Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ QS® ATLAIMTA ’96 Sievinen gaf eftir ÓHÆTT er að segja að bar- áttan um áttunda sætið í A-úrslitum í 200 m skrið- sundi karla á laugardaginn hafi verið hnífjöfn. Að lok- inni riðiakeppninni voru Jani Sievinen frá Finniandi og Bretinn Paul Palmer jafn- ir - báðir höfðu synt vega- lengdinaá 1.49,05 mínútum. Til þess að fá úr því skorið hvor kæmist áfram í úrslita- sundið syntu þeir á ný. Finn- inn byrjaði betur en Palmer gaf hvergi eftir og þegar í mark var komið sýndi klukk- an að þeir hefði orðið jafnir á ný, tírninn 1.48,89 mínútur. Þetta þýddi það eitt að þeir urðu að reyna með sér á ný til að fá úr skorið hvor færi í úrslit. En áður en til þess kom ákvað Sievinen að draga sig til baka og gefa Palmer eftir sætið. Finninn hefur í mörg horn að líta í sundkeppninni og á eftir að keppa í 200 og 400 m fjórsudi og 200 m baksundi síðar og vildi ekki eyða kröftunum um of. • • o. -jkí-4 ift m Reuter ÍRSKA sundkonan Michelle Smith sigraði í 400 metra fjórsundi í Atlanta á laugardag og varð þar með fyrsta írska konan sem vinnur ólympíugull. Smith skaut Eger- szegi ref fyrir rass I ichelle Smith frá írlandi sigr- aði í 400 metra fjórsundi kvenna í Atlanta á laugardag og varð þar með fyrst írskra kvenna til að vinna guil á Ólympíuleikum. Smith hafnaði í einu af síðustu sætunum í sama sundi á Ólympíu- leikunum í Barcelona 1992 en sigr- aði núna eina af sterkustu sund- konum heims, Krisztinu Egerszegi frá Ungveijalandi og setti nýtt írskt met á fjórum mínútum og 39,18 sekúndum. Egerszegi hafn- aði í þriðja sæti en bandaríska stúlkan Allison Wagner fékk silfur. Fyrir fjórum árum náði Smith aðeins 26. besta tímanum í 400 metra fjórsundi og komst hvergi nærri úrslitum í tveimur öðrum greinum sem hún keppti í. Þrátt M FJORSUND fyrir það kom hún heim frá Barcelona með mikinn feng - núverandi eigin- mann sinn, kringlukastarann Erik De Bruin. Hann er nú í banni vegna ólöglegrar lyfja- notkunar, en hann hefur að sögn Michelle breytt þjálfun hennar umtalsvert. Það er óvenjulegt að sundmaður nái sínum besta árangri á miðjum þrítugs- aldri, en Smith er 26 ára gömul. Hún var fljót að hrósa eiginmanni sínum fyrir að hafa breytt þjálfun- araðferðum sínum. „Honum hefur Hrósaði eiginmanni sínum fyrir að hafa breytt þjálfunarað- ferðum sínum tekist að bæta hlutum úr frjáls- íþróttum inn _ í þjálfun mína. Ég lyfti meira núna og ég er miklu sterkari og létt- ari á mér.“ De Bruin, sem lenti í öðru sæti á heimsmeistara- mótinu í Tókýó 1991, var dæmdur í íjögurra ára bann fyrir að vera með of mikið magn testósteróns í líkamanum í ágúst 1993. Hann hefur nú snúið sér að því að auka hróður eiginkonu sinnar á heimsvísu. Undir hand- leiðslu hans æfir Michelle mun meira á þurru landi. De Bruin var á áhorfendapöllunum með foreldr- um Smith við sundlaugina á laugar- daginn. „Árið 1992 vissi Erik ekk- ert um sund' en hann kunni ýmis- legt um þjálfun. Grundvallaratriðin eru alltaf þau sömu,“ sagði Mich- elle Smith. Michelle var í sundbol með skálmum í sundkeppninni á laugar- dag. „Þetta veldur minni mótstöðu heldur en húðin,“ sagði Smith, „Ég tel að þetta geri gæfumuninn fyrir mig.