Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 17 ATVIN N M3AUGL YSINGAR Sálfræði Ung kona með BA próf í sálfræði frá HÍ og talsverða starfsreynslu óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma 565 1214. DALViKURSK.au Dalvíkurbær Dalvíkurskóla Laus er til umsóknar staða kennara. Kennslugreinar: Byrjendakennsla, hálf staða, handavinna, hálf staða. Upplýsingar gefur Þórunn Bergsdóttir, skóla- stjóri, í síma 464 4275 (20.-21. júlí), 466 1380, 462 7204 og 466 1162 og Svein- björn M. Njálsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 466 1812. Skólastjóri. Framkvæmdastjóri - félagssamtök Félag löggiltra endurskoðenda auglýsir eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf (60%), sem vinni að faglegum verkefnum í nánum tengsl- um við stjórn og nefndir félagsins, ásamt því að sjá um fjármál og annan rekstur þess. Æskilegt er að viðkomandi sé löggiltur end- urskoðandi eða viðskiptafræðingur af endur- skoðunarsviði. Þeir sem áhuga hafa eru vin- samlegast beðnir um að senda umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir lok mánaðarins merktar „Framkvæmdastjóri - 4024“. HEKLA Dekkjamaður Vanur dekkjamaður óskast strax á Goodyear dekkjaverkstæði Heklu hf. Leitað er að harð- duglegum og reglusömum manni sem getur unnið sjálfstætt. Góð þjónustulund er skil- yrði. Mikil vinna framundan. Gott og öruggt starfsumhverfi. Mötuneyti á staðnum. Umsóknum skal skilað til Heklu hf. fyrir 31. júlí á þar til gerðum umsóknareyðuþlöðum sem liggja frammi hjá símastúlkum Heklu. Fuilum trúnaði heitið og öllum umsóknum verður svarað. maMI’ Töivunarfræðingur - kerfisfræðingur Vegna nýrra verkefna óskar Marel hf. að ráða tölvunarfræðing/kerfisfræðing til starfa við vöruþróunardeild fyrirtækisins. Starfið felst í hönnun og forritun í Windows/NT og Unix umhverfi. Um er að ræða verkefni tengd kerfum fyrir matvælavinnslu innanlands og erlendis. Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu á forritun í C og C++ ásamt reynslu af gagnagrunnskerfum. Umsóknum skal skilað til. Marel hf., Höfða- bakka 9,112 Reykjavík fyrir 15. ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim svarað. Marel hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 563 8000, fax 563 8001. Skrifstofumaður fjármálastjóri Skrifstofumaður óskast í fyrirtæki á Vestur- landi. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Húsnæði fyrir hendi. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl. sem allra fyrst merktar: „F - 16185“. Grunnskólakennarar Hrafnagilsskóli, Eyjafjarðarsveit, auglýsirenn eftir kennurum til starfa næsta skóiaár. Meðal kennslugreina er almenn kennsla í 1.-7. bekk, raungreinar og ritvinnsla á unglingastigi. Ennfremur vantar kennara í forfallakennslu í 4. bekk og heimilisfræði til áramóta. Ódýrt húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst. Upplýsingar veita Sigurður Aðalgeirsson skólastjóri í síma 463 1230 og Anna Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 463 1127. Grunnskólar Hornafjarðar Grunnskólakennari óskast Grunnskólakennari óskast að Heppuskóla. í Heppuskóla fer fram kennsla í 8.-10. bekk við góðar aðstæður. Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, skólastjóri, í síma 478 1321 og Hallur Magnússon, félagsmálastjóri, í síma 478 1500. Mannleg samskipti! Starfsfólk óskast til kynningar á þjónustu í gegnum síma. Vinnutími milli kl. 18.00-22.00, 4-5 sinnum í viku virka daga, og frá kl. 11.00- 19.00 um helgar, eftir hentugleikum. Viðkomandi þarf að vera góð(ur) í mannleg- um samskiptum, hafa gaman af að vinna í hóp og geta slegið gögn inní tölvu. Æskileg menntun stúdentspróf eða viðeig- andi starfsreynsla. Starfsfólk fer á námskeið til undirbúnings og síðan í reglulega þjálfun fyrir hin ýmsu verkefni. í boði eru góð laun, góð reyklaus vinnuað- staða og fjölbreytt krefjandi starf. Umsóknir, sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 5111“, fyrir 30. júlí. HAssFimm STOFNAÐ 1 9 0 7 • GÆÐI ERU OKKUR HUGLEIKIN Framtíðarstörf Óskum eftir starfsmönnum til starfa við fram- köllun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af framköllun. Einnig óskum við eftir starfsmönnum til af- greiðslustarfa. Við leitum eftir starfskröftum með ríka þjón- ustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 23. ára aldri. Um hálfsdags og heilsdags störf til framtíðar er að ræða. Umsækjendur verða að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí. Um- sóknareyðublöð eru á skrifstofu okkar á Lynghálsi 1. Virðulegt hótel í Reykjavík óskar að ráða vanan starfsmann í vaktavinnu til að sjá um morgunverð. Einnig á sama stað er óskað eftir vönum starfsmanni í sal. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir fimmtud. 25. júlí merktar: „Starf - 4318“. Ráðskona Heiðarlega og reglusama ráðskonu vantar til heimilishjálpar og aðhlynningar við konu í hjólastól sem býr á einum besta stað f borginni. Starfinu fylgir 75 fm góð íbúð. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bílpróf. Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. QIÐNT ÍÓNSSON RÁDGjÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Leikskólar Garðabæjar Leikskólakennara eða starfsmenn með sam- bærilega menntun og reynslu af starfi með börnum óskast í störf við neðangreinda leikskóla: Kirkjuból v/Kirkjulund, s. 565 6322 og 565 6533. Hæðarból v/Hæðarbraut, s. 565 7670. Leikskólar Garðabæjar eru reyklausir vinnustaðir. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar. Leikskólastjóri. I ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKjAVlK Vatnafræðingur Orkustofnun óskar að ráða vatnafræðing til framtíðarstarfa við vatnafræðilega úrvinnslu og útgáfu. Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf í vatna- fræði eða skyldum raungreinum og reynslu af forritun og gagnaúrvinnslu. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Skriflegar umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar Guðnýju Þórsdóttur, starfsmannastjóra, eigi síðar en 6. ágúst nk. Frekari upplýsingar veitir dr. Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar. Forstaða bókasafns Starf forstöðumanns Bæjar- og héraðsbóka- safnsins á Selfossi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. og skulu umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, berast Bæjarskrif- stofu Selfosskaupstaðar, Austurvegi 10, Selfossi. Væntanlegur forstöðumaður þarf að hafa lokið prófi í bókasafnsfræði og einnig er reynsla í stjórnunarstörfum æskileg. Upplýsingar um starfið veita bæjarritari eða bæjarstjóri í síma 482 1977 og núverandi forstöðumaður safnsins, Rósa Traustadóttir, í síma 482 1467. Bæjarritarinn á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.