Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ DÆGURTONLIST SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 13 mPOTTÞÉTT-útgáfuröðin heldur áfram af fullum krafti og fjórða tvöfalda skífan í þeim flokkki kom út fyrir skemmstu. A henni er að finna safn 37 helstu laga síðustu mánaða, lög sem er í þá mund að verða vinsæl og lög sem verða brátt vinsæl. Sem forðum eru ís- lensk lög á diskunum tveim, að þessu sinni Sumar nætur með Stjórninni, Óhemja með Greifun- um, Sometimes með, In Bloom og Step Right Back með Mezzoforte. Á fyrri plötunni er rokk og popptónlist og þar eru lög Stjóm- arinnar, Greifanna og In Bloom innan um lög frá Oasis, Fool’s Garden, Manic Street Preachers, Blur, Suggs, Pulp, Skunk An- ansie, Supergrass og Cran- berries. Hin platan er lögð undir danstónlist og þar er Mezzofor- telagið, en þar er einnig að finna ýmis erlend lög. ■MEÐvinsælustu safnplötum síðustu ára hafa verið Islandslaga- plöturnar, en fyrir skemmstu kom út þriðja innlegg í þá röð. Um- sjónarmaður er sem fyrr Björgvin Halldórsson. Á íslandslögum 3 vélar Björgvin um með aðstoð Jóns Kjells Seljeseths, en söngv- arar eru Bergþór Pálsson, Einar Júlíusson, Bjarni Arason, EgiII Ólafsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Fóst- bræður og Karlakórinn Heimir, aukinheldur sem'Björgyin syngur sjálfur nokkur lög. Lögin á Is- landslögum 3 eru vel þekkt ís- lensk lög í nýrri útgáfu, en útgáf- an er öðrum þræði hugsuð fyrir erlenda gesti og því fylgir í text- bók skýringartexti á íslensku og ensku þar sem tilurð og uppmna hvers lags er getið. ■ SÍÐDEGISTÓNLEIKAR Hins hússins hafa lífgað upp á Miðbæ- inn í sumar. Lokaskammtur að sinni verður næstkomandi föstu- dag, en þá leika hljómsveitirnar Brim og Fræbbblarnir, aukin- heldur sem aðstandendur stefna að viðbótaratriðum. Sálin á kreik SÁLIN hans Jóns mín hefur ekki verið mikið á ferðinni það sem af er ári, lék síðast í janúarlok, en þá hurfu af landi brott til búsetu er- lendis tveir meðlimir. Sálarmenn hyggjast þó koma saman í lok mán- aðarins og spila á fimm miðnætur- tónleikum, um verslunarmanna- helgina og helgina þar á eftir. Föstudaginn 2. ágúst leikur sveit- in í Sjallanum Akureyri, laugar- daginn 3. ágúst í Miðgarði Skaga- firði, sunnudaginn 4. ágúst á Vopna- firði. Síðan er fórinni heitið í höfuð- borgina, og troðið verður upp í Ing- ólfscafé fóstudagskvöldið 9. ágúst. Síðustu tónleikarnir verða svo á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 10. ágúst. Ekki hyggjast Sálarmenn senda frá sér nýtt efni á árinu, en tónleikadagskráin byggist að venju að mestu upp á framsömdu efni. Alls er óvíst hvenær sveitin kemur saman á ný. Þess má geta að í tilefni tónleik- anna stendur til að opna heimasíðu Sálarinnar, þar sem verður að finna ýmsan fróðleik um hljómsveitina. Slóðin verður: http://www.is- landia.is/salin. Sálin hans Jóns míns tekur upp fym iðju á miðnæturtón- leikum verslunarmannahelgina og helgina þar á eftir. ÍSLENSKT pönk var varla til, úr bresku pönkbylgjunni varð eins- konar grásleppurokk hjá ís- lenskum hljómsveitum, réttara er að tala um íslenska rokk- bylgju frekar en pönk. Á því er þó ein veigamikil undantekning, Fræbbblarnir, eina íslenska pönksveitin, en Fræbblasafn- plata með ýmislegu efni kom út fyrir skemmstu og á föstudag kemur sveitin saman að nýju. Fræbbblarnir urðu til í Mennta- skólanum í Kópavogi í lok átt- unda áratugarins; héldu fyrstu tónleikana í nóvember 1978, á svonefndri Myrkramessu. I fylgitexta með disknum nýút- komna kemur fram að hljóm- sveitinni hafi ekki verið ætlað langt líf, en fyrir ýmsar sakir ákváðu Fræbbblarnir að halda áfram og liéldu áfram lengi enn, spiluðu á grúa tónleika og gáfu út nokkrar plötur, en þó ekki sé til formlegt dánardægur sveitar- innar má segja að hana hafi þrotið örendi 1983. Á disknum nýja, sem heitir Viltu bjór væna, eru tvær fyrstu plöt- urnar, Viltu nammi væna og False Death, en einnig prufupp- tökur af Bjór, tvö lög sem tekin voru upp í Hljóðrita og tónleikar úr Kópavogsbíói, samtals 38 lög. Fjölmargir komu við sögu sveit- arinnar á þessum árum, að sögn ríflega fimmtán manns, en kjarninn var skipaður fjórum, Valgarði Guðjónssyni, Stefáni Karli Guðjónssyni, Tryggva Þór Tryggvasyni og Steinþóri Stef- ánssyni. Þeir félagar hafa mikið til haldið hópinn alla tíð, þó Steinþór