Morgunblaðið - 21.07.1996, Page 4

Morgunblaðið - 21.07.1996, Page 4
4 D SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÆGT er að leggja sætin þannig niður að þægilegt er að sofa í bílnum. VEL er frá öllu gengið í mælaborði og þar er m.a. finna útihitamæli, loftvog og áttavita. Morgunblaðið/Golli NÝTT útlit er á framenda. NÝI Land Cruiser jeppinn frá Toyota nýtur sín vel á fjöllum. Morgunbiaðið/jt ££ M Toyota Land Cruiser ■% lljeppi var kynntur í síð- ustu viku en þessi nýja gerð tekur við af 4Runner jeppan- SHÍ um og verða því tvær gerðir SSE af Land Cruiser í boði hjá Toyota umboðinu, P. Samú- ■J elssyni. Nýi Land Cruiser jeppinn er fáanlegur með SS þriggja lítra dísilvél eða 3,4 lítra bensínvél, með fimm gíra handskiptingu eða sjálf- skiptingu', hann hefur mikinn öryggis- og þægindabúnað og er fáanlegur 8 manna. Land Cruiser er með sítengdu aldrifí og verðbil- ið er allt frá þremur milljónum króna uppí tæpar 4,2 milljónir. Land Cruiser er í stuttu máli öflug- ur og vel búinn bíll með sérlega góða aksturseiginleika og einn af kostunum er íjölbreytnin í verði þótt vissulega sé hann alltaf tals- verð fjárfesting. Hér verður á eftir fjallað um dísilbílinn með sjálf- skiptingu, VX gerðina sem kostar úm 3,7 milljónir króna. Land Cruiser er kannski ekki stórkostlega breyttur í útliti en þó,, þessi gerð er heldur minni, 4,73 m, en Land Cruiser útgáfan sem fyrir er og verður áfram fáanleg. Lagið er hefðbundið, rúður ágæt- lega stórar, aftasta hliðarrúðan þó nokkru minni en hinar. Framend- DFjöðrun Kraftur Búnaður inn er nýr og ávalur, stuðarar, klæðningar á hliðum og kringum hjólaskálar nýjar og afturhurðin opnast nú til hliðar sem var ekki á 4Runner bílnum. Brot eða stallur er á hlið sem byijar í fremri hliðar- hurðunum og nær að afturhominu og hliðamar eru ofurlítið kúptar. Átta manna Að innan býður Land Cmiser uppá rými og þægindi. Öll sætin eru góð en framstólarnir þó bestir og veita þeir góðan stuðning á alla kanta. Þeir eru með hitun og er geymsluskúffa undir farþega- sætinu. Þriggja punka öryggis- belti með forstrekkingu eru í öllum sætum nema miðju aftursætinu. Útgáfan sem reynd var bauð uppá átta sæti, þ.e. aftasti bekkurinn tekur þrjá farþega. Fljótlegt er að ýta miðjusætinu fram til að komast í það aftasta. Tveir full- orðnir endast þar bæjarleið eða jafnvel lengra en þessi sæti teljast þó vart nema fyrir smáfólkið. Þau eru með öryggisbeltum en ekki höfuðpúðum. Afturhlerinn opnast sem fyrr segir til hliðar og er það betri kostur en tvískipt hurð sem opnast upp og niður. Hlerinn helst opinn og fastur með stagi og utan á honum hangir varahjólið. Mælaborð er í senn kantað og kúpt. Hraða- og snúningshaða- mælar em á hefðbundnum stað í afmörkuðu boxi beint fram af ökumanni og þar er einnig að finna helstu gaumljós og á sjálf- skipta bílnum ljós fyrir skipting- una sem er alltaf góður kostur. Til hliðar er síðan bretti með mið- stöðvar- og útvarpsrofum, ösku- bakki, kveikjari, rafmagnsinn- stunga, þar fyrir neðan eru gír- og drifstangirnar fremst milli sæt- anna og handhemill þar fyrir aft- an. Efst á miðju mælaborðinu er síðan aukamælir sem veitt getur ýmsar upplýsingar. Þar er átta- viti, hallamælir, útihitamælir, loft- vog, hæðarmælir, skeiðklukka og meðalhraðamælir, allt skemmti- legir kostir en kannski sjaldnast bráðnauðsynlegir. uiser n kostum Toyota Land Cruiser VX í hnotskurn Di'silvél: 3,0 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar, for- þjappa, 126 hestöfl. Sítengt aldrif, hátt og lágt. 100% driflæsing að aftan. Aflstýri - veltistýri. Álfelgur. Samlæsingar. Rafstillanlegir hliðarspegl- ar. Hemlalæsivörn. Líknarbelgur. Skúffa undir farþegasæti frammí. Útvarp og segulband. Lengd: 4,73 m. Breidd: 1,73 m. Hæð: 1,86 m. Hjólhaf: 2,67 m. Hæð undir lægsta punkt 23 cm. Hjólbarðastærð: 215/80R16. Beygjuþvermál: 11,4 m. Þyngd: 1.830 kg. Stærð eldsneytistanks: 90 I. Eyðsla: 10-11 I