Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 7 MANNLÍFSSTRAUMAR ÆT • • AN PROSKULD A//7vem ig er salemisadstödu háttab á ferbamannastöbum f Frumþatfir Gólfteppi ættu aldrei að vera í svefnherbergjum og ef fólk vill endilega hafa teppi annars staðar, ætti að velja teppi með stuttum hárum. Pokaryksugur ná upp mauraskít sem fer beint í gegnum pokann og út í andrúmsloftið, þær ná ekki miklu af maurum vegna þess að þeir sitja djúpt í teppunum og halda sér þar fast. Maurarnir geta síðan fjölgað sér í ryksugu- pokanum þannig að næst þegar ryksugan er sett í gang dreifir hún rykmauraskít út um allt. Til eru ryksugur með þéttari pokum en mauraskíturinn er svo smágerður að hann fer að líkindum í gegnum flesta poka. Ryksugur sem sía rykið í vatni eru taldar bestar í þessu samhengi. Sængur og kodd- ar fyllt með gerviefnum eru betri en þau sem eru fyllt með dún eða fiðri en í öllum tilvikum er gott að viðra reglulega sængur, kodda, teppi og dýnur. Sumir mæla með því að setja rúmdýnur í loftþétta plastpoka. Hreinsa má mauraskít úr sængum og koddum með því að setja þá í plastpoka og tæma loftið með ryksugu. Sumar sængur og koddar skemmast við slíka meðferð og þetta gerir takmarkað gagn vegna þess að maurarnir lifa áfram. Vegna þess að rykmaurar þola ekki frost er mögulegt að losna við þá, t.d. úr koddum eða tuskuleikföngum, með því að setja hlutinn í frysti. Einnig má forðast bólstruð húsgögn, uppstoppuð dýr, þung gluggatjöld og annað sem safnar ryki sem erfitt er að þrífa. Föt á að geyma í lokuðum skápum eða skúffum. Nú eru komin á markað efni sem bera má í gólf- teppi einu sinni til tvisvar á ári til að halda rykmaurum í skefjum en reynslan af þeim er ekki mikil ennþá. Svo mikið er víst að ef gerðar eru ráðstafanir til að halda ryk- maurum í skefjum fer mörgum sjúklingum með ofnæmi eða astma að líða betur. Þetta getur þó tekið sinn tíma (oft 1-2 mánuði) vegna þess að jafnvel þó okkur takist að fækka maurunum er mauraskítur- inn áfram í umhverfinu í langan tíma. jafnvel frumstæð lífsform. Margir stjarnvísindamenn hafa því mikinn áhuga á uppgötvun þessarar reiki- stjörnu. Hitastigið á reikistjörnunni segir samt lítið um efnasamsettningu hennar. Það er ekki útilokað að stjarnan sé risastór hnoðri loftteg- unda svipað og Júpiter. Ef reiki- stjarnan er hins vegar úr föstu efni er trúlegt að þyngdarsviðið við yfirborð hennar sé svo mikið að hávaxnar plöntur og dýr hafi ekki getað þróast. Trúlegt er að undir slíkum kringumstæðum geti einungis sterkar og lágvaxnar líf- verur orðið til. Svo hægt sé að takast á við vandamálið á vísindalegan hátt langar stjarnfræðinga til að smíða í SÍÐASTA mánuði lagðist ég í ferðalög. Ein ferðin var hér innan- lands og var komið við á ýmsum þekktum ferðamannastöðum. Mér urðu þó salernismál að áhyggju- efni, enda þar víða pottur brotinn. FERÐIN var skipulögð af vinnuveitendum mínum og voru í ferðinni ásamt okkur sex íslendingum 22 kollegar okkar frá Danmörku. Akureyri Fyrst var flogið til Akureyrar og stefnt út úr bænum til að njóta miðnætursólar- innar. A leiðinni var áð í Vín við Hrafnagil til að létta á sér. í snyrtilegum og aðlaðandi húsa- kynnum skaut nokkuð skökku við að sérmerkt salerni fyrir fat- laða var svo þröngt að ekki var hægt að loka á eftir sér! Vonandi verður hér bætt úr sem fyrst. Á Akureyri var dvalið í tvær nætur, enda heill dagur í fundarhöld. Við gist- um á Hótel