Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Það er alltaf mikið líf og fjör á kompuhelgum í Kolaportinu Kompudagar í Kola- portinu um helgina Kompubásinn er á aðeins kr. 1800,- Það er selt kompudót allar helgar í Kolaportinu, en síðustu helgi í hverjum mánuði efnir Kolaportsfólkið til sérstakra komuhátíða þar sem gefinn er afsláttur af básaleigu hjá þeim sem selja notaða muni. Um næstu helgi verður slík kompuhátíð og tilvalið að taka til í geymslunni og ná sér í pening fyrir Verslunarmannahelgina. Verð á sölubás fyrir komudót á kompuhátíðinni er aðeins 1800 krónur á dag, en er aðrar helgar 2800 krónur. Þá geta börn og unglingar allar helgar fengið borðmetra á 1100 krónur til að selja kompudót og er jafnan fjöldi þeirra að selja á hverri helgi. Mikil sala á kompudóti “Kompudótið er alltaf jafn vinsælt og salan hefur verið góð í sumar” segir Helga hjá Kola- portinu. “Fyrir utan að hafa gaman af því að koma og selja kompudótið eða aðra vöru má hafa góðan pening í vasann. Það finnst flestum gaman þegar þeir láta verða af þessu og ánægju- legt að sjá fólk jafnvel hafa tugþúsundir króna á dag fyrir dót sem annars hefði líklega verið sett á haugana.” Góð fjáröflunarleið fyrir íþrótta- og æskulýðsnópa Margir íþrótta- og æskulýðs- hópar nota kompuhelgar sem og aðrar helgar til fjáröflunar fyrir ferðir innanlands sem erlendis. Dæmi er um að ferðir hafi verið fjármagnaðar að fullu á nokkrum helgum með sölu á kompudóti úr geymslum foreldra og annarra ættingja. Einnig er mikið um kökubasara og sölu á afgangsvöru úr verslunum og heildsölum. Yfir þúsund aðilar í Kompuklúbbi Kolaportsins Kompuklúbbur Kolaportsins dafnar vel og eru á annað þúsund aðilar að fá þessa dagana í hendurnar nýjasta fréttabréf klúbbsins. í þeim sjö fféttabréfum sem komið hafa komið út á árinu er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum um hvernig best er að selja kompudót. Aðrir sem óska eftir að gerast félagar í Kompu- klúbbnum þurfa að hafa samband við skrifstofu Kolaportsins í síma 562 5030. Pantanir á sölubásum um helgar er hægt að gera í sama síma alla virka daga kl.. 9-17. FÓLK í FRÉTTU ÁSTRALSKA fyrirsætan Elle Macpherson hefur tekið að sér hlut- verk í næstu mynd um Leðurblöku- manninn, „Batman and Robin“. Það er hlutverk kærustu Bruce Waynes (Leðurblökumannsins), sem George Clooney leikur. Leikaralið myndar- innar er ekki af verri endanum, en auk Macphersons og Clooneys leika Uma Thurman (Poison Ivy), Arnold Schwarzenegger (Mr. Freeze), Chris O’Donnell (Rob- in) og Álicia Silverstone (Leður- blökustúlkan) í myndinni, sem er leikstýrt af Joel Schumacher. Macpherson virðist ætla að takast að festa sig í sessi sem leikkona, en hún fékk einnig hlut- verk í myndinni „Bookworm" eða Bókaormur nýlega þar sem hún leikur á móti Sir Anthony Hopkins og Alec Baldwin. Hún leikur einnig í myndinni „The Mirror Has Two Faces“, eða Tvö andlit spegilsins, sem brátt verður frumsýnd vestra.' Meðal annarra mynda hennar eru „Sirens" og „If Lucy Fell“. Macpherson leikur kærustu Rourke breytir til ► LEIKARINN og fyrrum vandræðabarnið Mickey Rourke reyndi fyrir sér sem sýningarmaður á tískusýningu Nigels Curtiss í Par- ís nýlega. „Nigel er góður vinur minn, en ég hefði aldrei komið fram á sýningunni ef ég hefði ekki verið hrifinn af hönnun hans,“ sagði Mickey í viðtali við The Independenteftir sýninguna. Fram- hald frægustu myndar Rourkes, Níu og hálfrar viku, verður frum- sýnt í haust. Nú kr. 29.841,- (áður kr. 37.773) Takmarkaðar birgðir! 21 gíra alhliða gæðingur úr krómólý með vönduðum búnaði og með ævilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Frá sjálfum föður fjallahjólanna: GARY FISHER Skeifunni 11, sími 588 9890 • Verkstæði, sími 588 9891 Opið laugardaga kl. 10-16 Hlaupið í land ► ÍRSKI kærleiksbjörninn Liam Neeson sést hér hlaupa úr sjón- um upp á strönd ásamt eiginkonu sinni, Natöshu Richardson, sem er komin sjö mánuði á leið eins og kannski má greina á mynd- inni. Myndin er tekin á strönd- inni í St. Tropez, þar sem hjóna- kornin slöppuðu af í sumarfríi fyrir skömmu. Þau gengu í hjónaband í New York fyrir tveimur árum og eiga eins árs son, Michael. IVAKORTALISTI Daes. 23.7.'96.NR. 209 5414 8300 2954 3104 5414 8300 3045 5108 5414 8300 3225 9102 5413 0312 3386 5018 . 5414 8300 3236 9109 | Otangreind kort eru vákort, sem taka berúrumferð. VERÐLAUN kr. 5.000 fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocard. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 568 5499 23.7. 1996 Nr.417 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4000 0000 3741 Erlend kort: 4581 0981 2741 8138 4925 6550 0001 1408 AfgraiOBlulólk. vinaamlcgait takið ofangralnd Itort úr umferA og aendifiVISA fslamdl aundurkllppt. VERD LAJIM KR. 6000.- fyrlr afi klófasta kort og wfaa A vtgat j Vaktþjónusta VISA ar opln allan j I aúlarhrinyinn. Þangafi ber ofi | Itilkynna um glötuft og atolin kort I SÍMI: B67 1700 > V/SA vimmm Alfabakka 10-109 Raykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.