Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 25 + Jón Tómasson fæddist að Járn- gerðarstöðum í Grindavík 26. ágúst 1914. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júlí sl. Foreldrar hans voru Jórunn Tómasdóttir hús- móðir, f. 31.3. 1890, d. 3.10.1966 og Tóm- as Snorrason kenn- ari, útvegsbóndi og leiðsögumaður, f. 29.8. 1872, d. 20. 12. 1949. Jón var næstelstur níu systkina, hin voru Margrét, f. 23.8. 1913, d. 14.1. 1995, Sigþrúður, f. 15.1. 1917, Snorri, f. 22.12. 1918, d. 15.7. 1995, Tómas, f. 7.7. 1924, Guðrún, f. 28.7. 1926, Guðlaug- ur, f. 16.2. 1929, sveinbarn, f. 17.11.1915, d. 18.11.1915, Krist- ján Valdimar, f. 9.6. 1922, d. 25.3. 1923. Jón kvæntist 22.4. 1948 Ragn- heiði Þ.K. Eiríksdóttur, f. 8.3. 1915. Börn þeirra Bjarni Ómar, f. 31.10. 1948, sambúð með Ingi- björgu Gunnlaugsdóttur, f. 5.4. 1953, d. 24.2. 1989, börn þeirra tvær dætur. Tómas, f. 22.7. 1950, kvæntur Þórunni Elísa- betu Sveinsdóttur, f. 28.1. 1952 og eiga þau fjögur börn. Eirík- ur, f. 22.7. 1950, kvæntur Ingi- björgu Kjartansdóttur, f. 10.6. 1953, eiga þau eina dóttur. Mar- grét, f. 3.5. 1956, í sambúð með Sæmundi Benediktssyni, f. 2.10. 1960. Sonur Jóns fyrir hjóna- band, Sveinbjörn, f. 9.10. 1944, var kvæntur Sigríði Kalmanns- dóttur, f. 23.8. 1931. Þau skildu, áttu tvö börn. Stjúpbarn Jóns er Júlíus G. Bjarnason, f. 20.9. 1939, kvæntur Birnu Björns- dóttur, f. 5.4. 1941 og eiga þau fjögur börn. Jón stundaði sjómennsku 1928-1936, lauk vélgæslunámi 1934 og námi frá Samvinnu- Þegar kemur að leiðarlokum hér á jörð er eðlilegt að syrgja og finna til. Þannig leið mér einmitt þegar ég frétti af láti Jóns Tómassonar. Jón var yndislegur maður og ákaf- Iega eftirminnilegur. Ég get ekki kvatt Jón Tomm, eins og hann gjarn- an var kallaður, öðruvísi en að rifja upp mín góðu kynni af honum. Ég kynntist Jóni sem drengur þar sem faðir minn og hann voru miklir félagar. Hann bjó ekki langt frá heimili okkar og gekk gjarnan fram hjá eldhúsglugganum okkar, þegar hann fór til vinnu sinnar. Þá starf- aði hann sem stöðvarstjóri Pósts og síma. Einhveiju sinni á ég að hafa spurt hver hann væri þessi maður sem alltaf gekk svo hratt niður Hafnargötuna, en Jón var kvikur í hreyfingum og gekk jafnan rösk- lega. Þetta er maðurinn sem lokaði hjá okkur símanum, þegar við þurft- um mest á honum að halda. Nú? Já, þegar mamma þín þurfti að komast á fæðingardeildina til að eiga þig. Ha, vildi hann ekki að ég fæddist, spurði ég. Eftir smá útskýringar fékk ég botn í málið og í ljós kom að kannski átti Jón nú heldur ekki einn sök á því að 'símanum var lok- að. Sagan er ekki merkileg en minnir mig á hve létt var alltaf yfir öllum samskiptum við Jón og hann sjálfur kátur og fjörugur. Jón var ákaflega virkur í hvers konar félagsmálum og ætla ég öðr- um að rekja þannferil. Hins vegar vil ég nefna Rotary-hreyfinguna sem átti sinn þátt í að skapa vináttu Jóns og pabba. Þetta var félagsskap- ur sem þeir unnu báðir mjög, og bæði innan og utan hreyfingarinnar létu þeir til sín taka á ýmsum vett- vangi. Báðir unnu ferðalögum og saman með nokkrum félögum áttu þeir sér lítinn ferðaklúbb, sem þeir kölluðu sín á milli Hringfarana. Þeir félagar lentu í mörgum ævintýrum á öræfunum og vinabönd þeirra urðu sterk og ævarandi. Ég gleymi ekki þeim sess sem félagsskapurinn og skólanum 1938. Vann við síma- vörslu, hótelrekst- ur og verslun- arstörf 1937-1939. Stöðvarstjóri Pósts og síma i Keflavík 1940-1977. Rak umboðsskrifstofu 1977-1987. Flutti til Reykjavíkur 1987 og hóf störf fyrir Stórstúku íslands. Jón stóð að stofnun ýmissa fyrirtækja með ættingjum og vinum í Keflavík, Skóbúð h/f, Útvör h/f, útgerð og fiskvinnsla, Sandnám h/f, Jarðefni s/f og rekstur þungavinnuvéla. Bif- reiðaverkstæði Keflavíkur h/f, Hagafell