Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 11 LANDIÐ Flugdagur á Blönduósi Frá dönskum her- þotum í heima- smíðaðar flugvélar Blönduósi - Flugklúbburinn Flug- smíð efndi til flugdags á Blönduósi sl. laugardag. Dagskráin var fjöl- breytt og afar athyglisverð hvar sem á var litið. Dagskráin hófst á hópflugi heimasmíðaðra flugvéla og síðan rak hver atburðurinn annan. Dornier flugvél íslandsflugs sýndi listir sýnar og þota frá danska flughernum heilsaði upp á sam- komuna. Listflug sem Þorgeir L Árnason formaður Flugsmíðar sýndi á TF- UFO var vel útfært og a.m.k. ógn- þrungið þeim sem telja öruggast að hafa traust jarðsamband. Enn- fremur fengu flugdagsgestir að sjá listlug heimasmíðaðs „flugmódels" og að lokum var boðið upp á útsýn- isflug. Félagið Flugsmíð er áhuga- mannafélag og að sögn Þorgeirs L Árnasonar eru félagar um 80 tals- ins. Megintilgangur félagsins er eins og nafnið segir til um að auka áhugann á flugvélasmíði og flugi almennt. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FJÖLDI f'ólks lagði leið sína á Blönduósflugvöll til að fylgjast með flugmönnum leika listir sínar. Morgunblaðið/Sigurður P. Björnsson MIÐGARÐUR - framan við Safnahúsið á Húsavík. Malbikun lokið í miðbæ Húsavíkur Húsavík - Ein af fjárfrekustu framkvæmdum Húsavíkurbæjar er gatnagerð, bæði jarðvegs- skipti og malbikun. Að loknum framkvæmdum í sumar verður allur miðbærinn malbikaður, en eitthvað verður eftir að ganga frá gangstéttum. Til þeirra fram- kvæmda er áætlað að verja 22 mihj. króna. Fjárfrekari fram- kvæmd sem unnið er að er við- bygging við Grunnskólann, sem tekin verður að nokkru leyti til afnota á komandi hausti. Setur svip á bæinn ÍTALSKA skemmtiferðaskipið ítalía Príma frá Napolí hefur komið í tvígang til Grundar- fjarðar í júlí. Þetta er 16 þúsund tonna skip, sem hefur að vonum sett svip sinn á höfina. Nær 500 farþegar eru á skipinu og 200 manna áhöfn og hefur þessi mikli fjöldi lífgað upp á bæjar- lífið. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Bílvelta í Fnjóskadal BIFREIÐ valt út af veginum við Víðivelli í Fnjóskadal um kl. 4.30 aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri urðu ekki alvarleg slys á fólki. Einn maður var fluttur á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og er líðan hans eftir atvikum. Heiðarfjall á Langanesi Ruslahaugar menga umhverfi 1 , ... ... . ¦ ••::'. ¦¦ ¦¦¦¦'¦::?.• - Vaðbrekku. Jökuldal. RUSLAHAUGAR frá tímum ratsjár- og herstöðvarinnar á Heiðarfjalli á Langanesi eru farnir að menga umhverfi hauganna verulega sam- kvæmt mælingum sem gerðar hafa verið á jarðvegi og grunnvatni í umhverfi þeirra. Hákon Erlendsson, einn eigenda jarðarinnar Eiðis sem ruslahaugarn- ir eru á, segir að blýmengun sé far- in að gera vart við sig grunnvatni í fjallinu neðan við haugana og sé farið að menga vatnsból jarðarinnar. Samkvæmt upplýsingum er Há- kon hefur fengið voru á sínum tíma urðaðir um 20 þúsund rafgeymar, 50 oiíuspennar, sennilega PCB mengaðir, og mikið af úrgangsolíu í tunnum. Einnig var miklu magni af hráolíu dælt yfir haugana þegar verið var að reyna að brenna draslið áður en það var urðað, en þarna var urðað allt sorp frá þessu nær 200 manna samfélagi er þarna var þau 18 ár er stöðin var starfandi. Hákon segir að ekkert hafi geng- ið að ná fram rétti landeigenda hjá bandarískum hermálayfirvöldum. Þegar landeigendur fara fram á úr- bætur koma þeir alls staðar að lok- uðum dyrum hjá bandaríska hern- um. Ennfremur telur Hákon það óeðlilegt að landeigendur fái ekki aðgang að þeim skjölum frá banda- ríska hernum er segja frá hvað er urðað á þessum haugum, þó búið sé að létta af þeim skjalaleyndd sam- kvæmt reglum er um skjaialeynd gilda hjá bandarískum hermálayfír- völdum. í jli ' Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HÁKON Erlendsson, einn eig- enda jarðarinnar Eiðis á Langanesi, bendir á ýmislegt brak í yfirborði hauganna á Heiðarfjalli. Þar standa jafn- vel leifar af gömlum rafgeym- um og hálffullum olíutunnum uppúr jarðveginum. <$$ Garðurinn og umhverfið Ikmlbók garðeigandans í996/1997 48 síðna hugmyndabæklingur með vörunum frá BM»Vallá fyrir garðinn þinn. Komdu við eða hringdu í síma 577 4200 (grænt númer 800 4200) og fáðu sent eintak - þér að kostnaðarlausu. Netfang: bmvaUa.sala@skima.is BM-VAUA Breiðhöfða 3 112 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.