Morgunblaðið - 21.07.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 21.07.1996, Síða 3
2 D SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 D 3 Nýrjeppif Mitsubishi MITSUBISHI Motors afhjúpaði fyr- ir skemmstu nýjan jeppa í Japan sem kemur í stað Montero Sport í Bandaríkjunum, sern þekkist sem Pajero í Evrópu. í Japan kallast bíllinn Challenger og er hann byggður á sömu grind og pallbíll Mitsubishis. Hann verður fáanlegur afturhjóladrifinn eða fjórhjóladrif- inn. I Bandaríkjunum verður hann íboði með 2,4 lítra, fjögurra strokka vél sem menn þekkja úr Montero línuvél og 3,0 lítra, 24 ventla, V-6 (Pajéro). ■ Framleiðsla aukin á Z3 BMW hefur ákveðið að hætta að fram- leiða 3-línuna í verksmiðjum sínum í Bandaríkjunum til þess að auka fram- leiðslu á Z3 sportbílnum sem James Bond ekur í kvikmyndinni GoldenEye. Z3 hefur eingöngu verið smíðaður í verk- smiðjum BMW í Spartanburg en hefur engan veginn annað eftirspum. Með því að hætta framleiðslu á 3-línunni eykst framleiðslan um 200 til 250 bíla á viku. BWM hefur einnig frestað fyrirhuguðum útflutningi á Z3 til Japans og heima- lands James Bonds, Englands. Jeppi f rá Yolvo VOLVO mun bjóða upp á jeppa eða jeppl- ing í Evrópu sem byggður verður á breyttum Volvo 850. Hins vegar þykir líklegt að Chrysler eða Mitsubishi með Volvo merkinu verði valkostur Volvo í jeppadeildinni í Bandaríkjunum. Jeppinn á Evrópumarkað verður byggður á al- drifsútgáfunni af 1997 árgerð 850. Hann verður kallaður Cross Country og verður frumkynntur haustið 1998. Hann verður með meiri hæð frá vegi, breiðari og stærri hjólum en 850 langbakurinn og auk þess með ýmsum jeppalegum stíl- brögðum á ytra byrði. Vélrænn akstur NÆSTA sumar verður hægt að aka sérútbúnum Buick LeSabre eftir tak- mörkuðum kafla á hraðbraut nr. 15 nærri San Diego í Kaliforníu án þess að ökumaður komi nokkuð nálægt akstr- inum. Sjálfvirkur búnaður í bílnum held- ur honum á miðjum veginum og ákvarð- ar einnig hraða hans. Búnaðurinn sér um að bíllinn vikur sér undan hindrunum. liðvagn SVR í gagnið LIÐVAGN frá Volvo verk- smiðjunum sænsku bætist í flota Strætisvagna Reykjavík- ur í byrjun september en for- ráðamenn SVR hafa lengi ósk- að eftir afkastameiri vagni til að aka á fjölmennustu leiðun- um. Vagninn tekur kringum 140 farþega í sæti og stæði en venjulegu vagnarnir taka rúm- lega 90 manns. Gert er ráð fyrir að vagninn komi til lands- ins seint í ágúst og að hann hefji akstur í byrjun september þegar nýtt leiðakerfi SVR verður komið í gagnið. Auk liðvagnsins fær SVR einn minni vagn og mun flotinn þá alls telja 73 vagna. Óskað hafði verið eftir fjárveitingu til kaupa á tveimur liðvögnum en samþykkt var að festa kaup á einum til að byrja með og bæta öðrum við á næsta ári, jafnvel tveimur ef vagninn reynist vel. Nota á vagninn á leiðum í Breiðholti til að byrja með og síðan í Árbæjar- og Grafarvogshverfum, á leiðum þar sem nota hefur þurft tvo vagna á annatímum en ætlað er að liðvagninn dugi einn á þeim timum. Vagninn er 18 ni langur en núverandi vagnar eru 12 metr- ar að lengd. Aftasti hlutinn er tengdur með eins konar kápu og beygja hjólin á öftustu hás- ingunni líka sem gerir vagninn lipurri í meðförum. Drifið