aðjafnaði. Staðgreiðsluverð kr.: 3.725.000. Umboð: P. Samúelsson ehf., Kópavogi. Dísilútgáfan er búin þriggja lítra, fjögurra strokka 8 ventla og 126 hestafla vél með forþjöppu og er snúningsátakið 295 Nm við 2.400 snúninga. Olíuverkið er tölvustýrt en þessi vél er sérstak- lega hljóðlát og þýðgeng og má segja að munur á henni og venju- legri bensínvél sé nánast ekki telj- andi í öllum venjulegum akstri. Hávaðamunurinn er aðallega utan dyra. Tölvustýringin er nýjung og er brunablöndunni þá stjórnað eft- ir álagi á vélina, lofthita, snún- ingshraða, ökuhraða, kælivatns- hita og fleiri en auk þess stýrir tölvan hægagangi nákvæmar en venjulegt olíuverk. Þá er hún búin upplýsingatölvu sem bæði gefur bilanir til kynna og ýmist heldur bílnum gangandi þar til komið er á þjónustuverkstæði ef bilun er smávægileg eða drepur á vél ef hún er alvarleg. Meðaleldsneyti- seyðslan er talin kringum 10 til 11 lítrar. Mjúkur Af öðrum búnaði má nefna hemlalæsivörn, rafstillta hliðar- spegla, vökvastýri og veltistýri með sex stillingum, samlæsingar, tvo líknarbelgi og hljómflutnings- tæki. Toyota Land Cruiser er skemmtilegur í akstri. í þéttbýl- inu er hann lipur vel, enda ekki svo stór um sig, virðist nokkuð breiður (1,82 m) og þvi þarf kannski nokkrar ferðir eða nokkra daga til að venjast við breiddina en það gerist þó fljótt. Stýrið er hæfilega létt, skiptingin góð, ökumaður situr hátt og hefur gott útsýni þannig að meðhöndlun öll í þéttbýli er auðveld. Ekki finnst vitund fyrir því að sítengda aldrifið taki nokkuð í eða íþyngi bílnum við akstur eða skak í þrengslum. Á þjóðvegi með bundnu slitlagi er lítið annað að gera en koma sér vel fyrir, fylgjast með umferð- inni og láta bílinn líða áfram á ferðahraða og hann getur vand- ræðalaust svarað óskum um við- bragð vegna framúraksturs. Þægilegt er að taka úr yfirgír þegar lagt er í langar brekkur, þá eykur hann snúninginn liðlega og heldur ferðinni án þess að auka þurfi olíuinngjöf. Á þessum venjulega hraða þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvernig bíllinn liggur og nánast óþarfi að hægja að nokkru marki á sér í kröpp- ustu beygjum. Þegar komið er á malarveg njóta sín best kostir fjöðrunarinnar. Að framan er komin ný og sjálfstæð gorma- fjöðrun með efri og neðri spyrnun og að aftan er fjögurra punkta gormafjöðrun með þverspyrnu að aftan. Þessi fjöðrun er það mjúk að menn vita lítið um hvers konar ójöfnur bíllinn líður þægilega yfir og ásamt sídrifinu heldur fjöðrun- in bílnum mjög rásföstum á möl- innj. Á jjallavegunum gildir það sama - hvorki þurfa farþegar né ökumaður að óttast óþægilegan hristing. Að vísu var Kjalvegur eiginlega of góður til að reyna þetta til hlítar, heldur grófari var spottinn í Kerlingarfjöll en ljóst er að Land Cruiser hinn nýi er ekki síst á heimavelli á þessum slóðum. Einn af stærstu kostunum við þennan nýja Land Cruiser er verð- bilið. Ódýrust er STD gerðin með fimm gíra handskiptingu sem kostar 3.065.000 kr. og er hún þá án líknarbelgs, helmalæsivarn- ar og aukasætanna. Næst kemur GX sem kostar kr. 3.275.000 og er þá kominn líknarbelgur. Þá er það VX gerðin er kostar rúmar 3,5 milljónir en auk líknarbelgs hefur bæst í hana hemlalæsivörn og álfelgur. Sjálfskipting í allar gerðirnar kostar kringum 200 þúsund krónur. Enn er þá ótalin ein gerð en það er VX með 3,4 lítra, sex strokka, 24 ventla og 180 hestafla bensínvél og kostar hún tæpar 4,2 milljónir með sjálf- skiptingu. Kjósi einhver eldri Land Cruiser gerðina sem er nokkru stærri er verðið allt milli 3,9 og 4,9 milljónir króna. Að öllu samanlögðu er ljóst að hinn nýi Land Cruiser er vel bú- inn og vandaður gripur. Fjárfest- ingin er talsverð en góður kostur er að geta byrjað á viðráðanlegum stað og síðan bætt við eins og kaupgetan eða áhuginn ráða því fyrir þær þijár milljónir sem grunngerðin kostar fæst fjölhæf- ur bíll til fjalla og byggða. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.