Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Sjáðu þessa tvo litlu fugla elta Ég er sammála þér. þennan stóra fugl. Hlustum á það fyrir litlu fuglana! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í tíunda sinn Frá Úlfari Bragasyni: ÞÖRF útlendinga og löngun til að læra íslensku vex með auknum al- þjóðasamskiptum. Vegna vináttu- og viðskiptatengsla vilja margir þeirra þekkja tungu okkar. Marga langar að lesa íslenskar bókmenntir á frummálinu. Enn aðrir hafa áhuga á að læra íslensku vegna tungumálarann- sókna eða rann- sókna á menn- ingu þjóðarinn- ar. Islenska er eitt af menningar- málum Evrópu og því ekki að undra að útlendingar leggi stund á ís- lenskunám. Alþjóðlegt sumarnámskeið Um þessar mundir fer fram í tí- unda sinn alþjóðlegt sumarnáms- keið í íslensku á vegum heim- spekideildar Háskóla Islands. En þetta er áttunda skiptið sem Stofn- un Sigurðar Nordals hefur umsjón með námskeiðinu. Slík námskeið eru nú haldin í júlí ár hvert og standa þau í fjórar vikur. Alþjóðlega sumarnámskeiðið er auglýst í há- skólum víða um heim, öllum sendi- ráðum íslands og í fréttabréfi Stofnunar Sigurðar Nordals, sem sent er til meira en eitt þúsund stofnana og einstaklinga er vinna að íslenskum fræðuin erlendis. Námskeiðið er einkum ætlað er- lendum háskólanemum í tungumál- um og bókmenntum. A síðustu árum hafa umsóknir um sumarná- mskeiðið verið rúmlega eitt hundrað en aðeins er unnt að verða við um þrjátíu þeirra, einkum vegna fjár- skorts. Að þessu sinni taka þátt í námskeiðinu þrjátíu og fjórir nemar frá ellefu löndum. Nemendum er kennt í tveimur hópum á Alþjóðlega sumarnám- skeiðinu í íslensku og er þeim skipt í hópana eftir því hversu mikið þeir kunna í málinu í upphafi námsins. íslenskt mál er kennt í sjötíu tíma alls, þijá eða fjóra tíma fimm daga vikunnar. Þá eru fluttir tíu fyrir- lestrar um íslenska sögu, samfé- lagsfræði, bókmenntir og listir á námskeiðinu. Stúdentarnir heim- sækja Alþingi og fá að ræða við þingmann eða -konu. Einnig eiga þeir þess kost að fá leiðsögn um sögu-, bóka- og listasöfn, sjá ís- lenskar kvikmyndir og hitta lista- menn. Auk þess er þeim sýnd Reykjavík og farið með þá í dags- ferðir á Þingvöll og f Reykholt og á söguslóðir á Suðurlandi. I júní var haldið námskeið í ís- lensku máli og bókmenntum fyrir norræna stúdenta í Háskóla íslands á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar. Þetta námskeið er nú hald- ið hvert ár og taka að jafnaði þátt í því um þrjátíu stúdentar. Þá held- ur Norræna félagið árlegt íslensku- námskeið fyrir fólk frá norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands í júní og sækja það vanalega um fimmtán manns. Einnig hefur Nor- ræna húsið gengist fyrir tveimur íslenskunámskeiðum í júlí undan- farin ár og eru nú alls um fjörutíu þátttakendur í þeim. Þar sem fólk frá Norðurlöndum á alla þessa kosti að komast á íslenskunámskeið á íslandi hefur flestum norrænum umsóknum um Alþjóðlega sum- arnámskeiðið verið hafnað enda er enska notuð sem kennslumál á námskeiðinu en ekki Norðurlanda- tungur. Áhugi á íslenskunámi Á þeim átta árum, sem Stofnun Sigurðar Nordals hefur séð um Al- þjóðlega sumarnámskeiðið, hefur umsóknum fjölgað mikið og er sýni- legt að áhugi á íslensku máli og menningu vex hratt erlendis. Þessi áhugi kemur einnig fram í mikilli aukningu umsókna um íslenskunám fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands og í fjölgun nemenda hjá sendikennurum í íslensku erlendis. En nú kenna þrettán sendikennarar íslensku við jafnmarga skóla í átta löndum. Þá eru sérstakar kennara- stöður í íslensku máli við fimm aðra skóla en kennslunni er þar sinnt af heimamönnum. Einnig bjóða margir háskólar erlendis stunda- kennslu í íslensku. Alþjóðlegu sumarnámskeiðin í íslensku við Háskóla íslands þyrftu að vera a.m.k. þrenns konar: þ.e. byijendanámskeið, framhaldsnám- skeið og námskeið fyrir erlenda kennara í íslensku og íslenskum bókmenntum. Einu sinni hefur Stofnun Sigurðar Nordals gengist fyrir framhaldsnámskeiði í íslensku og einnig námskeiði fyrir kennara en skort hefur fé til að halda þau reglulega. Þá væri æskilegt að bjóða upp á námskeið um íslenska menningu fyrir erlenda háskóla- nema og gæti þá kennslan farið fram í fyrirlestrum á ensku og með heimsóknum á söfn, leikhúsferðum, kvikmyndasýningum o. fl. Eru nú hugmyndir um að efna til slíks námskeiðs um íslenskar miðalda- bókmenntir, helst á næsta ári. Yrði þá erlendu stúdentunum gefinn kostur á að leggja stund á náms- þætti eins og handritalestur, forn- ritarannsóknir á tölvuöld, fornsögur og fornleifafræði og fornritin sem heimildir í sagnfræði. Einnig þyrfti að halda námskeið fyrir ferðamenn sem óska að fá fræðslu um íslenska tungu og menningu jafnframt því að kynnast landi og þjóð. Fjármagn til kennslu í íslensku fyrir útlendinga Fjöldi Islendinga nýtur þess ár hvert að stunda nám erlendis. Oft- ast þurfa þeir ekki að greiða nema brot af því sem kennslan kostar gistiþjóðina. Útlendir kennarar, sem þiggja laun frá heimalandi sínu, sinna að stórum hluta kennslu erlendra mála við Háskóla íslands. Það er því ekki óeðlilegt að við ís- Úlfar Bragason MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, íjiróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETKANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.