Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t GUÐMUNDUR ÓSKAR SIGURÐSSON frá Varmahlíð, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 20. júlí. Ólöf Einarsdóttir. t Ástkær móðir okkar og amma, ELÍN SIGURÁST BJARNADÓTTIR, Dísarstöðum, Sandvíkurhreppi, lést á heimili sínu laugardaginn 20. júlí. Jóna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir og synir þeirra. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN JÚLÍUS FERDINANDSSON, Álfhólsvegi 153, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 20. júlí. Helga Óskarsdóttir, Alfreð S. Jóhannsson, Magdalena Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Eirikur Jónsson, Oddný Sigurðardóttir, Ferdinand Jónsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ALDA JÓNSDÓTTIR, Öldutúni 10, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 25. júlí nk. kl. 15.00. Guðjón Frimannsson, Helga Guðjónsdóttir, Grímur Jón Grímsson, Reynir Ómar Guðjónsson, Vilborg Stefánsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Frímann Elvar Guðjónsson, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, Guðbjörn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA TRYGGVADÓTTIR, Vegghömrum 11, lést í Borgarspítalanum 14. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Matthildur Valtýsdóttir, Gunnhildur Valtýsdóttir, Sveinn Magnússon, Friðleif Valtýsdóttir, Sigurður Gislason, Ester B. Valtýsdóttir, Gylfi R. Valtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar ísienskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il S S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 + Jón Tómasson fæddist að Járn- gerðarstöðum í Grindavík 26. ágúst 1914. Hann Iést á Borgarspítalanum 13. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 22. júlí. Það eru nú senn liðin 43 ár síðan ég kynntist Jóni Tómassyni þáver- andi stöðvarstjóra Pósts og síma í Kefla- vík. Þannig stóð á, að ég hafði verið settur kennari við gagnfræðaskólann þar haustið 1953 en átti búsetu og fjölskyldu í Reykjavík. Ég þurfti því sérstaka fyrirgreiðslu þar suður frá svo sem með útvegun fæðis og húsnæðis, en slíkt var ekki auðfengið þar á þeim árum nema fyrir of fjár, alger- lega ofvaxið kennara á bytjunar- launum. Einkum gilti þetta um húsnæðið, sem sótt var í bæði ofan af „Velli“ og utan af landsbyggð- inni. í vandræðum mínum þá benti einhver velviljaður mér á að tala við Jón Tómasson símstöðvarstjóra og þarf ekki að orðlengja, að það reyndist hið besta hollráð. Við Jón höfðum aldrei sést áður og vissum engin deili hvor á öðrum. Þetta voru því okkar fyrstu kynni, en þau einkenndust af glaðværð hans og góðvild í minn garð og gáfu mér strax uppörvun og bjartsýni. Jón var enginn valdamaður þarna suður frá, þó mun hann hafa átt sæti í bæjarstjórn Keflavíkur, en hann hafði annað og meira til að bera til áhrifa og árangurs í mannlegum sam- skiptum, hann hafði persónuleika og við- mót, sem laðaði fólk að honum, svo að það var hlustað á hann og tillit tekið til þess sem hann lagði til mála. Þannig urðu mín fyrstu kynni af Jóni Tómas- syni. Þessi fyrstu kynni okkar Jóns urðu ekki mikil eða náin þá. Ég var með annan fótinn í Keflavík næstu tvo vetur, en síðan lukum við okkar starfsævi hvor á sínum stað, hann í Keflavík, ég í Reykjavík. En aftur lágu leiðir saman í gegnum þátt- töku okkar og störf í Félagi eldri borgara hér í Reykjavík. Jón var þá fluttur hingað, ennþá ungur í anda og fullur af starfsþrótti og lífsgleði, gæddur sínum góðu hæfi- leikum til félagsstarfa og forystu í mannlegum samskiptum, í hags- munamálum aldraðra, skemmtana- lífi og söngmálum, ferðamálum og menningarmálum. Þar gekk Jón að hverju verki sem fyrir lá af þeirri elju og áhuga sem alltaf einkenndu hann. Best kynntist ég Jóni í framsagn- arklúbbnum hennar Guðnýjar Helgadóttur. Það var hress og kát- ur starfshópur eldri borgara sem æfði framsögn og leiklestur um skeið. Allir lögðu þar sitt af mörk- um, en ég held að ekki sé gert lítið úr framlagi neins þó að sagt sé að hlutur Jóns hafi að öllu samanlögðu verið stærstur. Hann var driffjöðrin í framkvæmdunum og við úrlausn vandamála ef upp komu, hrókur alls fagnaðar og ef efni þraut til æfinga og flutnings var hann