er á miðhásingunni og er vagninn knúinn 286 hestafla dísilvél með sjálfskiptingu. Verðið los- ar 20 milljónir króna en verð á venjulegum vagni hefur ver- ið 15 til 17 milljónir. Eigi að endurnýja flota SVR án þess að meðalaldur hans hækki verulega verður helst að kaupa 4 vagna á ári. ■ +- Daewoo vill kaupa Lotus SUÐUR-kóreski bílaframleiðandinn Da- ewoo vill kaupa breska merkið Lotus og nýta sér það í mikilli framsókn sinni á vestrænum mörkuðum. Lotus framleiddi á síðasta ári 1.000 bíla en seldi einungis 600 þeirra. GM og Opel í Póllandi GM og Opel hafa komist að samkomu- lagi við pólsk stjórnvöld um að byggja nýja verksmiðju í Gliwice í suðurhiuta Póllands. GM hyggst veija sem nemur rúmlega 18 milljörðum ÍSK í verkefnið og hefjast framkvæmdir í sumar. Ráð- gert er að hefja bílaframleioðslu þar í árslok 1998 og verður afkastagetan um 70 þúsund bílar á ári. ■ AUDIA3 á markað í haust Morgunblaðið/Kristinn AFTURHÁSINGAR voru færðar aftur um tólf sentimetra. Morgunblaðið/Kristinn UNNIÐ að breytingum á SsangYong Haralds. SKORIÐ var úr aftur- brettunum aftanverðum en ekkert þurfti að klippa inn í sjálfan bílinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BENEDIKT Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, próf- ar bílinn eftir breytingarnar. MUSSO BREYTT TYRIR 38 TOMMUR YFIR 30 SsangYong Musso jeppar verða komnir á götuna hér á landi í lok þessa mánuðar. Þetta hlýtur að teljast dágóð sala því bíllinn hefur aðeins verið einn mánuð á markaði hérlendis. Von er á tólf bíium í næstu viku og eru þeir allir seldir. Viðtök- umar á Musso hér á landi hafa kom- ið framleiðendum bílsins í Suður- Kóreu þægilega á óvart. Nú hefur fyrsta Musso bílnum verið bre}dt fyrir 38 tommu dekk og það er um- boðsaðilinn, Bílabúð Benna sem sá um breytingarnar. Bíllinn, sem er í eigu Haralds Kristóferssonar, kom með fyrstu sendingunni í byijun júnímánaðar. Bfllinn er með fimm strokka dísilvél frá Mercedes-Benz og forþjöppu og millikæli, 132 hestafla. Skorið var úr brettunum og hás- ingunum stillt undir hann þannig að hann stóð á 38 tommu dekkjum á frumsýningunni í Bílabúð Benna. Harald var upphaflega að velta því fyrir sér að flytja inn notaðan bíl frá Evrópu, helst japanskan, og láta breyta honum. Hann féll hins vegar strax fyrir Musso þegar hann sá hann. Einn rifinn í sundur Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bfla- búðar Benna, segir að um leið og bílamir komu til landsins var einn þeirra gersamlega rifinn í sundur. „Við vildum skoða drifín og allt kramið í honum. Bíllinn var búinn að vera í þrjár klukkustundir hér inni og þá voru hásingarnar bæði að aftan og framan komnar í sund- ur. Við sáum að þetta voru amerísk drif sem við áttum til á lager hérna. Þegar við sáum að drifhlutföllin og læsingarnar passa ákváðum við að hækka hann beint upp í 38 tommur en Harald var að velta fyrir sér 35 tommum,“ sagði Benedikt. Afturhásingin var færð aftur um tólf sentimetra með því að færa bita sem gormafestingar, demparafest- ingar og skástífa er fest á. Stífumar voru lengdar um samsvarandi iengd. Ekkert þurfti að klippa úr afturbrett- unum framanverðum en klippt var úr þeim aftanverðum. Hjólaskálin er það stór að ekkert