Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MINNINGAR t Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR, Leifsgötu 3, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhann Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, BJÖRN BLÖNDAL KRISTJÁNSSON, Hólabraut 5, Blönduósi, lést á Héraðshælinu Blönduósi fimmtudaginn 18. júlí. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 27. júlí. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd vandamanna, María Jónsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, STEVEJ.SIMSI, Norfolk, Virginia, Bandaríkjunum, lést 17. júlí. Jarðarförin er í dag, 21. júlí, í Norfolk. F.h. ættingja, Steve J. Sims II, 1804 Tempelton Lane, Va Beach Va 23454, Bandaríkjunum. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstri, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR STEINSSON rithöfundur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða Krýsuvíkur- samtökin. Kristbjörg Þ. Kjeld, Þórunn Guðmundsdóttir, Jens G. Einarsson, Kristín Ósk Þorleifsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, VIKTORI'A MARKÚSDÓTTIR, Háteigsvegi 8, Reykjavík, sem lést 13. júlí, verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, þriðjudag- inn 23. júlí kl. 13.30. Margrét Ósk Árnadóttir, Bjarni Geirsson, Svanhvít Árnadóttir, Garðar Jóhannsson, Fjóla Kristin Árnadóttir, Kalman le Sage de Fontenay og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, systur, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐNÝJAR BRYNHILDAR JÓAKIMSDÓTTUR frá ísafirði, Skúlagötu 78. Rósa Jónsdóttir, Hallgrimur Þorsteinsson, Ásta Jónsdóttir, Valur S. Franksson, Magnea Jónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Álfheiður E. Jónsdóttir, Jón Jónsson, Anna Jónsdóttir, Þórður Bjarnason, Örn Stefánsson, systkini, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. TRYGGVIÓFEIGSSON HERDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR + Tryggvi Ófeigs- Son, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist 22. júlí 1896 á Brún í Svartárdal, A-Húnavatnssýslu. Hann lést I Reykja- vík 18. júní 1987. Herdís Ásgeirsdótt- ir, húsmóðir, fædd- ist 31. ágúst 1895 í Reykjavík. Hún lést í Reykjavík 3. októ- ber 1982. Herdís og Tryggvi gengu í hjónaband 7. októ- ber 1920. Böm þeirra em: Páll Ás- geir, f. 19. febrúar 1922, Jóhanna, f. 29. janúar 1925, Rannveig, f. 25. nóvember 1926, Herdís, f. 29. janúar 1928 og Anna, f. 19. ágúst 1935. Á morgun, 22. júlí verða liðin hundrað ár frá því að athafnamaður- inn, Tryggvi Ofeigsson fæddist að Brún í Svartárdal og 31. ágúst nk. mun verða liðið 101 ár frá fæðingu konu hans, Herdísar Ásgeirsdóttur sem á sinni ævi vann ötullega að framförum á sviði félagsmála. Þess- um merku hjónum sem settu mark sitt svo sterkt á þá öld sem er að líða verður gerð grein fyrir hér, eft- ir því sem takmarkað rými leyfir en fráleitt er að slík hjónaminning geti á nokkurn hátt verið tæmandi. Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður var sonur hjónanna Jóhönnu Frí- mannsdóttur og Ófeigs Ófeigssonar. Jóhanna var dóttir Guðmundar Frí- manns Bjömssonar bónda í Hvammi í Langadal og Helgu Eiríksdóttur en þau voru bæði Húnvetningar fram í ættir. Foreldrar Ófeigs voru Ófeigur Ófeigsson bóndi á Fjalli á Skeiðum og kona hans Vilborg Ey- jólfsdóttir frá Auðsholti í Biskups- tungum. Ófeigur langafi Tryggva var kenndur við jörðina Fjall og kallaður „Ófeigur ríki á Fjalli". Þrátt fyrir viðurnefni langafa síns var Tryggvi Ófeigsson fæddur í lítil efni en foreldrar hans voru í húsmennsku er þau eignuðust þrjú elstu bömin. Þegar Tryggvi var tæplega fjögurra ára gamall flutti fjölskyldan til Keflavíkur þar sem hún bjó um nokkurra ára skeið á ýmsum stöðum og þaðan í Vesturkot á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þar búnaðist þeim ekki vel