Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðmundur J. Gíslason, leik- skáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrar- bakka 19. apríl 1925. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn. Guð- mundur var sonur Þórunnar Guð- mundsdóttur w Steinssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur. Steinn Guð- mundsson, afi Þór- unnar, var lands- þekktur skipasmiður. Faðir Guðmundar var Gísli Jónsson, fæddur í Eyrarsveit. Þórunn og Gísli slitu samvistum. Þórunn giftist síðar Kristjáni C. Jóns- syni og gekk hann Guðmundi í föðurstað. Þórunn og Kristján áttu saman soninn Kristján sem dó í bernsku og ólu upp Jóhönnu Ingimundardóttur, fóstursystur Guðmundar, sem gift er Einari Birnir, og eiga þau hjónin 6 börn. Gísli, faðir Guðmundar, átti þrjú börn, hálfsystkini Guð- mundar: Kristjönu, Oskar og Steinunni. Hinn 10. ágúst 1962 gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi konu sína Kristbjörgu Kjeld leikkonu. Sonur Kristbjargar og fóstursonur Guðmundar er Jens Guðjón Einarsson, f. 27. desem- ber 1954. Dóttir Guðmundar og Kristbjargar er Þórunn Guð- mundsdóttir, f. 1. ágúst 1974. Jens er kvæntur Kristínu Osk Þorleifsdóttur og eiga þau dæt- urnar Aðalheiði Kristbjörgu, f. 24. apríl 1993, og Kristbjörgu Maríu, f. 24. nóvember 1995. Þórunn á með Gísla Jóhannes- syni, soninn Guðmund Stein, f. 16. janúar 1995. Guðmundur Steinsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1946. Hann hóf nám í líffræði við Háskólann í Boston í Bandaríkjunum en hætti þar eftir eitt ár, hélt til Frakklands, innritaðist í bók- Með Guðmundi Steinssyni er gengið eitt merkasta leikskáld þjóð- arinnar. Verk hans eru ekki bara stundargaman, þótt mörg séu bráð- skemmtileg, í þeim felst skörp og óvenjuleg úttekt á nútíma þjóðféiagi og mannlegu eðli, þau eiga erindi og fjalla gjarnan um siðferðilegan vanda mannsins í glímunni við sjálf- an sig og samtímann. Lengi vel átti Guðmundur erfitt uppdráttar varðandi leikrit sín en hann lét ekki deigan síga og vann sleitulaust af þeirri einurð, festu og seiglu, sem honum var í blóð borin og þar kom, að hann uppskar árang- ur þrautseigju sinnar og dugnaðar. Fyrstu verk hans voru sýnd hjá ieik- flokknum Grímu, sem hann reyndar átti þátt í að stofna ásamt eigin- 'konu sinni Kristbjörgu og öðru leik- listarfólki á sjöunda áratugnum, hið merkasta framlag til íslenskrar leik- listarþróunar og einn fyrsti leikhóp- urinn utan stóru leikhúsanna, sem starfaði samfellt um margra ára skeið. Fósturmold og Sæluríkið voru eftirminnilegar sýningar ungum áhugamanni um leikhús, sömuleiðis fyrsta leikrit hans, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, Forsetaefnið, sem ég man mér þótti nýstárlegt og öðruvísi verk, sem strax vísaði í síðari verk Guðmundar varðandi form og framsetningu efnis. Guð- mundur var að mörgu leyti á undan sinni íslensku leikhússamtíð. Margir voru þeir, sem neituðu að viður- kenna sérstöðu hans, persónulegan stíl og innsæi í heim leikhússins. Hann lét slíkt ekki á sig fá og hélt sínu striki, honum tókst að ein- ungra sig frá smámunasamri dæg- urumræðunni í iistaheiminum og menntir við Sor- bonne-háskóla og dvaldi í París næstu fjögur árin. Guð- mundur dvaldi síðan í Suðurlöndum, eink- um á Spáni, nokkur næstu ár á eftir, uns hann réðst til starfa við Iðnskólann þar sem hann kenndi ensku, dönsku og ís- lensku 1959-65. Á sama tíma hóf Guð- mundur