Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samkeppníshæfni Islands ALÞJOÐLEGT fyr- irtæki að nafni World Economic Forum gefur árlega út skýrslu þar sem samkeppnishæfni þjóða er metin og vegin og þeim síðan raðað eftir árangri. Að baki slíku mati liggur mikið magn upplýsinga. Um 300 þættir úr efna- hagslífinu voru skoðað- ir og könnuð tiltrú at- vinnurekenda á kostum lands og þjóðar. Sams- konar athuganir voru gerðar í 48 öðrum lönd- um víðs vegar um heiminn. ísland í miðjum hópi í athuguninni er samkeppnis- hæfni skilgreind sem horfur og út- lit fyrir stöðugan hagvöxt næstu 5 til 10 árin miðað við stöðu þjóðfé- lagsinS í dag. Samkvæmt vísitölu samkeppnishæfni lendum við rétt fyrir neðan miðju eða í 27. sæti af 49 löndum. í fimm efstu sætunum eru Singapore, Hong Kong, Nýja- Sjáland, Bandaríkin og Lúxemborg. Þessi árangur er ekki til að hreykja sér af því af vestrænum þjóðum eru aðeins Spánn, Portúgal og Ítalía fyrir neðan okkur. Upplýst og vel menntuð þjóð Skýrsluhöfundar hafa sitthvað við íslenskt þjóðfélag að athuga og benda á þá þætti sem hvað helst eru frábrugðnir því sem almennt gerist meðal annarra þjóða og veita okkur ýmist forskot á aðra, eða sem verra er, eru okkur fótakefli. Þeir telja landkosti marga og benda sér- staklega á mannauð. Hér búi vel menntuð þjóð sem hafi tileinkað sér flestar þær tækninýjungar sem í boði eru. Samfélagið standi því framarlega á tölvu- og upplýsinga- öld. Einnig beina þeir athyglinni að þáttum sem við lítum á sem sjálf- sagðan hlut, en margar aðrar þjóð- ir skortir, s.s. gott réttarríki og Guðni Niels Aðalsteinsson hagstæðu verði 9"m/snúningi 2.690 kr. 10' an snúnings 1.990 kr. 12"m/snúningi 3.290 kr. 16“ 'm/snúningi 4.290 kr. Heimilistæki hf TÆKNI-OC TOLVUDEILD SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 umboösmenn um land allt öryggi almennings. Úr efnahagstölunum sjá þeir það helst jákvætt að á íslandi ríkir stöð- ugt verðlag og at- vinnuleysi er lítið á al- þjóðlegan mælikvarða. Gallar íslands - of mikil opinber afskipti í skýrslunni eru einnig tíundaðir þeir þættir sem draga úr samkeppnishæfni og valda því að við kom- um ekki betur út í al- þjóðlegum samanburði en raun ber vitni. Rík- isvaldið liggur þar undir áföllum og þykir svo fyrirferðarmikið í ís- lensku hagkerfi að það ógni sam- keppnishæfni þjóðarinnar. Þó að stærð hins opinbera hér á landi sé ekki álíka vandamál og í öðrum velferðarríkjum, er víða pottur brot- inn. Virðisaukaskattur er of hár á alþjóðlegan mælikvarða sem og jað- arskattar launþega og ríkisstyrkir þykja einnig miklir. Aimenn hag- stjórn fær líka slælega dóma. Þetta eru reyndar mein sem hijá mörg önnur ríki. Það sem sker sig hins vegar úr eru mikil opinber afskipti af efnahagsstarfseminni. Ríkisvald- ið er of fyrirferðarmikið á fjár- magnsmarkaði, hefur of mikil áhrif á fjárfestingar og stendur sjálft í atvinnurekstri sem betur væri kom- inn í höndum einkaaðila. Þessi víðf- eðmu ítök opinberra aðila eru drag- bítur á framþróun og á þessu sviði svipar okkur til þróunarríkis. Fleiri þættir mættu betur fara og er verndarstefna í innflutningi og takmarkanir á fjárfestingu er- lendra aðila nefnd sem atriði sem einangra hagkerfi okkar það mikið að það hefur áhrif á samkeppnis- hæfni. Skýrsluhöfundar gefa ekki heldur íslenskum fjármálamarkaði góða