Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C 165. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tilræði draga ekki úr Spánarferðum Lundúnum, Barcelona. Reuter. Reuter Ræðarar rændu • rútuí Atlanta SAMGÖNGUKERFI á Ólympíu- leikunum í Atlanta hefur verið í molum og mikillar óánægju gætt af þeim sökum hjá keppendum og fylgdarliði. Rútur hafa sjaldn- ast farið á réttum tíma og bíl- sljórar ekki ratað um borgina. í gær fengu ræðarar frá Úkraínu, Bretlandi og Póllandi sig fullsadda á seinkunum. I örvænt- ingu sinni um að komast ekki til keppni stöðvuðu þeir rútu sem átti að fara til hokkívallar, rudd- ust inn og kröfðust þess að ekið yrði í þveröfuga átt. Lét bílstjór- inn undan og þáði leiðbeiningar ræðaranna. Vegna ástandsins hafa ýmsir keppendur flúið Ólympíuþorpið og flutt á hótel við keppnissvæði sitt, m.a. bresku ræðararnir Matthew Pincent og Steven Redgrave (t.h.) sem hér vinna í sínum riðli á tveggja manna báti. Redgrave er á góðri leið með að vinna sig- ur á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. ■ Ólympíuleikarnir/Bl FERÐASKRIFSTOFUR í Evrópu sögðu í gær að lítið væri um að ferð- ir til Spánar væru afpantaðar eftir að 35 manns særðust, þar af íjórir alvarlega, í sprengjutilræði á flug- velli í Katalóníu á laugardag. Talsvert var þó um að fólk hringdi í ferðaskrifstofurnar til að afla upp- lýsinga um hvort enn væri öruggt að ferðast til Spánar eftir sprengju- herferð aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, um helgina. Tvær sprengjur sprungu einnig á hótelum á norðausturströnd Spánar á laugar- dag en enginn særðist og þtjár til viðbótar voru gerðar óvirkar. ELLEFU manns fórust um helg- ina í flóðum, sem nú ganga yfir suðurhluta Quebec-fylkis i Kanada í kjölfar mikilla rign- Stjórnmálaflokkur ETA, Herri Batasuna, sagði að hreyfingin væri með sprengjutilræðunum að reyna að knýja nýju hægristjórnina til við- ræðna um stofnun sjálfstæðs ríkis Baska. Markmiðið væri ekki að valda manntjóni heldur að skaða stjórnina, sem hefur neitað að ræða við hreyf- inguna fyrr en hún lofar að hætta hermdarverkunum. ETA hringdi í tvö dagblöð til að vara við sprengjutilræðinu á flug- vellinum í bænum Reus, skammt frá Tarragona, fyrir tilræðið. Um 1.000 manns voru í biðsalnum þegar sprengjan sprakk og lögreglan sagði inga. Nokkurra manna er enn saknað. Skemmdir á mannvirkj- um urðu mestar í héraðinu Saguenay í suðausturhluta Que- að ekki hefði gefist nægur tími til að koma fólkinu út. ETA hefur staðið fyrir fjölda sprengjutilræða á ferðamannastöð- um á Spáni í sumar og yfirleitt hringt til að vara við þeim. Hreyfing- in hefur orðið 800 manns að bana frá því hún hóf baráttu sína fyrir sjálfstæðu ríki Baska árið 1968. Embættismenn á Spáni óttast mikinn samdrátt í ferðaþjónustunni haldi sprengjutilræðin áfram. Tekjur af ferðamönnum nema um 9% af vergri þjóðarframleiðslu Spánvetja og 11% allra starfa í landinu tengj- ast ferðaþjónustu. bec en myndin er tekin í borg- inni Chicoutimi þar sem vatns- elgurinn rauf vegi og skolaði burt heilu húsunum. Deilt um eyðingu á fóstur- vísum London. Reuter. HARÐAR deilur hafa risið í Bretlandi vegna þess að fyrir- hugað er