störf sem fararstjóri íslenskra ferðahópa erlendis sem hann stundaði um alllangt skeið þar til hann hætti að sinna öðru en ritstörf- um. Guðmundar Steinssonar verð- ur fyrst og fremst minnst sem eins helsta leikskálds landsins á síðari áratugum. Áður en hann sneri sér alfarið að leikritagerð gaf hann út tvær skáldsögur: Síld (1954) og Maríumynd (1958). Leikrit Guðmundar Steinssonar skipta tugum. Nefna má Forseta- efnið (Þjóðleikhúsið 1964), Fóst- urmold (Gríma 1965), Sæluríkið (Gríma 1968), Lúkas (Þjóðleik- húsið 1975), Sólarferð (Þjóðleik- húsið 1976), Stundarfriður (Þjóð- leikhúsið 1979), Þjóðhátíð (Al- þýðuleikhúsið 1982), Garðveisla (Þjóðleikhúsið 1983), Brúðar- myndin (Þjóðleikhúsið 1987) og Stakkaskipti (Þjóðleikhúsið 1995). Ýmis leikrita Guðmundar hafa verið sýnd í leikhúsum víða í öðrum löndum, ekki síst Stund- arfriður, sem alls staðar hefur vakið sérstaka athygli, og var m.a. færður upp á Dramaten í Stokkhólmi, Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, í Nor- egi, Þýskalandi, Eystrasalts- löndum og Póllandi, þar sem einnig var gerð sjónvarpskvik- mynd eftir Stundarfriði, auk fjölda sýninga á leiklistarhátíð- um víðs vegar um Evrópu. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. einbeita sér að stærri og merkilegri viðfangsefnum, sannfærður um að hann ætti erindi, að leikritun skipti samtímann máli, og leikskáldið hefði þar mikilvægu hlutverki að gegna. Hann trúði því að markviss og meitluð speglun samtímans á sviðinu væri- sterkasta vakningar- aflið. Hann var móralisti, hann vildi vekja fólk, ekki bara til umhugsun- ar heldur til dáða í erfiðum siðferð- is- og samviskuspurningum um það hvernig lífi okkar verði best varið. Öll verk hans eiga sér tilgang, búa yfir boðskap og eiga við okkur er- indi, þótt samtíminn hafi stundum verið of önnum kafinn við fánýtið til þess að hleypa þessum erindum að og hafi kosið að hrista hausinn og hamast áfram í hugsunarleysinu. Ekki skulu rakin hér öll hans verk, alls munu þau á þriðja tuginn en Þjóðleikhúsið varð um síðir heim- kynni hans og vettvangur eins og vera bar: Lúkas, Sólarferð, Stundarfriður, Garðveisla, Brúðar- myndin og nú síðast Stakkaskipti. Fyrsta leikrit hans, sem náði veru- legri lýðhylli var Sólarferð: íslenska fjölskyldan í sumarleyfi á sólar- strönd, vettvangur, sem Guðmund- ur gjörþekkti af störfum sínum sem fararstjóri. í Stundarfriði hitti hann síðan þjóðina aftur beint : hjarta-' stað, það verk var sýnt oftar en nokkurt annað íslenskt verk í Þjóð- leikhúsinu fyrr og síðar. Reyndar tengdumst við Guðmundur þar end- anlega vináttu- og tryggðarbönd- um; ég hafði áður leikstýrt Lúkasi, sem er snjöll dæmisaga um einræði og ofríki andspænis framtaks- og hugsunarleysi þeirra, sem ekki hafa þrek í sjálfstæða hugsun en vilja láta segja sér fyrir verkum, láta mata sig og fá „línuna" að ofan. Fjölskyldan í Stundarfriði varð um þriggja ára skeið manns önnur fjöl- skylda, við fórum með sýninguna til fjölmargra Evrópulanda á hveija leiklistarhátíðina á fætur annarri og tókum verkið að lokum upp fyr- ir sjónvarp. Guðmundur var með í öllum ferðum og uppskar ríkulega umbun og viðurkenningu fyrir þetta snjalla verk sitt. Síðar átti hann eftir að fara víða um lönd og sjá þetta vinsælasta leikrit sitt í svið- setningum annarra leikstjóra og leikhúsa sér til mikillar ánægju. Annar eftirminniiegur áfangi í sam- starfi okkar var frumflútningur