Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Islenskar bækur á Spáni Englar o g Víga-Glúmnr Guðbergur Bergsson og Snorri Sturluson eru þeir íslensku rithöfundar sem spænskir lesendur hafa greiðastan aðgang að. Jóhann Hjálmarsson seg- ir frá íslensku efni á spænskum bóka- markaði, en meðal væntanlegra bóka á spænsku eru Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í þýðingu Femández Romeros. Francisco J. Uriz Camilo José Cela BOKAVERSLUNIN Tierra de Fu- ego í Madríd hefur sent frá sér ritl- ing, Literatura Nórdica, með skrá yfir norrænar bækur sem eru fáan- legar I búðinni og væntanlega fleiri spænskum bókaverslunum. Hug- myndin mun koma frá norrænu sendiráðunum á Spáni. 1 ritlingnum eru stuttar inngangsgreinar um bók- menntir Norðurlandaþjóðanna fimm og skrifar Kristinn R. Ólafsson um ísland. í fyrra var haldin Norræn menn- ingarhátíð á Spáni og komu bók- menntir þar við sögu ásamt öðrum greinum. Ætla má að sendiráðin vilji fylgja eftir velheppnuðum kynn- ingum norrænna bókmennta. Helsti bókmenntalegi árangur menningar- hátíðarinnar var útkoma tveggja norrænna safnrita í spænskum þýð- ingum, annars vegar Poesía Nórdica (Norræn ljóð) og hins vegar Cien aiios de cuentos nórdicos (Norrænar smásögur í hundrað ár). Ed. de la Torre gaf ritin út í norrænni ritröð sem nýhafin er á vegum útgáfunn- ar. Franciseo J. Uriz ritstýrði Ijóða- safninu og Enrique Bernárdez smá- sagnasafninu. Einstakt ljóðasafn Báðum þessum ritum hefur verið vel tekið þótt tiltölulega lítið hafi verið um þau skrifað. Vöntun er á fólki með þekkingu á efninu. En nýlega birtist afar lofsamleg grein um ljóðasafnið í dagblaðinu ABC eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Camilo José Cela. Hann hvatti Spán- veija til að lesa þetta Ijóðasafn sem væri einstakt. Það eru áreiðanlega orð að sönnu því að jafn ítarleg kynning ljóða norrænna þjóða í einu bindi hefur ekki áður komið út. Bók- in er í stóru broti og 1.054 bls. Smásagnasafnið er 389 bls. í sama broti. Önnur íslensk samtímaverk sem komast á skrá Tierra de Fuego eru Atómstöðin eftir Halldór Laxness í þýðingu Aitors Yraola og skáldsögui Guðbergs Bergssonar, Tómas Jóns- son Metsölubók í þýðingu Enrique Bernárdez og Svanurinn í þýðingu Aitors Yraola. Borges þýddi Gylfaginningu Fornbókmenntir eru fáanlegar á spænsku. Hrafnkels saga og Gunn- laugs saga ormstungu eru til í einni bók þýddar af Enrique Bernárdez; Eddu- og skáldakvæði í þýðingu Luis Lerate og Gylfaginning Snorra Sturlusonar þýdd af Jorge Luis Borges og Maríu Codama. E1 poder del amor (Máttur ástar- inar) er eftir Önnu G. Jónasdóttur og kemur út í flokki femínískra rita I þýðingu Carmen Martínez Gimeno. José Antonio Fernández Romero þýddi öll íslensku ljóðin i Poesía Nórdica. Hann hefur áður þýtt verk eftir Halldór Laxness og Sagnakver Skúla Gíslasonar. Nú er hann að þýða Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson og hefur verið gengið frá samningi þar að lútandi hjá Plaza y Janéz í Barcelona. Hann mun skila handriti í október og bók- in verður gefin út innan árs frá þeim tíma. Fernández Romero sem nam ís- lensku hér á landi er prófessor við Háskólann í Vigo í Galisíu og kenn- ir mál en ekki bókmenntir eins og hann benti blaðamanni Morgun- blaðsins á. Hann hefur haldið nám- skeið í fornum íslenskum bókmennt- um, m. a. Eddukvæðum og Völs- ungasögu og þau hafa mælst vel fyrir. „Áhuginn hefur verið mjög mikill, en þetta er mikil vinna,“ seg- ir hann. Romero býr nemendur und- ir doktorspróf í germönskum fræð- um og er lestur fornra íslenskra bókmennta hluti þess. Romero er að ganga frá þýðingu á þremur íslendingasögum: Banda- manna sögu, Gísla sögu og Víga- Glúms sögu. Þetta er gamalt