þurfti að klippa inn í sjálfan bílinn, eins og algengt er að þurfi að gera á öðrum bílum. Með því að færa afturhásinguna aft- ur um tólf sentimetra verður bíllinn betri í torfærum og snjó og stöð- ugri. Notaðar vora innvíðar felgur þannig að hægt er að nota sömu brettakantana fyrir 35 og 38 tommur sem hefur í för með sér mikinn hönn- unarsparnað. Yfirbygglng hækkuð um 10 cm Smíðaðir vora brettakantar á bíl- inn að framan og aftan og reynt var að hafa útlitið í samræmi við upphaf- legt útlit bílsins. Afturbrettakantarn- ir koma ekki inn á afturhurðina eins AFTURHASINGIN FÆRÐ AFTURUM 12 CM MUSSO - JEPPINN BUNAÐUR Brettakantar (sett) __________ Body lift (10 cm) og stýrislenging ! Drifhlutfall í Dana 44(5.38/1) Drifhlutfall í Dana 30 (5.38/1) ARB loft-driflæsing í Dana 44 ARB loft-driflæsing í Dana 30 |ARB loftdæla (ný gerð) Stigbretti Jeppa-aurhlífar *38" Mudder dekk *12" American Racing krómfelgur VINNULIÐIR Verð 48.500 14.900 16.065 15.098 62.865 62.865 17.955 10.780 2.500 (117.360) * (57.528)1 Verð Upphækkun á yfirbyggingu 39.500 Úrklipping, ásetning brettakanta og frágangur Sprautun á brettaköntum 35.700 15.570: Læsingar og drifhlutföli 41.400) 1 Brevta stiabrettum oa ásetnina aurhlífa 20.700 Hjólastilling 5.300) Sérskoðun, vigtun og bremsuprófun 18.135 * 30" Mudder dekk og 12" ARE krómfelgur koma í stað venjulegs búnaðar, semer 31" BF Crodrich dekk og 8" álfelgur. Verðmismunur er kr. 68.173. og oft gerist þegar öðram bílum er breytt. Boddíið var hækkað um tíu sentimetra. Benedikt segir að þeir bílar hafa verið hækkaðir á yfirbygg- ingu hafi hún stundum viljað liðast í sundur. Ástæðan er sú að boddífest- ingarnar hafa ekki verið færðar upp. Núna er Bílabúð Benna almennt far- in að færa 2-4 boddífestingar þegar bílar era hækkaðir. Sex boddífesting- ar voru færðar upp á Musso Haralds þannig að bíllinn verður stöðugri fyrir vikið. Einnig var hægt að stækka éldsneytistankinn um tíu sentimetra. Tankurinn er úr plasti og var hann stækkaður úr 80 lítrum í 140 lítra. Sett voru 5:38 hlutföll í hásingarn- ar, ástralskar loftlæsingar að aftan og framan, ný gerð loftdælu til að dæla í hjólbarðana. Stuðarar voru færðir upp og smíðað á hann dráttar- beisli. Harald kveðst lítið hafa reynt bíl- inn ennþá enda tiltölulega nýkominn á hann. Þó skrapp hann á honum til Þórsmerkur. „Bíllinn reynist mér al- veg framar vonum,“ segir Harald. Hann hefur átt marga jeppa um dagana og verið með bíladellu frá því hann fékk bílpróf. Síðast átti Harald lengdan Toyota Double Cab og þar á undan Bronco II. „Mér fínnst helst við Musso nátt- úrlega útlitið og svo er hann með góða vél og gott kram. Þetta er rúm- góður bíll og skemmtilegt að keyra hann. Vinnslan er góð miðað við það að þýtta er dísilbíll og hann togar vel. Eg var með fellihýsi aftan í hon- um þegar ég fór inn í Þórsmörk. Það kom mér verulega á óvart hvað hann fór létt með þetta. Fellihýsið sjálft vegur um 500 kg og svo var í því mikill farangur sem reikna má með að hafí vegið nálægt 600 kg. Svo vorum við fjögur í bílnum og farang- ur í honum. Bíllinn sveif þetta áfram eins og ég hefði keyrt Toyotuna tóma. Hann stendur fyllilega undir vænting- um og gott betur,“ sagði Harald. Fullmjúkur