Hörpu sem hefur hreint fyrirmyndar aðstöðu fyrir alla, en svo var verið að setja háa kanntsteina í kringum inngang- inn, en vonandi verða ábendingar virtar og fláarnir ekki hafðir of krappir. Goðafoss Þá var komið að „skemmtiferð- inni“: Við vorum í stórri rútu og fór þar vel um alla enda lyftu- búnaður, en ég reyndar sá eini af þessum hópi í hjólastól. Haldið var sem leið lá að Goðafossi, en þar er komin fyrirmyndaraðstaða. Búið að koma upp skiltum með nýja gerð athugunartækja og koma þeim fyrir úti í geimnum, nálægt nýfundnu reikistjörnun- um. Hugmyndin er að nota svo kallaðan „innrauðan víxlunar- mæli“ sem mundi gera mögulegt að mæla hitastig og efnasamsetn- ingu reikistjörnunnar af mikilli nákvænjni. Vísindamennirnir hafa mestan áhuga á að finna súrefni þar sem enginn þekktur ólífrænn ferill gæti skýrt tilvist þess. Slíkt- ur fundur væri því sterk vísbend- ing um öndunarefnaskipti lífræns efnis. Sem stendur er stærsta vandamálið við þessa áætlun mik- ill kostnaður, sem er áætlaður tvær milljónir dollara. Það er mik- ið verð fyrir nokkur grömm af súrefni! nauðsynlegustu athugasemdum og leggja stíga svo auðvelt var að komast í námunda við fossinn til að taka myndir. Að vísu voru stíg- arnir sumsstaðar í brattasta lagi og hefðu þeir sem framkvæmdu verkið átt að geta fengið upplýs- ingar um heppilegan halla ef hugs- að hefði verið fyrir því. Veðrið var hið ákjósanlegasta og var því upplagt að „rölta“ yfir gömlu brúna sem stendur enn uppi mjög svo myndræn og ta- landi vitni um sinn tíma. Þegar nálgaðist brúna kom í ljós girðing, en með hliði. Æ, æ, viti menn og konur, þetta var þá einhvers konar vinduhlið sem útilokað var að koma hjólastólnum í gegnum! Það var ekki um annað að ræða en rúlla sér út á nýju brúna og vona að ekki kæmi nú neinn á harða kani og straujaði mann þarna als- aklausan. Allt hafðist þetta og var nú komið í þjónustumiðstöðina, með háu þrepi, én hér var fólk með rétt hugarfar því búið var að steypa skáa frá öðrum enda stétt- arinnar. Skáinn var að vísu nokkuð mjór og helst til brattur en ef komið væri handrið, helst beggja vegna, væri þetta í besta lagi. Mývatn Nú var ekið til Mývatns og snæddur dáindisgóður silungur í veitingahúsinu Mývatni á Skútu- stöðum. Eftir máltíðina og áður en lagt var af stað í næsta áfanga þurfti ég að koma við á salerninu, sem var all sæmilegt en full lítið og vantaði herslumunin að hægt væri að gefa því bestu einkunn. Eftir að búið var að skoða Náma- skarð og Kröflu komum við við á Hvernum og átum nestið okkar, en þarna er príðisgóð aðstaða fyr- ir ferðalanga með tveimur salern- um og er annað ágætlega nothæft fyrir fólk í hjólastólum. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib faest á KastrupflugvelU og Rábhústorginu -kjarni málsins! - kjarni málsins! Skagafjörður Svona hélt ferðin áfram allt til Skagafjarðar. Við gistum á sumar- hótelinu Áningu á Sauðarkróki fyrstu nóttina í Skagafirði. Hér var eitt herbergi sem átti að heita sérhannað með tilliti til fatlaðra, en salernið var meingallað. Önnur herbergi var ekki hægt að komast inní á svona nokkuð breiðum hjóla- stól, eins og mínum. Salernisskálin var mjög lág og engar stoðir svo það var mjög erfitt fyrir mig með öll mín kíló að athafna mig þar og reyndar stórhættulegt. Næstu tvær nætur vorum við í sumarhótelinu Áningu í Varma- hlíð og var salernið þar eitt það besta í þessari ferð, en rúm af