einkunn og veldur þar lítill sparnaður og ljárfesting mestu, ásamt litlu framboði af áhættufjár- magni. íslenskur vinnumarkaður í 23. sæti af 49 íslenskur vinnumarkaður fær sæmilegan vitnisburð og koma þættir á borð við almenna verk- kunnáttu og gott atvinnuástand hvað sterkast út. Þrátt fyrir það erum við ekki nema í miðjum hópi á þessu sviði, aðallega sökum tíðra vinnudeilna og ónógrar símenntun- ar. Við erum einnig í miðjum hópi Norðurlandanna, með Danmörku og Noreg fyrir ofan okkur en Sví- þjóð og Finnland fyrir neðan. Þessi niðurstaða sýnir að við eigum ennþá langt í land með að gera íslenskan vinnumarkað að einum af kostum þess að fjárfesta hér á landi. Það vekur hins vegar athygli að það eru ekki endilega ríki með lágan launa- kostnað sem standa sig best á þessu sviði, heldur fremur þau lönd sem Ríkisvaldið er of fyrir- ferðarmikið á fjár- magnsmarkaði, segir í grein Guðna Nielsar Aðalsteinssonar, og stendnr í atvinnurekstri sem betur væri kominn hjá einkaaðilum. hafa sveigjanlegar reglur á vinnu- markaði, góða grunn- og símenntun og gott framboð af starfsfólki. Þannig eru Sviss og Lúxemborg langt fyrir ofan okkur og vinnu- markaður Nýja-Sjálands er í öðru sæti á eftir Hong Kong. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er ósveigjanleiki í ráðningum og upp- sögnum verulegt vandamál í ríkjum Evrópusambandsins og talin ein helsta orsök slakrar samkeppnis- stöðu þessara ríkja. Hvaða þjóðum vegnar best? Hægt er að flokka þjóðimar eftir samkeppnishæfni þeirra því margar þeirra glíma við sama vandann og hafa kosið að byggja sín hagkerfi upp á áþekkan hátt. Megin niður- staðan er sú að Evrópuþjóðirnar dragast aftur úr öðrum löndum, einkum vegna ofvaxinna velferðar- kerfa sem eru hagkerfinu of þungur baggi, jafnvel fyrir efnaðar þjóðir á borð við Þýskaland og Frakkland. Fimm af sex samkeppnishæfustu þjóðunum eru tiltölulega lítil lönd með opin hagkerfi, lága skatta og lítil opinber umsvif. Þrátt fyrir að gömlu ráðstjórnarríkin hafi bætt stöðu sína eiga þau enn langt í land með að vera samkeppnishæf, aðal- lega vegna óstöðugs stjómarfars og skipulags. Asíuríkin koma al- mennt vel út úr þessari athugun, Iþróttahreyfingin ífjársvelti ÍÞRÓTTASAMBAND íslands myndar stærstu fjöldasamtök á ís- landi með rúmlega 90.000 félags- menn á öllum aldri. Starfsemin fer fram í 28 íþróttahéruðum landsins í 360 íþrótta- og ungmennafélögum og 250 deildum þeirra. íþróttahér- uðin mynda síðan 22 sérsambönd sem halda utan um sérfræðileg mál- efni viðkomandi íþróttagreinar. íþróttaflóran er því afar íjölbreytt. íþróttahreyfingin er ekki bara uppa- landi þúsunda einstaklinga heldur einnig langstærstu forvamarsamtök á Íslandi. í rannsókn sem fram- kvæmd var af prófessor Þórólfí Þór- lindssyni og Rannsóknarstofnun í Uppeldis- og menntamálum koma tvímælalaust fram bestu vísbending- ar sem fengist hafa um gildi íþrótta- starfsins fyrir samfélagið í áraraðir í einhverri yfírgripsmestu könnun sem gerð hefur verið um íþróttaiðkun unglinga. Jákvæð áhrif íþróttanna á líf unglinga koma fram í öllum þátt- um könnunarinnar. íþróttir draga úr reykingum, neysiu áfengis og vímuefna. íþróttir draga úr þung- lyndi og kvíða. íþróttir auka sjálfs- virðingu og stuðla að jákvæðri sjálf- símynd og síðast en ekki síst ungling- ar í íþróttum stunda námið betur og ná betri