Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ QQP ATLANTA ’96 Belgi setli fyrsta heims- 100 M BRINGUSUND meiio BELGINN Frederik Deburghgraeve, sem er 23 ára, varð fyrstur til að setja heinismet á Ólympíuleikununi í Atlanta. Hann synti 100 metra bringusund á 1.00,60 mín. í undanrásum og bætti metið um 0,35 sekúndur en Ungverj- inn Karoly Guttler setti síðast heimsmet í greininni í undanrásum Evrópukeppninnar í Sheffield á Englandi 1993. Belginn snoðklippti tók forystuna strax og bilið breikkaði eftir því sem á Ieið sundið. Millitíminn var 28,23 en metmillitími Guttlers var 28,52. „Eg var hissa að metið féll en ég vissi að ég gæti slegið það,“ sagði Deburghgraeve. „Eg er ánægður með árangurinn því ég sýndi að ég gæti þetta og nú held ég að ég geti náð enn betri tíma.“ Hann fylgdi árangrinum eftir og stóð uppi sem meistari um kvöldið en Belgíumenn höfðu ekki áður unnið til gullverðlauna í sundi á Ólympíuleikum. Deburjghgraeve var í 34. sæti í 100 m bringusundi á Olympíuleikunum í Barcelona en í 19. sæti í 200 m bringusundi og hætti keppni í sex mánuði. Hann sér ekki „Var hissa að metið féll,“ sagði Deburghgraeve eftir að hafa byrjað aftur. „Ég er mjög ánægð- ur með gullið sjálfs míns vegna, fjölskyldunn- ar og þjóðarinnar. Eg gerði þetta fyrir alla sem liafa stutt mig.“ Deburghgraeve var í fjórða sæti í 100 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu 1993, var þriðji á HM í Róm 1994 og sigraði á EM í Vin í fyrra. Ronald Gaastra, þjálfari hans, býr 100 km í burtu og fer þjálfunin mest fram símleiðis. I hvert sinn sem Ronald sér mig segir hann að tækni mín hafi breyst. Ég veit ekki hvernig þetta var núna en mér er sagt að ég hafi flotið betur en áður og verið hærra í vatninu. En ég flaut ekki síðustu 10 metrana. Gaastra sér um undirbúninginn fyr- ir stórmót og faxar æfingarnar til mín. Síðan 1986 hef ég æft án þess að hafa þjálfara við hliðina á mér. Ef ég væri með þjálfara dag- lega ætti ég við vandamál að stríða. Hann hringir í mig daglega og kemur tvisvar í mánuði en er ávallt með mér á stórmótum." Jingyi vekur grunsemdir BRINGUSUND Þróun heimsmetsins í 100 m bringusundi karla Mín.;sek. frá 1972 Frederic Deburghgraeve (Belgtu) •68 1.„ 1.03 1.02 1.01 (.rui CII ruwuu I i;L 1972611996 REUTERS Reuter BELGINIM Frederik Deburghgraeve veifar til áhorfenda eftir að hafa tekið við guilverðiaunum sínum. Kínverska sundkonan Le Jingyi sigraði í 100 metra skrið- sundi kvenna á laugardag á nýju ólympíumeti, 54,50 sekúnd- um. Um leið vakti hún grunsemdir margra um ólöglega lyfjanotkun. Kínverjar hafa verið ásakaðir um kerfisbundna lyfjanotkun síðan sjö kínverskir sundmenn féllu á lyfja- prófi á Asíuleikunum fyrir tveimur árum. Kínvetjar hafa alfarið neitað þessuni ásökunum. Eftir að Le sigraði í sundinu á laugardag tók við löng bið á meðan hún gekkst undir strangt lyfja- próf. Á meðan voru hinir verð- launahafarnir í sundinu, banda- ríska stúlkan Angel Martino og Sandra Volker frá Þýskalandi, spurðir nokkurra spurninga um kínversku sundkonuna og árangur kínverska sundfólksins. Martino var spurð hvort hún héldi að Kín- veijarnir notuðu ólögleg lyf. „Ég skil ekki hvað þið eigið við,“ svar- aði Martino. Volker var hnitmið- aðri í svörum sínum. „Ég veit það ekki. Spurðu þá,“ sagði Volker, en hún lenti í öðru sæti á eftir Le Jingyi. Volker kvaðst einnig vera hissa á slökum árangri Kínvetja í undanrásunum. Þegar Le kom ioks til baka brást hún reið við ásökunum um ólöglega lyfjanotkun. „Fyrír leikana fórum við ijórum sinnum á viku í lyfja- próf.