h/f, verslun, Húsafell h/f, og Tómasarhagi h/f, fast- eignarekstur. Jón var í hreppsnefnd Kefla- víkur og síðan í fyrstu bæjar- stjórn Keflavíkur 1946-1954 og sat í nefndum á vegum bæjarins um árabil. Meðstofnandi og fyrsti formaður íþróttafélags Grindavíkur 1935. Frá 1941 í Tafl- og Skákfélagi Keflavíkur, sat í stjórn og formaður um tíma. í málfundafélaginu Faxa frá 1941, gegndi þar öllum störf- um í nær hálfa öld. Formaður í stéttarfélagi stöðvarstjórá Pósts og síma 1943-1973. Meðstofn- andi Félags landeigenda í Grindavík, sat í stjórn frá 1960 og formaður 1976- 1987. Með- limur Rótarýklúbbs Keflavíkur, forseti hans 1963-1964. Með- stofnandi Kaupfélags Suður- nesja 1945, þar félagskjörinn endurskoðandi í 40 ár. Ritari Krabbameinsfélags Keflavíkur í 25 ár. Gjaldkeri Skátafélagsins Heiðarbúar í Keflavík í 23 ár. Stóð að stofnun stúkunnar Vík- ur í Keflavík 1946. Stóð fyrir Ieikstarfsemi á vegum stúkunn- ar og æðsti templari um hríð. ferðaminningarnar áttu í hugum pabba og Jóns. Ekki fór ég sem drengur í fyrr- nefndar öræfaferðir, en á hvetju sumri fór ég í Krumshóla, gamlan uppgerðan sveitabæ í Borgarfirði, þar sem Jón og nokkrir Rotarymenn úr Keflavík höfðu gert sér sumar- höll. Það var mitt lán að fjölskylda Jóns og fjölskyldan mín deildu með sér húsinu á hveiju ári, eina viku í senn. Þar fékk ég tækifæri til að kynnast Jóni og fjölskyldu hans allt frá því ég man fyrst eftir mér. Þau voru öll dásamlegir félagar og hin létta lund Jóns var til þess að maður naut hverrar mínútu með honum. Jón hafði líka ákaflega hressilega og skemmtilega framkomu, ekki hvað síst við börn. Ég man ekki eft- ir mörgum, ef þá nokkrum, sem af jafnmiklum alhug og einlægni gáfu sig að mér, þá aðeins drengsnáða. Með árunum kynntist maður honum alltaf betur og betur, og ætla mætti að sú hetjumynd sem barnið hafði af honum fjaraði út, en það var öðru Stóð að stofnun Karlakórs Keflavíkur og formaður hans frá stofnun 1953-1958. Átti þátt í stofnun björgunarsveitarinnar Stakks 1968 og í stjórn frá 1968- 1977. Frá því að Jón flutti til Reykjavíkur 1987 hefur hann verið meðal forystumanna í Fé- lagi eldri borgara og verið virk- ur þátttakandi í störfum félags- ins með stjórnarsetu um árabil og formennsku í nefndum. Hann var meðstofnandi Söngfélags eldri borgara og fyrsti formað- ur þess 1988-1991. Jón var ritstjóri Ármanns, dagblaðs á landsmótum skáta á Þingvöllum 1948 og 1962. í rit- sljórn Símablaðsins 1972-1987. Hann var í stjórn mánaðarrits- ins Faxa 1945-1952 og 1972- 1987. Jón var formaður blað- stjórnar Faxa 1947-1949 og 1972-1987 og ritstjóri blaðsins 1979-1987. Hann ritaði fjölda greina í Faxa í 55 ár, m.a. um hin ýmsu hagsmunamál Suður- nesjamanna og um framtíð svæðisins. Jón var ritari í nefnd sem annaðist samantekt og und- irbúning að útgáfu 75 ára rits um sögu Sparisjóðsins í Kefla- vík. Hann var formaður útgáfu- nefndar Rótarýkúbbs Keflavík- ur sem gaf út bókina Suður með sjó 1988, eftir Jón Böðvarsson. Jón starfaði með Þorsteini Jóns- syni o.fl. við ritröðina Keflavík í byijun kldar. Ritaði 50 ára sögu Olíusamlags Keflavíkur, sem birtist í Faxa, 1988. Jón varð heiðursfélagi Krabbameinsfélagsins 1983, málfundafélagsins Faxa 1987. Var sæmdur gullmerki Góð- templarareglunnar og Paul Harris orðu Rotary 1989. Einnig heiðraði skátahreyfingin hann 1972 með heiðursmerkjum. I janúar 1990 veitti forseti Islands honum riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir embætt- is- og félagsstörf. Útför Jóns Tómassonar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 22. júlí og hefst athöfnin kl. 13.30. nær. Mér fannst æ meira til hans koma. Líf Jóns var ekki tóm gleði. Ung- ur varð hann fyrir alvarlegu slysi, og afleiðingarnar fylgdu honum ævilangt. Hann þurfti líka að taka áföllum innan fjölskyldunnar og oft undraði maður sig á þeim krafti og lífsorku sem Jón hafði. Alltaf tilbú- inn að líta fram á við og hefja nýja sókn. Þannig minnist ég Jóns, sem einhvers almesta atgervismanns sem ég hef kynnst. Elsku Ragna, Guð gefi þér og fjöl- skyldu þinni styrk til að mæta þeim missi sem fráfall Jóns er. Guð gefi ykkur þann kraft og gleði á ný, sem einkenndi allt líf Jóns, til að halda áfram á þeirri braut sem Jón lagði hér á jörð. Guð blessi minningu Jóns Tómassonar. Páll Skaftason. 