en með hjálp systkina sinna tókst Ófeigi að kaupa sjávarbýlið, Ráða- gerði í Leiru þar sem fjölskyldan bjó upp frá því. Alls urðu börnin tíu í þessu litla býli á sjávarkambinum. Af þeim komust átta til fullorðins- ára. í dag er aðeins yngsta systkini Tryggva á lífi en það er Guðmundur fyrmm skrifstofustjóri Júpiters hf. og Marz hf. Tryggvi mat foreldra sína ætíð mikils „Þau komu hjálpar- laust á erfiðum tímum upp barna- hópi og ég held að það sé ekki of- mælt, að þau hafi öll komist til manns, sem lifðu, og verið vel af guði gerð. „Við liðum aldrei skort þó hart væri í ári“ segir Tryggvi.í ævisögu sinni sem út kom árið 1979. Úr þessu umhverfi lítilla efna og mikillar vinnu kom sá maður sem átti eftir að verða einn af mestu athafnamönnum landsins á þessari mmm&mom Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.iO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 öld. Og snemma beygðist krókurinn, níu ára gamall var hann farinn að hirða sundmagana sem hent var er gert var að aflanum á fyrsta togara Islendinga Coot. Tryggvi óð berfætt- ur út í ískaldan sjóinn til að hirða þá og seldi stykkið á nokkra aura. Starsýnt varð honum líka á togar- hópa komna frá Englandi sem voru á veiðum í Faxaflóa. Þóttist hann fátt merkilegra hafa séð, bæði þá og síðar á ævinni. Drengurinn Tryggvi réri líka sjálfur úti fyrir Leirunni og eftir fermingu fékk hann pláss á fjögurra manna fari sem reyndi mjög á krafta unglingsins. Síðar á unglingsárum fékk hann skipsrúm austur á Stöðvarfirði og kom til baka að hausti með alla sumarhýruna ósnerta og afhenti for- eldrum sínum. Þetta endurtók hann í Qögur sumur utan eitt en það sum- arið freistaðist hann til að kaupa eina límonflösku á leiðinni austur. Það var það eina sem hann leyfði sér í þessi fjögur ár og sá hann mikið eftir þessari óþarfa eyðslu! Sparsemi og nýtni voru mjög ein- kennandi fyrir Tryggva og áttu eftir að koma sér vel síðar á lífsleiðinni jafnvel þó þörfin fyrir slíka nýtni yrði ekki jafn brýn að mati annarra. Á veturna stundaði Tryggvi sjó- mennsku á mótorbátum og árabát- um. Að stunda sjómennsku á opnum bátum í lélegum klæðum þar sem handaflið eitt gilti og sýrublanda var ein til næringar tímunum saman var mikil þrekraun, en svo skapmikill, metnaðargjarn og harður af sér sem Tryggvi var, þoldi hann flest það sém megnað hefði að beygja aðra. Árið 1917 hóf Tryggvi nám við Stýri- mannaskólann með lítið vegarnesti, aðeins stutt barnaskólanám auk uppfræðslu föður síns sem var fróð- ur og vel lesinn maður miðað við sinn tíma. Þau tvö ár sem Tryggvi stundaði þar nám þurfti hann að leggja mikið á sig og læra fram á nætur hvert kvöld. Hann lauk námi með hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin í Stýrimannaskólanum og hefur þar, fyrir utan vinnusemi hans, átt þátt mikil greind, afburða minni og glöggskyggni sem ein- kenndi Tryggva alla tíð. Meðan á náminu stóð hafði hann kynnst Her- dísi Ásgeirsdóttur er hann kom á heimili hennar til að falast eftir skipsplássi hjá stjúpa hennar, Páli Matthíassyni skipstjóra. Þau hófu búskap árið 1920 og bjuggu megin- hluta ævi sinnar að Hávailagötu 9. Þar býr nú dótturdóttir þeirra Her- dís Þorgeirsdóttir ásamt fjölskyldu sinni. Tryggvi og Herdís eignuðust fimm börn og eru þau öll á lífi. Afkomendur Herdísar og Tryggva eru nær áttatíu að tölu í dag. Að stýrimannaskóla loknum vann Tryggvi ýmist sem háseti, bátsmað- ur, stýrimaður eða lausaskipstjóri og fór svo gott orð af honum að árið 1924 benti Geir Zoega Hellyers- bræðrum á hann sem skipstjóraefni fyrir togarann Imperíalist sem þá var í smíðum úti í Englandi og var stærsti togari sem Engiendingar ++T Krossar á leiði I viðarlit og móboir andi mynslur, vönduo vinna. Mismunandi mynsh. Sími 883 S9S9 og 883 8738 höfðu smíðað. Hellyersbræður gerðu á þessum tíma út sex togara frá Hafnarfirði með