Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varð undir hófum hests UNG KONA hlaut áverka á mjóhryg'g þegar hún lenti undir hófum hests sem hún var að járna við annan mann á eyði- býli við Útskálahamar norðan Kiðafells í Kjós í gærkvöldi. Að sögn vakthafandi sér- fræðings á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur er hún ekki alvarlega slösuð en ekki var ljóst í gærkvöldi hvort bein höfðu brotnað. Þó var búið að útiloka að um alvarlegt hrygg- brot væri að ræða og hugsan- lega lömun. Formaður Bændasamtakanna um sölu lambakjöts utan hefðbundins sláturtíma ARI Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands segir það eiga við nokkur rök að styðjast að verið sé að brjóta búvörulög með samning- um bænda við versianir og afurða- stöðvar um kjötsölu utan hefð- bundins sláturtíma en haft var eftir Guðmundi Gylfa Guðmundssyni, hagfræðingi ASÍ, í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að samn- ingarnir feli í sér brot á búvöru- lögum. Ari segir að hins vegar sé í bú- vörulögunum ákvæði um að heimilt sé að verðleggja kjöt öðru verði utan sláturtíðar og hafi það komið tii umfjöllunar á fundi sexmanna- nefndar, sem ákveður grundvallar- Aðlögnn að því er opinberri verðlag‘11- ingn verður hætt verð til bænda, á fundi í síðustu viku, en málinu verið frestað. Ari sagði að best væri ef markaðurinn réði verðlagningu kjötsins, og hann hefði haldið að neytendur væru ánægðir með að fá ferska kjötið og vildu borga eitt- hvað meira fyrir það. Hann benti á að samkvæmt síðustu búvöru- samningum félli opinber verðlagn- ing á dilkakjöti til framleiðenda niður árið 1998 og líta mætti á Morgunblaðið/Sverrir Breytingar í Borgarkringlu FRAMKVÆMDIR eru hafnar við breytingar í Borgarkringl- unni. Verið er að rífa innrétting- ar innan diyra en ráðgert er að verslanir, sem verðaá 1. hæð, verði opnaðar í byrjun október og stefnt er að opnun þriggja kvikmyndasala fyrir jól. 50 ára aðildar að SÞ minnst RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita Félagi Sameinuðu þjóð- anna á íslandi 1,2 milljóna króna styrk til að mjnnast 50 ára af- mælis aðildar íslands að SÞ. Afmælisins, sem er 19. nóvem- ber, verður minnst með ýmsum hætti og er framkvæmdin alfarið í höndum féiagsins að sögn Hall- dórs Asgrímssonar utanríkisráð- herra. Segir Halldór fordæmi fyr- ir slíkri fjárveitingu því Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi hafi fengið framlag frá ríkinu til að minnast 40 ára aðildarafmælis á sínum tíma. Úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald Sló mann í i • • n >c •• • hofuðið með oxi 35 ÁRA maður var á sunnudag úrskurðaður i 4 vikna gæsluvarð- hald, eftir að hann hafði slegið mann nokkur högg í höfuðið með öxi. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, er ekki talinn í lífshættu. Lögreglunni í Reykjavík barst um það tilkynning um miðjan dag á laugardag, að ráðist hefði verið á mann í íbúðarhúsi við Kleppsveg. Þegar lögreglan kom á vettvang lá karlmaður í blóði sínu á grasflöt við húsið og virtist hann vera með mjög mikia.höfuðáverka. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en við rannsókn kom í ljós að áverk- ar hans voru minni en talið var í fyrstu. Hann var þó með mikla skurði á höfði, auk þess sem hann reyndist höfuðkúpubrotinn. í ljós kom að maðurinn hafði verið í samkvæmi í húsinu, þegar annar maður veittist að honum með öxi á lofti og hjó til hans. Tildrög árásarinnar eru ekki kunn, en sam- kvæmt upplýsingum lögreglu bar íbúðin merki um langvarandi drykkju, auk þess sem þar fundust fíkniefni. Eftir að árásarmaðurinn hafði greitt manninum nokkur þung högg með öxinni hvarf hann á brott. Lögreglan hóf strax leit að honum og fannst hann innan skamms. Morgunblaðið/Einar Falur LÖGREGLA leiðir árásar- manninn á brott frá húsinu við Kleppsveg. Hann hafði ekki farið langt, heldur falið sig í húsinu. RLR fer með rannsókn málsins og fór hún fram á að árásarmannin- um yrði gert að sæta varðhaldi meðan á rannsókninni stendur. Árásarmaðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður vegna innbrota og þjófnaða. þróunina um þessar mundir sem aðlögun að því. Eyjólfur Gunnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í V-Húna- vatnssýslu, sem samið hefur við Hagkaup um sölu lambakjöts utan hefðbundinnar sláturtíðar, segir það alls ekki hafa verið markmið félagsins að bijóta lög þegar félag- ið gerði samninginn við Hagkaup. „Það sem að okkur snýr er það að við erum einfaldlega að koma fersku dilkakjöti á markað á sem lengstum tíma og það er auðvitað kappsmál okkar að bændur fái umbun fyrir þann viðbótarkostnað og þá viðbótarfyrirhöfn sem af því hlýst,“ sagði Eyjólfur. Stuggað við Dönum VARÐSKIP Landhelgisgæsl- unnar stuggaði síðdegis í gær við dönsku skipi sem var við loðnuveiðar miðsvæðis milli ís- lands og Grænlands. Að sögn Hafsteins Haf- steinssonar, forstjóra Land- helgisgæslunnar, er þetta svæði umdeilt og ekki allir sam- mála um hvar línan liggur ná- kvæmlega. „Þetta er á vinsam- legum grunni og verið að kanna málið nánar," segir Hafsteinn. ' Mýrafellið Niðurstaða fyrst í haust KRISTJÁN Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa seg- ir að rannsókn á ástæðum þess að Mýrafell sökk standi nú yfir en ekki sé þess að vænta að nefndin afgreiði málið fyrr en í haust. „Það er verið að safna saman gögnum og gera þær athugan- ir sem þarf að gera, en að því loknu fjallar nefndin um málið. Allir þættir eru skoðaðir og sumt af því er tímafrekt, svo sem útreikningar, þannig að þetta tekur sinn tíma. Ónnur mál eru sömuleiðis á döfinni eins og alltaf er,“ segir hann. Hann kveðst reikna með að nefndin taki rannsóknargögnin til skoðunar að loknum sum- arleyfum og vonir standi til að það verði í lok ágústmánuðar. Fijáls fjölmiðlun kaupir meirihluta í Dagsprenti, nýtt dagblað í burðarliðnum á Akureyri Tíminn og Dagrir munu sameinast DAGUR-TÍMINN er heiti nýs dag- blaðs sem fyrirhugað er að verði til við sameiningu dagblaðanna Tímans í Reykjavík og Dags á Akureyri. Blaðið mun eiga höfuð- stöðvar á Akureyri og á útgáfa þess að heijast innan fárra vikna. Fijáls íjölmiðlun hf., sem á og gef- ur út Tímann, mun eignast meiri- hluta í Dagsprenti hf., útgáfufélagi Dags. Gengið var frá samkomulagi þessa efnis í gær og ákvörðunin tilkynnt starfsmönnum Dags og Tímans á fundum í gærkvöldi. Ekk- ert liggur fyrir um hver verður rit- stjóri nýja blaðsins. Málsvari landsbyggðarinnar Stefnt er að þvi að nýja blaðið verði stærra og efnismeira en Dag- ur og Tíminn eru hvort um sig. Nú munu blöðin samtals hafa tæplega 10 þúsund áskrifendur, stór hluti þeirra býr utan höfuðborgarsvæðis- ins. Að sögn Harðar Blöndal, fram- kvæmdastjóra Dagsprents, mun nýja blaðið fylgja ritstjórnarstefnu Dags sem hann sagði hafa blessast