Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 23 Akranes er ekkí eyðimörk Falleg-ur heimur Reykjavík í ljóðum Tómasar Guðmunds- sonar er fallegur heim- ur. Ekki er öllum gefið að skynja mannlífið með sama hætti og skáldið, en kvæðin hans hafa samt aukið íslendingum hlýhug til höfuðborgar sinnar. Aðstæður og marg- háttuð nauðsyn varð til þess, að Islendingar byggðu upp sína höfuð- borg í Reykjavík. Þeir komu úr sveitum, hlýddu ekki skáldi sínu, Jónasi Hallgrímssyni úr Öxlnadaln- um, heldur settu Alþingi niður við Kvosina. Áður hafði Skúii Magnús- son komið norður úr Þingeyjarsýslu og sett upp í hinum verðandi höfuð- stað frægar innréttingar. Áfram héldu íslendingar að byggja sína höfuðborg; þeir gerðu það með offorsi á nokkrum áratug- um sem aðrar þjóðir gerðu í róleg- heitum á öldum. I Reykjavík er æðsta stjórnsýsla landsins og ógrynni þjónustustofn- ana. Þar er líka Þjóðleikhús og Þjóð- minjasafn. Þar eru varðveittar alda- gamlar bækur ritaðar á skinn, end- urheimtar frá Kaupmannahöfn, fyrri höfuðborg íslands. Um Reykjavík fer mestur hluti verslunar og annarra viðskipta Is- lendinga við aðrar þjóðir, þar með taldar siglingar til og frá landinu. Þorbergur úr Suðursveit, Halldór frá Laxnesi og Tómas Guðmunds- son fluttu til Reykjavíkur frá sveita- bæjum sínum. Nú er svo komið, að höfuðborgin okkar fæðir sjálf af sér skáld og aðra listamenn. Þar blómg- ast margháttað mennta- og menn- ingarlíf. Seiðmagn höfuðborga Reykjavík býr yfir miklu seið- magni og margt hefur verið sagt og skrifað um óhemjuskapinn í vexti hennar. Þó mun talið, að enn sé margt ósagt og óskrifað þar um. Til hennar hafa streymt fjármunir frá framleiðslu lands- byggðarinnar. Fyrir kemur, að svo sé orð- að, að síðan fari lands- byggðarfólk á eftir peningunum sínum til Reykjavíkur. Eðlilegt er, að fólk flykkist þangað sem fé er veitt til uppbyggingar, þangað sem skólarnir eru og þjónustustofn- anir og fjölþættastir atvinnumöguleikar. Foreldrar á landsbyggðinni senda börn sín í skóla til Reykjavíkur. All margir foreldrar fiytja með börnun- um sínum til að veita þeim heimili á meðan þau eru í námi. Fátt eitt af menntafólkinu snýr aftur til fæð- ingarbyggðar sinnar að námi loknu, aftur á móti gerist það gjarnan, að foreldrarnir flytjist suður til að passa barnabörnin. Góðir stjórnmálarnenn Góðir stjórnmálamenn og margir aðrir ágætis íslendingar hafa fyrir löngu komið auga á, að offækkun fólks á landsbyggðinni geti orðið þjóðinni óholl. Sér í lagi er lands- byggð óhollt, að fá ekki menntaða fólkið sitt heim í hérað að námi loknu. Við því má bregðast með því að gera menntuðu fólki kleift að fá störf við hæfi á landsbyggðinni. Lítið eitt hefur verið gert í þá veru, örfáar þjónustustofnanir hafa verið fluttar frá Reykjavík til lands- byggðarinnar. Það hefur ekki valdið verulegu fjaðrafoki. í nokkur ár hefur verið í deigl- unni að færa fámenna ríkisstofnun, Landmælingar íslands, frá Reykja- vík til Akraness. Nú hefur Guð- mundur Bjarnason ráðherra kunn- gert þá ákvörðun ríkisstjórnar, að stofnunin skuli flytjast upp á Skaga eigi síðar en um áramót 1998- Þormóður Jónsson Það mun ekki væsa um starfsfólk Landmælinga á Akranesi, segir Þor- móður Jónsson, og stutt er frá Reykjavík upp á Skaga. 