“ Smith mun vera í baráttunni um fleiri ólympíugull næstu daga því hún mun keppa í 400 metra skrið- sundi, 200 metra fjórsundi og 200 metra flugsundi. „Eg tel að ég eigi mesta möguleika í 400 metra skrið- sundinu," sagði Michelle Smith. Irar í sjöunda himni MARY Robinson, forseti írlands, bar niikið lof á Michelle eftir sigur henn- ar í 400 metra fjórsundi. „Hún er kjörin fyrir- mynd fyrir allt ungt íþróttafólk og sérstak- lega fyrir írskar konur,“ sagði Robinson, en hún braut sjálf ísinn í jafn- réttisbaráttu írskra kvenna er hún var kjörin fyrsti kvenforseti ír- lands. Fjölskylda Mich- elle horfði á sundið á krá í útjaðri Dyflinnar. Systir Michelle, Sarah, opnaði kampavinsflösku og bróðir hennar, Brian, grét af gleðijiegar Mich- elle tryggði Irum fyrstu gullverðlaun sín í sundi á Ólympíuleikum. Leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á Irlandi, Bertie Ahern, átti varla orð til að lýsa frammi- stöðu írsku sundkonunn- ar. „Ég er skýjum ofar,“ sagði hann. „Þetta er stórkostlegt afrek.“ Félagar fengu gull og silfur Reuter TOM Dolan sigraði í 400 metra fjórsundi eftlr gífurlega mikla baráttu við Eric Namesnik en þeir eru í Michiganháskóla. Heimsmeistarinn Tom Dolan sigraði í 400 metra fjórsundi í fyrrinótt eftir gífurlega mikla baráttu við Eric Namesnik en þeir eru í Michiganháskóla, æfa saman og hinir bestu vinir utan laugarinn- ar. En enginn er annars bróðir í leik og báðir ætluðu sér gullið. Þeir voru nær samhliða allan tím- ann en Dolan komst fram úr á síð- ustu 50 metrunum. Kanadamaður- inn Curtis Myden var fyrstur í flug- sundinu en varð í þriðja sæti. Dolan fór á 4.14,90 mín. en heimsmet hans er 4.12,30. Name- snik, sem var í öðru sæti á eftir Ungveijanum Tamas Darnyi á HM 1991 og Ó1 1992, synti á 4.15,25 en Myden fékk tímann 4.16,28. Namesnik, sem er 25 ára, féll sam- an eftir sundið. Þetta var síðasta keppni hans og enn einu sinni varð hann að sætta sig við annað sæt- ið. „Þú átt að vera hreykinn af því sem þú hefur afrekað,“ sagði Jon Urbanchek, þjálfari hans. Name- snik var á eftir Dolan í Bandaríska úrtökumótinu og á HM 1994. „í þtjú ár hafa þeir verið samsíða á stórmótum en á æfingum hefur röðin venjulega verið á hinn veg- inn,“ sagði þjálfarinn. Dolan sagði að stundum syði upp úr hjá þeim en Urbanchek neitaði sögum um illindi þeirra á milli. „Mikil virðing fyrir hvor öðrum hefur fylgt sam- keppninni en ekki hefur verið um neina pústra að ræða. Þegar þeir fara upp úr lauginni eru þeir mjög góðir vinir.“ „Það eru vonbrigði að vera í öðru sæti,“ sagði Name- snik. „Fólk segir mér að ég leiki ávallt aðra fiðlu og ég kom hingað til að vinna gull en ég var aðeins á eftir.“ Sem barn átti Dolan sér þann draum að verða Ólympíumeistari og síðustu 50 metrana var ekki að sjá að hann ætti við astma að stríða en vegna sjúkdómsins varð hann að sleppa æfingum fyrir keppnina auk þess sem rakinn í Atlanta hefur ekki gert honum gott. „Öndunin var langt því frá að vera góð og ég fann til í fót- leggjunum síðustu 50 metrana. Ég fékk ekkert súrefni. Hins veg- ar er ég ánægður með að Eric var þarna til að halda mér við efnið en ég finn til með honum. En þungu fargi er af mér létt og nú verður ánægjan í fyrirrúmi," sagði Dolan sem keppir einnig í 400 m skriðsundi og 200 m fjórsundi. „Samskipti okkar verða ánægju- legri hér eftir því nú segi ég hon- um hvað á að gera,“ sagði Name- snik, sem tekur við þjálfarastöðu hjá Michiganháskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.