Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 B 21 ATVINNU Grunnskólinn á Suðureyri Kennarar - kennarar Kennara vantar til starfa við Grunnskólann á Suðureyri næsta skólaár. Meðal kennslu- greina eru íslenska, enska, danska og raun- greinar. Flutningsstyrkur, launauppbót og húsaleiga á góðum kjörum. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 456 6119. „Au pair“ USA Ung hjón (hún íslensk), búsett í Cleveland, Ohio, óska eftir manneskju til að gæta átta ára þroskaheftrarstúlku. Umsækjandi verður að vera yfir 25 ára, reyklaus og með bílpróf. Reynsla með þroskaheftum er æskileg. Frekari uppl. í síma 565 7303 og 8960255 eftir kl. 18 á kvöldin. GmbœD Verkfræðingar - tæknifræðingar Vegna aukinna umsvifa óskar Marel hf. að ráða á næstunni verkfræðinga/tæknifræð- inga í eftirfarandi störf: Vélahönnun, hönnun á nýjum tækjum og endurhönnun á eldri framleiðsluvörum. Reynsla í Auto-Cad hönnun æskileg. Framleiðsluskipulagningu (layout) fyrir við- skiptavini. Reynsla í Auto-Cad og þekking á fiskvinnslu æskileg. Verkefnastjórnun við sölu, framleiðslu og afhendingu á stærri kerfum. Reynsla í verk- efnastjórnun æskileg. Óskað er eftir því að eldri umsóknir verði endurnýjaðar. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Marel hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 563 8000, fax 563 8001. ISAL Efnaverkfræðingur/ eðlisverkfræðingur Óskum eftir efnaverkfræðingi/eðlisverkfræð- ingi til starfa í rafgreiningardeild ISAL. Starf- ið felst einkum í grundvallarathugunum í kerrekstrinum ásamt umsjón með mælingum og úrvinnslu þeirra. Starfið, sem hentar jafnt konum sem körlum, er krefjandi og býður upp á möguleika á frek- ari umsvifum hjá fyrirtækingu í framtíðinni. Æskilegt er, að umsækjandi hafi góða tungu- málakunnáttu og hafi nokkra reynslu af námi eða starfi erlendis. Viðfangsefnið krefst þess, að viðkomandi geti starfað sjálfstætt og hafi áhuga á grunnrannsóknum. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Ráðningartími er frá 1. janúar 1997 eða eft- ir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 560 7121 nk. þriðjudaga og fimmtu- daga, milli kl. 13.00 - 16.00. Umsóknir, ásamt upplýsingum um lífsferil, menntun og fyrri störf, óskast sendar til: ISAL, Pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 1. september nk. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslunum Eymundssonar hf, Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík og bókaverslun Penn- ans, Strandgötu, Hafnarfirði. íslénska álfélagið hf. Sölukonur Viltu vinna sjálfstætt og skapa þér þinn eig- in starfsgrundvöll? Ef svo er, þá er tækifærið hjá Greenhouse. Greenhouse er dönsk merkjavara. Fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða og selja vandaðan og fallegan kvenfatnað, ásamt því að gefa út glæsilegan litprentaðan vöru- lista yfir allar söluvörurnar. Salan byggist á heimasölu. Aðalsölutími er frá ágúst til nóvember og mars til júní. Hafir þú áhuga á að vinna í törnum, um- gangast og kynnast konum á öllum aldri, þá legðu inn umsókn á afgreiðslu Mbl., merkta: „Greenhouse - 4021", fyrir 1. ágúst. EJS óskar eftir sölufulltrúum og tæknimönnum EJS er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Þjónusta EJS nærtil flestra hliða nútíma upplýsinga- og samskipta- tækni, allt frá sölu og þjónustu á heimsþekkt- um vél- og hugbúnaði, til nýsmíða og þróun- ar á hugbúnaði og lausnum fyrir atvinnulífið, hérlendis sem erlendis. EJS leggur metnað sinn í að bjóða starfsör- yggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. Vegna stóraukinna verkefna óskar EJS eftir að ráða öfluga og áhugasama einstaklinga sem fyrst, til starfa í verslun, söludeild og netþjónustu. EJS verslun Starfið felst í almennri sölu á tölvubúnaði