verk- efni sem ekki tókst að framkvæma á sínum tíma vegna þess að forlagið sem hugðist gefa bókina út varð gjaldþrota. Romero hefur endur- skoðað þýðinguna og ritað nýjan formála. Á Spáni kemur út mikill fjöldi bóka. Ekki er þó líklegt að spænsk- ir útgefendur séu fáanlegir til að gefa út íslenskar bækur nema þær mjóti styrkja og hefur Bókmennta- kynningarsjóður til dæmis styrkt útgáfu ljóða- og smásagnasafnanna norrænu auk annarra norrænna stofnana. Miklu skiptir líka að bæk- urnar fái umsögn í stærstu dagblöð- unum, en það getur verið torvelt. Norðmaðurinn Jostein Gaarder er tvímælalaust sá norræni rithöfundur sem helst er í sviðsljósi. Maður rekst varla á bókabúð, jafnvel ekki í spænskum smábæjum, án þess að Veröld Soffíu eftir hann skarti ekki í glugga. Nú hefur Kabalmysteriet (1995) bæst við og má sjá bækurnar hlið við hlið á mest áberandi stöðum. Það kom mér á óvart, en verður að teljast ánægjulegt að í gríðar- stórri bókadeild risavöruhússins EI corte inglés í Alicante þar sem ljóðabækur eru í litlum skáp var meðal bóka Poesía Nórdica, Norræn ljóð. Kannski hefur fyrrnefnd grein Cela borið hana þangað? Heppinn Don Juan Bandarískur tenór hljóp í skarðið fyrir söngv- ara sem missti röddina í sýningu á Carmen VÍKINGASKIP úr silfri úr safni Svíakonungs. Þetta er borðskraut eftir Alfred Ambrosius í Stokkhólmi 1882. Víkingagoðsögnin - sýning í Normandí í „MUSÉE DE NORMANDIE" í Caen hefur verið sett upp mikil sýning um víkingagoðsögnina sem blómstraði á 18.-20. öld á Norðurlöndum og í Normandí, þar sem víkingar settust að á sín- um tíma. Stendur þessi sérstæða sýning, sem mikið hefur verið _ lagt í, frá 22. júní til 25. ágúst. í sambandi við sýninguna hefur verið gefin út falleg bók um þetta efni með greinum fræðimanna og myndum, m.a. af gripum af sýn- ingunni sem fengnir voru að láni úr söfnum og úr einkaeigu. í lok 18. aldar og byijun þeirr- ar 19. vaknaði á Norðurlöndum mikill áhugi á fortíðinni og nor- rænum arfi. Við uppgröft vík- ingaskipanna í Gauksstað og Ose- berg í Noregi örvaðist þessi áhugi mjög og hinn vinsæli drekastill blómstraði i verkum listamanna og rithöfundar sóttu innblástur til víkingatímans. í Frakklandi fóru um það leyti fram harðar sagnfræðilegar deilur umupp- runa frönsku þjóðarinnar, hvort hún væri komin af Keltum eða Frökkum, en íbúar Normandíhér- aðs kusu sér einfaldlega eigin forfeður; víkingana. Víkingar höfðu á sínum tíma sest að á Norðurströnd Frakklands, í Basse-Normandie. Dýrkunin náði hámarki í miklum hátíðahöldum 1911,þegar lOOOárvoru liðin síðan víkingurinn Rollon, þ.e. Göngu Hrólfur, stofnaði hertoga- dæmið Normandí. Næstu áratugi kepptust rithöfundar héraðsins, menningar- og vísindafélög, og jafnvel seinna vissar pólitískar hreyfingar, við að draga fram uppruna þessara afkomenda vík- inganna og byggja á sögulegum og bókmenntalegum arfi. Dreka- höfuð af skipum urðu tákn og nöfn sótt til víkinganna. Jean-Yves Marin, safnstjóri í Musée de Normandie, sem setti upp þessa sýningu, sagði blaða- manni Mbl. er hann var hér á ferð nýlega að á þessum tíma hafi víkingaáhugi verið mikill og geysimikið af fögrum gripum og hlutum verið framleitt í dreka- og víkingastíl. Munir frá þessum tíma séu geymir söfnum í Noregi og Svíþjóð og þaðan hafi verið lánað mikið af fallegum munum á sýninguna í Normaiulí, auk DREKAHÖFUÐ af víkinda- skipi, tákn sýningarinnar. þeirra hluta og skjala sem þar er að finna. Hugmyndin var að draga saman allt sem var í kring um þessa víkinga„mýtu“ og sýna norrænu áhrifin. En jafnframt sýningunni gefur safnið út mjög vandaða litskeytta bók um mun- ina á sýningunni og goðsögnina á 18.