0 Fleirí minningargreinar um Jón Tómasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og bróður, GUNNLAUGS KÁRASONAR, Hjarðarslóð 2c, Dalvík. Baldvina Jóna Guðlaugsdóttir, Ebba Gunnlaugsdóttir, Magnús S. Bjarnason, Margrét Gunnlaugsdóttir, Virgar Wardum, Björgvin Gunnlaugsson, Hafdis Sigurbergsdóttir, Gunnlaugur J. Gunnlaugsson, Ósk Finnsdóttir, Kári Gunnlaugsson, Kolbrún Sigurðardóttir Albert Gunnlaugsson, Hjörtína Guðmundsdóttir, Víðir Gunnlaugsson, Rósa Ragúels, Andrea G. Gunnlaugsdóttir, Rúnar Helgi Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og Kári Kárason. JON TOMASSON ÞORÐUR KRISTINN ANDRÉSSON + Þórður Kristinn Andrésson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1967. Hann lést á Isafirði 9. júli síðastliðinn og fór útför hans fram frá Isafjarð- arkirkju 16. júlí. Oft er erfitt að koma hugsunum sínum á blað og þannig er það fyrir mig nú við lát Þórðar. Undanfarið hafa leitað fram í hug- ann minningar um stundir sem við áttum saman sem voru og eru mér svo dýrmætar, t.d. þegar þú tilkynntir mér að lítill sólargeisli væri kominn í heiminn, litla stúlkan þín sem þú varst svo óendanlega stoltur af og ég jafnvel enn stoltari af því að verða afi, og svo margt, margt fleira sem ég geymi í mínu hjarta. Minningin um þig mun lifa í litlu dóttur þinni og ég mun gera mitt besta til að hún fái að vita allt um hve góðan mann pabbi hennar hafði að geyma. Manni sýnist allt svo dökkt þessa dagana, en minningin um góðu stundirnar með þér eru ljós í myrkrinu. Elsku sonur, guð blessi þig og þína minningu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Andrés Þórðarson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 30, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 23. júlí nk. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Bragi V. Björnsson, Guðbjörg Birna Bragadóttir, Harpa Bragadóttir, Sigurður Knútsson, Þóra Bragadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Geir Bragason, Elísabet M. Ástvaldsdóttir, Erna Dóra Bragadóttir, Arnfinn Johnsen, Guðmundur Ýmir Bragason, Guðrún Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför DAGBJARTAR JÓNSDÓTTUR hússtjórnarkennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Guðrún Kristinsdóttir, Þráinn Kristinsson, Þóra Björk Kristinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Stefán Reynir Kristinsson, Sigurður Haukur Sigurðsson, Björg Helgadóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Guðrún Sveinsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Mið-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kirkjuhvols og starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands. Sæmundur Sveinbjörnsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Sigurjón Sveinbjörnsson, Jóna Gerður Konráðsdóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Karl S. Karlsson, Sigurbjörn Sveinbjörnsson, Sigurlín Sigurðardóttir, Guðmundur Sveinbjörnsson, Gísli Sveinbjörnsson, Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, Guðjón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ótrúlegt úrval af vönduðum legsteínum úr völdum steíntegundum BAUTASTEINN IBrautarholti 3. 105Reykjavík Á—__ , . __ sími: 562 1393 Onnuitist uppsetnmgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.