns Ólafssonar, prófessors í félags- fræði, kom fram að tvisvar til þrisvar sinn- um fleiri vinnandi menn hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum sögðust vilja vinna styttri vinnudag. Aðspurðir um ástæðurnar nefndu flestir að þeir hefðu ekki nægan tíma til að sinna börnum sín- um og heimili eða áhugamálum sínum. Er spurt var hvers vegna menn ynnu lang- an vinnudag sögðu nærri 44% að það væri vegna eðlis starfsins eða krafna vinnuveitandans og nærri því jafnmargir sögðust ekki hafa efni á að vinna minna — töldu sig með öðrum orðum ekki lifa af dagvinnulaunum. Aðeins 6% sögðust vinna yfírvinnu vegna áhuga á starfínu. í sömu könnun kom fram að frístundir ís- lendinga og tómstundaiðja eru fábreyttari en hjá öðrum Norðurlandabúum. í saman- burði á iífsgæðum er stundum nefnt að íslendingar njóti hreinni náttúru (sem er a.m.k. á sumum sviðum umdeilanlegt) og öruggara umhverfis en aðrar vestrænar þjóðir. Ein forsenda þess, að menn geti notið slíkra lífsgæða, er hins vegar að þeir hafi tíma til þess! i^mmmmmmmm eins og fram \t>____j;__• kemur í áður- Vinnutimi . nefndri skýrslu Ogjafnrétti Þjóðhagsstofnunar vinna íslenzkir karlmenn mun lengri vinnudag en konur. Ein orsök þessa er væntanlega sú að það viðhorf er enn ríkjandi hér að það sé frem- ur hlutverk kvenna en karla að sjá um heimilisstörf og barnauppeldi. Það viðhorf, að yfirvinna sé sjálfsagður hlutur og hafi jafnvel gildi í sjálfri sér, virðist hins vegar líka koma í veg fyrir að karlar axli aukna ábyrgð á barnauppeldi og heimilishaldi. í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á launamyndun og kynbundnum launamun, sem birt var í fyrra, koma fram vísbendingar um að margir stjórnendur og yfirmenn telji að karlmenn geti og vilji vera í vinnunni öllum stundum, en konur ekki (og séu þess vegna verri starfskraft- ur) og að viðvera á vinnustað sé sá mæli- kvarði, sem einna helzt sé lagður á frammi- stöðu fólks í starfí, fremur en afköst þess á dagvinnutimanum. Það má Jiví færa rök fyrir því að yfir- vinnuhefð Islendinga torveldi okkur að ná þeim markmiðum um jafnrétti kynjanna, sem við aðhyllumst flest. ^þjóðfélagi, þar sem bæði kyn ynnu álíka langan vinnudag og kæmu verkum sínum af á 40 stundum í viku hverri, væri meiri von til þess að þau öxluðu jafnt ábyrgð á börnum og heimili og nytu sömu launa og tækifæra. Ýmsar niðurstöður vísindamanna, sem hafa rannsakað yfírvinnu, benda til að lengd viðveru á vinnustaðnum sé alls ekki hinn rétti mælikvarði á frammistöðu starfsmanna — það ætti reyndar að segja sig sjálft. Erlendar rannsóknir hafa þvert á móti leitt í ljós að langur vinnutími eyk- ur streitu og vanlíðan og stuðlar að því að fólk sé frá vinnu vegna veikinda. Hann hefur jafnframt þau áhrif að fólk missir einbeitinguna, hættan á mistökum og vinnuslysum eykst og nýting tímans versn- ar. í stuttu máli getur sá, sem vinnur ævinlega langan vinnudag, orðið síðri starfskraftur með tímanum. Það, að yfir- vinnan skuli vera í jafnmiklum metum hjá mörgum stjórnendum og raun ber vitni, dregur líka beinlínis úr viðleitninni til að auka framleiðni vinnuaflsins. Laugardagur 20. júlí Svigrúm til framleiðni- aukningar YFIRVINNU- hefðin á íslandi er því þjóðarböl og hefur lengi verið. Það er hins vegar ekki fyrr en upp á síðkastið að vandinn hefur verið viður- kenndur og komizt á dagskrá stjórnmál- anna. Það er til marks um að ráðamenn hafa áttað sig á honum, að Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði framleiðni og vinnutíma að helzta umræðuefni þjóðhátíð- arræðu sinnar, sem hann flutti á Austur- velli' fyrir rúmum mánuði. Án efa hefur orðið talsverð framleiðni- aukning hér á landi í kjölfar efnahagslægð- arinnar í byijun áratugarins. Hitt er jafn- víst að umtalsvert svigrúm er áfram til að auka framleiðni. í ritinu Framleiðni og framleiðniþróun eftir Ingjald Hannibals- son, dósent í viðskiptafræði, sem út kom fyrr á árinu, kemur fram að framleiðni í íslenzkum fyrirtækjum sé ekki nema um 40% af því, sem gerist í Bandaríkjunum, en þar er framleiðnistigið hið hæsta í heimi. Þannig þyrfti framleiðni hér á landi að aukast um 150% til að ná framleiðnistigi Bandaríkjanna, en um 30% til þess að ís- lendingar stæðu jafnfætis Dönum að þessu leyti, sem er kannski raunhæfara mark- mið til skamms tíma litið. Athyglisvert er að skoða viðhorf hins almenna launþega til þess, _hvort svigrúm sé til að auka framleiðni. í könnun, sem Félagsvísindastofnun gerði árið 1991 und- ir stjórn Stefáns Ólafssonar, sögðust 47% vinnandi manna telja að hægt væri að auka afköst á vinnustað sínum án þess að fjölga starfsmönnum. Er sama spurning var borin upp árið 1994 hafði þetta hlut- fall lækkað, en þó ekki nema í 40%. Helm- ingur svarendanna sagðist hins vegar telja að framleiðniaukning hefði orðið á sínum vinnustað á þeim þremur árum, sem liðu á milli kannananna. í flestum tilvikum sögðu menn þetta tengjast breyttum starfsháttum og skipulagi eða breyttum stjórnunaraðferðum. Nýjarhug- myndir í verkalýðs- hreyfingu ÞÓTT HINIR AL- mennu launþegar sjái þannig margir hveijir möguleika til að auka afköst á vinnustað sínum, virðist verkalýðs- forystan fram til þessa hafa verið lítt áhugasöm um leiðir til að auka framleiðni. Því markmiði að fólk geti lifað af dagvinnulaunum hefur reyndar lengi verið haldið á lofti. Að fram- leiðniaukning væri leiðin að markmiðinu virðist hins vegar ekki hafa verið almennt viðurkennt innan verkalýðshreyfíngarinn- ar. Framleiðniaukning hefur oft verið tor- tryggð á þeim forsendum að hún myndi leiða til meira álags á starfsfólk. Hið gagn- stæða kann einmitt að vera raunin. Viðhorfíð innan verkalýðshreyfíngarinn- ar kann hins vegar að vera að breytast. Það kvað við nýjan tón í umræðum um kjarastefnu á Álþýðusambandsþinginu í vor, ekki sízt í málflutningi fulltrúa Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Sá mál- flutningur, sem gekk út á að framleiðni- aukning væri nauðsynleg, ætti að vera hægt að ná sama kaupmætti hér á landi og í nágrannalöndunum, féll reyndar í grýttan jarðveg hjá stórum hluta þingfull- trúa. Engu að síður er hann vísbending um það, sem vænta má af hálfu verzlunar- manna í samningaviðræðum um kaup og kjör á næsta ári. Á meðal þeirra hugmynda, sem nú eru ræddar á vettvangi verzlunarmanna, er að gera starfsgreina- eða fyrirtækjasamn- inga, sem taki tillit til mismunandi stöðu og möguleika fyrirtækja og starfsgreina. Heildarsamningar á borð við þá, sem tíðk- azt hafa á íslenzkum vinnumarkaði, eru ekki líklegir til þess að stuðla að aukinni framleiðni vegna þess hve þarfír fyrirtækj- anna eru ólíkar. Framtíðin hlýtur að vera sú að vinnuveitendur og launþegar vinni saman að lausnum, sem henta hveiju og einu fyrirtæki, fremur en að vinnuveitend- ur séu þvingaðir til að láta undan kröfum í krafti samtakamáttar fjöldans. Verzlunarmenn hafa þannig fjallað um hugmyndir um að bjóða vinnuveitendum samvinnu um