Morgunblaðið - 23.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 23.07.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA i>rgun1V(ð&ií> B 1996 ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ BLAÐ Morgunblaðið/Kristinn Gísli ánægður með Jón Amar Rúnar ánægður með frum- raunina RÚNAR Alexandersson keppti í fimleikum á Ólympíuleikun- um í Atlanta um helgina. Hon- um gekk ekki vel fyrri daginn en ekki er hægt að segja annað en hann hafi staðið sig nokkuð vei í gær. Á myndinni býr hann sig undir að hefja keppni í gærmorgun; slær í tvíslána til að dusta svolítið af höndum sér. Hann var óhress með frammistöðu sína á áhaldinu en var nokkuð ánægður með frammistöðuna í heild. ■ Rúnar/ B3 Jón Arn'ar Magnússon keppti á frj álsíþróttamóti í Marrietta á sunnudagskvöldið og kvaðst Gísli þjálfari Sigurðsson ánægður með pilt. Jón Arnar keppti snemma móts, áður en fór að rigna, í 110 m grindahlaupi og hljóp á 14,52 sek. Að sögn Gísla byijaði Jón ekki nógu vel, átti í svolitlum vandræðum yfir þijár fyrstu grindurnar, en hljóp vel eftir það. Islandsmet Jóns í greininni er 14,19 sekúndur. Jón keppti einnig í kringlukasti og kastaði lengst 48,34 metra, en þess verður að geta að þegar kapparnir hófu að þeyta kringl- unni var farið að rigna. „Ég er mjög ánægður með kringlukastið hjá Jóni. Hann kastaði 48,80 um síðustu helgi og ef hann nær enn að kasta 48 metra um næstu helgi verð ég ánægður," sagði Gísli. Jón á best 51,30 m. Bandaríkjamaðurinn Dan O’Brien, heimsmeistari og heims- methafi í tugþraut - sem talinn er sigurstranglegastur á Ólympíu- leikunum — var einnig með á mótinu á sunnudag; keppti í tveimur greinum eins og Jón. Kastaði kringlunni 50,14 og hljóp 100 metra á 10,50 sek. „Mér líst vel á hann. Hann er greinilega mjög sterkur núna,“ sagði Gísli um O’Brien. JÚPÓi HEPPMIN VAR EKKIMEP VERMHARÐI / B1Q,B11 ^ ' - AÐALTÖLUR BÓNUSTÖLUR HeiWarvinnirvgsuppbæö: ÁÍsJandi: 51.011.820 2.611.820 UPPLYSINGAR • Einn aöili var meö bónusvinninginn i Lottó 5 38 og var miöinn seldur i Kaupgaröi i Mjódd. Jafnframt var einn aöili meö bónusvinninginn i Víkingalottó og var sá miöi keyptur í Skalla I Hafnarfiröi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.