1999. Starfsmenn stofnunarinnar og talsmenn Reykjavíkurborgar hafa brugðist við af litlum mann- dómi, hafa látið sem verið sé að kippa grundvelli undan tilveru fólks og borgar. Á allri þessari öld hefur þjónustustofnunum í Reykjavík stöðugt farið íjölgandi. Þær hafa dregið til sín fé og mannafla frá landsbyggðinni og átt dijúgan þátt í vexti og viðgangi höfuðborgarinn- ar. Nú er hún líka orðin aflögufær og þarf ekki að æpa þó henni sé gert að leggja til Akraness nokkra vel menntaða karla og konur. Enn er það, að lítil reisn er í því að vera höfuðborg fámennra héraða, miklu tilkomumeira að vera höfuðborg fjölmennra byggða í öllum fjórð- ungum íslands. Vissulega hefur höfuðborgar- svæðið dregið til sín fólk frá öllum héruðum Islands, samt hafa vaxið upp á landsbyggðinni verulega fal- legir, skemmtilegir og fólkshollir bæir. Akranes er ekki eyðimörk, það er Akureyri, sem fékk háskóla og fleira, ekki heldur. Á Fljótsdals- héraði, sem fékk skógræktina, er fjallmyndarlegt fólk og ágætur tijávöxtur. Það mun ekki væsa um starfs- fólk Landmælinga á Akranesi. Samkvæmt venju er að vísu nokkuð langt frá Reykjavík upp á Skaga, en þaðan er örstutt til borgarinnar fyrir fólk, sem langar að skreppa þangað. Öll héruð landsins hafa fengið til sín nokkuð af vel menntuðu fólki frá Reykjavík, sýslumenn, presta, lækna og kennara. Þar er þörf á enn fleira góðu og vel menntuðu fólki. Þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi bæja og héraða lands- byggðarinnar. Höfuðborg okkar er sæmd í því að fá að leggja fram sinn skerf til þeirra hluta. Höfundur er fyrrverandi tryggingafulltrúi. Fagmenn segja aö myndgæöi Siemens tækjanna séu mikil. Verulega mikil. Smith & Norland býður mikið úrval sjónvarps- og myndbands- tækja frá Siemens. Fagleg ráögjöf og góð þjónusta. Verulega góö. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snœfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búöardalur: Ásubúö • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangl: Skjanni • SauÖárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyrl: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjöröur: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaöur: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Ðreiödalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi. SMITH & NORLAND ! Nóatúni 4 • Sími 5113000 l ’EKKI MISSA AF ÞESSU- ogkomdu skoðaðu þetta frábæra sófasett stax í dag. Verðdæmi á Valby 3-1-1 eða Valby 2H3 til 24 mán. Meðalafborgun kr. 7.864,- á mánuði með vöxtum og kostnaði. (g) —■ VERIÐ VELKOMIN HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20 • 112 Rvik • S.587 1199 4JH-DTXE - 74 hö. m/vökvagír og snuðloka kr. 860.000 án vsk. 4LHM-STE - 230 hö. án gírs kr. 948.000 án vsk. 6LYM-UTE - 315 hö. án gírs kr. 1.380.000 án vsk. w Mikið úrval véla frá 9-1100 hö. hi ir I I | || D, Skútuvogi 12a, sími 581 2530. sófasettið á íslandi fæst í Húsgagnahöllinni. Ein aðalástæðan fyrir því hvað það er vinsælt er hvað það er gott að sitja í því. Hátt bak og nautsterkt leður á slitflötum gerir það að verkum að Valby sófasettið er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir. n 3 ja 11 stóll 1 stóll kr. 158.640,- 3 ja 2 ja 1 stóll kr. 168.640,- Kr. 152.320,- 10% Stgr. afsl. YANMAR bátavélar BROT AF ÞVÍ BESTA... 2H3 Kr. 158.640,- Valby fæst einnig sem hornsófi og hægt er að snúa honum í hvora átt sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.