Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓTIÐ í GOLFI Þorsteinn Hallgrímsson lýsir hvernig best er að leika völlinn í Eyjum Mikilvægt að vera á braut LANDSMÓTIÐ i'golfi hefst íVestmannaeyjum ídag. Þar munu 265 kylfingar reyna með sér í sjö flokkum, fjórum flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Meistaraflokkarnir hefja leik á mið- vikudaginn og reka síðan endahnútinn á mótið á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem mótið fer fram í Eyjum en heimamenn hafa löngum haldið þvi fram að golfvölturinn þar sé með þeim skemmtilegri hér á landi. Morgunblaðið fékk Þorstein Hallgríms son, fyrrum íslandsmeistara, sem hélt uppá titilinn fyrir þremur árum ásamt 17.000 Þjóðhátíðargestum í Eyjum, til að segja meðspilurum sínum hvernig best erað leika völlinn. Þorsteinn er frá Eyjum og þekkir því völlinn eins og lófann á sér og leið- sögn hans um völlinn mun því eflaust gagnast einhverjum. Leiðbeinandinn ÞORSTEINN Hallgrímsson leiðbeinir hér ungum kylfingi. Hann mun ekki leiðbeina mönnum mikið hvað varðar sveifluna á landsmótinu, en hér segir hann keppendum hvernig best er að leika völlinn í Eyjum. orsteinn segir að Vestmanna- eyjavöllurinn sé bæði krefj- andi og skemmtilegur og veðrið geti sett stirk í reikninginn. „Völlur- inn er þannig að menn geta verið að leika á þremur til fjórum undir pari á góðum degi en farið síðan sex til átta högg yfir par ef illa viðrar," segir Þorsteinn. Hann bendir einnig á að mjög víða sé mikilvægt að vera á braut í upp- hafshöggunum því annars geti menn lent í vandræðum. „Það þýð- ir ekkert að rífa upp „dræverinn" í tíma og ótíma á teig. Ætli menn sér að skora vel verða menn að leika með höfðinu og taka þá frekar járn og slá aðeins styttra. Völlurinn er fljótur að refsa mönnum lendi þeir utan brautar í upphafshöggunum," segir meistarinn fyrrverandi. Leikmenn meistaraflokks leika af hvítum teigum, svokölluðum „tigerteigum“, og miðast allar vegalengdir við það hér á eftir. Af þessum teigum eru fyrri níu holum- ar 2.855 metra langar og parið er 35 en síðari níu eru 2.690 metrar og par 35. Völlurinn er því 5.545 metra langur af meistarateigunum og parið er 70. 1. braut, Blátindur, 397 m Blátindur er erfíð hola til að byija á, hún er löng par fjórir og það er rnjög gott að fá par á henni. Það er auðvitað mikilvægt að byija vel því það gefur manni gott spark í rassinn og ýtir manni áfram. Það er þvi skynsamlegt að leika fyrstu holuna af varfærni. Ef einhver vind- ur er, sem við Eyjamenn vitum reyndar varla hvað er, getur þessi braut reynst mönnum mjög erfið. 2. braut, Fell, 133 m Önnur holan er par þrír og þó hún sé stutt, er frekar erfítt að komast að flötinni. Glompurnar fyr- ir framan flötina geta tekið marga bolta og slái menn yfir hana, er röffið erfitt hinum megin við flöt- ina. Annað par er í góðu lagi. 3. braut, Hásteinn, 315 m Þriðja holan er par fjórir. Frekar lítið lendingarsvæði er fyrir boltann úr upphafshögginu, en takist það vel, eru góðir möguleikar á að fá fugl, sem er hið besta mál. Upphafs- höggið er mikilvægast, mistakist það eru menn alls ekki í góðum málum. 4. braut, Langa, 530 m Fjórða holan er par 5 og þetta er skemmtilegasta par fímm holan á landinu, og við erum þá að tala um fastalandið líka. Hér verður maður að ná góðu upphafshöggi á brautina og annað höggið verður líka að vera gott og þá geta menn fengið fugl. Bregði eitthvað útaf í öðru hvoru þessara högga geta menn þakkað fyrir parið. 5. braut, Moldi, 324 m Fimmta holan er erfið par fjórir. Vinstra megin er hóll með grjóti í og þar er vont að lenda. Hægra megin er búið að setja glompu og þar er ekki heldur gott að vera þannig að best er að vera á braut þama á miili. Flötin er hallandi og erfið. Verði mótvindur megum við þakka fyrir að ná inná braut í upp- hafshögginu. 