skornum skammti. Ég var því hafður eins og prinsessan á baun- inni á fjölda dýna, en allt blessað- ist að lokum. Suður Kjöl Að lokum var haldið suður Kjöl. Fyrst áðum við á Hveravöllum og höfðu okkur verið gefnar þær upp- lýsingar að vel væri fært inn á klósettið í hjólastól, breiðar dyr o.s.frv. Það urðu því mikil von- brigði þegar salernið var svo lítið að ég varð að halda hurðinni með annarri hendinni og pissa með hinni. Að ég nú ekki tali um þessa tvo þverbröttu skáa sem þurfti að fara upp til að komast að klósett- unum og inn í skálann. Gullfoss fyrirmynd, Geysir til skammar Næst komum við að Gullfossi, en þar er búið að koma upp frá- bærri aðstöðu og hreint til fyrir- myndar, rúmgóð og í alla stað mjög góð aðstaða. Okkur dvaldist þarna nokkuð, þó enn meir á Geysi. Ég var alveg sallarólegur, því þarna var ný þjónustumiðstöð. En, ó, vei, ó, vei, ekkert aðgengi- legt salerni í nýju þúsinu, en bent að fara á hótelið. Ég rúlla þangað og spyr til vegar að aðgengilegu salerni. „Það er uppi á annarri hæð, engin lyfta, en hægt að kom- ast að utanverðu, ég skal bara taka á móti þér,“ sagði elskulég stúlkan. Svo vel vildi til að ég hafði mér til halds og traust fílelfdann karl- mann, því fyrst var að fara upp bratta malarbrekku og svo komu tröppur. Ekki alveg rétt. Það var nefnilega skábraut eftir þeim miðj- um, jafn brött og tröppurnar! Al- veg ótrúleg skammsýni og léleg hönnun. Þegar inn var komið voru tvö merkt salerni. Annað lítið fyr- ir karlmenn og hitt örlítið stærra fyrir konur og hjólastólanotendur, þó óttalega lítið og lélegt. Góður endir, góð ráð En allt er gott þá endirinn allra- bestur verður. í nýju þjónustumið- stöðinni á Þingvöllum er komin fyrirmyndar salernisaðstaða, þó enn vantaði stoðirnar. Ég hef nú rakið mig þvert yfir landið og orðið tíðrætt um sal- ernismál, en það er nú einu sinni svo að hér er um frumþörf að ræða sem verður að sinna. Ekki með hangandi hendi, eins og svo víða var raunin, heldur af alvöru og natni. Það er svo blóðugt að sjá þegar verið er að gera eitthvað næstum því vel, en vegna þess að einu atriði er sleppt er allt ónýtt og unnið fyrir gýg. Hvernig væri nú að þeir sem eru að hanna þjónustustofnanir leituðu sér ráða hjá þeim sem vita, t.d. Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins. Þar er hægt að fá svo kölluð Rb blöð, þar sem allar upplýsingar eru nákvmar, en auð- vitað verður þá að fara eftir þeim. Ég treysti á ykkur góðir landar, að vinna nú vel í þessum málum, það vill nefnilega svo til von er á fjölmörgum fötluðum i sumar og haust. Bæði eru þetta „prívat" hópar og svo verður norðurlanda- þing fatlaðra hér í haust, sem og norðurlandaþing fatlaðra ung- menna. TIL SOLU Ms Særún" GK-120 (Sknr. 0076) ásamt varanlegum aflaheimildum. Tog- og línuskip smíðað í Austur-Þýskalandi. Yfirbyggt og ný brú 1982. Lengd 37,95, breidd 7,32, aðalvél 930 BHP Callesen, endurbyggð í júlí 1996, Cummins hjálparvélar, endurbyggðar I júlí 1996, Mustard línubeitningarvél f. 30.000 króka. Varanlegar aflaheimildir fiskveiðiárið 1995-1996. þorskur 196.704 kg, ýsa 121.015 kg, ufsi 183.591 kg, karfi YI78.945 kg, grálúða 1.192 kg, skarkoii 10.069 kg, úthafsrækja 128.618 kg. Skip í ntjög góðu ásigkomulagi. Allar frekari upplýsingar hjá: B.P. SKIP ehf., Borgartúni 18, Reykjavik. sími 551 4160 / Fax 551 4180. eftir Guðmund Mognússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.