að framan Musso kemur á gasdempurum. Harald sagði að vegurinn inn í Þórs- mörk hefði verið frekar leiðinlegur en bíllinn hefði þó farið vel á vegi. „Hann er alls ekki hastur bíllinn og ef eitthvað er þá er hann frekar mjúkur til þess að vera í verulegum torfæum. Þá vil ég hafa bílana frek- ar stífari að framan svo þeir taki ekki dýfur. Það gerir Musso ef tor- færurnar eru miklar. Lausnin á þessu er sú að setja undir hann Rancho 9000 stillanlega dempara. Ég er að spá í að gera það,“ sagði Harald. Harald var með Rancho 9000 dempara undir Toyota bílnum en þeir eru með lítilli loftdælu og bíl- stjórinn á kost á fimm mismunandi stillingum að framan og aftan með því að þrýsta á hnapp í mælaborði. Bílaleiga Akureyrar kaupir Suzuki BÍLALEIGA Akureyrar hefur fest kaup á 20 fjórhjóladrifsbíl- um frá Suzuki, Suzuki Vitara og Suzuki Baleno fyrir starfsemi sína. Þetta er ein af stærri af- greiðslum hjá Suzuki umboðinu. Myndin er tekin þegar Úlfar Hin- riksson framkvæmdasljóri Suzuki bíla hf. afhendir Bergþóri Karlssyni frá Bílaleigu Akur- eyrar hluta þeirra Suzuki Vitara og Suzuki Baleno bíla sem Bíla- leiga Akureyrar kaupir af Suzuki bílum í ár. Morgunblaðið/Sverrir .orðaðu það við Falkann ——--- Pekking Reynsla Pjónusta SU0UIU ANDEBRAUT 8.188 REYIUAVI8, SÍMI: 881 46TD, fAX: 881 J88! ÞAÐ er athyglisverður bíll sem er ekið í Lúxemborg þessa dagana, Audi A3 smábíll í svipuðum stærðar- flokki VW Golf og BMW Compact. Verið er að frumkynna bílinn þar en hann kemur á flesta markaði í Evr- ópu næsta haust. Með A3 hefur orðið mikil viðhorfs- breyting hjá lúxusmerki VW sam- steypunnar, sem hefur ekki síðustu 20 árin smíðað Audi bí! í svo lágum verðflokki. Það gerði BMW hins veg- ar fyrir tveimur árum þegar kynntur var 316 Compact og nú hyggst BMW smíða nýjan alvöru smábíl. Mercedes- Benz kemur á markað með nýjan smábíl, A-línuna, næsta haust. Saab hefur einnig í hyggju að smíða smábíl fyr- ir þá viðskiptavini sína sem vilja lúx- usbíl en era ekki með fullar hendur fjár. 1,6 i vél, 101 hestafl A3 er einnig athyglisverður út frá tæknilegu sjónarmiði. Hann er fyrsti bíllinn sem smíðaður er á nýrri grind VW sem næsta kynslóð Golf, Skoda Octavia og Seat Toledo verða einnig byggðir á. A3 er fýrsti Audi bíllinn á seinni tímum sem er með vélina þversum. Hann er framhjóladrifínn, 4,15 m á lengd, 1,73 m á breidd og hjólhafið er 2,51 m. Hann er minni en BMW 316 Compact en stærri en VW Golf. Vélin er 1,6 lítra og 101 hestafl. Einnig verður bíll- inn í boði með 1,8 lítra vél- inni úr A4 sem skilar 125 hestöflum og með sömu vél með forþjöppu, 150 hest- afla. A3 verður með rafdrifnum rúðum 'og speglum jafnvel í ódýrustu útfærslunum. Einn- ig verður hann með upphituðu rúðusprautunarkerfi, hnakkap- úðum í aftursæti og á álfelgum. vatnsdælur / bifreiöina þma... TRIDON ►► ...varahlutir Vatnshosur Tímareimar og strekkjarar Bensíndælur Bensínlok Bensínslöngur Álbarkar Hosuklemmur Kúplingsbarkar U R N I B R Æ Lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunln, aökeyrsla frá Háaleltisbraut TRIDONt^ Söluaðilar: GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri. oa undirvaonsaormar. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.