Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐJÐ 4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 FRÉTTIR Ríkisendiirskoðun gagnrýnir stjómarformann Sjúkrahúss Patreksfjarðar Akvarðaði sér laun í heimildarleysi Stakk sér í ólgandi Ölfusá MAÐUR stakk sér til sunds í Ölfusá aðfaranótt sunnudags. Hann komst upp á bakkann aftur nokkm neðar í ánni, en það má teljast mikil miidi, þar sem mjög þungur straumur er í ánni á þessum stað. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn ölvaður. Lögreglan á Selfossi fékk til- kynningu um sund mannsins kl. 5.20 á sunnudagsmorgun. Mað- urinn hafði kastað sér til sunds við Ölfusárbrú og barst þaðan hratt með straumi þar til hann náði landi í svoköliuðum bás neðan við kirkjuna. Að sögn lögreglu er þetta athæfí stórhættulegt, því mjög þungur straumur er í ánni á þessum stað og mestar líkur til að það, sem í hana fer, sjáist aldrei aftur. RÍKISENDURSKOÐUN vann i maímánuði sl. sérstaka skýrslu um störf stjórnarformanns Sjúkrahúss Patreksfjarðar, Steindórs Ög- mundssonar, þann tíma sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra, sem var frá því í desember á sl. ári og fram í janúar á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins telur Ríkisendurskoðun það aðfinnsluvert, að stjórnarfor- maðurinn, sem tímabundið tók að sér að gegna starfi framkvæmda- stjóra, eða fram til þess tíma, sem Helga María Bragadóttir tók við því starfi, skuli hafa ákvarðað sér laun fyrir tímabilið, um 500 þúsund krónur, án heimildar. Stjórnarformaðurinn fékk pró- kúruumboð stjórnar, þegar hann tók að sér reksturinn, en stjórnin mun ekki hafa fjallað um launa- greiðslur til hans og því lítur Ríkis- endurskoðun svo á, að hann hafi í heimildarleysi ákvarðað eigin laun. Sömuleiðis finnur Ríkisendur- skoðun að ákvörðun stjórnarfor- mannsins um tölvukaup fyrir Sjúkrahúss Palreksfjarðar, fyrir lið- lega 400 þúsund krónur, og segir þá ákvörðun, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, einnig tekna án þess að heimild til kaupanna hafi legið fyrir. Steindór Ögmundsson kvaðst í gær ekki geta tjáð sig um ofan- greinda skýrslu Ríkisendurskoðun- ar, þar sem hann hefði enn ekki séð skýrsluna. „Ég er búinn að kalla eftir þessari skýrslu tvisvar, en ég hef enn ekki fengið að sjá hana,“ sagði Steindór. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKÁTAR alls staðar af landinu fjölmenntu á landsmót að Úlfljóts- vatni um helgina og þeim mun fjölga enn þegar líður að helgi. „Á VÍKINGASLÓÐ" er yfirskrift landsmóts skáta 1996 á Úlfljóts- vatni. Næstu vikuna munu skátar kynna sér menningu víking- anna, hugarheim þeirra og handverk. ÞESSAR konur eru langt að komnar. Þær eru frá Ástralíu og heita Rosalie, Lisa, Judith, Alicia og Heather. Þær eru að skipt- ast á skátamerkjum við Robin, sem starfar á Keflavíkurflugvelli. ÞESSIR belgísku skátar voru að enda við að sauma landsmóts- merkið á skyrturnar sínar — og stoltið yfir þessum fína sauma- skap leynir sér ekki í svipnum. Landsmót skáta á Úlfljótsvatni Víkingar leggja niður vopn LANDSMÓT skáta var sett á Úlf- ljótsvatni á sunnudagskvöld og mun það vera fjölmennasta skáta- mót sem haldið hefur verið hér á landi. Hátt á þriðja þúsund skáta frá 24 þjóðlöndum var við setn- inguna. Víkingar settu svip á setningar- athöfninat enda er yfirskrift mótsins „Á víkingaslóð". Skátafé- lögin fylktu liði að varðeldalaut- inni þar sem mótið var formlega sett við lúðraþyt. Lesið var úr Hávamálum á íslensku og ensku, víkingarnir sýndu bardagalistir og þustu í fylkingu gegnum mann- fjöldann og að sviðinu þar sem þpir kveiktu á blysum. Víkingarn- ir voru þó fljótlega trufíaðir með miklum þrumugný — frá Þór sjálfum — og fram komu 200 ung- ir víkingar með skildi sína sem þeir lögðu frá sér til marks um að nú myndu þeir halda friðinn. Þeir þyrftu ekki á skjöldum að halda á mótinu, því að þar væru allir vinir. Setningarathöfninni lauk með því að varðeldur var tendraður og víkingarnir ungu fóru með logandi kyndla og helg- uðu sér landsvæði. Víkingalífið heillar Formleg dagskrá mótsins hófst svo í gærmorgun. Að sögn Guð- mundar Pálssonar, fjölmiðlafull- trúa landsmótsins, fer mótið vel af stað, veður eins