Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 1
' . Það er sérstök upplifun að þeys- ast yfir endalausa snjóbreiðu á sérútbúnum bíl eða hangandi aftan i á skiðum. 2 Papey Papey er þekktust þeirra eyja sem eru úti fyrir austurströnd íslands. Papeyjarferðir ehf. bjóða upp á daglegar ferðir út í eyjuna og það er sagt að fólk eigi ekki að láta tækifæri til slíkrar ferðar framhjá sér fara. SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ1996 BLAÐ C Reyklausar *9"*ttar^ AUKNAR kröfur um bann */ y við reykingum í flugi hafa valdið flugfélögum sem vilja gjarnan þóknast farþegum sínum, jafnt reyk- ingarfólki sem öðrum, miklum heilabrotum. Þýskt flugfélag, Augsburg Airways hefur fundið ansi frumlega lausn á vandamálinu með því að gefa farþegum sérstakar „reyklausar sígarettur." Bandaríski tóbaksframleiðandinn R.J. Reynolds Tobacco Co. er að láta prófa sígaretturnar, en sam- kvæmt upplýsingum þaðan, felst nýjungin í því að hita tóbakið í stað þess að brenna það. Aðferðin leiðir til þess að reykurinn frá sígarettunum verður 90% minni en með hefðbundnum reykingum. Að auki mun magn tjöru og nikótíns vera í lágmarki. Stofnun Náttúruskóla í Mývatnssveit í undirbúningi Ferðamenn gera kröf u um f ræðslu „NÁTTÚRUSKÓLI í Mývatnssveit myndi lengja ferðamannatímann hér auk þess sem þannig yrði kom- ið.til.móts við auknar kröfur ferða- manna um fræðslu," segir Þórður Höskuldsson, ferðamálafulltrúi í Mývatnssveit, en undanfarið ár hef- ur starfshópur unnið að undirbún- ingi að stofnun slíks skóla. „Sveitin er heimsfræg fyrir sína sérstöku náttúru og er paradís þeirra sem vilja skoða og skilja. Náttúruskóli myndi mæta þeim áhuga sem svæðið vekur hjá fróð- leiksfúsum ferðalöngum, skólahóp- um og vísindamönnum. Honum yrði ætlað að sinna óskum þessara riópa og um leið að auka hróður svæðis- ins á þessi sviði." Að sögn Þórðar hafa þegar farið fram kannanir á óskum erlendra hópa um fræðslu og hann segir nið- urstöðurnar staðfesta að þörfin sé til staðar. „Það er ekki ljóst hvenær skólinn verður settur á stofn, en það er mikill hugur meðal ferðaþjónustu- aðila á svæðinu að nota þetta tæki- færi til þess að lengja ferðamanna- tímann og nýta þær fjárfestingar sem lagt hefur verið út í." Fræðslufyrlrlestrar í lok júlí verður gerð tilraun með almenningsfræðslu í Mývatnssveit þar sem ferðafólki verður boðið uppá aðgengilega fyrirlestra um jarðfræði íslands með sérstakri áherslu á NA-land. Fyrirlestrarnir verða í upplýsingamiðstöðinni og taka 1-2 klukkutíma hver. Fyrirles- ari verður Ari Trausti Guðmunds- son jarðeðlisfræðingur og verða fyrirlestrarnir á íslensku, norsku, ensku og þýsku. Aðgangseyrir er 500 kr. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir aðstandendur til þess að kanna jarð- veginn og fyrir þá ferðamenn sem hafa hug á að skoða náttúruperlur Mývatnssveitar er upplagt að sækja fyrirlestur og fá þannig bættan skilning á því svæði sem skoða skal," segir Þórður. Dagana 28. 29. og 30. júlí verða fyrirlestrar kl 17 og 21 og 31. júlí verður fyrirlestur kl 17. ¦ Morgunblaðið/Árni Sæberg NÁMASKARÐ í Mývatnssveit. KULUSUK ?SAMyiNNUFERÐIR-Land- sýn og íslandsflug bjóða nokk- ur sætí i dagsf erðir til Kulusuk á Grænlandi á tílboðsverði 14.900 kr. í júlímánuði. Farið er frá Reykjavíkur- flugvelli kl. 9.45 og lent í Kulusuk við Ammassalik fjörð eftir tveggja tíma flug. Þar taka fararstíórar á mótí hópn- um. Eftír skoðunarferð um Kulusuk er möguleiki á að sigla með litlum, opnum bát- um út á flugvöll. Lending í Reykjavík er áætluð kl.18. Innifalið í verði er flugfar, skattar, máltíðir um borð og leiðsögn um þorpið. FLÓRÍDA ?SJÖ ferðum verður bætt við sumaráætlun Flugleiða til Orlandó í haust. Fyrsta ferðin verður 11. september og síðan vikulega á þriðjudögum. Frá þeim tíma verður því flogið tvisvar í viku, á sunnudögum og þriðjudögum, frá Keflavík til Orlandó á Flórídaskaga. Sérstök tílboð á akveðna gistístaði standa farþegum tíl boða á næstunni í Orlandó og á fleiri stöðum, t.d. Sarasota og St. Petersburg. ¦ Stóra Austurlandaferðin, 5. okt. 3 vikur Perlur Austurlanda í einni ferð: Draumaeyjan BALI, viðskiptaundrið SINGAPORE, brennipunktur Austurlanda HONG KONG á tímamótum, besti verslunar- og skemmtistaður Austurlanda BANGKOK, á ótrúlegum kjörum. Fá sæti laus. Ferð ársins „TÖFRAR 1001 nætur" 17. okt. 3 vikur. . Sérkennilegur, heillandi heimur Austurlanda. Ótrúleg fegurð á frábæru verði. Örfá sæti laus. landa eðœ Okkar sambond -þinnhagu' TÍbahafíM FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurslræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, simi 56 20 400, fax 562 6564 Sigling á Karíbartafi eða sæluvika á draumaeynni Dominikana Siglingar á nýjustu skemmtiskipum heimsins. Enn nokkrir klefar lausir á tilboði 2 fyrir 1. Umboð á íslandi: CARNIVAL CRUISE LINES. Dvöl á fegurstu eyju Karíbahafs með öllu inniföldu á PUERTO PU\TA VILLAGE NÝTUR SÍAUKINNA VINSÆLDA. Spennandi valkostur á verði Evrópuferðar. Ferðir allt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.