Brúðarmyndarinnar í Bandaríkjun- um, þar sem við sýndum verkið bæði í Samuel Beckett leikhúsinu í New York og Eugene O’Neill Cent- er í Connecticut. Bandaríkjamönn- um þótti mikið til verksins koma, enda efnislega eitt áhugaverðasta verk höfundar og ekki þótti þeim síður form verksins nýstárlegt jafn niðurnjörvaðir og þeir eru í hefð- bundin formlögmál leikritunar þar sem heilu háskóladeildirnar kenna nemendum, hvernig „á að skrifa" leikrit! Stíll Guðmundar er auðþekktur, sérstakur og persónulegur. Hann hjakkaði ekki í hjólfari hefðarinnar en var brautryðjandi varðandi form og aðferðir, sem byggðust á næmi fyrir möguleikum leiksviðsins og gáfu leikstjórum og leikendum skemmtilegt svigrúm. Það var ein- staklega gaman að vinna verk hans í leikhúsinu. Þótt þau væru fullsam- in, kallaði sköpun höfundar á áframhaldandi sköpun allra þátt- takenda vegna þess að hann skildi galdur leiksviðsins. Verkin voru þaulhugsaðri en ætla mátti við fyrstu sýn. Hann var gríðarlega skarpskyggn á hversdagslegt sam- skiptamunstur okkar, sem honum tókst með sínu meitlaða formi að gefa nýja og áhrifamikla dýpt og merkingu. Endalaus barátta mannsins við eigin samvisku og sið- ferðisvitund: Hvernig er lífinu best varið? Hvað viljum við að eftir standi, þegar við hverfum héðan? Eins og segir í síðasta verki hans, Stakkaskiptum: Framtíðin er ekki einhvers staðar framundan. Hún er hér og nú, hún er ætlunarverk þitt. Guðmundur var sveitadrengur allt til hinstu stundar en samt ein- hver mesti heimsborgari, sem ég hef kynnst. Hann fæddist á Eyrar- bakka og á fáum stöðum leið honum betur en þar, í gamla Steinsbænum, þar sem hann á seinni árum hafði komið sér upp notalegri vinnuað- stöðu og dvajdi löngum við skriftir. Hann var íslendingur, sem átti landið sem hann stóð á, honum skildist nauðsyn þess að þekkja eig- in rætur, hafði tilfinningar til nátt- úrunnar og talaði um hana eins og lifandi veru. Hún andaði, hún svaf, hún gaf. I síðustu verkum hans verður honum æ hugleiknari skylda mannsins við náttúruna, umhverfis- verndin, ræktun lífsins. En hann var líka heimsborgarinn, sem kunni að lifa hvar sem var, skeytti ekki um landamæri eða þjóðerni, giidis- mat hans var alþjóðlegt og þar skip- aði mannræktin öndvegi. Hann sótti ætíð yrkisefni leikrita sinna í íslenskt samfélag og okkar nánasta hversdagsumhverfi. Við nauðaþekkjum þetta fólk; íslenskt fólk í íslensku umhverfi. Samt eru verkin hans ótrúlega alþjóðleg. Vegna þess að kjarni þeirra er sam- mannlegur. Enda hefur hróður hans borist víðar en nokkurs annars ís- lensks leikritahöfundar. Ég er ekki viss um að íslendingar almennt geri sér grein fyrir velgengni hans á erlendri grund. Leikrit hans hafa verið flutt í fjölmörgum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og alla leið austur í Asíu. Svo dæmi sé nefnt, hafa Pólverjar tekið miklu ástfóstri við verk hans, þar sau fjórtán milljónir manna pólsku sjón- varpsgerðina af Stundarfriði! Guðmundur var myndarlegur maður, yfir honum var heiðríkja og mildi. Hann var samt fastur fyrir og þrautseigur, vinnusamur mjög enda lengst af heilsuhraustur svo af bar. Afköst hans sem höfundar voru aðdáunarverð, fram undir það síðasta sat hann við skriftir og átti við andlátið nokkur frágengin en ósýnd verk. Hann tók með jafnaðar- geði og af skynsemi þeim válegu tíðindum, sem honum voru færð fyrir rúmu ári um að hann væri haldinn banvænum sjúkdómi. Tíð- indin komu