“ Le var eina kínverska sund- konan sem komst í úrslit í sund- keppni laugardagsins, en keppt var í 100 metra skriðsundi og 400 metra fjórsundi. Hin 17 ára gamia Shan Ying, sem átti besta tíma ársins í 100 metra skriðsundi, komst ekki í úr- slit - var þremur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir síðustu stúlkunni í úrslitum. í 400 metra fjórsundi voru tvær sterkar kínverskar sund- konur, Chen Yan og Wu Yanyan, meira en tíu sekúndum á eftir fljót- ustu sundkonunni í undanrásum. Reuter LE Jingyi sigraði í 100 m skriðsundi og vakti um leið grunsemdir um ólöglega lyfjanotkun. Fyrsta gull- ið í sundi til IMýja- Sjálands DANYON Loader frá Nýja-Sjá- landi sigraði i 200 metra skrið- sundi á laugardag og er þetta í fyrsta sinn sem sundmaður frá Nýja-Sjálandi sigrar í grein á Ólympíuleikum. Loader, sem var í öðru sæti í 200 m flugsundi í Barc- elona, komst fram úr Svíanum Anders Holmertz á seinni 100 metrunum og tókst að halda Bras- ilíumanninum Gustavo Borges fyr- ir aftan sig síðustu metrana. Kom í mark á 1.47,63 mín. Holmertz, sem var Evrópumeistari 1987 og í öðru sæti á Ó1 í Barcelona 1992, á HM 1994 og EM 1995, byijaði á miklum hraða sem fyrr en hélt ekki út og varð í fimmta sæti. Borges synti á 1,48,08 og Ástral- inn Dan Kowalski fékk bronsið, var á 1.48,25. Heimsmeistarinn Antti Kasvio frá Finnlandi komst ekki í úrslit. Kínverski þjálfarinn, Zhou Ming, sagði þennan lélega árangur stafa fyrst og fremst af reynslu- leysi stúlknanna. „Níutíu prósent liðsins er skipað unglingum," sagði hann en viðurkenndi þó að hann hefði búist við betri árangri. Kínverskar sundkonur unnu fern gullverðlaun í Ólympiuleikun- um í Barcelona árið 1992 og tólf af sextán titlum á heimsmeistara- mótinu í Róm 1994. í kjölfar þess komu hinir margumtöluðu Asíu- leikar sem urðu til þess að sjö kínverskir sundmenn voru dæmdir í bann. Gaf sjúklingi verðlaunapeninginn ANGEL Martino frá Bandaríkj- unm, sem varð í þriðja sæti í 100 metra skriðsundi, gaf vinkonu sinni verðlaunapeninginn skömmu eftir afliendinguna. Á fréttamannafundi eftir sundið spurði blaðamaður hvar pening- urinn væri. „Ég gaf vinkonu minni hann. Hún berst fyrir lífi sínu. Hún er með krabbamein," svaraði Martino. Trisha Henry, sem er sjálf- boðaliði á Ólympíuleikunum, sagði að í febrúar sem leið hefði komið í Ijós að hún væri með krabbamein og hefði hún verið í meðferð síðan. Hún sagðist yfirleitt vera í tvo eða þrjá daga í einu á spítalanum og hefði far- ið í aukna geislameðferð í síð- ustu heimsókn. „Batahorfur eru mjög góðar,“ sagði stúlkan sem fór af spitalanum á laugardag til að fylgjast með sundkeppn- inni. Henry sagðist hafa æft sund frá því hún var sjö og hálfs árs en væri nú í Illinoisháskóla. Hún var spurð hvað Martino hefði sagt og Henry svaraði: „Ég vil gefa þér þetta. I mínum huga ert þú hetja og ég vil að þú vit- ir að ég hugsa um þig. Og haltu áfram að berjast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.