til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Leitað er að einstaklingum með góða grunnmenntun, góða framkomu og þjónustulund. Reynsla af tölvunotkun nauðsynleg. Umsóknir berist Guðjóni Kr. Guðjónssyni verslunarstjóra fyrir 7. ágúst merktar: „Starfsumsókn - Verslun". EJS söludeild Söludeild annast dagleg samskipti við fyrir- tæki og stofnanir, veitir ráðgjöf varðandi kaup á tölvubúnaði og uppbyggingu upplýsingar- kerfa og annast samskipti við erlenda birgja. Leitað er að einstaklingum með framhalds- menntun t.d. í tölvunar-, viðskipta- eða verk- fræði. Viðkomandi þurfa að eiga auðvelt með hópvinnu, hafa gott vald á mæltu og rituðu máli og hafa góða framkomu. Þekking og reynsla í upplýsingatækni er æskileg. Umsóknir berist Skúla Valberg Ólafssyni sölustjóra fyrir 7. ágúst merktar; „Starfsum- sókn - Söludeild". EJS Netþjónusta Netþjónusta annast þjónustu og uppsetn- ingu á tölvunetum, vélbúnaði og hugbúnaði, auk þjónustu við notendahugbúnað. Leitað er að einstaklingum með framhalds- menntun t.d. í tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða tæknifræði. Þekking á Micro- soft hugbúnaði og uppbyggingu netkerfa æskileg. Umsóknir berist Helga Þór Guðmundssyni framkvæmdastjóra þjónustusviðs fyrir 7. ágúst merktar: „Starfsumsókn - Netþjónusta“. Grensásvegi 10, 108 Reykjavík. Sími 563 3000. Starfskraftur óskast Duglegur, heiðarlegur, þrifinn, óskast í fullt starf og hlutastarf. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar á staðnum. Taktu Strikið, Gylfaflöt, Grafarvogi Sími 587 4800. MYVATN SKI '1 ^SIADAMRI PPI ’ K Kennarar íþróttakennara og tónmenntakennara vantar f Mývatnssveit. Grunnskóli og tónlistarskóli eru í nýju, glæsi- legu húsnæði í Reykjahlíð. Þar er 25 m sund- laug og nýtt íþróttahús verður tekið í notkun um áramót. íbúðarhúsnæði er á staðnum. Frá Reykjahlíð eru 56 km til Húsavíkur og 98 km til Akureyrar. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 464 4379 og sveitarstjóri í síma 464 4163. SJUKRAHUS SUÐURLANDS (egiate) Yfirlæknir - Selfoss Staða yfirlæknis handlækningasviðs við Sjúkrahús Suðurlands er laus til umsóknar. Leitað er eftir lækni með alhliða þekkingu og reynslu í skurðlækningum og fæðingar- hjálp. Krafist er sérfræðiviðurkenningar í al- mennum skurðlækningum, kvensjúkdómum, eða bæklunarskurðlækningum. Búseta á Selfossi eða nágrenni er skilyrði fyrir veitingu stöðunnar. Nánari upplýsingar gefa Þorkell Guðmunds- son, yfirlæknir kvensjúkdómasviðs, í síma 482 3264 og Bjarni Ben. Arthursson, fram- kvæmdastjóri, í síma 482 1300 Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, rannsóknir og fyrri störf ásamt starfsvottorðum. Umsóknir sendist Bjarna Ben. Arthurssyni, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Suðurlands, pósthólf 160, 802 Selfossi, fyrir 19. ágúst nk. Sjúkrahús Suðurlands. RANNÍS Rannsóknarráð Íslands auglýsir Staða deildarsérfræðings vísindasviðs hjá ráðinu er auglýst til umsóknar. Starf deildarsérfræðings á vísindasviði felur í sér sjálfstæð störf undir yfirstjórn forstöðu- manns vísindasviðs. Deildarsérfræðingur hefur m.a. umsjón með framkvæmd úttekta á vísindasviðum eftir ákvörðunum Rannsókn- arráðs íslands og sér um framkvæmd á mati á hluta umsókna, sem koma til sjóða ráðsins. Þá mun deildarsérfræðingur sjá um framkvæmdahlið í alþjóðlegum sam- starfsáætlunum og samskipti við norrænar/ evrópskar samstarfsstofnanir, sem Rann- sóknarráð íslands á aðild að eða samskipti við. Krafist er vísindalegrar sérmenntunar, þekk- ingar á notkun helstu hugbúnaðargerða, góðrar málakunnáttu og góðra samskipta- hæfileika. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendast framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs íslands fyrir 11. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.