Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Snyrtimennum fjölgar EIR erlendu gestir, sem hingað koma aft- ur í heimsókn til okkar eftir nokk- ur ár, ljúka flestir upp einum munni um hve allt sé orðið hreint utanhúss, þar hafi orðið mikil framför. Jafnvel í óbyggðum, svo sem inni í Land- mannalaugum, sjáist varla síg- arettustubbur. Það er rétt. Bæir og sveitarfélög leggja nú metnað sinn í að hreinlegt sé með vegum og aðkorhan í bæ- ina snyrtileg, auk þess sem í hverri sveit eru bláir ruslagám- ar til afnota fyrir heimamenn, vegfarendur og gesti. Mestu skiptir auðvitað sú hugarfars- breyting sem sýnist hafa orðið. Snyrtimennunum fjölgar, sóð- unum fækkar. Fleira vekur athygli í sumar- birtunni. Gróðurinn hefur víða tekið stakkaskiptum. Lengi hef- ur Reykjavík verið stærsti skóg- ur á íslandi með fallegum tijám í hveijum garði. Eg veitti því allt í einu athygli um daginn að Hveragerði er á þessum árs- tíma yfir að líta eins og grænn skógur, þar sem trén teygja sig upp fyrir lága byggð. Þetta var mér sagt að sé afrakstur af því að bæjarlandið var girt af fyrir 15 árum. Þó jarðhiti og veður- sæld með nægu regni sé hag- stætt, gefur þetta til kynna að svona gæti það verið í flestum kauptúnum landsins, til ánægju fyrir íbúana. Dulítið er kúnstugt í þessu víðáttumikla landi að í þéttbýli skuli ekki gras- 'og blómabítar vera útilokaðir og látnir kroppa utan bæjar. Auk þess eru sumarbústaðalönd víða að verða vel gróin og tijárækt mikil. Það er gieðiefni hve gróður er þrátt fyrir allt að ná sér víða á láglendi. Barátta Land- græðslunnar við uppblástur mætti þó ganga betur og fá meiri forgang. En með fækkandi grasbítum, sem leggjast á ný- græðinginn, er landið samt hægt og hægt að gróa. Hlýtur að fara að koma að því að hægt verði að hafa búfénað í grónum girðingum á láglendi. A einni mannsævi hefur fólk „séð gras- ið gróa“, þ.e. gróður vaxa í kring um þéttbýlið. Faðir minn talaði oft um hve Sandskeiðið og Esjan hefðu grænkað síðan hann kom fyrst til Reykjavíkur ungur maður. Við Reykvíkingar getum fylgst með litabreyting- unni á Esjunni næstum ár frá ári. Og það er ekki aðeins Sand- skeiðið með Suðurlandsvegi heldur líka landið meðfram flestum vegum út úr höfuðborg- inni sem hefur gróið og breyst. Kveikjan að þessum Gárum var einmitt bílferð upp í Kjós í gegn um Mosfellsbæ, þar sem aldeilis hefur verið tekið til hendi. Vinnuflokkar voru ein- mitt að loka þessum ljótu gryfj- um sem allt ferðafólk til Þing- valla fór hjá í áratugi. Mosfells- bær hefur keypt land og er að græða upp gryfjurnar í sam- vinnu við Landgræðslu og land- eiganda. Aðdáun mína vakti hve fallega og einkum óvenjulega hefur verið gengið að verki í Mosfellsbæ. Með öllum vegin- um, allt frá Grafarvogi og upp fyrir gatnamótin til Þingvalla, nýtur augað ís- lensks holtagróð- urs, þar sem svörð- urinn skartar margvíslegum fín- legum litum. íslenski gróðurinn er látinn halda sér og hlynnt að honum. Ofan við Álafoss er komin röð af háum stijálum öspum, sem ekki skyggja á út- sýni. Þetta er sérstakt kvæmi, sem vel dafnar, og líka má sjá við byggðina á Kjalarnesi. Og á hringtorgunum og