farsællega á Norður- og Norðaust- urlandi. Blaðið á að verða óháð stjórnmálaflokkum en mun ieggja áherslu á að sinna málefnum lands- byggðarinnar og verða vettvangur umræðu um landsbyggðarmál. Ekki verður efnt til ritstjórnarlegrar samvinnu við DV, sem Fijáls fjöl- miðlun gefur út, heldur verða blöð- in keppinautar. Prentað á Akureyri Allir starfsmenn Dagsprents munu halda vinnu sinni. Heimildir blaðsins herma að á fundi með starfsmönnum Tímans í gær hafi komið fram að engar uppsagnir væru fyrirhugaðar. Vegna flutnings höfuðstöðva fyrirtækisins kann svo að fara að einhveijum starfsmönn- um Timans verði boðið starf hjá tengdum fyrirtækjum. Af hálfu Dagsprents er lögð áhersla á að röskunin á Degi verði sem minnst og næsta ljóst að blað- ið verði prentað á Akureyri. Ef hagkvæmt þykir kemur til greina að blaðið verði jafnframt prentað í Reykjavík, en Fijáis fjölmiðlun á meirihluta í ísafoldarprentsmiðju. Það mun fara eftir þeim möguleik- um sem eru á dreifingu, en að því er stefnt að lesendur um allt land fái blaðið að morgni dags. Hlutafé Dagsprents tvöfaldast Dagsprent hf. er almennings- hlutafélag með milli 140 og 150 hluthafa, KEA og Kaffibrennsla Akureyrar hafa átt meirihluta í fé- laginu. Nafnverð hlutafjár er nú tæpar 23,5 milljónir. Samkvæmt heimildum blaðsins er ráðgert að auka hlutafé Dagsprents hf. í 47 milljónir króna. Stærstu hluthafar hafa gert samkomulag um að mæla með því á hluthafafundi í næstu viku að Frjáls fjölmiðlun eignist alla hlutafjáraukninguna og verði þar með meirihlutaeigandi. Núver- andi hluthafar munu halda sinni hlutafjáreign að nafnvirði.' Starfsmenn Tímans fagna Jón Kristjánsson, ritstjóri Tímans, sagðist álíta sameininguna hið besta mál og að úr Tímanum og Degi mætti gera ágætis blað. Tíminn hefur frá upphafi verið helsta málgagn Framsóknarflokks- ins. Fijáls fjölmiðlun hefur gefið Tímann út samkvæmt samningi við Framsóknarflokkinn, flokkstengsl- in fólust í því að flokkurinn varð að samþykkja ritstjóra Tímans. Jón hefur verið lausráðinn á Tím- anum sem ritstjóri og ábyrgðar- maður. Hann sagði sína persónu ekki koma inn í sameiningarviðræð- urnar á neinn hátt. Á forsíðu Tímans í dag er greint frá sameiningunni. Þar segir meðal annars: „Ritstjórn Tímans og aðrir starfsmenn blaðsins fagna því að gengið er til sameiningarinnar og hlakka til að takast á við útgáfu öflugs fréttablaðs." Þriðja stóra dagblaðið Eyjólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Fijálsrar fjölmiðlun- ar, sagði að eftir ítarlega skoðun hefði Fijáls fjölmiðlun komist að því að það væri svigrúm fyrir þriðja stóra dagblaðið á markaðnum. „Tíminn og Dagur hafa, hvort blað fyrir sig, náð að styrkja rekstrar- grundvöll sinn verulega á undan- förnum árum. Með sameiningu þessara tveggja blaða er kominn mjög sterkur grunnur sem hægt er að byggja hið nýja dagblað á.“ Eyjólfur sagði að Ftjáls fjölmiðl- un kæmi að margháttaðri útgáfu- starfsemi, með prentmiðlum og raf- rænum miðlum. Þetta verkefni væri eðlileg útvíkkun á starfsemi fyrir- tækisins. Fjölmiðlakeðjan stækkar Með sameiningu Tímans við Dag stækkar sú fjölmiðlakeðja sem tengist Fijálsri fjölmiðlun hf. Auk Tímans gefur félagið út DV, á út- gáfufélagið Úrval og hlut í Við- skiptablaðinu. íslenska útvarpsfé- lagið, sem á Stöð 2, Bylgjuna og Fjölvarp, á svo hlut í Friálsri fjöl- miðlun hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.