6. braut, Herjólfsbær, 308 m Sjötta holan er par 4 og mjög erfið. Teighöggið þarf að vera rétt staðsett til að menn geti átt tiltölu- lega auðvelt innáhögg. Fari teig- höggið of langt til hægri eru menn komnir útaf vellinum og klettar eru vinstra megin þannig að hér er líka gott að vera á brautinni. Ég veit ekki hvernig röffið verður slegið, en það hefur verið mikið í sumar og þá er völlurinn miklu meira krefj- andi en ella. Verði hins vegar búið að slá allt röffíð, er völlurinn ekki eins skemmtilegur. 7. braut, Kaplagjóta, 182 m Sjöunda holan er góð par þijú hola. Flötin er lítil og menn hafa lítið svæði til að vinna með og því hefur það talist gott að fá par hér. Menn ættu að gæta sín á að vera alls ekki vinstra megin við flötina og alls ekki hægra megin og ekki heldur að slá yfir flötina. Best er auðvitað að vera á flötinni en ef maður hittir hana ekki er skást að vera aðeins of stuttur. Það er eini möguleikinn til að ná pari. 8. braut, Fjósaklettur, 251 m Fjósakletturinn er hola til að fá fugl á. Hún er par fjórir og með góðu teighöggi eru menn í mjög góðu skotfæri fyrir fugl. Við eigum möguleika á að komast inná flöt í upphafshögginu og það er sjálfsagt gott, en getur reynst hættulegt. Best er að leggja uppað flöt í upp- hafshögginu og vippa síðan í eða nærri holunni. Þetta er auðveldasta holan á vellinum samkvæmt forgjöf- inni. 9. braut, Ormskot, 358 m Níunda holan er par fjórir. Hætt- urnar eru glompur hægra megin á brautinni en að örðu leyti er þetta þægileg hola þar sem menn eiga að vera öruggir um par. Að vísu eru glompur við flötina en þær eiga ekki að þvælast fyrir mönnum. 10. braut, Hellar, 300 m Eftir kaffið er gott að fá fugl á tíundu braut sem er par fjórir. Auðvitað eiga menn ekki að fara inní skála eftir níundu holu, heldur halda beint áfram. Við styttum okkur leið yfir röffið vinstra megin og ættum þá að eiga um 40 metra eftir inná flöt. Menn mega alls ekki vera hægra megin því þar geta menn lent útaf, en að öðru leyti er þetta þægileg hola til að fá fugl á. 11. braut, Olnbogi, 391 m Olnboginn er bæði löng og erfið par 4 hola. Ef boltinn fer í hjá manni eftir fjórða höggið þakkar maður innilega fyrir það. Hún er þröng og ef maður nær góðu upp- hafshöggi, eigum við um 150 til 160 metra eftir inná flöt. Ein glompa er hægra megin við flötina og þar vilja menn ekki vera og alls ekki lengra til hægri, því þá lendir maður í brekku sem ekki er gott að slá úr. 12. braut, Hæna, 154 m Hænan er par þrír. Hér skyldu menn alls ekki vera vinstra megin því þá geta menn lent útaf. Að öðru leyti er þetta þægileg par þijú hola sem á ekki að vefjast fyrir neinum. 13. braut, Borgir, 360 m Þrettánda hola er ein erfiðasta par fjórir braut á Islandi og erfið- asta hola vallarins samkvæmt for- gjöfinni. Skynsamlegast er að leika með eitt til þijú járni af teignum og eiga þá járn númer 3, 4 eða 5 til að ná inná flöt. Möguleiki er að taka „dræverinn" á teignum en þá er lendingarsvæðið mjög lítið og ef maður hittir ekki á brautina þar eru menn í vondum málum. Verði maður of langt til vinstri er boltinn útaf og á miðri braut er klettur sem ekki er gott að lenda undir. Það eru líka klettar hægra megin við flötina og fyrir aftan hana þannig að það er betra að vera of stuttur en of langur. 14. braut, Ægisdyr, 122 m Fjórtánda holan er mjög þægileg par þijú, sem oft gefur fugl. Það eina sem þarf að varast er að slá ekki yfir flötina, því þá er voðinn vís. Þetta er næstléttasta hola vall- arins og ágætt að fá fugl á hana eftir erfiða holu á undan. 15. braut, Hamar, 264 m Þægindin eru ekki langvarandi því fimmtánda holan er frekar stutt par fjórir en hún er samt erfíð, spilast alla vega oft þannig, og tal- in næsterfiðasta hola vallarins. Atl- antshafið er á vinstri hönd og hægra megin eru menn útaf. Hægt er að taka áhættuna og „dræfa“ af teignum en það er ekki skynsam- legt. Best er að nota járn og vera styttri og ná þá innað holu í öðru og pútta einu sinni. Þar með er kominn fugl. 16. braut, Höfn, 471 m Sextánda holan er flott par fimm hola. Sumir freistast og taka áhætt- una og nota „dræverinn" á teignum. Þá er ætlunin að komast inná flöt í tveimur höggum. Til að slíkt tak- ist þarf 250 metra upphafshögg á flugi. Fari boltinn of langt til vinstri er hann útaf og sama gildir slái menn of langt hægra megin við flöt- ina, auk þess sem það er tjörn fram- an við flötina. Ætli menn inná flöt í tveimur höggum þarf teighöggið að vera mjög gott og hitta nákvæm- lega á réttan stað á brautinni. 