afleggjur- um hefur garðyrkjustjórinn Oddgeir Árnason búið til einkar fallegar stórar kúlur úr stjúp- um, sem fanga augað án þess að trufla sýn bílstjórans. Allt ber þetta sín sérkenni, er ekki eins og hjá öllum hinum. Eg er viss um að ferðamenn, m.a. allt fólkið af skemmtiferða- skipunum, sem nú ekur daglega til Þingvalla, kann einkum að meta þennan íslenska gróður meðfram veginum. Til þess er þetta fólk að sækja okkur heim, að það fái að kynnast þessu norðlæga landi. Það er sérlega skemmtilegt að nú sjá erlendir ferðamenn, sem margir koma með flugvélum eða aka úr höf- uðborginni af stað á vinsælustu ferðamannastaðina, mismun- andi gróður meðfram vegunum. Á leiðinni að og frá Keflavíkur- flugvelli blasa við með veginum þessar einstöku hraunmyndanir með birki og mosa. Ef ekið er gegn um Garðabæinn þegar nær dregur hefur vegurinn einkum verið lagður af alúð og án þess að skemma hraunin. Leiðinni á Vesturlandsveg hefur þegar verið lýst með íslenskum gróðri með veginum. Og ef leið- in liggur austur fyrir Fjall og á Suðurlandsveg hefur með veg- inum verið ræktað upp örfoka Reykjavíkurland og plantað gisnum tijám. Þar hefur lúpínan verið notuð, svo sem ofan Rauðavatns og í Hólmsheiðinni, enda var það land svo illa farið þegar hafist var handa að handstinga þurfti niður börðin og sá þessari dugmiklu plöntu með eigin áburðargjöf. Hún dugir vel þar sem annað ekki nær festu. Með þeim vegi út úr bænum sést því á löngum kafla blá breiða lúpínunnar. Þar með er ekki sagt að sú jurt eigi alls staðar að vera. Það sem mér þykir einmitt svo skemmti- legt er að íslenska flóran er svona sýnileg með vegum í Mosfellsbænum. Þegar maður hefur lítt komist lengra út á landið á þessu sumri en í næstu sveitir við Reykjavík er svo skemmtilegt að fá tilbreyting- una, svo fjölbreyttan gróður við vegarbrún. Að lokum: Gott er að snyrta, en er ekki samt dálítið langt gengið að krefjast þess að ekki sjáist dauðar hríslur í birkiskóg- inum í Þórsmörk? Á ekki ein- mitt þar heima ótrufluð hin náttúrulega framvinda með lífi og dauða? Cárur eftir Elínu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDI /?; // rykmaurar algeng og hœttuleg meindýr? Húsryk og rykmaumr RYKMAURAR eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyld- ir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni ájíðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Rykmaurar fundust hins vegar ekki í hýbýlum fólks fyrr en 1964. Hér á landi eru þekktar tvær tegundir rykmaura sem lifa í hýbýlum manna. Rykmaurar þrífast best ef hitastig er stöðugt, yfir 20° og rakastig yfir 50%. Þeir dafna hins vegar illa ef rakastig er undir 45% og þeir þola ekki frost. Rykmaurar nærast einkum á húðflögum manna og dýra og á sveppum sem vaxa á húðflögum. I einu grammi af ryki er algengt að séu 100 til 500 rykmaurar en þeir geta verið allt að 20 þúsund. í einu rúmi geta þeir skipt hundruðum þúsunda. Hver maur lifir í 3-4 vikur og á þeim tíma getur kvenmaur af sér 25-30 afkvæmi. Rykmaurar hafa hamskipti nokkrum sinnum á vaxtarskeiði sínu. Við góðar aðstæður getur rykmaurum fjölgað mjög hratt. Hver maur gefur frá sér 10-20 örsmáar