og best verður á kosið og mikið fjör. Guðmundur segir dagskrána „daglegt líf víkinganna" geysivin- sæla og einnig sé mikil aðsókn að kynningum Landsbjargar á störfum hjálparsveitar skáta, að ógleymdri vatnadagskránni, þar sem mikið sé buslað og skvett. Sérstök dagskrá er í boði fyrir dróttskáta, en það eru skátar á aldrinum 15-20 ára. Þeir geta valið milli margra atriða og má þar nefna köfun, svifdrekaflug, hestaferðir, fjallahjólaferðir og hellaskoðunarleiðangra, en það siðasttalda er að sögn Guðmundar langvinsælasta dægradvöl drótt- skáta. Þeir eru meðal annars að kanna hella sem fundust nýlega í Þingvallahrauni. Veðrið leikur við skáta Víking Eiríksson mótsstjóri segir mótið hafa farið mjög vel af stað, að vísu hafi álag á starfs- menn verið gífurlegt á sunnudeg- inum, en þá hafi menn verið að reisa tjaldbúðirnar, allir þurft að fá efni á sama tíma og mikill handagangur í öskjunni. „Hér gengur allt mjög vel, ekki síst vegna þess að við höfum ver- ið mjög heppin með veður. Það var mikils virði að fá svona fínt veður meðan fólk var að koma sér fyrir, það tókst ágætlega og var eftirminnilegt. Það taka allir virkan þátt í dagskránni og hér eru skátar að vinna að nýstárleg- um víkingaverkefnum um allar jarðir,“ segir Víking og bætir við að til þessa hafi allt farið vel fram og engin óhöpp orðið. Fyrsta stóra kvöldvakan var haldin í gærkvöldi með sameigin- legum varðeldi og fóstbræðraleik. Fóstbræðralcikurinn fer þannig fram að hver þátttakandi fær miða sem á er skrifað nafn og heimilisfang annars skáta, sem hann þekkir ekki fyrir, og síðan er markmiðið að finna þennan nýja vin, ganga í fóstbræðralag (þó ekki með blóðblöndun). „Við erum að vona að þetta myndi einhvern kunningsskap og jafnvel vináttu sem endist eftir mótið og gæti lifað áfram í bréfa- skriftum eða einhverju slíku þeg- ar fram líða stundir,“ segir móts- stjórinn, Víking Eiríksson, að lok- um. Þyrla Landhelgis- gæslunnar 22 útköll frá byt'j- unjúní ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti í gær þýska konu, sem hafði slasast á fæti í gönguferð eftir svokölluðum „Laugavegi" milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Þetta var 11 útkall þyrlunnar í þessum mánuði, sem telst óvenju mikið. Þýska konan meiddist á ökkla og var hún flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur. 4 sinnum í skip Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar voru út- köll þyrlunnar 11 í júní og það sem af er júlímánuði eru þau jafn mörg. Af þessum 22 út- köllum voru einungis 4 í tengsl- um við skip, en hin voru sjúkra- flutningar, oft með ferðalanga. Að sögn Landhelgisgæslu- manna koma útköll oft í hrin- um, en undanfarið hafa þau verið óvenju mörg. Ekki er þó því um að kenna að þyrlan fari oftar í verkefni sem áður var sinnt með öðrum hætti, því reynt er að gæta þess að þyrl- an sé ekki notuð nema tilefni teljist nægilegt, enda er sjúkra- flug með henni dýr kostur. Köttur efst í ljósastaur LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð út í björgunarleiðangur um helgina og fékk björgunar- sveitamenn sér til fulltingis. Ástæðan var sú, að í Mosfells- bænum húkti köttur efst í ljósastaur og þorði sig hvergi að hreyfa. Samkvæmt upplýsingum lögreglu skilja menn ekki hvernig kötturinn komst upp í staurinn og búast menn ekki við að það mál upplýsist. Kett- inum var hins vegar bjargað úr staurnum og var hann afar feginn að hafa fast land undir fótum. • • Olvaður velti bíl BÍLL valt á Bústaðavegi, á móts við Valsheimilið, klukkan 4.20 aðfaranótt sunnudags. Flytja varð tvo á slysadeild eftir bílveltuna, en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ökumaður bílsins talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Brutust inn, drukku og kveiktu eld BROTIST var inn í nýbygg- ingu grunnskólans í Mos- fellsbæ um helgina og unnar skemmdir á húsnæðinu. Af ummerkjum á staðnum að dæma hafa þeir sem brut- ust inn setið við drykkju um tíma. Þá hafa þeir kveikt eld og urðu við það nokkrar skemmdir á loftræstibúnaði. í gær hafði lögreglan ekki haft hendur í hári þeirra sem þama voru að verki, en áfram var unnið að rannsókn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.