einkunnum í skóla. íþróttir hafa félagslegt, andlegt og líkamlegt gildi. íþróttir eru stór þáttur í menningarstarfí þjóðarinnar. En fær íþróttahreyfíngin styrki í samræmi við umfang sitt og gildi? Skilja forystumenn þjóðarinnar hversu mikið uppeldis- og heilbrigð- isstarf liggur að baki starfsemi íþróttahreyfíngarinnar? Hefur ráðu- neyti íþróttamála markað sér stefnu í þessum viðamikla málaflokki? Ég er hræddur um að svörin við þessum spurningum séu almennt flest neikvæð þó svo að margir al- þingismenn hafi skilning á þörfum íþróttahreyfíngarinnar. Sé litið á framlög ríkis- valdsins til íþrótta- hreyfíngarinnar á und- anförnum árum sést að skammarlega litlum fjármunum er varið til íþróttanna. íþróttasam- band íslands hefur fengið sömu upphæð, 24 milljónir króna á ljárlögum undanfarin 4 ár. í allt ver ríkið um 50-60 milljónum króna til að styrkja íþrótta- starfsemi almennt. Rekstur íþróttahreyf- ingarinnar á árinu 1996 er áætlaður um 2,5 milljarðar króna. Heild- arvelta íþróttahreyfingarinnar nam tæpu 1% af vergri landsframleiðslu árið 1994. Flest íþróttafélaganna eiga erfítt með að láta enda ná saman í rekstri sínum. Stöðugt erfiðara verður að halda í við þróun íþróttahreyfínganna úti í heimi og enn erfíðara að fá sjálf- boðaliða til starfa innan íþróttahreyf- ingarinnar. Að vinna sjálfboðaliða- starf er erfitt og tímafrekt, fjáraflán- ir eru allt of stór þáttur í starfinu og fólk hreinlega gefst upp. í könnun sem nefnd á vegum framkvæmda- stjórnar ÍSÍ tók saman kom í ljós að rekstur margra félaga er orðinn það erfíður að væri um fyrirtæki að ræða þá hefði verið búið að loka því. Rekstur félaganna er því oft háður góðvild kröfuhafa og starfíð ber þess merki að menn láta reka á reiðanum og félaginu tekst því aldrei að sinna hinu raunverulega hlutverki sínu - að fá börn og almenning til að stunda íþróttir sér til hollustu og heilbrigðis. Mjög algengt er að menn telji að íþróttahreyfingin hafi nægt Ijár- Stefán Snær Konráðsson magn milli handanna vegna þess að hún reki lottó og getraunir. Stað- reyndin er hins vegar sú að happdrættismark- aður á íslandi er erfíður og samkeppni mikil. íþróttahreyfíngin fær að sönnu um 250 millj- ónir króna á ári frá lottó og getraunum en ef að skoðað er hvað er til skiptanna tii hinna 700 starfseininga ÍSÍ þá sést að lítið kemur í hlut hvers sambandsaðila. Oftast eru félögin að fá nokkra tugi þúsunda á ári. Andstæðumar í styrkveitingum og fjárframlögum ríkisins eru hrópandi. Á sama tíma og íþróttahreyfíngin er að fá 50-60 milljónir er mér sagt að t.d. bændur fái um 60 milljónir til að sinna fræðslumálum vegna búvórusamn- inga. Stjórnmálaflokkarnir fá tugi milljóna á ári til að standa undir rekstri og áróðri. Eitt sjúkrarúm kostar ríkið um 2,2 milljónir árlega þannig að skv. framansögðu er ríkið að styrkja íþróttahreyfinguna sem samsvarar 20 sjúkrarúmum. Þessi fáu dæmi sýna hversu illa er staðið að málum gagnvart íþróttahreyfíng- unni. Hve mörg þúsund sjúkrarúms- daga skyldi íþróttahreyfingin spara samfélaginu í heild sinni á hveiju ári? Hversu mörgum einstaklingum skyldi íþróttahreyfíngin hafa bjargað frá ólifnaði og óhamingju? íþróttahreyfingin hefur tekið sig á í ráðdeild, sparnaði og rekstrarmál- um. Jafnframt hefur iþróttahreyfing- in stórlega eflt eftirlit með sam- ræmdu bókhaldi og skattaskilum. Ég