17. br., Mormónapollur, 138 m Sautjánda holan er ekta hola til að fá titring í hnén, sérstaklega séu menn í baráttu um sigur. Hér er lítil sem engin braut, klappir fyrir fram flötina, vatn fyrir aftan og glompur vinstra megin. Það kemur því ekkert annað til greina en að hitta flötina. 18. braut, Örn, 442 m Síðasta holan er hola til að fá fugl á. Möguleiki er að ná inná flöt í tveimur höggum og fá þá fugl með því að pútta eins og maður. Brautarglompur eru á milli 9. og 18. brautarinnar og menn geta lent í þeim, en hægramegin eru hólar sem vont er að vera í. Af tvennu illu er skárra að vera í glompunum. Uppáhaldsholurnar Svo mörg voru þau orð. Þorsteinn var spurður hvort hann ætti sér ekki einhveija uppáhaldsholu. „Ætli ég verði ekki að fá að nefna ijórar brautir, það er að segja 13., 15., 16. og 17. Völlurinn er par 70, en það veltur ótrúlega mikið á veðr- inu hvernig menn skora á honum," sagði meistarinn fyrrverandi eftir nokkra umhugsun. Leikröð flokkanna á landsmótinu ÞAÐ verða 265 kylfingar sem taka þátt í landsmótinu í golfí sem hefst í dag í Vestmannaeyjum. Keppt er í fjórum flokkum karia og þremur hjá konunum. 45 keppendur eru i meistaraflokki karla, 67 í 1. flokki karla, 60 í 2. flokki karla og 67 í 3. flokki. í meistaraflokki kvenna eru fímm keppendur, sjö í 1. flokki kvenna og 14 í 2. fiokki. Stúlkurn- ar verða sem sagt aðeins 26 talsins. I dag hefur 3. flokkur karla leik kl. 8 árdegis og það verður Mar- teinn Guðjónsson, eldri kylfingur úr Eyjum, sem slær fyrsta höggið. Þegar búið verður að ræsa alla keppendur í 3. flokki karla út verður tekið til við að ræsa 2. flokk kvenna út. A mánudaginn leika 2. og 3. flokkur karla, á þriðjudaginn 2. flokk- ur kvenna, 1. flokkur kvenna, 1. flokkur karla og 2. flokkur karla, alls 148 kylfingar. Miðvikudagurinn er erfiðasti dagurinn því þá keppa 205 kylfingar. Byijað verður á 3. flokki karla og síðan kemur meist- araflokkur karla, þá meistaraflokkur kvenna, 1. flokkur kvenna, 2. flokkur kvenna og loks 1. flokkur karla. Fyrstu flokkar Ijúka keppni á fimmtudaginn, 3. flokkur karla og 2. flokkur kvenna. En byrjað verður að ræsa 2. flokk karla út og síðan kemur meistaraflokkur karla, meistaraflokkur kvenna, 2. flokk- ur kvenna og loks 3. flokkur karla. 1. flokkur karla hefur leik á föstudeginum og síðan kemur meistara- flokkur karla, meistaraflokkur kvenna, 1. flokkur kvenna og 2. flokkur karla. Síðasta daginn, á laugardaginn, byijar 1. flokkur karla, þá 1. flokkur kvenna, meistaraflokkur kvenna og loks meistaraflokkur karla. Margir koma til greina M ARGIR hafa verið nefndir sem hugsanlegir íslandsmeistarar í golfi, sérstaklega í karlaflokki. Flestir virðast sammála um að keppnin verði mun jafnari í ár en oftast áður enda hafa bestu kylfingar landsins verið að leika nýðg jafnt í sumar. Þegar Morg- unblaðið bað Þorstein að nefna einhver nöfn komu nokkrar vöfl- ur á kappan en síðan sagði hann. „Ég held að keppnin verði rosa- lega jöfn, mun jafnari en mörg undanfarin ár. Það eru einir tólf til fimmtán kylfingar sem ég gæti nefnt en ég held ég sleppi því. Það hefur engan tilgang að tejja upp helminginn af þeim sem leika í meistaraflokki.“ Kvennaflokkurinn verður eflaust líka jafn og skemmtilegur þó svo keppendur séu aðeins fimm. Undanfarin ár hafa menn búist við að Olöfu Mariu Jónsdóttur tækist að velgja Karenu Sævars- dóttur aðeins undir uggum, en til þess hefur ekki komið. Ef marka má spilamennsku stúlknanna í sumar er ekki óhugsandi að nú sé komið að því að Karen verði að sjá af titlinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.