skítakúlur á dag og þessar kúlur eru svo smáar að þær þyrlast auðveldlega upp í loftið, t.d. þegar gengið er á gólf- teppi, og berast þannig í öndunarfæri manna. Um 90% af þeim sem eru með ofnæmi fyrir húsryki eru með ofnæmi fyrir rykmauraskít. HÚSRYK er fjölbreytt blanda af ýmiss konar efnum sem er breytileg frá húsi til húss eftir því hvers konar byggingarefni og gólfefni hafa verið notuð, gerð húsgagna og gluggatjalda, hvort BHHBHBIIIiaii gæludýr eru á staðnum og ýmsu öðru. Húsryk get- ur innihaldið þræði úr fötum, gólfteppum og öðrum ofnum efn- um, húðflögur af fólki og dýrum, dýrahár, bakter- íur, veirur, myglu, leifar skordýra (t.d. kakkalakka þar sem þeir eru plága), fæðuleifar og fleira. Það sem líklega skiptir mestu máli er að húsryk inniheldur í flestum til- vikum talsvert af rykmaurum, rykmauraskít, leifum eftir ham- skipti og leifum dauðra maura. í meltingarfærum rykmaura eru prótein sem valda ofnæmi og er mikið af þeim í skít mauranna. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt ettir Mognús Jóhonnsson að ofnæmi fyrir rykmaurum er algengt og meðal sjúklinga með ofhæmi er það mjög algengt. í enskri rannsókn fannst að 10% af öliu fólki og 90% af sjúklingum með ofnæmisastma höfðu rykmauraof- næmi. Bandarísk rannsókn sýndi að a.m.k. 45% af ungu fólki með astma voru ofnæm fyrir rykmaurum. Á ár- unum milli 1980 og 1990 var gerð önnur viðamikil rannsókn sem náði til fjölmargra landa og land- svæða með mismunandi loftslag og margvísleg hýbýli. Þessi rann- sókn leiddi í ljós að þar sem mikið var af rykmaurum var mikið um rykmauraofnæmi og ofnæmis- astma. Einnig fundust landsvæði, t.d. með köldu og þurru loftslagi, þar sem lítið sem ekkert fannst af rykmaurum og lítið var um of- næmisastma. Sumar rannsóknir gefa til kynna að skaðsemi ryk- maura sé mest í frumbernsku; ef börn voru vernduð fyrir rykmaur- um fyrstu 9 mánuði ævinnar kom í ljós að við 2 ára aldur var minna um ofnæmi fyrir rykmaurum og einnig fyrir köttum í samanburði við börn sem voru í snertingu við rykmaura í venjulegu heimilisum- hverfi. Samkvæmt þessu virðist sem það að anda að sér rykmaur- um og rykmauraskít í bernsku auki hættu á alls kyns ofnæmi og astma síðar á ævinni. Hvað er til ráða, hvernig getum við losnað við rykmaura úr um- hverfi okkar eða a.m.k. fækkað þeim? Ýmislegt er hægt að gera en ekki er til neitt eitt ráð sem leysir vandann, þó er gott að halda RYKMAUR og rykmauraskítur. rakastigi undir 50% (best er að halda rakastiginu á bilinu 34-45%). Flest bendir til að við eigum að einbeita okkur að gólf- teppum og svefnherbergjum. Ryk- maurar þrífast vel í gólfteppum en illa á dúkum og trégólfum. VÍS\fWÍ/Erum vid ein í alheiminum? íleitaðtífi MARGIR fræðimenn eru þeirrar skoðunar að líf ogjafnvel þróuð samfélög séu ekki bundin við jörð- ina eina. Þeir telja að fjöldi sóla, bæði innan og utan vetrarbrautar- innar, hafi eigin reikistjörnur þar sem þróast hafi skilyrði svipuð þeim sem ríkja ájörðinni. Nokkrir bjartsýnismenn hafa meira að segja sett saman jöfnu sem þeir trúa að áætli fjölda „þróaðra sam- félaga“ í vetrarbrautinni. Hvort sem menn vilja beita jöfnu