manna vísastur til að búa það til, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Á ferðalögum undir leiðsögn og stjórn Jóns Tómassonar ríkti ekki heldur nein lognmolla. Þar var hald- ið upp fjöldasöng og gamanmálum á víxl í bílferðum milli áfangastaða og bókmenntirnar svo kynntar á viðkomu- og dvalarstöðum. I utanlandsferðum var það sama upp á teningnum, gleðin, söngurinn og bókmenntirnar héldu hópnum saman og tengdu hann tryggða- böndum við föðurland og móðurmál. Jón Tómasson hefur nú lagt upp í sína hinstu för, skyndilega og óvænt vegna bráðrar hjartabilunar. Kannski var það líka í samræmi við hans háttemi í lífinu að vera ekki að tvínóna við hlutina, heldur gera það strax sem ekki varð umflúið. Við dauðlegir menn vitum lítið hvað við tekur að þessu lífi loknu, en viljum gjarnan trúa því, að lát- inna jarðarbarna bíði framhaldslíf, fullkomnara og betra, í öðrum heimi þar sem hver sál fái hlutverk við sitt hæfi og megi sinna sínum hugð- arefnum og áhugamálum. Sé svo, fær Jón Tómasson þar ærnum verk- efnum að sinna. Kannski beið hans einmitt núna slíkt starf þegar kallið kom. Á eilífðarlandinu þarf að vera valinn maður í hveiju rúmi. Jón mun hvorki skorta hæfileika né vilja til að rækja skyldustörfin þar. Hann mun ganga til hins nýja hlutverks með jákvæðu hugarfari til manna og málefna og í návist hans mun öllum líða vel því að þar munu glað- værð og góðvild ríkja. Að lokum votta ég samúð mína eftirlifandi eiginkonu Jóns, Ragn- heiði Þ.K. Eiríksdóttur, börnum þeirra og öðrum vandamönnum, sem um sárast eiga að binda, svo og öllum vinunum, sem sakna hans og þeir eru margir. Ivar Björnsson. t Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar mfns, I-** jmmMK'... HARÐAR GRÍMKELS 1 ÍH GUÐLEIFSSONAR. Ingibjörg Hallgrímsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við fráfall og útför sonar míns, INGÓLFS ARNARSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KRISTJÁNS MARÍUSAR JÓNSSONAR fyrrverandi lögregluþjóns, Keflavíkurflugvelli, Vallarbraut 6, Njarðvik, (áður Háseylu 24). Innilegar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja og einnig sérstakar þakkir til sýslumanns og lögreglu, Keflavíkurflugvelli. Það syrti yfir þegar okkur barst fregnin um andlát Jóns Tómasson- ar. Við sáum hann nær daglega hér í Skjóli, þar sem eiginkona hans, Ragnheiður Eiríksdóttir, dvelur. Það var sannarlega ekki að sjá að þar færi rúmlega áttræður mað- ur þar sem Jón bar að garði. Það sem einkenndi Jón var hressileikinn og bjarta brosið sem alltaf fylgdi honum og síðan hið innilega sam- band sem ríkti milli þeirra hjóna. Jón var ávallt boðinn og búinn til þess að aðstoða okkur hér á Skjóli ef á þurfti að halda og oft var leitað til hans. Sl. sumar var hann t.d. farar- stjóri í skemmtiferð heimilisfólks um Suðurnes. Þar var Jón á heima- velli, hafsjór af fróðleik, þekkti hveija þúfu og var hrókur alls fagn- aðar með söng og gamansögum. Hann kom einnig öðru hvoru með hðp af fólki sem starfaði innan Félags eldri borgara og skemmti heimilisfólki hér við mikinn fögnuð. Þá voru ófá skiptin sem hann tók þátt í helgistundum hér í Skjóli, en Jón var mjög góður söngmaður. Við munum sakna Jóns Tómas- sonar. Hugur okkar er hjá Ragn- heiði og fjölskyldu hennar. Ragn- heiður veiktist fyrir nokkrum árum, en hefur tekið lömun sinni með miklu æðruleysi og nú hefur annað áfallið dunið yfir. Sá styrkur sem Ragnheiður hefur sýnt nú sem fyrr hefur verið okkur lærdómsríkur. Við sendum þeim innilegar samúð- arkveðjur og biðjum þess að ljúfar minningar um mannkostamanninn Jón Tómasson sefi sárasta harminn. Rúnar Brynjólfsson. • Fleirí minningargreinar um Jón Tómasson biða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Matthíldur Magnúsdóttir, Asthildur Magna Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Jónína María Kristjánsdóttir, Þröstur Kristjánsson, Kristján Lars Kristjánsson, Friðleifur Kristjánsson, MagnúsJónsson, Elin Ingvadóttir, Þórlaug Ásgeirsdóttir, Erla Finnsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir. - hh Krossar á leiði 1 viqarlit og mólaðir. Mismunandi mynsiur, vönduS vinna. Siml 8S3 8989 og 883 8738

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.