að eyða um 3.300 íosturvísum, sem geymdir hafa verið í frysti í fimm ár eða lengur. Í gær buðust fimm bresk hjón til þess að ættleiða eða taka fósturvísana í fóstur. Eyða á fósturvísunum 31. júlí hafi foreldrarnir ekki gef- ið sig fram við viðeigandi sjúkrastofnun. Alls er um að ræða fijóvguð egg úr 900 konum. Ýmist vilja foreldr- arnir ekki láta koma fóstur- vísinum fyrir í legi konunnar eða glasafijóvgunarstöðvarn- ar hafa misst samband við foreldrana. Samkvæmt breskum lögum má aðeins koma þremur frjóvguðum eggjum fyrir í legi konu við glasafijóvgun en áður hafa ef til vill fleiri egg verið fijóvguð. Lögin kveða ennfremur á um að ekki megi geyma fósturvísa lengur en fimm ár í frysti, nema foreldr- arnir óski eftir því að tíminn verði framlengdur eða gefi leyfi fyrir því að þeim verði komið fyrir í legi annarra kvenna. Morð að eyða fósturvísi? Málið hefur vakið harðar deilur, kaþólska kirkjan og ýmis samtök, sem berjast gegn fóstureyðingum, hafa sagt að það jafngildi morði að eyða fósturvísunum. Þá eru einnig til sérfræðingar í glasafijóvgunum sem telja að geyma eigi fóstuivísana eins lengi og móðirin sé í barneign. Flóð í Quebec Reuter Stórt stykki úr þotu TWA fundið Brookhaven, Reuter. STÓRT stykki úr búk breiðþotu bandaríska flugfélagsins TWA fannst á hafsbotni í gær undan ströndum Long Island í New York. Eykur það vonir um að hægt verði að leiða í ljós hvað olli því að sprenging varð í þotunni sl. mið- vikudagskvöld með þeim afleiðing- um að 230 manns fórust. Sérfræðingar sem vinna að rannsókn málsins reyna að komast til' botns í því hvort sprengja hafi grandað þotunni, eða hvort hún hafi farist af völdum vélrænnar bilunar eða mannlegra mistaka. Þrjár hugsanleg- ar orsakir enn til athugunar Hermt var að fundið væri það svæði þar sem mestur hluti braks þotunnar lægi á hafsbotni og senn yrði hafist lianda við að ná því upp. í því er talið að finnist vís- bendingar um hvað gerðist. Flug- og hljóðritar sem leyst gætu ráð- gátuna höfðu ekki fundist í gær en þá var hafin leit að þeim með flóknum hátæknibúnaði. Fjögur lík fórnarlamba sprengingarinnar fundust í gær í sjónum og hafa 105 lík því fundist af 230. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á 55 þeirra. Nokkur hundruð aðstandenda farþega og áhafnar þotunnar tóku þátt í minningarathöfn sem haldin var á strönd Long Island við Brook- haven, en sá staður er næst þeim stað sem brak þotunnar féll til sjáv- ar. Fleygðu þeir blómum í sjóinn, barnakór söng sálma og sorgarlög voru leikin á blásturshljóðfæri. Rcutcr Siglir einn yfir Kyrrahaf FJÓRTÁN ára japanskur piltur, Subaru Takahasi, veifar í kveðju- skyni er hann lagði í gær úr höfn í Tókíó. Ætlar hann að sigla einn sins liðs yfir Kyrrahafið á níu nietra langri skútu sinni, Lán, til San Francisco. Þar á milli eru um 8.300 kílómetrar og gerir Takahaslii ráð fyrir að sigl- ingin taki 50 daga en vistir hefur liann til 60 daga. Takist hoiuini ætlunarverkið verður Takahasi yngsti maðurinn til að sigla einn síns liðs yfir Kyrrahaf. llann hóf skútusiglingar þegar hann var 10 ára en hafði þá fimm ára reynslu af kajaksiglingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.