-20. öld sem þar er fjallað um. í bókinni er mikið af víkingateikn- ingum og bókaskeytingum frá fyrrnefndu tímbili og gætir áhrif- anna af þessari goðsögn allt fram á okkar daga í vinsælum teikni- myndaseríum blaðanna. Róm. The Daily Telegraph. SÖNGVARI sem orðinn var dauð- þreyttur á baslinu við að koma sér á framfæri, fékk fyrir skömmu tækifæri, sem hann hefði varla get- að dreymt um. Og hann nýtti sér það svo sannarlega.. John Murray er 34 ára tenór- söngvari og var einn áhorfenda á flutningi óperunnar Carmen í óperu- húsinu í Veróna á Ítalíu, þegar te- nórinn sem söng aðalhlutverkið, missti skyndilega röddina. Murray brá við skjótt, skellti sér baksviðs og kynnti sig fyrir stjórnandanum Daniel Oren, sem var að reyna að finna mann sem gæti hlaupið í skarðið, því annars yrði að hætta við sýninguna. Oren bað Murray að leyfa sér að heyra hvað hann gæti og var Murray ráðinn á staðnum. Tenórinn raddlausi, Sergei Larin, stóð á sviðinu og hreyfði varirnar, en Murray stóð í hljómsveitargryfj- unni og söng allt hvað af tók. í lok sýningarinnar var báðum fagnað með miklum aðdáunarhrópum. Bandaríkjamaðurinn Murray hafði verið á tjaldferðalagi þegar honum datt í hug að veita sjálfum sér það að fara á óperusýningu. Skammt var liðið á sýninguna er ljóst var að Larin átti í hinum mestu erfiðleikum með að syngja hlutverk Don Juans. Sá sem hlaupa átti í skarðið fyrir Larin hafði verið send- ur heim, því Larin taldi sig fullfrísk- an. „Þetta var ægilegt," segir stjórn- andinn, Oren. „Við urðum að finna staðgengil eða senda áhorfendur heim. Aðstoðarstjórnandinn kvaðst hafa fundið tvo söngvara í kórnum og ég sagði fínt, prófum þá. En í þann mund birtistþessi Bandaríkja- maður og sagði: „Eg er tenórsöngv- ari og á að vera staðgengill Placido Domingos í Metropolitan-óperunni í New York í október." Ég ákvað að prófa hann fyrst og tenórinn hafði ekki fyrr hafið upp raust sína en hinir tveir létu sig hverfa. Röddin var svo falleg að þeir vissu að þeir ættu enga möguleika. Ég fór yfir hlutverkið með honum á 6-7 mínút- um og að því búnu söng hann dúett- ana svo fallega að ég hef aldrei heyrt annað eins. Áhorfendur gengu af göflunum." Það verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið tækifærið sem Murray vantaði. Honum var greitt vel fyrir góða frammistöðu og boðið að syngja áfram. „Ég vil koma hon- um á framfæri á hans eigin forsend- um,“ segir Oren. „Ég er viss um að þetta er byijunin á glæstum ferli. Ekki gleyma því að Leonard Bern- stein og Toscanini hófu feril sinn á sama hátt.“ ------» ♦-------- Tímarit • ÁRSRIT Sögufélags ísfirðinga, 36. ár, er komið út. Það hefst á grein eftir Jón Pál Halldórsson þar sem hann fjallar um iðnaðarmenn á ísafirði. í greininni „Gamli bærinn í Meiri-Hattardal“ segir Hlíf Gunn- Iuugsdóttir frá æskustöðvum sínum. Hjálmar R. Bárðarson ritar inn- gang að grein eftir föður sinn, Bárð G. Tómasson skipaverkfræðing, en þar greinir hann frá hugmyndum sínum um nýjan þéttbýliskjarna. Eyjólfur Jónsson á tvær greinar í ritinu og fjallar önnur um vélbáta- smíðar í Onundarfirði, en hin um útvarpsfélag á Flateyri. I greininni Ratsjárstöðvar í Aðalvík fjallar Frið- þór Kr. Eydal um ratsjárstöðvar á Sæbóli í Aðalvík. í grein eftir Hall- grím Sveinsson rekur höfundur nokkra þætti úr sögu vélsmiðju Guð- mundar J. Sigurðssonar og Co. á Þingeyri. „Jón Sigurðsson og ísland- slýsing Bókmenntafélagsins“ nefnist grein eftir dr. Aðalgeir Kristjáns- son. Lýður Björnsson ritar um Jón Fannberg. Loks er grein um tilurð svokallaðra dráttarkarla og línu- brauta á línubátum, verk Magnúsar Kr. Guðmundssonar á Tálknafirði. Ritstjórar eru Jón Þ. Þór og Vet- urliði Oskarsson, afgreiðslumaður Eyjólfur Jónsson, ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.