Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGA R Barngóð kona óskast til að gæta 6 ára drengs frá kl. 13-17 alla virka daga í Garðabæ, frá 1. september nk. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar í síma 565 7602 eftir kl. 17.30 á morgun, mánudag. Tæknifræðingur / Verkfræðingur Viljum ráða rafmagnstæknifræðing eða -verkfræðing til starfa sem fyrst við hönnun raflagnateikninga. Þekking á AutoCad æski- leg. I umsókn ber að geta upplýsinga um aldur, menntun og fyrri störf. Einnig hvenær umsækjandi getur hafið störf. Rafmiðstöðin, Iðavöllum 3, 230 Keflavík, Sími421 4950 ogfax 421 4910. Helgarvinna - veit- ingastaður Starfsfólk óskast á veitingastað IKEA laugar- daga og sunnudaga. Aukin vinna eftir nánara samkomulagi. Starfið felst í afgreiðslu og vinnu í eldhúsi. Við leitum að dugmiklum starfskrafti 22 ára eða eldri. Nánari upplýsingar veitir Einar Berg í síma 568 6650 kl. 8 - 10 árdegis. Umsóknareyðublöð sækist í afgreiðslu IKEA, Holtagörðum, og skilist á sama stað. ® Leikskólar Reykjanesbæjar Óskum eftir að ráða leikskólakennara við leikskóla bæjarins. Til greina kemur að ráða fólk með aðra uppeldismenntun og reynslu. Hafið samband og kynnið ykkur hugmyndir að skipulagi og starfsemi. Nánari upplýsingar um störfin veitir leik- skólafulltrúi í síma 421 6200. Leikskólafulltrúi. 0 Frá Grunnskólanum í Hveragerði Við skólann eru lausar tvær kennarastöður, önnur í almennri bekkjarkennslu, hin í raun- greinum. Húsnæðisstyrkur er í boði fyrir nýja kennara. Nánari upplýsingar veita Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, í síma 483 4350 eða 483 4950 og Pálína Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 483 4635. Skólastjóri. Lyftaramaður Fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir að ráða vanan lyftaramann. Mikil vinna og góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í símum: vs. 565 3615 og hs. 553 9784. KÓPAVOGSBÆR Skólasafnkennari Laust er til umsóknar starf skólasafnkennara við Kópavogsskóla. Ráðningartími: 1. ágúst 1996-31. júlí 1997. Starfshlutfall er 67%. Æskilegt er að umsækjandi geti ennfremur kennt íslensku í 10. bekk. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 0475 milli kl. 13.00-14.00 dagana 22.-25. þ.m. Starfsmannastjóri. Kerfisverkfræðistofa Verkfræðistofnunar Háskóla íslands leitar að starfskrafti, sem hefur lokið námi í verkfræði eða tölvunarfræði. Viðkomandi þarf að hafa góðan tölvubak- grunn (æskileg reynsla við C/C++ forritun og, Unix kerfisstjórn). Um er að ræða mjög áhugaverð rannsóknarverkefni í 2-3 manna verkefnahópi, í samvinnu við íslenska og erlenda aðila, sem og kerfissstjórn fyrir Unix tölvur á Kerfisverkfræðistofu (um 25% starfsins). Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsækjendur sendi skriflegar umsóknir, merktar KVS-Unix, til afgreiðslu Mbl. fyrir 31. júlí. í umsókninni komi fram upplýsingar um menntun, fyrri störf og meðmælendur og afrit af prófskírteinum. Verkfræðistofnun virðir jöfn réttindi allra umsækjenda. F élagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á næturvaktir við hjúkrunar- heimili aldraðra, Droplaugarstaði, Snorra- braut 58, frá 1. ágúst nk. Einnig vantar sjúkraliða til starfa frá 1. september á ýmsar vaktir. Upplýsingar gefur forstöðumaður Droplaug- arstaða, í síma 552 5811, milli kl. 9 og 12 næstu daga. Ungt og framsækið fólk - fasteignasalar Vel staðsett og traust fasteignasala í Reykja- vík vill ráða sölumann, karl eða konu á aldrin- um 23-35 ára. Umsækjandi þarf að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur, s.s. vera vel máli far- inn, hafa góða tölvukunnáttu og bíl til umráða. Eignaraðild kemur til greina strax eða með áunnum réttindum. Hér er um einstakt tæki- færi að ræða fyrir ungt og framsækið fólk. Umsækjandi skal tilgreina meðmælendur, upplýsinar um aldur, menntun og starfsferil til afgreiðslu Mbl. merkt: „Ungt og framsæk- ið“ fyrir 25. júlí nk. Einnig er hægt að senda tölvupóst til soskar@ismennt.is. Ljósmæður - hjúkrunarfræðingar Ljósmóður eða hjúkrunarfræðing með Ijós- móðurmenntun vantartil starfa á Heilsugæslu- stöðinni á Vopnafirði frá 1. sept. 1996. Framtíðarstarf í góðu umhverfi. Nánari upplýsingar veitir Emil Sigurjónsson, rekstrarstjóri, vs. 473 1225 hs. 473 1478. Bifvélavirki - bflamálari Við á Bílaspítalanum, Kaplahrauni 1, Hafnar- firði viljum ráða vanan bifvélavirkja til starfa og einnig vanan bílamálara. Æskilegt að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Yngvi á staðnum virka daga frá kl. 8-18. Ekki eru veittar upplýs- ingar í síma. Ljósmóðir óskast í fasta stöðu frá 1. okt. ’96. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 455 4000. Meinatæknir óskast til afleysinga í eitt ár frá 1. okt. '96 Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri í síma 455 4020. Landbúnaðarráðu- neytið Staða deildarstjóra búnaðarsviðs er laus til umsóknar. Meðal verkefna eru búfærsla, búfjárrækt, framleiðslustjórnun og inn- og útflutningur dýra. Starfið er veitt til eins árs frá 1. september. Launakjör fara eftir samningum opinberra starfsmanna 1996. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvíkurlæknishéraði er laus til umsóknar. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum áskilin. Umsóknum skal skilað til stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar, Engihlíð 28, 355 Ólafsvík fyrir 1. september 1996, á sérstökum eyði- blöðum, sem látin eru í té á skrifstofu land- læknis. Staðan veitist frá 1. október 1996 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, Lárus Þór Jónsson, í síma 436 1000 vs. og 436 1455 hs. Stjórn Heilsugæslustöðvar Olafsvíkurlæknishéraðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.