þessari eða öðrum aðferðum til að rann- saka líkurnar á lífi úti í geimnum er eðlilegast að byija á því að leita eftir reikistjörnum utan sólkerfis- ins og síðan rannsaka hitastig og efnisaðstæður sem þar ríkja. Hugs- anlegt er að nýlegar uppgötvanir reikistjarna í 40 ljósára íjarlægð komi til með að endurvekja áhug- ann á leit eftir lífi utan sólkerfisins. Frá eðlis- og efnafræðilegu sjón- amiði virðist ekkert því til fyrirstöðu að Iíf geti myndast og þrifist annars staðar en á jörðinni. Á undanförnum tveimur áratugum hafa margir fræðimenn leitt að því rök að undir ákveðnum kring- umstæðum hafi efnið tilhneigingu til skipuleggja sjálft sig og mynda flókna strúktúra sem heyra til for- sendna og einkenna lífsins. Því er líklegt að tilkoma lífsins á jörðinni sé ekki óendanlega ólíklegt atvik heldur afleiðing efnislegra ferla sem fullkomlega samræmast lög- málum eðlisfræðinnar. Jafnvel þó nú sé nokkuð ljóst að það er ekki tilviljun að efnið getur þróast og leitt til myndunar lífs skortir enn sem komið er betri skilning á nauð- synlegum forsend- um fyrir þessari þróun. Fyrir nokkrum mánuðum til- kynntu stjarn- fræðingar frá Sviss og Bandaríkj- unum að þeir hefðu fundið reiki- stjörnur utan sólkerfisins. Um er að ræða risastórar reikistjörnur, á stærð við Júpiter, sem ferðast á brautum umhverfís þijár mismun- andi stjörnur (sólir) í u.þ.b. 40 ljós- ára fjarlægð. Um margra áratuga skeið hafa stjarnfræðingar leitað eftir slíkum reikistjörnum og nokkrum sinum hafa komið fram tilkynningar um að þær hafi upp- götvast. Hingað til hefur verið um rangmælingar að ræða. í þetta sinn eru menn hins vegar bjartsýn- ir þar sem uppgötvunin var gerð samtímis af tveimur óháðum átarfshópum. Hvaða skilyrði ríkja á þessum nýfundnu reikistjörnum? Þrátt fyr- ir stærð reikistjarnanna eru þær of littlar, of langt í burtu og of dimmar til að greinast með afl- mestu stjörnukíkum. Stjarnfræð- ingarnir fundu þær því ekki með beinni athugun heldur með mæl- ingu á þeim þyngdarsviðsáhrifum sem hringhreyfíng þeirra um mið- stjörnuna hefur á nærliggjandi stjörnur. Þessi áhrif greinast sem örlítið tifur í viðkomandi stjörnu. Með nákvæmum athugunum á þessari tifurhreyfingu er hægt að áætla stærð reikistjörnunnar og fjarlægð hennar frá stjörnunni. Ut frá þessum upplýsingum og með því að notast við Iögmál varmafræðinnar er hægt að áætla hitastigið við yfirborð reikistjörn- unnar. Reikningarnir leiða í ljós að hita- stig fyrstu reikistjörnunnar (við stjörnuna Pegasi 51) er u.þ.b. 1000 gráður Celsíus. Önnur reikistjarn- an er of langt í burtu frá sinni stjörnu, sem heitir Ursae Majoris 47 og er þar af leiðandi of köld. Reikistjarnan sem vísindamennirn- ir hafa mestan áhuga á hreyfist umhverfis stjörnuna Virginis 70, í fjarlægð sem veldur hitastigi er nemur 80°C. Þó þetta sé of mikill hiti fyrir flestar lífverur jarðarinn- ar eru engu að síður. til örverur sem geta lifað við slíkar kringum- stæður. Það er því engan vegin útilokað að á þessari reikistjörnu hafi myndast þær sameindir sem eru forsenda lífsins á jörðinni og eftir Sverri Ólofsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.