Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 999 ATLANTA '96 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 7 I- ~'rnsrnetsin |"r kvenna 100 m bringa . y.n k r pennyi l\ \Suðut-Mritai) • I Fyrramet: Reuter PENNY Heyns kom til Bandaríkjanna eftir Ólympíuieikana í Barcelona en hún er í námi við Nebraskaháskóla. ———" cmetsinS' ^ ^U"nausund' to,e"0a fll toril'9 Raft (Bandar •)—',''' ..22.8-1'* * co CatbreDai"- 4 aSacSi«5SS^| .80 1. 1. 1. 1.11,03 1.11,11 110,80 1.10,31 110,20 1.09,52 1.09,39 1.08,60 1.08,51 1.08,29 nsll Hannelove^ e........;--'-'"22.8.1! An^e.....j'nnova (Sovett,)- 26.5.3« juWaBogdan ^.pýskaD-- 4 gy UteGevíemge v............... 2.i.81 Qevjenrgev................... Qevjemgev.................... Qevíemgev..... ........\'V 23-8-84 Gevjemgev--"(A.í,ýSte\.)-212.86 Sy\viaGevas........ai.g.8l ........... / a tTATG.ksA-)*** Q Q4 Suður-Afríka á sundkortið Penny Heyns frá Suður-Afríku bætti heimsmet sitt í 100 metra bringusundi kvenna þegar hún synti á 1.07,02 mín. í undanrás- um á sunnudag en fyrra met henn- ar frá meistarakeppni Suður-Afríku í Durban 4. mars var 1.07,46. Milli- tími hennar var 31,65 sek., 0.45 sek. betri en í Durban. Hún sigraði síðan í úrslitum en náði ekki að bæta metið frekar. Heyns kom til Bandaríkjanna eftir Olympíuleikana í Barcelona en hún er í nární við Nebraskaháskóla þar sem hún æfir og keppir undir stjórn Tékkans Jan Bidrmans, fyrr- um sundmanns á Ólympíuleikum sem flúði frá fyrrum Tékkóslóvakíu til Svíþjóðar á sinum tíma. „Þetta var ekki fullkomið sund,“ sagði Heyns, sem er tuttugu og eins árs. „Það er gott því þá veit ég hvað ég þarf að laga fyrir úrslitasundið. Ég veit að gullverðlaunin þýða mik- ið fyrir Suður-Afríku og það yrði frábært fyrir íþróttina í landinu.“ Hún var mjög afslöppuð eftir sund- ið og var ekki á henni að sjá að þrekraun væri að baki. Aðspurð hvort hún færi undir 67 sekúndum í úrslitunum svaraði hún: „Ég reyni mitt besta. Ég hef æft stíft undan- farna þrjá mánuði og reyni alltaf að gera mitt besta.“ Hún fékk mikla keppni í úrslitun- um frá bandarísku stúlkunni Amöndu Beard, sem er 14 ára, en hafði það á 1.7,73. Beard synti á 1.08,09 og Samantha Riley frá Ástralíu fékk tímann 1.09,18 og varð í þriðja sæti. „Þegar ég snerti var ég ekki viss um að ég hefði sigrað,“ sagði Heyns. „Ég vissi það fyrst þegar Amanda sagði að ég hefði sigrað. En ég trúi enn að ég geti náð betri tíma.“ Joan Harrison sigraði í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952 og voru það einu gullverðlaun Suður-Afríku í sundi til þessa. SILVÍ A Poll horfði á systur sína sigra í 200 metra skriðsundi en fyrir átta árum varð hún að sætta sig við annað sætið í sömu grein - kom í mark á eftir Heike Friedrich frá Austur-Þýska- landi í Seoul. „Það var mjög erfitt að fylgj- ast með henni, sérstaklega þar sem ég var að lýsa á sjónvarps- stöð á sama tíma. Eg var svo æst að engu munaði að ég fleygði hljóðnemanum frá mér. Undaufarin átta ár höfum við lagt mjög mikið á okkur til að ná þessu,“ sagði Silvia eftir að Claudia hafði sigrað en margir töldu að þýska stúlkan Franz- iska van Almsick væri sigur- stranglegust. „Þetta sýnir að lítil þjóð eins og Kosta Ríka getur unnið til gullverðlauna,“ sagði Silvia. „Ekki þarf bestu æfingaaðstæð- ur í heimi til að ná árangri, þó þær lijálpi. En hún er með styrk sem ég hafði ekki.“ Eins og fram hefur komið eru höfuð- stöðvar Coca-Cola í Atlanta en helsti keppinauturinn, Pepsi, er einn af helstu styrktaraðilum Claudiu. Silvia sagði að systir sín hefði hafnað mörgum tilboð- um um að æfa í Bandaríkjunum því hún vildi vera í heimaland- inu þó það hefði þýtt að lengst af hefði hún þurft að æfa í óupphitaðri laug. Claudia synti á 1.58,16 en Franziska van Almsick fór á 1.58,57 og fékk silfrið eins og í Barcelona. Þjóðverjinn Dagmar Hase sem á titil að verja í 400 in skriðsundi fékk tímann 1.59,56 og varð í þriðja sæti. jJm RcuUt CLAUDIA Poll fagnar sigri sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.