hafí látist syiplega fyr- ir nokkrum árum, og komið við sögu í sveitum eins og Fitlaran- um á bakinu, Mamma var Rússi og Glotti. Fyrsta breiðskífa Fræbbblanna kom út árið 1981, hét Viltu nammi væna og vakti óhug broddborgara og menntamanna- klíkunnar. Hljómsveitin átti reyndar aldrei upp á pallborðið, þótti ekki nógu höll undir sósíal- ískt raunsæi og þeir Fræbbblafé- lagar féllu ekki að viðtekinni skilgreiningu á pönkurum. Sveit- armenn virtust þó kæra sig koll- ótta, héldu sínu striki og sagan hefur fellt sinn dóm; flest það sem var á seyði á þessum tíma er gleymt og grafið, en Fræbbbl- arnir lifa, nú stafrænir. Fræbblarnir koma saman á ný til að kynna plötuna og fyrstu tónleikarnir í þeirri kynningu verða næstkomandi föstudag í Rósenbergkjallaranum. Hljóm- sveitirnar Unun og Q4U hita upp. v *<■ Eins- konar tiltekt MIKIÐ líf er með rokkiðk- endum suður með sjó og skammt er síðan tvær sveitir keflvískar sendu frá sér breiðskífur. Önnur þeirra heitir Texas Jesú og þykir um margt sérstök. Það er vandkvæðum bund- ið að ná tali af sveitarmeð- limum, því það er mikið um að vera, en í ljós kemur að tveir liðsmenn búa í Reykjavík og þeir verða fyrir svörum. eir Texas Jesus félagar segja að platan sé eins- konar tiltekt, að koma út gömlum lögum og nýjum. Upptökur hófust suður með sjó í febrúar, en inn á milli eru eldri upptökur, sem vora snyrtar iýrir útgáfuna. Tónleikahald er hafið til að kynna plötuna og sveitina sem slíka, og þeir félagar segja að sveitin sé prýðilega virk, þó það hafi vissulega í för með sér vissa erfiðleika að tveir hljómsveitarmeð- limir séu búsettir í Reykja- vík, en aðrir í Keflvík. „Það kemur oft fyrir að við nenn- um ekki suðreftir til að æfa, nema það sé eitthvað framundan, tónleikar eða upptökur." Þeir segja þó að menn séu iðnir við að starfa hver í sínu horni að sanka að sér hugmyndum sem síðan er steypt 1 eitt á næstu æf- ingu, einskonar hliðræn vinnsla. „Við erum líka að semja fullt af nýjum lögum og stefnum jafnvel að því að gefa það út þegar fram líð- ur.“ Skammt er síðan Texas Jesú sneri heim úr tónleika- ferð til Danmerkur og Finnlands. „Okkur var af- skaplega vel tekið í þessari ferð og var meðal annars boðið að halda tónleika í Búdapest og við erum að undirbúa það núna. Okkur hefur líka boðist að spila á tónlistarhátíð í Graa Hal í Kristianíu í Kaupmanna- höfn, þannig að það má seg- ja að við séum að vinna úr ýmsum samböndum sem við komumst í úti.“ Texas Jesú hélt útgáfu- tónleika í Þjkóðleikhús- kjallaranum um þð leyti sem platan kom út og næs- tu tónleikar verða í Kátrý- bæ á Skagaströnd næst- komandi föstudag. „Okkur langaði að spila fyrir ný andlit,“ segja þeir félagar glaðbeittir, en norður stefn- ir Texas Jesú með annarri Suðumesjasveit, Þusli. Villtur Busta Rhymez Villi- mann- legt rapp ÞEIR njóta ekki allir eldanna sem fyrstir kveikja þá. Þannig er því farið með Busta Rhymez sem þó er að ná viðurkenningu fyrir störf sín löngu eftir að þau voru unnin. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því af hverju Busta er fyrst að ná hylli núna, sex árum eftir að hann kom fyrst fram á plasti, en kannski var hann einfaldlega of villtur. Eins og sjá má í bráðgóðu mynd- bandi Busta Rhymez við íagið frábæra Woo Hah! bindur hann ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Ekki er bara að rappið sé villt heldur er persónan sjálf í meira lagi ski'autleg, sem hef- ur líklega skyggt á tónlsta- og rapp- hæfileikana. Eins og áður er getið era sex ár síðan Busta Rhymez lét fyrst í sér heyra á plasti, en hann var þá liðs- maður í Leaders of the New School. Eftirminnilegastur er hann þó fyrir þátttöku í Scenario A Tribe Called Quest og enn um það talað meðal rappvina. Þrátt fyrir það hefur Busta Rhymez sjaldan verið nefndur í upptalningu á rapphetjum, en innvígðir þekkja vel til kappans því hann hefur troð- ið upp á plötum með ýmsum. Á sinni fyrstu breiðskífu, The Com- ing, og kom út fyrir skemmstu, fer Busta eigin leiðir í villimannslegu rappi, skrautlegu og bráð- skemmtilegu aukinheldur sem hann gefur bófarappklíkum langt nef með því að undirstrika hve fönkað rapp getur verið skemmti- legt án þess að sífellt sé verið að væla um byssur og dóp. Morgunblaðið/Þorkell Ferðbúin Texas Jésú í Þjóðleikhúskjallai’anum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.