óvænt en af dramatísk- um þunga; á frumsýningardegi Stakkaskipta leitaði hann læknis vegna innvortis ónota en var kyrr- settur á spítalanum og varð af frumsýningu verksins. Eftir erfiðan uppskurð varð fljótlega ljóst hvert stefndi og af alkunnu æðruleysi tók hann því hlutskipti, sem honum var ætlað. Hann kvaðst sáttur við ham- ingjuríka ævi og sagðist ætla að skrifa jafn lengi og hann gæti hald- ið á penna - og það gerði hann. Ritvél notaði hann ekki - enda handrit hans listaverk út af fyrir sig eins og sýning á einu þeirra á Leikhúslofti Þjóðleikhússins í fyrra bar með sér: endalausar, margra metra iengjur af leiktexta, hug- myndum, pírumpári og torræðum táknum. En það sem máii skipti leyndist á blöðunum: skýr hugsun, skörp ádeila, leikrænt líf og lifandi fólk. Elsku Kristbjörg, Tóta, Jens og aðrir ættingjar, við hjónin og íjöl- skyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og fyrir hönd alls samstarfsfólks Guðmundar í Þjóð- leikhúsinu færi ég ykkur hluttekn- ingarkveðjur. Við erum stolt af því að hafa fengið að starfa með honum og þótt hann sé nú allur munu verk hans lifa um ókomin ár. Stefán Baldursson. Við söknum vinar í stað þar sem var Guðmundur Steinsson. Öll þau 34 ár síðan Guðmundur og systir okkar stofnuðu heimili höfum við verið þar heimagangar, jafnvel búið þar tíma og tíma. Alla tíð hafa þau hjón verið sam- rýnd, ekki aðeins af því að leiðir þeirra lágu saman í listrænum skiln- ingi heldur vegna skaphafna beggja og lífsviðhorfa. Þar er nú skarð fyr- ir skildi. Burtu er umhyggjusamur og ástríkur heimilisfaðir sem einnig var óspar á að beita þessum eigin- leikum sínum hvort sem áttu í hlut móðir hans og fóstri eða stórfjöl- skylda tengdafólksins. Þar er margs að minnast og þakka. Persónulega þökkum við langa vináttu og ógleymanlegar samveru- stundir. Hæst ber í minningunni hve allar hans athafnir jafnt og orð ein- kenndust af mannúð og vökulum áhuga á vanda samtímans. Rithöfundaferil hans koma aðrir til með að íjalla um en um skapgerð hans og mannlega eðliskosti getum við vitnað að þar fór heill, sannur og góður drengur. Guðmundur var viljasterkur mað- ur sem tók ólæknandi sjúkdómi sín- um og fyrirsjáanlegum dauða með æðruleysi og óvenjulegri hugarró sem er þeim mun aðdáunarverðara fyrir það að þar til að hann kenndi meinsemdarinnar var hann sérlega vel á sig kominn líkamlega. Við biðjum systur okkar, börnin, barnabörnin og aðra ástvini að leita huggunar í minningunni um þann mann sem Guðmundur reyndist í lífi og starfi. Hanna og María Kjeld. Vinur minn og kollegi, Guðmund- ur Steinsson leikritahöfundur, er látinn. Mætur maður og hreinlynd- ur, ákveðinn í skoðunum, ekki síst í málefnum leikhússins, um gerð leikrita og framsetningu leiklistar. Góður og skemmtilegur félagi, ör- látur og hlýr. Öfund ekki til í hans huga. Athugull skoðandi og hug- kvæmur pælari, svosem leikrit hans bera vott um. Leiðir Guðmundar lágu víða og oft sáumst við ekki árum saman. En alltaf einsog við hefðum „hist í gær“ þegar fundum bar saman. Á einum slíkum, ásamt þriðja vininum og mökum, var „Togarafé- lagið“ stofnað. Togarann átti hvorki að gera út á Flæmska hattinn né Smuguna, heldur á lygnur Miðjarð- arhafsins, þar sem sást til sólríkra stranda. Nú verður ekki fundað um ófyrir- GUÐMUNDUR STEINSSON sjáanlegan tíma, en við gleymum þér ekki. Far vel, kæri vinur. Við tökum upp þráðinn í Togarafélaginu þegar leiðir