framleiðniátak, gegn því að launþegar fengju hlutdeild í þeim hagn- aði, sem slíkt myndi skila. Nefnt hefur verið að átak af þessu tagi gæti falið í sér að fyrirtæki kostuðu starfsmenntun, sem myndi skila hæfari og skilvirkari starfs- kröftum. Jafnframt hefur verið skoðað hvort semja megi um lækkun yfirvinnu- álags á móti hækkun dagvinnulauna, þannig að hvati til að vinna yfirvinnu minnki. Hins vegar verði vaktavinnufyrir- komulag tekið upp í auknum mæli. Hug- myndir um að yfírvinna sé greidd með orlofí hafa einnig komið til umræðu. Fróðlegt verður að sjá hvort þessar hugmyndir fá hljómgrunn í verkalýðs- hreyfingunni. Sömuleiðis verður athyglis- vert að fylgjast með viðbrögðum vinnuveit- enda. Það fer hins vegar ekki á milli mála að nálgun af þessu tagi getur orðið til þess að gera megi kjarasamninga, sem gætu skilað verulegri framleiðniaukningu og stuðlað að styttingu vinnutíma. LANGREYÐUR VIÐ HUSAVIK manna í átaki til framleiðniaukningar er ekki sízt að leitast við að viðhalda stöðug- leikanum með öllum ráðum. Hins vegar er margt fleira, sem til frið- ar stjórnmálamannanna heyrir. Ein ástæða lítillar framleiðni hér á landi er slæm nýt- ing fjármuna vegna skorts á samkeppni, mikilla umsvifa hins opinbera í atvinnulíf- inu og vegna pólitískrar úthlutunar láns- fjár til lítt arðbærra atvinnugreina, meðal annars í þágu byggðastefnu. Þjóðin er enn að súpa seyðið af röngum fjárfestingum fortíðarinnar, sem engum arði skila og draga þess vegna úr framleiðni þeirra laun- þega, sem starfa í viðkomandi greinum eða fyrirtækjum. Einkavæðing, aukin sam- keppni og fagleg vinnubrögð í lánastarf- semi eru nauðsynlegar aðgerðir til þess að auka framleiðni. Fleira má nefna; til dæmis gegnir ríkis- valdið mikilvægu hlutverki við að tryggja framboð starfsmenntunar og símenntunar, sem gerir íslenzka launþega færa um að takast á við örar tæknibreytingar og sívax- andi kröfur um sérhæfða þekkingu. Því miður hefur verið misbrestur á því að menntakerfið uppfylli þær kröfur, sem atvinnulífið gerir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Yfirvinnuhefðin á íslandi er því þjóðarböl og hef- ur lengi verið. Það er hins vegar ekki fyrr en upp á síðkastið að vandinn hefur verið viðurkennd- ur og komizt á dagskrá stjórn- málanna.“ Hlutverk ríkisvalds- ins AÐSTÆÐUR TIL þess að endurskipu- leggja rekstur og starfsfyrirkomulag í fyrirtækjum og ná þannig fram auk- inni framleiðni hafa sennilega ekki verið betri hér á landi um langt skeið. Sá stöðug- leiki, sem náðst hefur í efnahagsmálum, gerir fyrirtækjum kleift að meta með miklu nákvæmari hætti en áður hvað aðföng framleiðslunnar kosta og hvernig tekst að nýta þau. Forsendur til áætlanagerðar og skipulegs átaks til að nýta framleiðslu- þættina sífellt betur eru því allt aðrar en fyrr. Hlutverk ríkisvalds og stjómmála- Viðhorf okkar sjálfra LYKILLINN AÐ árangri í þessum efnum er þó þegar allt kemur til alls viðhorf okkar sjálfra, hvers og eins, til starfs okkar. Til þess að íslenzkir launþegar geti átt von um hærri laun fyr- ir styttri vinnutíma verða þeir að tileinka sér nýjungar og liafa augun opin fyrir möguleikum til að auka afköst á eigin starfssviði. Það hefur aldrei verið mikil- vægara en nú að leggja sig eftir nýrri verkþekkingu, með endurmenntun og sí- menntun. Við þurfum hvert og eitt að leit- ast við að bæta stöðugt það sem er, og beita nýrri tækni og aðferðum í þágu framfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.