enskum skipstjór- um. Meðan beðið var eftir að Imper- íalist væri tilbúinn var Tryggvi skip- stjóri á togurunum Kings Grey og Surprise sem vóru í eigu þeirra bræðra og sýndi það og sannaði að hann stóð fullkomlega undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið til hans. Hann fór ekki úr fötunum meðan hann var á sjó heidur fleygði sér augnablik á brúargólfið ef færi gafst og kom að landi með metafla eftir hvern túr. Eftir þetta sóttust allir útgerðarmenn eftir honum en þeir voru of seinir, hið stóra og nýja skip Imperíalist var komið tiljands- ins og frægðarferill Tryggva Ófeigs: sonar sem skipstjóra var hafinn. í þau fimm ár sem hann var með Imperíalist var hann ýmist langafla- hæstur eða með þeim allra hæstu. Árið 1929 kaupir Tryggvi togarann Júpiter ásamt þeim Joe Little og Lofti Bjarnasyni og þeir stofna Júp- itersfélagið. Átti Tryggvi stæstan hlut í því og var jafnframt skip- stjóri. Árið á eftir var mesta aflaár sögunnar en jafnframt varð gríð- arlegt verðfall á fiski og í kjölfarið kom svo kreppan mikla. Sjávarút- vegurinn í landinu fór í mjög illa og mörg útgerðin fór á hausinn en Júpitersfélagið komst ekki aðeins óskaddað út úr kreppunni, heldur skilaði líka ágætum hagnaði. Réði þar mestu sú áhersla sem Tryggvi lagði á að veiða þorsk til söltunar en hann veiddi hann á miðum sem hann gjörþekkti auk góðrar fram- kvæmdastjórnar Lofts á félaginu. Tryggvi var líka með eindæmum nýtinn sem án efa hafði sjn áhrif á góða útkomu félagsins. Árið 1940 lauk skipstjórnartíð Tryggva en þá voru útgerðarfélögin orðin þijú og rekstur þeirra orðinn umfangsmikill. Félögin voru auk Júpiters hf., Marz- félagið og Venus hf. Nú hafði Tryggvi náð því takmarki sem hann hafði lengi stefnt að en það var að gera útgerðarrekstur að ævistarfi sínu. Útgerðin taldi fjóra togara að jafnaði en fimm þegar mest var og fljótlega átti Tryggvi Ófeigsson bróðurpartinn af útgerðinni. í Aðal- stræti 4 í Reykjavík reisti Júpiter hf. og Marz hf. sér hús sem nú hef- ur verið endurnýjað með sóma í umsjón Önnu yngstu dóttur Tryggva. Lengi voru þó skipin gerð út frá Hafnarfirði en í árslok 1947 flutti Tryggvi allan sinn rekstur þaðan og til Reykjavíkur. Hann var þá orðinn þreyttur á samskiptum sínum við bæjaryfirvöld þar í bæ. „Hafnfirðingar héldu illa á spilun- um, að lofa okkur ekki að vera kyrr- um í Hafnarfirði til að borga tapið af sinni bæjarútgerð" sagði hann síðar. Tryggvi byggði árið 1950 fyrstu saltverkunarhúsin á Kirkjus- andi á Laugarnesstanganum. Þau voru tvær skemmur 450 fm. hvor með salthúsi á milli og stæðsta þurrkhús landsins, 1800 fm. Samf- ara þessari stóru saltverkunarstöð var rekið bílaverkstæði, eldsmiðja, lóðageymsla, beitingarskýli, strætis- vagnar til flutnings á starfsfólki og frystiklefar til kjötgeymslu. Ári seinna hófst skreiðarframleiðsla Tryggva en hún varð stórfelld. Hann reisti trönur á Kirkjusandi, í Foss- vogi, í Garðahrauni þar sem hann reisti 600 fm. skemmu og loks í Selási. Það var svo árið 1952 sem Tryggvi hófst handa við byggingu hraðfrystihúss á Kirkjusandi að und- irlagi Páls Ásgeirs sonar síns. Þrátt fyrir mótbyr og andstöðu í kerfinu komst frystihúsið upp og varð mikil bygging. Stærsta frystihús á iandinu á þeim tíma og mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Reykjavík. Tryggva sveið það þó alla tíð að þurfa að standa í samkeppni við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Honum sárnaði að pen- ingar hans sem og annarra skatt- borgara væru notaðir til að spilla fyrir rekstri hans. í grein í F’ijálsri verslun 1958 eftir Svavar Pálsson endurskoðanda, er að finna dæmi um þennan ójöfnuð: „Togaraútgerð Tryggva Ófeigssonar greiddi kr. 430 þús. í útsvör í bæjarsjóð af rekstri áranna 1955 og 1956 en Bæjarút- gerð Reykjavíkur fékk greiddar kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.