fullyrði að íþróttahreyfingin greiðir meira í skatt og gjöld til ríkis- með mestan hagvöxt sem má aðal- lega rekja til þess að þau eru að rísa úr sárri fátækt. Hvernig getur ísland aukið samkeppnishæfni sína? Tölfræðirannóknir skýrslunnar benda til þess að sterkt samband sé á milli þróunar hagvaxtar og þriggja megin skýristærða. í fyrsta lagi er hagvöxtur háður launastigi þar sem hagkerfí fátækra þjóða hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en ríkra þjóða. I öðru lagi þjóðhags- legum spamaði, þar sem ríki með lítinn sparnað hafa dregist aftur úr, en lítill sparnaður er oft afleið- ing mikils ríkissjóðshalla. í þriðja lagi er vöxtur þjóða sterklega tengdur sveigjanleika vinnumark- aðar. Á síðustu fimm árum hefur árlegur hagvöxtur í Asíulöndunum verið um 4% meiri en I löndum Evrópusambandsins. Niðurstöðurn- ar sýna að skýra má a.m.k. 2% þessa munar með ósveigjanleika evrópsks vinnumarkaðar, 1% með minni sparnaði og 1% með hærra launastigi í Evrópulöndunum. Við Islendingar getum dregið lærdóm af þeim athugasemdum sem skýrsla um samkeppnishæfni þjóða gerir. Til allrar lukku liggja gallarnir ekki í grunngerð hagkerf- isins, heldur þáttum sem tiltölulega auðvelt er að færa til betri vegar og búa þannig í haginn fyrir kröft- ugan og viðvarandi hagvöxt. Akkil- esarhæll okkar er hið opinbera sem skýrir að stærstum hluta hvers vegna við erum ekki betur á vegi stödd en raun ber vitni. Með gagn- gerri endurskoðun á skattkerfinu, minni áhrifum ríkisins á fjármála- markaði og atvinnustarfsemi má bæta stöðu okkar í alþjóðlegum samanburði verulega. Höfundur er hagfræðingur Vinnuveitendusambands íslands. Marka þarf skilvirka íþróttastefnu, segir Stefán Snær Konráðs- son, og efla íþrótta- hreyfínguna sem gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. ins en sem nemur styrkjum Alþingis á ári hveiju. Eðlilegt er að íþróttahreyfingin skilgreini sjálf þau verkefni sem hún telur sig þurfa fjármagn í. íþrótta- samband Islands hefur sent inn við- amikla greinargerð til Fjárveitinga- nefndar Alþingis þar sem skilgreind eru brýn og aðkallandi verkefni sem hreyfíngin vill taka á. Nægir að nefna almenningsíþróttir, almennt forvamarstarf og sérverkefni þar að lútandi, einsetningu skóla og mögu- leika á breyttu rekstrarformi barna- og unglingastarfs, eflingu og skil- greiningu Afreksmannasjóðs ISÍ og afreksstefnunnar, kvennaíþróttir , fræðsluátök og eflingu leiðtoga- fræðslu og nýjar íþróttagreinar. Síð- ast en ekki síst að skjóta styrkari stoðum undir almennan rekstur íþróttafélaganna. Þar þarf að sjálf- sögðu að koma til aukinn atbeini sveitarfélaganna. Einnig er eðlilegt að mörkuð verði skýr stefna hjá alþingi með setningu nýrra og markvissari íþróttalaga. Norðmenn hafa nýlega gengið frá lagasetningu íþróttamála hjá sér með mjög markvissum hætti. Það sem meðal annars kemur út úr þeirri vinnu er sameining íþróttasambands Noregs og Ólympíunefndar Noregs. Litlar þjóðir hafa einfaldlega ekki efni á að reka mörg félagasamtök um sama málefni. Ég vil hvetja ráðamenn þjóðarinn- ar að taka myndarlega á máli þessu og lægfæra styrki til íþróttahreyfing- arinnar ásamt því að marka skilvirka íþróttastefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er framkvæmdastjóri íþróttasamhands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.