liggja saman. Kannski rætist draumurinn við himneska strönd, og yrði það nú saga til næsta bæjar. Á meðan biðjum við Kristbjörgu, Þórunni og Jens guðs blessunar. Farnist þér vel á ókunnugum stigum. Oddur Björnsson. Saga atvinnumennsku í leiklist á íslandi er ekki löng, hún hefst árið 1950 með opnun Þjóðleikhúss. Á þessum skamma tíma hefur leiklist- in náð því marki að verða einn burðarásinn í listmenningu þjóðar- innar. Það vekur athygli, að fámenn eyþjóð getur boðið upp á þroskaða, fjölbreytta og nútimalega leiklist. Islenskar leiksýningar á leiklistar- hátíðum vítt um veröld hafa orðið til þess, að íslenskt leikhúsfólk nýt- ur virðingar og hefur valist til for- ystu í alþjóðasamtökum leiklistar- fólks. Það er lítill hópur metnaðar- fullra, útsjónarsamra, nánast kergjufullra einstaklinga, sem á skömmum tíma hefur gert íslenska leiklist alþjóðlega gjaldgenga. Guð- mundur Steinsson, leikskáld, var þar í innsta hring. Leiklist er í eðli sínu bundin stað og stund. Sígild leikrit, eru einmitt verkin sem hve rammtengdust eru lífi og örlögum fólks á ákveðnum stað og stund. Leikrit Guðmundar Steinssonar eru alþjóðleg vegna þess að þau eru sprottin úr lífinu næst honum, athugunum hans á skrykkjóttum vexti nútímasamfé- lags okkar íslendinga og fjalla ein- att um átök milli virks siðgæðis og siðleysis, mennsku og ómennsku. Persónurnar í verkum Guðmundar Steinssonar eru í sálarháska vegna þess að hinn lifandi strengur mann- gildishugmynda í þjóðfélaginu er að því kominn að bresta. Þegar fólk á ekkii lengur sameiginlegan siðferðisgrundvöll leysist ijölskyld- an og þjóðfélagið upp í frumeindir, ruglaða, gráðuga, örvæntingarfulla einstaklinga. Vandvirkni, heiðarleiki og seigla Guðmundar Steinssonar í starfi er öllu leikhúsfólki kunn. Hann hafði stundum andbyr, en það sló hann ekki út af laginu. Hann fagnaði glæstum sigrum, hérlendis sem er- lendis, en það spillti honum ekki. Leikskáldið hélt áfram að lifa í hversdegi smiðju sinnar, blés og hamraði, svarf og fínpússaði. Þann- ig vinna skáld. Guðmundur Stejnsson sat í stjórn Leikskáldafélags íslands um árabil og tók þátt í aiþjóðlegu samstarfi á vegum félagsins. Hann gat sér hvarvetna gott orð vegna eðliseigin- leika sinna: yfirlætisleysis, festu og íhygli. Félagar í Leikskáldafélagi Is- lands kveðja góðan dreng og votta ástvinum Guðmundar Steinssonar einlæga samúð. F.h. Leikskáldafélags íslands, Ólafur Haukur Símonarson. Ég á í fórum mínum gamla og lúna ljósmynd. Hún var tekin að kvöldlagi fyrir réttum aldarfjórðungi úti á Spáni þar sem við hjónin dvöld- umst sumarlangt. Ljósmyndin sýnir okkur Guðmund í djúpum samræð- um um mál sem sannarlega virðast brýn. Þetta kvöld bar fundum okkar Guðmundar fyrst saman. Ég var ungur maður í bókmenntanámi sem átti hug minn allan en hafði aldrei hitt alvöru listamann fyrr. Ég sé nú á myndinni að Guðmundur hefur orðið og ég ber öll einkenni læri- sveinsins og drekk í mig hvert orð. Ég minnist þess nú að þetta löngu liðna kvöld talaði Guðmundur margt um ieiklistina, hvers íslensk leikritun þarfnaðist, hvað leikhúsin yrðu að gera til að verða ekki að minjasöfn- um, hvaða efnum innlendir höfundar þyrftu að beina sjónum sínum að. Þetta kvöld okkar, sem reyndar varð að nótt og síðan morgni, skildist mér margt fyrsta sinni; leiklistin, sköpunarþörfin og sá eldur sem ætíð verður að brenna til að knýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.